Færsluflokkur: Fjölmiðlar
28.6.2020 | 10:36
Úrslit forsetakosninga. Hafa skal það sem er rétt.
Hvort fékk Guðni forseti stuðning 92% þjóðarinnar eða 59%. Það fer eftir því við hvað er miðað. Af þeim sem eru á kjörskrá fékk Guðni 59% stuðning og Guðmundur 5%.
Fjölmiðlar virðast sammála um, að ekki eigi að taka mark á þeim sem vildu hvorugan frambjóðandann kjósa, en höfðu samt fyrir því að mæta á kjörstað til að skila auðu. Auð atvkæði eru hluti kosningaúrslita og við útreikning á hlutfallstölu, þá er það rangur útreikningur að taka ekki tillit til þeirra sem skiluðu auðu og lítilsvirðing við vilja þeirra kjósenda.
Réttur útreikningur á fylgi frambjóðenda hlutfallslega miðað við þá sem kusu, þegar tekið er tillit til þeirra sem skiluðu auðu er nokkur annar en fjölmiðlar nefna, en þá er Guðni með rúm 89% atkvæða en ekki rúm 92 og Guðmundur er með stuðning rúmra 7.5%, en rúm 3% kjósenda vildi hvorugan þeirra kjósa. Það eru hin réttu hlutfallslegu úrslit kosninganna miðað við þá sem kusu.
Annað er fölsun á hlutfallslegri niðurstöðu kosninganna.
24.6.2020 | 07:34
Ugla og endurmenntunin
Fyrir nokkru leyfði J.K.Rawlings höfundur Harry Potter bókana sér, að segja, að það væru konur sem færu á túr. Það var meira en hluthafar í fórnarlambakúltúr transfólks gat sætt sig við. Sótt var að J.K. Rawlings og skorað á hana að draga ummæli sín um staðreyndir til baka. Ólíkt því sem flest meiriháttar fólk gerir í dag, þá baðst J.K.Rawlings ekki afsökunar á því að gera grein fyrir alkunnum staðreyndum og hefur síðan mátt þola ásókn og glórulausa gagnrýni á grundvelli sýndarhyggju hugmyndabrenglunar vestrænna samfélaga.
Í gær var sagt frá því í bresku dagblöðunum "The Guardian og "The Daily Telegraph" og RÚV, að fjórir höfundar, sem voru á samningi við sama útgáfufyrirtæki og J.K.Rawlings, "The Blair Partnership", m.a. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og sambúðaraðili þeirrar persónu hefðu krafist þess, að starfsfólk "The Blair Partnership" færi í endurmenntun til að ná sömu sýn á kynjamálum og Ugla og félagar hennar. Ugla og sambúðaraðili hennar skrifuðu saman bókina "Trans Teen Survival Guide"
Í frétt breska blaðsins "The Guradian" segir að Ugla hafi lagt til, að starfsfólk útgáfufyrirtækisins skyldi sækja fræðslu til hóps sem er nefnt "All about Trans", en útgáfufyrirtækið hefði hafnað því og með sorg í hjarta þyrfti Ugla og félagar hennar því að yfirgefa útgáfufyrirtækið.
Talsmaður "The Blair Group" sagði "Við styðjum rétt allra viðskiptavina okkar til að koma fram með skoðanir sínar og viðhorf og við styðjum tjáningarfrelsi---- Okkur þykir leitt að leiðir hafi skilið á milli okkar og fjögurra viðskiptavina okkar, en þessir viðskiptavinir hafa ákveðið það vegna þess að við vorum ekki tilbúin til að verða við kröfum þeirra að fara í endurmenntun sem miðaði að því aðvið tækjum upp skoðanir þeirra".
Samkvæmt fréttum "The Guradian" og "Daily Telegraph" í gær er skýrt frá fráhvarfi Uglu og félaga með þessum hætti. Ugla og félagar voru ekki tilbúin til að hafa útgefenda, sem hafnaði því að starfsfólk fyrirtækisins yrði að sæta endurmenntun þar sem því yrði innrættar skoðanir Uglu og félaga.
Sérkennilegt að Rúv skuli skýra frá þessu máli einhliða og með öðrum hætti en ofannefnd bresk dagblöð, annað sem talið er vinstri sinnað, en hitt hægri sinnað. Má vera, að RÚV hafi ekki í heiðri sömu gildi tjáningarfrelsisins og breska útgáfufélagið?
Svo stendur eftir spurningin um það hvort það sé ásættanlegt að minnihlutahópar sjálfsskipaðra fórnarlamba eigi heimtingu á því, að allir samsami sig skoðunum þeirra að viðlagðri ábyrgð að lögum, en ef ekki lögum þá með ofsóknum af hálfu minnihlutahópfsins, þangað til viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki hefur verið neytt til að samsama sig með skoðunum minnihlutahópsins.
Hver er þá fórnarlambið?
15.6.2020 | 17:08
Mótmælendur og hægri öfgamenn
Boðað var til mótmæla í London s.l. laugardag. M.a. skyldi mótmæla framferði Breta fyrir áratugum og öldumsíðan. Aðsókn skyldi gera að minnismerkjum og styttum manna, sem höfðu gert garðinn frægan en eiga ekki upp á pallborðið hjá mótmælendum og má sögulega arfleið, sem er mótmælendum ekki að skapi.
Mótmælendur höfðu lýst yfir andúð á því að þeir þyrftu að horfa upp á styttur af Nelson Lávarði á Trafalgartorgi og af Winston Churchill við þinghúsið. Töldu mótmælendur að rífa bæri stytturnar niður þar sem þessir menn hefðu haft skoðanir sem þeir töldu fyrirlitlegar í alla staði. Mótmælendur vildu auk heldur sækja að fleiri styttum og minnismerkjum og rífa þær niður og kasta þeim á glæ.
Þessi fasíska afstaða mótmælenda að líða engar skoðanir nema sínar eigin átti að hafa framgang í mótmælunum og allt skyldi rifið niður sem gat verið andstætt skoðunum þeirra og hugsunarhætti. Íslenska ríkisútvarpið kallaði þetta fólk mótmælendur án frekari skilgreiningar.
Svo brá við að fólk úr ýmsum áttum dreif þá að, til að standa vörð um enskan menningararf, minnismerki og styttur af fólki sem skarað hefur fram úr í bresku þjóðlífi þar á meðal styttuna af Churchill.
Í fréttum Ríkisútvarpsins af atburðunum í London var talað um mótmælendur þegar vísað var til þeirra, sem vildu eyðileggja styttur og minnismerk, en um hægri öfgamenn þegar vísað var til þeirra, sem vildu varðveita og gæta að þjóðlegum hefðum, þjóðlegum arfi og minnismerkjum.
Hvernig skyldi standa á þessum greinarmun hjá fréttafólki RÚV? Af hverju voru mótmælendurnir ekki nefndir réttu nafni eða "vinstri fasískir öfgamenn" eða "óþjóðalýður" í stað þess að kalla þá bara því meinleysislega heiti, mótmælendur.
Af hverju er venjulegt fólk sem vill standa vörð um eðlilegt líf og þjóðleg gildi jafnan kallað hægri öfgamenn, en niðurrifsöflin, sem hafna viðteknum gildum og vilja falsa söguna og sýna þjóðlegum gildum og hefðum lítilsvirðingu eru bara kallaðir mótmælendur? Þarna er verið að falsa fréttir og gildishlaða jákvætt gagnvart vinstri fasistunum og neikvætt gagnvart þeim sem bregðast við til varnar þjóðlegum gildum.
Er einhver glóra í svona fréttamennsku? Er hún sanngjörn? Er hún réttlætanleg?
22.4.2020 | 08:24
Gjafir eru yður gefnar
Stjórnmálamenn eru hvað ánægðastir þegar þeir birtast eins og jólaveinar til að útdeila gjöfum til kjósenda á annarra kostnað. Andlit ráðherranna sem kynntu aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar nr. 2,voru eins og sól í hádegisstað svo glöð voru þau að geta kynnt nýju gjafirnar sem ríkisstjórnin af náð sinni ætlar að gefa, vegna afleiðinga C-19
Á sama tíma og gjafir eru gefnar, sem gjafþegar fagna, og þeir eru margir, skárra væri það nú þegar rúmlega einni loðnuvertíð brúttó er sturtað út úr ríkissjóði, þá skortir á heildahyggju.
Námsmenn hljóta að fagna því að búa eigi til 3000 ný störf í atvinnubótavinnu fyrir þá. En hvað með þá launþega á 3 tug þúsunda sem missir og hefur misst atvinnuna?
Gjafapakkar til sprotafyrirtækja, fjölmiðla, rannsóknarstarfa og margs annars sem nú eru teknir upp eiga ekkert sérstaklega við viðbrögð við þeim fordæmalausu aðstæðum sem nú eru vegna fordæmalausra aðgerða stjórnvalda hér og erlendis við heimsfarsótt.
Þó látið hafi verið í veðri vaka að ríkissjóður standi svo vel að hann geti nánast allt, þá er það ekki svo. Gæta þarf ítrustu hagkvæmni og sparnaðar og forgangsraða til þeirra sem mest þurfa á að halda og beita almennum aðgerðum í stað sértækra.
Því miður er ekki hægt annað en að gefa þessum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar falleinkun þar sem miklum fjármunum er ausið úr ríkissjóði án þess að forgangsraðað sé fyrir almennar aðgerir sem nýtast þeim best, sem verða fyrir þyngsta högginu vegna fjármála- og atvinnukreppunar.
Fyrst þarf að gæta þess í kreppum að grípa til aðgerða til að vernda eignir og lágmarkslífskjör fólks. Gæta verður þess, að samræmi sé í aðgerðum og þær séu altækar en ekki sértækar eftir því sem kostur er.
Í stað sértækra gjafapakka þarf að grípa til altækra aðgerða eins og
afnema tryggingargjaldið,
frysta afborganir skulda í ákveðinn tíma,
láta vísitöluhækkanir á lán sem eru afleiðing þessara sérstöku aðgerða ekki koma fram og
endurstilla vísitöluviðmiðunina þegar fárið er gengið yfir.
Þá ríður á að það fólk, sem starfað hefur sem verktakar á ýmsum sviðum t.d. sem leiðsögumenn o.fl. og verður fyrir algjöru tekjutapi svo og aðrir sem starfa við afleidd störf, fái bætur frá hinu opinbera sem svara til þess, sem launþegar njóta í velferðarkerfinu.
20.4.2020 | 11:24
Ekki staðurinn eða tíminn.
WHO hefur gefið rangar upplýsingar og stutt kínversku kommúnistastjórnina í því að ljúga að heimsbyggðinni.
Rifjum aðeins upp:
2019
30.12. Kínverskur læknir Li Wenliang 34 ára varar við hættulegri veiru. Lögreglan þaggar niður í honum.
31.12. Taiwan hefur samband við WHO eftir að hafa séð skýrslu Li Wenliang um að veiran smitist á milli fólks. WHO heldur skýrslunni leyndri.
2020
3.1. Heilbrigðisyfirvöld í Kína krefjast þess af læknum og sjúkrastofnunum, að engar upplýsingar séu gefnar um veiruna.
9.1. Kína tilkynnir um undarlegan sjúkdóm í Wuhan.
14.1 Tíst frá WHO. Engar sannanir fyrir að veiran smitist milli fólks.
20.1. Kína tilkynnir að smit berist á milli manna.
23.1. Wuhan héraðið lokað af en fram til þess voru ferðir frjálsar frá Wuhan til hvaða lands í heimi, en ferðabann var frá Wuhan til annarra héraða Kína á sama tíma.
28.1 Tedros framkvæmdastjóri WHO ber lof á Kínversku ríkisstjórnina fyrir góð viðbrögð við veirunni og lofar þau fyrir upplýsingagjöf.
30.1. Tedros heimsækir Kína og lofar stjórnvöld fyrir frábær viðbrögð til að vinna bug á veirunni.
31.1. Trump Bandaríkjaforseti tilkynnir um bann við flugferðum til Bandaríkjanna sem taki gildi 2.2.
4.2. Tedros framkvæmdastjóri átelur Bandaríkjaforseta vegna ferðabannsins og segir það geta haft alvarlegar afleiðingar og aukið á ótta fólks án þess að hafa jákvæða heilsufarslega þýðingu.
7.2. Le Wenliang læknir sá sem fyrstur vakti athygli á veirunni deyr.
14.2 Tedros varar fólk við að gagnrýna Kína nú sé ekki rétti staðurinn eða tíminn.
28.2. WHO gefur út 40 síðna skýrslu þar sem framganga Kínverja við að ráða niðurlögum veirunnar eru lofuð.
11.3. Tedros yfirlýsir að um heimsfaraldur sé að ræða.
18.3. Yfirmaður hjá WHO gagnrýnir Trump fyrir að tala um Kínaveiru.
29.3. Ai Fen læknir í Wuhan sem var meðal þeirra fyrstu til að vara við veirunni hverfur. Talið að kínversk stjórnvöld beri ábyrgð á því.
Þessi upptalning sýnir að WHO hafði aldrei frumkvæði og lagði aldrei neitt til sem skipti máli varðandi veiruna. WHO brást algjörlega. WHO er algjörlega í vasanum á Kínverjum. Þá sést líka, að Kínverjar leyndu staðreyndum eins lengi og þeir gátu um veiruna.
Á meðan ferðabann var frá Wuhan til Kína var ekkert ferðabann frá Wuhan til annarra landa. Veiran dreifðist óhindrað út frá Kína. Kínversk yfirvöld héldu því fram lengi að veiran smitaðist ekki á milli fólks þó svo þau vissu að það var rangt. Tedros WHO forstjóri tók undir það og sagði lengi vel að veiran smitaðist ekki á milli fólks. Hvar skyldu rannsóknirnar sem réttlætu þær yfirlýsingar vera. Einfalt: Þær eru ekki til. Þetta var argasta lygi og bæði Tedros og kínversk stjórnvöld vissu það.
Til er orðtæki sem segir "margur verður af aurum api." Það mætti útfæra og segja "Margur verður af annars aurum api." Það virðist svo sannarlega eiga við um þær ríkisstjórnir Vesturlanda sem fordæma þá ákvörðun Trump að greiða ekki að sinni til WHO. Hvað þá heldur þann stjórnmálamann á Vesturlöndum, utanríkisráðherra Íslands, sem jók í kjölfarið framlag til WHO.
Stjórnmálamenn á Vesturlöndum eru á nálum yfir því að missa velvild kínverskra stjórnvalda og hafa látið þá gera sig að viðundri allt of lengi. Þeir hafa ekki staðið með lýðræði og mannréttindum til að njóta viðskiptalegrar náðarsólar Kínverja. Nú reynir á. Ætlar Evrópa að standa með þeim gildum, sem hafa skapað frelsi og velmegun í álfunni eða á að halda áfram að standa með ófrelsinu og afsaka það, að Kínverjar skuli hafa hrint af stað heimsfaraldri sem þeim hefði verið í lófa lagið að koma í veg fyrir og segja satt og fá aðrar þjóðir í lið með sér á upphafsdögum veirunnar.
Í leiðara Fréttablaðsins á fimmtudaginn var vísað í aðgerðir Trump gagnvart WHO og sagt að nú "væri hvorki rétti staðurinn eða tíminn til að vandræðast við WHO. Nákvæmlega sama sögðu stjórnmálamenn og íþróttaforusta Evrópu fyrir Olympíuleikana í Berlín. Þó vitað væri um mannréttindabrot nasista og ofsóknir gegn Gyðingum þá sameinaðist hagsmunakór velviljaðra afglapa í að segja. "Nú er ekki rétti staðurinn eða tíminn til að gagnrýna"
Seint virðist það ætla að ganga að stjórnvöld lýðræðisríkja grípi tímanlega til sameiginlegra aðgerða gegn ógnar- og einræðisstjórnum þrátt fyrir að þær sýni eðli sitt eins og Kínverjar núna.
Ef það er ekki rétti staðurinn eða tíminn núna til að láta Kína og WHO svara til saka fyrir afglöp sín, sem valdið hafa heimsfaraldri og ógnar efnahagskerfi Vesturlanda og fleiri svæða í heiminum hvenær þá?
Nú er einmitt rétti staðurinn og tíminn fyrir Vesturlönd til að mótmæla lyginni og krefjast rannsóknar á framgöngu Kínverja og WHO í málinu.
24.3.2020 | 09:33
Kynbundið ofbeldi eða pólitískt samsæri?
Í gær var Alex Salmond fyrrum fyrsti ráðherra Skotlands og þáverandi formaður Skoska þjóðarflokksins sýknaður af ákærum um nauðgun, kynferðslegt áreiti og ósæmilega hegðun gagnvart konum. Saksóknari höfðaði málið gegn Salmond vegna meintra brota gagnvart 13 konum.
Það tók kviðdóminn, sem var að meirihluta til skipaður konum, ekki langan tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að Salmond væri ekki sekur um þær ávirðingar sem bornar voru á hann.
Þessi niðurstaða sýnir ein með fleirum hversu svona mál eru vandmeðfarin og hversu auðvelt er að nota ávirðingar af þessu tagi gagntvart mönnum,ekki síst þeim sem eru í pólitík, þó þeir hafi ekkert til saka unnið. Alex Salmond telur að málatilbúnaðurinn gagnvart sér sé af pólitískum rótum runnið og svo virðist sem mikið sé til í því.
Þá sýna þessi réttarhöld og niðurstaða þeirra hversu glórulaus sú krafa öfgafemínista er, að þeim mun fleiri konur sem komi fram og saki karlmann um kynferðislegt áreiti eða eitthvað þaðan af verra, þá hljóti staðhæfingar þeirra að vera réttar.
Salmond var sýknaður af kröfum og ávirðingum 13 kvenna. Svo fjölmennur hópur hefði samkvæmt kenningunni átt að vera yfirdrifinn til að Salmond yrði dæmdur án laga og réttar. Sem betur fer lifum við í réttarríki og málið fékk eðlilega umfjöllun og í stað sakfellingar almenningsálitsins kom sýknudómur hlutlauss dómstóls eftir að málið hafði fengið eðlilega réttarfarslega umfjöllun.
Fyrir nokkrum árum gerði Donald Trump tillögu um að Brett Kavanaugh yrði skipaður Hæstaréttardómari í Bandaríkjunum. Þá kom fram kona að nafni Christine Blasey Ford og sakaði hann um kynferðislega áreitni. Fljótlega bættust fleiri konur í hópinn. Öfgafemmínistar og Demókratar settu þá fram þá kenningu,að þegar margar konur ásökuðu mann um ósæmilega kynferðislega hegðun þá skyldi taka það sem heilögum sannleik. Rannsókn lögreglu sýndi hinsvegar fram á, að ávirðingarnar á hendur Brett Kavanaugh voru gjörsamlega tilhæfulausar. Algjör tilbúningur. Þær voru settar fram til að koma höggi á hann og að sjálfsögðu Trump í pólitískum tilgangi.
Í báðum tilvikum urðu þeir Brett Kavanaugh og Alex Salmond fyrir verulegum persónulegum álitshnekki,áður en þeir gátu sýnt fram á sakleysi sitt.
En síðan er hin hliðin á þessu makalausa réttleysisfari, þar sem menn geta átt það á hættu, sérstaklega ef þeir eru áberandi, að vera stimplaðir glæpamenn á samfélagsmiðlum án þess að geta rönd við reist fyrr en síðar, þó ekkert sannleikskorn sé í ávirðingunum. Þá er spurningin hvaða refsingu fá þeir sem bera fram rangar sakir og valda fólki miklu tjóni og mannorðsmissi. Engar.
Á sama tíma og það er og var mikilvægt að vekja athygli á og bregðast við kynbundnu ofbeldi sem bitnar í yfirgnæfandi tilvika á konum og koma lögum yfir þá sem gerast sekir um slíkt, þá verður samt alltaf að hafa í huga grunnreglur réttarríkisins og hvika ekki frá þeim eins og öfgafemínistarnir hafa þó ítrekað krafist að verði gert.
15.3.2020 | 11:46
Hið þekkta óþekkta
Fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Donald Rumsfeld talaði um "the known, unknown", hið þekkta óþekkta þ.e. meint gereyðingarvopn þáverandi einræðisherra í Írak, Saddam Hussein. Rumsfeld sagði að hið þekkta væri að Saddam ætti gereyðingarvopn, en það væri óþekkt hvar þau væru.
Kórónuveiran hefur breiðst út til flestra landa, en staðreyndir um hana eru mjög á reiki, t.d.fjöldi smitaðra og dánartíðni. Það þekkta óþekkta, er að kórónuveiran er þekkt, en það er ekki vitað hversu slæmar afleiðingar hún hefur.
Í slíku andrúmslofti er hætta á, að sá sem hæst galar ráði för. Kári Stefánsson hefur bent réttilega á, að í sumum tilvikum eru stjórnvöld að grípa til ráðstafana, sem eru meira í ætt við lýðskrum en sjúkdómsvarnir.
En hversu hættulegur er kórónuvírusin? Fjöldi smitaðra er vafalaust vantalinn og verulega óþekktur, en fjöldi látinna er sennilega rétt skráður. Skráning á smitum er í skötulíki í nánast öllum löndum í heiminum, hvort heldur það er Ítalía eða Íran eða Bretland og Bandaríkin.
Fáar ef nokkrar þjóðir hafa jafngott yfirlit yfir fjölda smitaðra og Suður Kórea og Ísland. Hér hafa yfir 150 manns smitast, ekkert dauðsfall hefur orðið sem betur fer og einungis þrír hafa farið á sjúkrahús. Þó við og Suður Kórea höfum bestu skráninguna, þá eru sennilega fleiri smitaðir en vitað er um.
Í Suður Kóreu hefur veiran verið í gangi frá seinni hluta janúar. Meira en 8000 hafa smitast. Suður Kórea er í fjórða sæti landa í heiminum yfir fjölda smitaðra. Suður Kórea er e.t.v. líkust okkur hvað varðar góða skráningu smita. Kannað hefur verið hjá meir en 220 þúsund manns, hvort þeir væru smitaðir, fleiri en í nokkur öðru landi. Treysta má tölum frá þeim um hvað varðar dánartíðni af völdum veirunnar. Skv. frétt í Daily Telegraph í dag eru 67 dauðsföll rakin til veirunnar í Suður Kóreu eða 0.8% af þeim sem fá veiruna. Þá virðist yfirvöldum í Suður Kóreu ganga hvað best að ráða við málið þó þeir hafi ekki gripið til jafnyfirgripsmikilla ráðstafana og t.d. Ítalir, Danir,Norðmenn og Bandaríkjamenn.
Ef til vill er það vegna þess, að yfirvöld í Suður Kóreu gera allt sem þau geta til að koma upplýsingum til borgaranna. Íbúar Suður Kóreu eru meðvitaðir um samfélagslega ábyrgð sína og allir geta fengið skimun á því hvort það er sýkt eða ekki með auðveldum hætti algjörlega ókeypis. Er ekki ástæða til að taka Suður Kóreu til fyrirmyndar í vörnum gegn veirunni, að því leyti sem við höfum ekki þegar gert það?
11.3.2020 | 12:34
Sumir en ekki aðrir.
Demókratar í Bandaríkjunum og fjölmiðlaelítan hefur nær daglega hneykslast á orðfæri Donald Trump Bandaríkjaforseta og varla átt orð um dónaskap hans.
Líklegasti mótframbjóðandi Trump, Joe Biden kann sitthvað fyrir sér í dónaskap að því er virðist, en þá segir enginn neitt.
Í gær mætti Biden í verksmiðju Fiat-Chrysler í Detroit. Verkamaður ásakaði Biden um að vera á móti réttindum borgaranna skv. 2. gr. stjórnarskrá Bandaríkjanna og því svaraði Biden
"You are full of sh--, I did not Þú ert fullur af sk--. Síðar virtist hann segja að verkamaðurinn væri "horse´s ass"
Sennilega hefðu fjölmiðlar vestra og RÚV gjörsamlega tapað sér hefði Trump sagt þetta. RÚV hefði kallað í Eirík Bergmann eða Silju Báru Ómarsdóttur og spurt þau í þaula um hvort fólk mundi nú ekki loksins yfirgefa Trump. En þegar Biden óskabarn Demókrata á í hlut þá hneykslast hefðbundnir fjölmiðlar ekki.
Þetta heitir víst hlutlæg fréttamennska í heimi núfjölmiðlunar.
7.3.2020 | 12:02
Ekki meir. Ekki meir.
Sumir læra aldrei af sögunni eða því sem gerist fyrir framan nefið á þeim. Aðrir bregðast við að fenginni reynslu.
Árið 2015 tók Angela Merkel ranga ákvörðun þegar hún mælti fyrir svonefndri pólitík um "opnar dyr". Svonefndum hælisleitendum var þá leyft að koma hindrunarlaust til Þýskalands. Meira en milljón þeirra komu, stærstur hluti til Þýskalands. Afleiðingarnar urðu vægast sagt slæmar.
Nú 5 árum síðar hafnaði þýska þingið með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða tillögu um að taka við 5000 svonefndum börnum flóttafólks, sem dveljast í Grikklandi. Meira að segja sósíalistaflokkurinn greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Þjóðverjar lærðu af mistökunum frá 2015 og ætla sér ekki að endurtaka þau.
Á sama tíma hamast nokkrir íslenskir fjölmiðlar og fordæma,að vísa eigi fólki frá Afganistan, sem hér dvelst ólöglega úr landi til Grikklands og meira að segja dómsmálaráðherra hefur tjáð sig í þá veru, að það sé vont að fara að íslenskum lögum og vísa fólki til Grikklands.
Í þessu efni stöndum við frammi fyrir sömu spurningu og þýska þingið stóð frammi fyrir. Þýska þingið ákvað að standa með þjóð sinni eftir bitura reynslu og vondar afleiðingar frá 2015. Spurning er hvort íslenskir ráðamenn standa með þjóð sinni með sama hætti og þeir þýsku nú?
Smyglhringirnir sem hafa ómældan arð af því að koma svonefndum hælisleitendum til Evrópu fylgjast vel með. Því miður hafa íslenskir stjórnmálamenn, biskup þjóðkirkjunnar og fjölmiðlar hagað sér þannig að augu smyglarana beinast að Íslandi.
Varnir okkar eru litlar. Við erum með ein fáránlegustu og þjóðfjandsamlegustu útlendingalög sem til eru í Evrópu auk annarrar dellu í þessum málaflokki.
Veit íslenskt stjórnmála- og fjölmiðlafólk ekki hvað hefur gerst í nágrannalöndum okkar m.a. Svíþjóð og Þýskalandi eða er því algjörlega sama um örlög eigin þjóðar og þau vandamál sem þau búa til með ærnum tilkostnaði fyrir land og þjóð með misvísandi geðþóttaákvörðunum, linkind og slappleika í stað þess að fara að þeim lögum.
22.2.2020 | 12:04
Af hverju svona fáir?
Fréttastofa Stöðvar 2 gerði ítarlega grein fyrir væntanlegum mótmælum og kröfugöngu námsmanna gegn loftslagsbreytingum og hvatti fólk til að mæta. Kröfugangan var í gær frá Skólavörðholti niður á Austurvöll. Það sem kom á óvart við þessi mótmæli er hvað fáir tóku þátt í þeim. Námsmannahreyfingar grunn- og framhaldsskóla og háskólanema stóðu fyrir mótmælunum og kröfugöngunni. Ef til vill hafa um 1% þeirra sem tilheyra þessum samtökum mætt í mótmælin.
Er ekki eðlilegt að spurt sé hvar eru hin 99%, sem sáu ekki ástæðu til að mæta í loftslagsmótmælin.
Fram kom af viðtölum við þáttakendur í mótmælunum, að ungt fólk væri hrætt við loftslagsbreytingar og teldu að framtíð þeirra væri ógnað. Í ræðum sem fluttar voru var gengið út frá því að stöðugt vaxandi hlýnun væri í heiminum vegna aukningar koltvísýrings í andrúmsloftinu.
Það er slæmt að ungt fólk sé hrætt. En þannig hefur það verið í þekktri sögu mannkynsins. Fólk er alltaf hrætt við eitthvað.Sé það ekki raunverulegt þá býr fólk það til. Á árum áður var haldið að ungu fólki sögur um tröll, Grýlu, drauga og forynjur. Getur verið að trúin á "hamfarahlýnun" sem muni eyða öllu lífi á jörðinni sé álíka galin og stöðugt fleira ungt fólk átti sig á því.
Í þessu tilviki er það ekkert vafamál að það sem fólk þarf að óttast í sambandi við loftslagsbreytingar, er óttinn sjálfur eins og Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseti orðaði það.
Væri vá fyrir dyrum í loftslagsmálum, væri það verðugt verkefni námsmmannahreyfingar og stjórnmálamanna að berjast fyrir því að við segðum okkur frá Parísarsamningnum um loftlagsmál, sem veitir m.a. Kínverjum og Indverjum frjálsar hendur um að auka losun koltvísýrings gríðarlega fram til ársins 2030 auk þess að leggja þungar álögur og gjöld m.a. á okkur, sem búum við eitt hreinasta loft og minnstu mengun af mannavöldum, sem um getur í heiminum. Síðan ættum við að einhenda okkur í að gera kröfur á mestu mengunarvaldana, Kínverja og Indverja, að taka til hjá sér og berjast gegn gríðarlegri mengun og bjóða þeim aðstoð við það.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 104
- Sl. sólarhring: 256
- Sl. viku: 2585
- Frá upphafi: 2506428
Annað
- Innlit í dag: 103
- Innlit sl. viku: 2418
- Gestir í dag: 103
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson