Leita í fréttum mbl.is

Mótmælendur og hægri öfgamenn

Boðað var til mótmæla í London s.l. laugardag. M.a. skyldi mótmæla framferði Breta fyrir áratugum og öldumsíðan. Aðsókn skyldi gera að minnismerkjum og styttum manna, sem höfðu gert garðinn frægan en eiga ekki upp á pallborðið hjá mótmælendum og má sögulega arfleið, sem er mótmælendum ekki að skapi. 

Mótmælendur höfðu lýst yfir andúð á því að þeir þyrftu að horfa upp á styttur af Nelson Lávarði á Trafalgartorgi og af Winston Churchill við þinghúsið. Töldu mótmælendur að rífa bæri stytturnar niður þar sem þessir menn hefðu haft skoðanir sem þeir töldu fyrirlitlegar í alla staði. Mótmælendur vildu auk heldur sækja að fleiri styttum og minnismerkjum og rífa þær niður og kasta þeim á glæ. 

Þessi fasíska afstaða mótmælenda að líða engar skoðanir nema sínar eigin átti að hafa framgang í mótmælunum og allt skyldi rifið niður sem gat verið andstætt skoðunum þeirra og hugsunarhætti. Íslenska ríkisútvarpið kallaði þetta fólk mótmælendur án frekari skilgreiningar. 

Svo brá við að fólk úr ýmsum áttum dreif þá að, til að standa vörð um enskan menningararf, minnismerki og styttur af fólki sem skarað hefur fram úr í bresku þjóðlífi þar á meðal styttuna af Churchill. 

Í fréttum Ríkisútvarpsins af atburðunum í London var talað um mótmælendur þegar vísað var til þeirra, sem vildu eyðileggja styttur og minnismerk, en um hægri öfgamenn þegar vísað var til þeirra, sem vildu varðveita og gæta að þjóðlegum hefðum, þjóðlegum arfi og minnismerkjum. 

Hvernig skyldi standa á þessum greinarmun hjá fréttafólki RÚV? Af hverju voru mótmælendurnir ekki nefndir réttu nafni eða "vinstri fasískir öfgamenn" eða "óþjóðalýður" í stað þess að kalla þá bara því meinleysislega heiti, mótmælendur.

Af hverju er venjulegt fólk sem vill standa vörð um eðlilegt líf og þjóðleg gildi jafnan kallað hægri öfgamenn, en niðurrifsöflin, sem hafna viðteknum gildum og vilja falsa söguna og sýna þjóðlegum gildum og hefðum lítilsvirðingu eru bara kallaðir mótmælendur? Þarna er verið að falsa fréttir og gildishlaða jákvætt gagnvart vinstri fasistunum og neikvætt gagnvart þeim sem bregðast við til varnar þjóðlegum gildum.  

Er einhver glóra í svona fréttamennsku? Er hún sanngjörn? Er hún réttlætanleg?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, Búddalíkneskin í Afganistan særðu margan Talibanann og þeim fannst þau ekki ríma við sína söguvitund. Þessvegna ákváðu þeir að taka þau niður. Þau voru bara svo fjandi þung að það varð ekki gert nema með skriðdrekaskothríð og TNT. Ég er þess fullviss að flestir þessarra mótmælenda hafa fullan skilning á þessu.

Óskar Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2020 kl. 21:51

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þjóðleg gildi er bannorð. Nánast dauðadómur að aðhyllast slíkt. Niðurrifsöflin sækja hægt en örugglega að öllum gildum. Best verður það séð í svörum og athöfnum þeirra sem sem þola ekkert annað en eigin skoðanir. Allt annað skal fordæma. Það sem þessir fasistar eiga sameiginlegt er það að í allri umræðu sinni tala þeir ávallt um gegnsæi í umræðunni. Þar til einhver er þeim ekki sammála. Þá skal á torgum brenna og styttum velt af stalli.

 Meira að segja hér á Íslandi leggur eiginhagsmunasósíalisti það til að styttunni af Ingólfi Arnarsyni sé velt af stalli! Er hægt að verða öllu geggjaðri? Þvílíkur fáráður, sem eitt sinn sleikti endaþarm auðvaldsins og sett hefur ótal fólks út á gaddinn í rugli sínu og græðgi. ´´týpiskur auðróni´´. Tækifærissinni andskotans.

 Einhvern tímann hefði þetta verið kallaður fasismi, eða jafnvel fávismi, en hið eina sjálfumglaða rétthugsandi hyski heyskist ekki á því að valta yfir frjálsa hugsun og sér ekkert sér til fyrirstöðu að drepa í nafni rétttrúnaðarins og gróðavonar þá og þá stundina.

 Fréttaflutningurinn af þessu bévítans rugli er slíkur að undrun sætir. Hlutlaus fréttamennska er dauð en hvergi eins dauð og á RÚV.

 Fyrirgefðu orðagjálfrið Jón, en mér liggur við uppsölum af þessu rugli öllu saman, um leið og ég þakka kjarnyrtan og góðan pistil.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.6.2020 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 620
  • Sl. viku: 2959
  • Frá upphafi: 2294578

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 2696
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband