Færsluflokkur: Fjölmiðlar
28.12.2020 | 09:50
Blessaði bóluefnið
Sjá ég boða ykkur mikinn fögnuð, yður er í dag frelsari fæddur, sagði engillinn við fjárhirða á Betlehemsvöllum fyrir rúmum 2000 árum.
Í dag eru það ekki englar heldur ljósvakamiðlar sem hafa verið ótrauðir við að boða þann hinn mikla fögnuð, að bóluefni gegn Covid væri á leiðinni. Frá því kl. 7 í morgun hefur verið hægt að fylgjast með því hvar bóluefnið væri statt allt frá Amsterdam til lendingar á Keflavíkurflugvelli, þar sem bóluefninu var ákaft fagnað.
Fréttirnar af komu bóluefnisins hafa verið ítarlegri og æsilegri en við komu þjóðhöfðingja. Á móti þjóðhöfðingjanum er tekið og ekið með hann á Bessastaði. Bóluefnið fær líka konunglegar móttökur og ekið með það í móttökufyrirtæki í sama sveitarfélagi. Síðan hefst samfelld hátíðadagskrá þar sem veirutríóið og nokkrir ráðherrar sjá um að halda uppi fagnaðinum og fjörinu.
Mikið er það nú gott að geta búið við samfellda gleði alla jólahátíðina í þeirri trú að þarna hafi endurlausnin verið fram borin fyrir hnípna þjóð í vanda, þar sem bóluefni fyrir rúmlega 1% þjóðarinnar er hér með komið til landsins.
Sjálfsagt verður ríkisstjórnin í hópi þeirra sem fyrst verða bólusettir. Slíkt verður kærkomið einkum fyrir þá ráðherra sem treysta sér ekki til að hlíta þeim reglum, sem þeir setja fyrir almenning í landinu.
25.11.2020 | 09:00
Launahækkanir ábyrgðarleysi hvers
Morgunblaðið bendir réttilega á það í leiðara, að engin innistæða er fyrir launahækkunum sem hafa orðið á íslenskum vinnumarkaði í djúpri kreppu. En hvað veldur?
Þeir sem leiða launahækkanirnar og hafa gert allt þetta kjörtímabil eru stjórnmálamenn, sem létu hækka laun sín af vinum sínum í Kjararáði um leið og þeir settust í valdastóla eftir kosningar. Sú launahækkun var órökstudd og röng og það var þá þegar fyrirséð, að tæki Alþingi og ríkisstjórn ekki á því, þá mundu verða keðjuverkanir á launamarkaðnum eða höfrungahlaup eins og fjármálaráðherra kallar það.
Sú hefur líka orðið raunin og órói hefur verið á vinnumarkaðnum allt frá þessari sjálftöku stjórnmálastéttarinnar og æðstu embættismanna ríkisins. Aðeins einn þingmaður reyndi að andæfa, en ekki var hlustað á hann og hann er því miður þagnaður.
Þegar Morgunblaðið bendir réttilega á að sú launaþróun sem orðið hefur í landinu stenst ekki miðað við aðrar þjóðhagsstærðir, þá þarf fyrst að beina athyglinni að þeim sem tróna á toppnum og eru með starfskjör, sem eru langt umfram það sem almenni vinnumarkaðurinn getur boðið eða staðið undir.
Það er því fyrst og fremst við ábyrgðarlausa ríkisstjórn og stjórnmálasétt að sakast. Þjóðfélagið lifir ekki endalaust á seðlaprentun og gjafapökkum frá ríkisstjórninni á kostnað framtíðarinnar.
24.11.2020 | 08:36
Að hafa stefnu eða hafa ekki stefnu
Ríkisstjórnin hefur þá stefnu í sóttvarnarmálum, að samþykkja tillögur sóttvarnarlæknis með fyrirvara um samþykki landsstjórans Kára Stefánssonar.
Engin heildarstefna hefur verið mörkuð af ríkisstjórninni um viðbrögð við Covid fárinu, en eina viðmiðið sem sett hefur verið fram er að heilbrigðiskerfið ráði við álagið.
Enginn ágreiningur er um að gæta skuli öryggis til að tryggja sem bestan árangur í baráttunni við Covidið, en spurningin er hvað er nauðsynlegt að gera hverju sinni og hvenær er farið yfir mörkin.
Æskilegt hefði verið að ríkisstjórn gerði borgurunum grein fyrir því hvað þurfi til að koma til að gripið sé til mismunandi ráðstafana. Ekkert slíkt hefur verið gert og nú þegar fyrir liggur að toppnum var náð nokkru áður en hertar reglur voru síðast settar á og fjöldi smita á niðurleið, þá skal ekki slakað á og borgurunum gert að norpa fyrir utan verslanir í vetrarkulda, af því að sóttvarnarlæknir telur enga ástæðu til að bregðast við breyttum aðstæðum fyrr en tími hertra aðgerða er fullnaður í desember n.k.
Sé eingöngu tekið mið af ráðleggingum sóttvarnarlæknis gegnum tíðina, þá er ljóst, að sá tími er kominn, sem rétt væri að létta verulega af hömlum á frelsi fólks svo sem fjölda í verslunum og kaffihúsum svo dæmi séu tekin. En valdtökumennirnir vilja ekki afsala sér kyrkingartökunum á þjóðlífinu jafnvel þó að forsenda aðgerðanna sé löngu liðin hjá. Hinir hlýðnu jarma í kór, að fara beri að hinum vísindalegu tillögum sóttvarnarlæknis, þó þær séu aðrar nú en oft áður við sömu aðstæður. Vísind á bakvið aðgerðirnar liggja því fjarri því ljós fyrir eða eru til staðar yfirhöfuð.
Ríkisstjórnin bregst að sjálfsögðu ekki við vegna þess, að hún hefur enga stefnu nema þá að ráðum hinna nýju valdsmanna, sóttvarnarlæknis og Kára verði hlýtt, þó þeir séu ekki lýðkjörnir til að taka slíkar ákvarðanir einhliða. Þægindunum við að vera ábyrgðarlaus vill ríkisstjórnin ekki afsala sér.
Nú berast fréttir af bóluefnum sem eiga að ráða niðurlögum Covid. Það er að sjálfsögðu af hinu góða. En svo virðist, sem það hafi hleypt nýjum móði í frelsissviptingarfurstana um að gefa nú hvergi eftir í að skerða frelsi borgarana þar til að stór hópur hefur verið bólusettur. Í annan stað þá er kominn upp sú krafa, að lýðinn skuli bólusetja með góðu eða illu. Þannig hafa nokkur flugfélög tilkynnt, að þau muni ekki fljúga með aðra en Covid bólusetta farþega í framtíðinni.
Þegar fjöldahræðsla grípur um sig eins og í þessu tilviki, þar sem fræðimenn, ríkisstjórn og fjölmiðlar leggjast á eitt um að mynda hana, þá eiga þeir erfitt uppdráttar, sem tala um einstaklingsfrelsi, meðalhóf og krefjast þess, að rök séu færð fyrir einstökum aðgerðum ríkisstjórna og heilbrigðisyfirvalda. Þeir eru hraktir og smáðir eins og þjóðníðingurinn í samnefndu leikverki Íbsens forðum.
En samt sem áður verður að fara að leikreglum lýðræðisríkis og virða þær reglur sem fara verður eftir varðandi réttindi borgaranna. Þó veruleg áhöld séu um að það hafi verið gert í Cóvíd viðbrögðunum, þá er hægt að stoppa upp í þau göt, þar sem ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á sóttvarnarlögum, þar sem vegið er að rétti fólksins í landinu og réttindi þess skert. Það verður þó ekki sagt annað um ríkisstjórnina en að hún hafi þó fundið fjölina sína að þessu leyti og miði við að ríkisstjórnir í framtíðinni búi við sama öryggi ábyrgðarleysis og stefnuleysis og ríkisstjórnin fylgir.
22.10.2020 | 09:28
Enginn hlutur heimill nema helvíti
Helsta frétt RÚV í gærkvöldi var fordæming á lögreglukonu fyrir að hafa borið þrjá krossfána á lögreglubúningi sínum á mynd sem tekin var af henni fyrir tveim árum. Fréttastofan taldi þetta langt utan siðferðilegra marka og í fréttinni var rasistastimpli og fleiru klínt á þessa lögreglukonu.
Að sjálfsögðu gætti fréttastofan þess, að tala ekki við lögreglukonuna. Hún var fórnarlambið, sem átti þess ekki kost að bera hönd fyrir höfuð sér. Þá kom ekki fram, að fréttastofan hefði gert sérstaka úttekt á þeim fánum sem lögreglukonan bar og almennt um gildi þeirra, en studdist við ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingkonu Pírata.
Varðstjóri í lögreglunni var dreginn upp af fréttastofunni til að vitna með skilningi RÚV eins og lautinant Valgerður forðum í Hjálpræðishernum um veginn af drottins náð sbr. kvæði Steins Steinars. Af hverju var talað við hann en ekki lögreglustjóra? Ef þetta var svona merkilegt eða mikilvægt mál, agabrot, rasismi, fasismi eða eitthvað í þá áttina var þá ekki eðlilegt að tala við lögreglustjóra en draga ekki upp utangátta og illa undirbúinn varðstjóra. Var ekki líka eðlilegt að tala við lögreglukonuna og eftir atvikum formann Lögreglufélagsins?
Í lok fréttarinnar kom fram af hverju fréttastofan hafði gert þetta að aðalfrétt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati hafði tekið málið upp á Alþingi og taldi mikilvægt að nefnd þingsins eyddi tíma í að ræða um tveggja ára gamla mynd af fánum á búningi lögreglukonu. RÚV þurfti að sjálfsögðu að styðja baráttu þessarrar "geðþekku" þingkonu þar sem undirskriftarsöfnuninni um nýju stjórnarskrána var lokið.
Það er engin furða þó að fólkið í landinu sé vanhaldið af eðlilegum fréttum, þegar fréttastofa RÚV er upptekin við það dögum, vikum og mánuðum saman að afflytja fréttir og stunda pólitískan áróður og gæta ekki þeirra lágmarkskrafna í fréttamennsku að virða mannréttindi þeirra sem um er fjallað, en frétt RÚV í gær var tvímælalaust meiðyrði og brot á persónuvernd lögreglukonunnar sem í hlut á. En það er e.t.v. í lagi að mati fréttamanna RÚV, sem eftir því sem best verður séð sjá ekki að aðrir en öfgavinstrafólk og hælisleitendur eigi nein slík réttindi.
16.10.2020 | 08:08
Það sem þú mátt ekki heyra
Hefur þú heyrt það nýjasta um Hunter son Joe Biden forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum?
Sennilega ekki vegna þess að netmiðlar þ.á.m. fésbók hafa komið í veg fyrir birtingu umfjöllunar um Hunter.
Sérkennilegt að Fésbók skuli taka sér slíkt ritstjórnarvald, þegar um er að ræða frétt, sem ótvírætt á erindi til almennings. Hér er ekki verið að ræða um kynþáttafordóma, kynjamisrétti eða annað sem bannfært hefur verið af samfélagsmiðlum. Það er sögð saga af manni sem er og/eða hefur verið eiturlyfjaneytandi og hefur þegið gríðarlega fjármuni frá vafasömu úkraínsku orkufyrirtæki án þess að gera neitt annað en að sitja í stjórn félagsins að nafninu til og vera sonur föðrur síns.
Sú staðreynd, að maðurinn sem verið er að fjalla um skuli vera sonur forsetaframbjóðandans Joe Biden skiptir hér öllu máli þar sem fésbók hefur ekki bannað umfjöllun um eiturlyfjafíkn eða fjármálaskandala. Fréttin skaðar að sjálfsögðu Joe Biden vegna þess að hún sýnir þá spillingarveröld sem hann hrærist í sem þáttakandi og aðstandandi.
Með því að banna frétt, sem á erindi til almennings og er ekki röng, tekur fésbók sér ritstjórnarvald, sem hlítur að kalla á að settar verði ákveðnari reglur um netmiðla, sem m.a. takmarka rétt þeirra til að útiloka almennar umræður sem eiga erindi við almenning.
Hvað sem líður stuðningi eða andstöðu við einstaka forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum, þá er hér of langt gengið í ritskoðun og afstöðutöku með einum frambjóðanda og á móti hinum og það í forsetakosningum í sjálfum Bandaríkjunum.
Fróðlegt verður að sjá hvort að ljósvakamiðlar á Íslandi, RÚV og Stöð 2 telja þetta fréttnæmt eða ekki. Ef til vill eru bara neikvæðar fréttir af Trump þess virði að þessir fréttmiðlar telji þær eiga erindi við almenning.
7.9.2020 | 08:58
Í þágu mannréttinda
Að sjálfsögðu er það heiður fyrir fámenna þjóð eins og Ísland að eignast forseta Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassbourg. Róbert Spanó er vel að þessum heiðri kominn. Þessvegna kemur það fólki illa, að sjá hann falla í þá gryfju, að samsama sig með ofbeldisöflunum í Tyrklandi og þykja sér sæma að þiggja upphefð frá Erdogan Tyrklandsforseta.
Róbert Spanó fór til Tyrklands til að taka við heiðursviðurkenningu úr hendi þeirra, sem takmarka tjáningarfrelsi og fangelsað blaða- og fréttafólk hundruðum saman. Dómarar hafa þurft að víkja fyrir þeim sem eru þóknanlegir yfirvöldum og fólk er ofsótt vegna skoðana sinna.
Miðað við þessar aðstæður var vægast sagt sérkennilegt að forseti við mannréttindadómstól teldi rétt að heimsækja Tyrkland til að leggja blessun sína yfir aðgerðir stjórnvalda.
Ó ekki segir glaðbeittur þingmaður Vinstri Grænna, Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Nýkomin frá því að herja á Pólverja fyrir að neita að kenna kynfræðslu í skólum á grundvelli sjónarmiða kynskiptinga, heldur hún því fram, að það sé í góðu lagi fyrir Róbert Spanó að fara til ofbeldismannsins í Istanbul, af því að þá færi hann fram sjónarmið mannréttinda gagnvart ofbeldinu.
Þingmaðurinn hafði greinilega ekki kynnt sér það sem Róbert Spanó sagði í Tyrklandsheimsókn sinni. Í ræðu sinni þ.3. september s.l. í höfuðborg Tyrklands í Ankara fjallar hann m.a. almennt um mannréttindi,reglur laganna, lögbundna stjórnsýslu, sjálfstæði dómstóla. Þar segir hann m.a.
"það skiptir miklu máli fyrir tyrkneska dómara, að halda áfram með áhrifaríkum hætti að fara eftir og gefa þessum grundvallaratriðum stjórnarskrárinnar líf."
Með þessu tekur forseti Mannréttindadómstólsins afstöðu með tyrknesku ofbeldisstjórninni og segir í raun að tyrkneskir dómarar hafi haft grundvallaratriði stjórnarskrár og mannréttinda í heiðri. Róbert vék að því í ræðu sinni að dómstóllinn hefði til meðferðar ákveðin mál sem varðaði dómara frá Tyrklandi en sagðist stöðu sinnar vegna ekki geta vikið að þeim málum eða tekið afstöðu til þeirra.
Hvað stendur þá eftir? Forseti Mannréttindadómstóls Evrópu fer til Tyrklands og víkur ekki einu orði að mannréttindabrotum Tyrkja, en talar almennum orðum um mannréttindi. Rússínan í pylsuendanum er síðan að gefa dómarastétt landsins, sem hefur böðlast áfram í þágu Erdogan, ágætiseinkunn eins og sést á tilvitnuðum orðum hér að frama.
Við sem þjóð eigum að gleðjast yfir því þegar Íslendingar fá verðskuldaða upphefð eins og Róbert Spanó í þessu tilviki, en við eigum líka að gera kröfur til þeirra. Þeir eru andlit þjóðar okkar út á við að mörgu leyti og við eigum að ætlast til mikils af þeim. Þessu sárari verða því vonbrigðin með vafasama framgöngu íslenskra trúnaðarmanna á erlendum vettvangi.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2020 | 12:40
Vér einir vitum
Vígorð einvaldskonunga og einræðisherra var og er "Vér einir vitum" á síðari tímum hefur það verið hlutskipti háskólamenntaðra "sérfræðinga" að taka sér þessi orð í munn eða njóta slíks átrúnaðar eins og arfagkonungar gerðu forðum. Enda þurfti þá ekki frekari vitnanna við.
Í C-19 faraldrinum hafa fjölmiðlar, heilbrigðisyfirvöld og margir stjórnmálamenn farið hamförum, þannig að valdið hefur ofsahræðslu meðal almennings, sem hefur sætt sig við innilokanir og aðrar frelsisskerðingar vegna átrúnaðar á óskeikulleika "sérfræðinga".
Ríkisstjórn Íslands gafst upp á því að stjórna landinu eða hafði ekki til þess kjark og fól sóttvarnarlækni og síðan ásamt Kára Stefánssyni, að taka ákvarðanir fyrir sína hönd að vísu yfirstimplaðar af viðkomandi stjórnvaldi, sem fór í framhaldi af því í felur eins og henni kæmi málið ekki við.
Brugðist var við andófi við nýjum allsherjarreglum í boði sóttvarnaryfirvalda með því að kalla andólfsfólk, kverúlanta, fólk, sem viðurkenndi ekki vísindi og í versta falli til að sýna hverskonar úrhrök hér væri á ferðinni "Trumpista" Síðan komu sérvaldir hamfarahagfræðingar í hópin til að tvístimpla aðgerðirnar um raunverulega lokun landsins, efnahagslegar hamfarir og aukna fátækt og atvinnuleysi.
Nú bregður svo við, að margt fólk lætur ekki bjóða sér þetta lengur og skynjar, að það er falskur tónn í áróðrinum. Hættan er í fyrsta lagi ekki eins mikil og látið hefur verið í veðri vaka. Til að mynda deyja nú fleiri í Bretlandi vegna sumarhita en vegna C-19. Í öðru lagi eru engin markmið eða stefna sett fram varðandi aðgerðirnar. Í þriðja lagi eru vísindin að baki þeim ekki ótvíræð og í fjórða lagi þá brjóta þær gegn lögum.
Stórséníið skemmtilegasti maður þjóðarinnar Óttar Guðmundsson nálagast þetta með háði, sem honum einum er lagið. Bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi Karl Pétur Jónsson bendir réttilega á að markmiðin að baki ráðstöfununum og stefnan sé óviss. Einn fremsti lögmaður landsins Reimar Pétursson segir á vef Fréttablaðsins, skoðanir, að sóttvarnaraðgerðirnar nú brjóti í bága við stjórnarskrá og er þá í hópi með lögfræðingum, sem hafa bent á að ekki sé gætt meðalhófs í aðgerðum ríkisvaldsins og að öllum líkindum sé ekki lagagrundvöllur fyrir þeim. Seðlabankastjóri gefur greinilega lítið fyrir álit hamfarahagfræðinga þjóðarinnar um einhliða tap þjóðfélagsins af því að leyfa ferðafólki að koma til landsins og segir slíka útreikninga út í hött.
Einvaldsstétt sóttvarnarsérfræðinga með ríkisstjórnina í sínu rækilega taumhaldi getur því ekki lengur fordæmt þá sem tjá sig um málið gegn niðurstöðum þeirra, sem kjána, Trumpista eða fólks í afneitun.
Í dag rekur Jón Ívar Einarsson prófessor við læknadeild Harvard háskóla í Bandaríkjunu í grein í Morgunblaðinu, enn einn naglann í fráleitt regluverk veirutríósins og Kára. Jón bendir á, að dánartíðni vegna sóttarinnar sé mjög lítil og ýmislegt annað í þjóðfélaginu sé mun hættulegra. Þá bendir hann á, að það sé óraunhæf útópía að búa í veirufríu landi og það sé skynsamlegra að gæta meðalhófs og vernda lýðheilsu, en jafnframt að hlúa að frelsi einstaklingsins og finna leiðir til að lágmarka skaðann fyrir alla. Hér talar maður sem hefur ekki síðra vit á því sem hér er um að ræða heilsufarslega en veirutríóið og Kári.
Ég hef hér vísað í skrif tveggja lækna, seðlabankastjóra sem er hagfræðingur og bæjarfulltrúa, sem allir sýna fram á með skynsamlegum öfgalausum málflutningi hversu glórulausar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru í sóttvarnarmálum.
Ríkisstjórnin verður að fara að stjórna landinu út frá þeim forsendum sem Jón Ívar og Reimar Pétursson tala um, að lágmarka skaðann fyrir alla. Þessvegna á ríkisstjórnin þegar í stað að marka stefnu í samræmi við lög landins þar sem mannréttindaákvæði stjórnarskrár eru virt og afnema þær reglur, sem leiða til stórkostlegs atvinnuleysis, fjöldagjaldþrota og skertrar lýðheislu fólks í framtíðinni. Ríkisstjórnin hefur enga afsökun fyrir að bregðast ekki strax við til að efla þjóðarhag.
10.8.2020 | 09:49
Af hverju Bandaríkin en ekki Belgía?
Á hverjum degi frá morgni til kvölds færa allar tiltækar fréttastofur okkur fréttir af Covid 19. Nokkra furðu vekur, að flestar eiga það sammerkt að tiltaka sérstaklega í hvert skipti hvað magir hafi smitast í Bandaríkjunum og hvað margir hafi dáið þar. Þessar ávirku fréttir virðast hafa þann tilgang, að koma því inn hjá fólki að ástandið í þessum málum sé verst í Bandaríkjunum og iðulega er vikið að því hver fari þar með æðstu stjórn mála og nánast sett samansem merki þar á milli.
Er það svo að tölur séu ekki jafntiltækar frá öðrum löndum. Getur verið að dreifing C-19 sé meiri í Bandaríkjunum en annarsstaðar eða eitthvað sé sérstaklega fréttnæmt hvað varðar faraldurinn þar í landi. Eftir því sem næst verður komist þá er ekkert slíkt til staðar.
Það land sem hefur orðið verst úti t.d. hvað dauðsföll varðar miðað við íbúafjölda heitir Belgía. Aldrei er vikið að því í fréttum. Ekki er gerð tilraun til að reyna að finna skýringu á því af hverju Belgía verður svona miklu verr úti en t.d. nágrannalöndin, Holland og Lúxemborg. Hvernig skyldi standa á því. Nú gæti það verið mikilvæg lýðfræðileg stúdía að átta sig á hvernig dreifing C-19 er einmitt í Belgíu. En það vekur ekki áhuga fréttamanna, ef til vill vegna þess, að þar er enginn óvinur við stjórnvölin, sem þarf að koma höggi á.
Mat á hvað er frétt og hvað ekki og hvað er sagt og hvað ekki víkur æði oft fyrir pólitísku mati fréttaelítunnar.
7.8.2020 | 10:11
Twitter og Fésbók taka sér dómsvald og virða ekki tjáningarfrelsi.
Fjölmiðlarnir Twitter og Fésbók segjast taka hart á hatursorðræðu og röngum fréttum. Ekki þarf langa skoðun til að sjá, að þeir báðir eru samt fullir af röngum staðhæfingum og hatursáróðri. Eigið dómsvald þessara fjölmiðla er varhugavert og getur verið atlaga að frjálsum skoðanaskiptum.
Sem dæmi skal vísað til þess að sama dag fyrir nokkru vísaði ég til fyrrum forustumanns í Þýskalandi fyrir miðja síðustu öld og Guðmundur Ólafsson prófessor í vígorð flokks hans. Ummæli okkar beggja voru neikvæð í garð þeirrar stjórnmálahreyfingar en eftir sem áður var lokað á okkur í heilan dag á Fésbókinn. Þessi sérkennilega ritskoðun kom mér verulega á óvart.
Nú hafa Twitter og Fésbók fjarlægt færslu forseta USA og segja hana falsfréttir. Forsetinn sagði í orðræðu á fréttastöð, að ungt fólk væri nánast ónæmt fyrir að smitast af C-19, en verið var að ræða um hvort opna ætti skóla aftur eða ekki. Fesbók og Twitter telja þetta hættulegar og rangar upplýsingar og fjarlægðu færsluna og lokuðu Trump twittinu þangað til umrædd færsla hefði verið fjarlægð.
Ekki þarf að leita lengi eftir ónákvæmum og villandi ummælum Trump og margra annarra stjórnmálamanna á síðustu misserum og árum hvort sem þau hafa birst á Twitter, fésbók eða annarsstaðar og hingað til hafa ekki verið gerðar athugasemdir við þau, en voru þessi ummæli Trump röng?
Í bókstaflegri merkingu eru þau það. Börn eru ekki ónæm fyrir C-19, þó smittíðni þeirra séu helmingi lægri en fullorðina skv. könnun sem Ross Clark dálkahöfundur í Daily Telegraph vísar til í dag (ONS 26.4-27.6.2020).
Samt sem áður virðist börnum og unglingum vera lítil hætta búin af því að sýkast af C-19 eða þurfa að glíma við alvarlegar afleiðingar. Vafalaust var Trump að vísa til þess, þegar hann mælti með því að skólar í USA yrðu opnaðir að nýju.
Ross Clark bendir líka á, að af 15.230 dauðsföllum í New York vegna C-19 fram til 13.maí s.l.,hafi aðeins 9 dauðsföll fólks undir 18 ára aldri verið rakin til C-19,af þeim 9 hafi 6 verið með undirliggjandi heilsufarsvandamál. Ross Clark segir í þessu sambandi, að þar sem umræðan hefði snúist um hvort börn og unglingar ættu að fara aftur í skólann og Trump hefði verið að tala um, að það væri engin ástæða til annars, þá hafi umfjöllun hans verið fjarri því að vera óskynsamleg eða órökrétt þó hún væri vissulega ógætileg.
En spurningin er af þessum gefnu tilefnum. Er það afsakanlegt, að fésbók og Twitter taki sér ritskoðunarvald og úrskurði sjálft hvaða skorður tjáningarfrelsinu skuli settar og útiloki að geðþótta þær skoðanir sem þeim er ekki að skapi? Í því sambandi má velta því fyrir sér líka, hvaða hag þessir fjölmiðlar telja sig hafa eða rétt til að standa með þeim, sem magna stöðugt upp ástæðulausan ótta vegna C-19
30.7.2020 | 20:36
Þórólfur strikes back
Gat ekki að því gert, að þetta minnti mig á heiti á Star Wars mynd "The Empire strikes back."
Að sjálfsögðu hlaut eitthvað að vera að fyrst Þórólfur var í fríi. En nú snýr hann aftur og bægir frá hinum vonda C-19 vágesti.
Ég hefði e.t.v. frekar átt að minnast á Gunnar á Hlíðarenda sem sagði fögur er hlíðin og mun ég hvergi fara þegar hann leit til baka og snéri síðan aftur eins og Þórólfur nú. En það var ekki eins árangursríkt eins og þessi viðsnúningur verður vonandi hjá Þórólfi.
![]() |
Þórólfur snýr aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 3
- Sl. sólarhring: 234
- Sl. viku: 2484
- Frá upphafi: 2506327
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson