Færsluflokkur: Fjölmiðlar
7.2.2020 | 09:12
Dómstóllinn heilagi.
Svo virðist sem fréttastofa RÚV telji Mannréttindadómstól Evrópu vera heilaga stofnun og taka beri öllu sem frá þeim dómstól kemur eins og Guð hafi sagt það. Í fréttatíma í gær var fyrrum dómsmálaráðherra gagnrýndur og eltir upp aðilar til að gagnrýna ummæli hennar um skipan dómsins og málsmeðferð.
Er það virkilega svo að ekki megi anda á þessa stofnun. Er hún og á hún að vera hafin yfir alla gagnrýni?
Vissulega er margt skrýtið sem komið hefur frá Mannréttindadómstólnum undanfarin ár, sem er gagnrýni vert og langt því frá, að slík helgi umvefji þessa stofnun, að ekki megi anda á hana.
Fréttastofu RÚV og þeim fræðimönnum í lögfræði sem vísað er til datt ekki í hug að benda á þau sérkennilegu vinnubrögð dómstólsins, að hlusta á málflutning í febrúar 2020 og ætla að kveða upp dóm um næstu áramót eða jafnvel síðar 10 mánuðum eða lengur frá því að málflutningur fór fram. Ætla má, að málflutningur aðila verði dómurum í fersku minni þegar svo langur tími líður frá málflutningi til dómsuppkvaðningar.
Hér á landi þykir það ótækt, að meira en nokkrar vikur líði frá málflutningi þangað til dómur er uppkveðinn. Af hverju skyldi sú regla vera sett? Til að tryggja að ekki líði of langur tími frá flutningi máls til dóms, þannig að dómari eða dómarar hafi efnisatriði málflutnings aðila í huga við undirbúning dóms.
Þessi langi tími sem líður frá málflutningi til dómsuppsögu er gagnrýni verður og tæpast í samræmi við 1.mgr. 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu, sem dómurinn heyrir undir, þar sem kveðið er á um það að ráða beri málum til lykta innan hæfilegs tíma. Í íslenskum rétti mundi það ekki teljast hæfilegur tími frá málflutningi til dómsuppsögu að 10 mánuðir eða rúmt ár liði frá málflutningi til dómsuppsögu.
Á undanförnum árum hefur þessi dómur í auknum mæli dæmt með þeim hætti, að svo virðist á stundum, að dómurinn sé frekar í pólitík heldur en lögfræði. Sem dæmi um það má nefna, að Mannréttindadómstóllinn féllst á það, að kennari í Austurríki þyrfti að sæta refsingu fyrir að segja sannleikann um Múhameð, en dómstóllinn taldi að á grundvelli hugsanlegs þjóðfélagslegs óróa væri rétt að kennarinn greiddi sektina. Með þessum dómi féllst Mannréttindadómstóll Evrópu á að skerða bæri tjáningarfrelsi, ef hætta væri á því að ofbeldisöfl sættu sig ekki við að sannleikanum væri borinn vitni.
Fleiri dæmi mætti nefna eins og dóm Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í október 2001 þar sem dómurinn taldi að allir ættu rétt á góðum nætursvefni. Jamie Whyte gerir þennann dóm að sérstöku umfjöllunarefni í bók sinni "Crimes against logic" og segist ætla að fara í mál við börn sín þegar þau hafi efnast og krefjast skaðabóta fyrir, að þau hefðu ítrekað brotið gegn mannréttindum hans með því að trufla svefn hans á nóttunni. Sömu kröfu gætu flestir foreldrar gert til barna sinna.
Er dómstóll sem hagar störfum sínum og fellir dóma með þeim hætti sem hér er bent á, hafinn yfir gagnrýni og ber fremur að trúa á hann en Guð almáttugann?
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2020 | 20:32
Síldarplan alþýðunnar
Þættir Egils Helgasonar um Siglufjörð eru með því besta, sem unnið hefur verið af heimildarþáttum á RÚV. Þættirnir eru vel gerðir, upplýsandi, fróðlegir og skemmtilegir. Egill á heiður skilinn fyrir þessa þætti.
Þó þættirnir séu vel gerðir, þá skortir stundum á að frásögnin sé rakin frá upphafi til enda. Í þættinum í gær voru tvö atriði, sem kölluðu á frekari skýringar til þess að öll sagan væri sögð og ekkert undan dregið.
Fyrra atriðið var frásögnin af því þegar kommúnistar brenndu fána Þýska alríkisins, hakakrossfánann hjá ræðismanni Þýskalands á Siglufirði. Sagt var frá því eins og hetjudáð, sem það e.t.v. hefur verið, en þess ekki getið að nokkrum árum síðar höfðu kommúnistar og nasistar fallist í faðma og fáir voru ötulli við að afsaka herhlaup Hitlers inn í Pólland en íslenskir kommúnistar eftir að Stalín hafði gert friðarsamning við Hitler og hóf sjálfur innrás í Pólland. Hvað gerðu kommarnir á Siglufirði þá?
Annað atriði, sem var sögulega mikilvægarara að fylgja eftir og gera fullnægjandi grein fyrir var frásögnin af því þegar kommúnistar komu upp kommúnísku síldarplani, sem átti að sýna fram á yfirburði sovétkerfisins. Frá þessu var sagt í þættinum með nokkuð ítarlegum hætti, en það vantaði rúsínuna í pylsuendann. Hvað varð svo um þessa tilraun? Hvernig gekk hún. Skilaði hún árangri eða lenti hún í sömu freðmýrinni og önnur sambærileg gæluverkefni kommúnista. Nauðsynelegt hefði verið að þáttastjórnandinn hefði fylgt þessu síldaævintýri kommúnistanna eftir til loka. Annað er í raun ekki boðlegt.
19.1.2020 | 10:07
Eurovision og íslensk tunga
Ríkisútvarpið á skv. lögum, að leggja rækt við íslenska tungu,menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.
Í gær var í sjónvarpsþætti, talað við þá sem standa að lögum, sem keppa um að verða fulltrúi Íslands á næstu Eurovision keppni. Óneitanlega var gaman að sjá margt hæfileikaríkt ungt fólk, sem hefur metnað til að gera sitt besta í tónlistinni og skapa nýja hluti.
Á sama tíma og hægt var að dást að útsjónasemi, elju og dugnaði þeirra sem talað var við og stefna að því að verða fulltrúar Íslands með framtak sitt á næstu Eurovision, þá fór ekki hjá því að manni hnykkti við að hlusta á tungutakið sem þetta dugmikla fólk á sínu sviði talaði.
Ef eitthvað var, þá var enskan því tamara en íslenskan þegar kom að því að fjalla um það sem þau eru að gera og hvers þau vænta af þáttöku sinni í keppninni. Nú var þessi þáttur viðtöl við Íslendinga sem keppa að því að koma fram fyrir Íslands hönd á vegum stofnunar, sem ber lögum samkvæmt að leggja rækt við íslenska tungu. Væri það óeðlileg krafa, að RÚV legði þær kvaðir á keppendur fyrir Íslands hönd, að þeir töluðu íslensku þegar fjallað væri um framlag þeirra, jafnvel þó að þeim þyki hentast að texti við lögin séu á ensku.
Þetta er spurning um þjóðlegan metnað og baráttu fyrir því að varðveita tungumál sem á í vök að verjast og við megum ekki sofna á verðinum við að varðveita það, vernda og efla.
2.1.2020 | 08:37
Ekki gleyma: og friður í heiminum að sjálfsögðu.
Í fegurðarsamkeppnum eru keppendur teknir í ímyndarkennslu. Þar er þeim sagt hvað má segja og hvað ekki. Allt til að keppendurnir sýni að þeir séu mannvinir og telji að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Eitt sem er ómissandi er að segja að þeim sé umhugað um frið í heiminum.
Óneitanlega sótti sú hugsun á, við þessi áramót, að stjórnmálamenn og forustufólk þjóðarinnar væru allir, að einum undanskildum, farnir að ganga í sama hönnunarskóla staðalímynda og keppendur í fegurðarsamkeppnum. En á þeim bæjum er það ekki heimsfriður heldur barátta gegn loftslagsbreytingum.
Biskupinn yfir Íslandi gerði loftslagsbreytingar að inntaki nýársræðu sinnar, en gleymdi kristindómnum og ofsóknum á hendur kristnu fólki. Sama gerði forsetinn og forsætisráðherra og aðrir stjórnmálaleiðtogar í áramótagreinum sínum í Morgunblaðinu að einum undanskildum.
Það sem einkenndi umfram allt annað greinar og ræður stjórnmálaleiðtoga, forseta og biskups var skortur á framtíðarsýn og boðun aðgerða sem hefðu áhrif til lengri tíma litið. Svo virðist sem íslenskt forustufólk sé þess ekki umkomið að horfa lengra fram á við en til viðfangsefna og vandamála í núinu. Framtíðarsýn til lengri tíma er greinilega ekki kennd í hönnunarskólanum.
Hugsanlega er ástæðan sú, að engin pólitísk hugmyndafræði er til lengur í íslenskri pólitík.
Samt sem áður voru áramótagreinar og ræður forustufólks þjóðarinar vel samdar og engir hnökrar á umbúðum tómra pakka. Áramótapakkar, sem umgjörð sjálfsagðra hluta um ekki neitt sem máli skipti með einni undantekningu.
And world peace of course. Eða að breyttum breytanda í heimi nútímans. Og loftslagsbreytingar að sjálfsögðu.
3.11.2019 | 10:54
Hrútskýringar og gimbrargjálfur
Hrútskýring er notað þegar karlmaður segir eitthvað gagnvart konu eða konum á yfirlætislegan og lítillækkandi hátt. Semsagt eitt af tólum og tækjum feðraveldisins.
Sá sem þetta ritar telur konur jafnoka karla og jafnstaða eigi að vera með kynjunum. Konur jafnt sem karlmenn eiga rétt á málefnalegri umræðu hvort sem umræðan er milli karls og konu eða karla eða kvenna.
Oft er gripið til þess í málefnalegri umræðu að segja þetta er hrútskýring, þegar það á alls ekki við. Stundum er sá sem segir þetta komin upp að vegg rökfræðilega. Þá kemur orðið hrútskýring að góðum notum,sem er næsti bær við, þú talar eins og Hitler og öllum er ljóst, að það er ekki hægt að vinna slíka umræðu. Karlmenn mega að sjálfsögðu ekki svara í sömu mynt og segja mér finnst þetta óttalegt gimbrargjálfur, sem er í sjálfu sér lítillækkandi orð og ætti ekki að viðhafa, en er orð af sama toga og hrútskýring. Ætlað til að gera lítið úr viðkomandi og sjónarmiðum hans á ómálefnalegum grundvelli.
Hrútskýring er íslensk þýðingi á enska orðinu mansplaining. Í gær las ég góða grein í Daily Telegraph eftir Michael Deagon þar sem hann segir frá því þegar Verkamannaþingflokkskonan Catharine West segir viðmælanda sínum Jonathan Bartley, sem er einn af leiðtogum Græningja í Bretlandi, að ekki sé þörf á skoðunum hans á Sky news. Ég rita í aðalatriðum það sem kom fram í grein hans.
Þingkonan sagði eitthvað jákvætt um Corbyn formann sinn, en hann mótmælti því, en þá greip hún fram í og sagði hættu þessum hrútskýringum hvað eftir annað og sagði ef þú heldur áfram svona hrútskýringum verð ég að kvarta. Þetta er einsök orðræða. Maðurinn var ekki með neinar hrútskýringar heldur var hann að ræða málefni, en ekki að setja fram hrútskýringu. Græninginn kom bara með skoðun sína í pólitík, sem var ólík skoðun þingkonunnar, sem er í sjálfu sér eðlilegt þar sem hann er í öðrum stjórnmálaflokki en hún.
Það sem gerir þessa orðræðu athyglisverða er að hún sýnir í hverskonar ógöngur við erum komin með kynjaumræðuna í pólitík. Eftir að hún sakaði hann um hrútskýringu, hvað gat hann þá gert? Hvernig gat hann varist þessari ásökun. Hann hefði getað sagt. Nei ég er ekki með hrútskýrinu, því þetta er ekki það sem hrútskýring þýðir. En þá hefði hún getað sagt honum að þetta væri líka hrútskýring og hún hefði getað bætt við að hann væri með hrútskýringu við hrútskýringuna. Þá hefði hann orðið að segja nei ég er ekki með hrútskýringu við hrútskýringu. Þú veist greinilega ekki hvað hrútskýring er, sem hún hefði vafalaust svarað að hann væri með enn eina hrútskýringuna, sem þýddi þá að hann væri með hrútskýringu á hrútskýringu hrútskýringarinnar. Að lokum svaraði maðurinn að þingkonan væri haldin kynjahyggju.
Þessi frásögn sýnir í hvaða ógöngur pólitískar umræður geta komist þegar annar aðilinn beitir kynjahyggju til að komast hjá að ræða hluti málefnalega. Hvað eiga karlmenn þá að segja ef þeim finnst kynjahyggjan keyri um þverbak og þeim sé borið ómaklega á brýn að vera með hrútskýringar. Eiga þeir þá að segja: Mér finnst þetta óttlegt gimbrargjálfur, til að svara í sömu mynt og konan sem misbeitti orðinu hrútskýring. Þá yrði nú heldur betur kátt í kotinu og feministafélagið mundi ekki linna látunum fyrr en viðkomandi hefi verið þjóðfélagslega fleginn lifandi.
Hvað er svona slæmt við hefðbundna umræðu þar sem fólk gætir virðingar gagnvart hvort öðru og lætur ekki svona kynjahyggjubull eyðileggja málefnalega umræðu?
Karlmenn og konur eru í það fyrsta ekki óvinir og það á ekki að reyna að búa eitthvað til sem ekki er. Þeir sem taka þátt í pólitískum umræðum verða að sætta sig við að pólitísk umræða er oft óvægin, en það á ekki að grípa til kynjahyggju þegar það á alls ekki við.
25.10.2019 | 08:31
Viðskiptabann Íslandsbanka. Frjáls markaður og fasismi.
Í gær tilkynnti Íslandsbanki að hann hefði sett bann á viðskipti við þá, sem bankinn skilgreinir sem "karllæga" fjölmila. Bankinn ætlar að hætta viðskiptum við fjölmiðla sem ekki standast skoðanir bankans varðandi kynjahlutföll þáttstjórnenda og viðmælenda. Bankinn ætlar þannig ekki að eiga viðskipti við fjölmiðla á grundvelli gæða þeirra og hagkvæmni fyrir bankann að eiga viðskiptin. Markaðslögmálum skal vikið til hliðar en í stað ætlar Íslandsbanki að eiga viðskipti við fjölmiðla á grundvelli skoðana þeirra og stjórnunar.
Þegar eitt stærsta fyrirtækið á íslenskum frjámálamarkaði tilkynnir, að það ætli ekki að láta markaðssjónarmið ráða varðandi viðskipti sín á markaðnum heldur ákveðin pólitísk viðhorf þá er það alvarlegt mál óháð því hver þau pólitísku viðhorf eru.
Í þessu sambandi er athyglisvert að Íslandsbanki setur bara bann á svonefnda "karllæga" fjölmiðla, en ekki önnur "karllæg" fyrirtæki á íslenskum markaði. Þetta bendir til þess, að markmið Íslandsbanka sé að hlutast til um skoðanamótun og viðhorf fjölmiðlafyrirtækja. Næsti bær við ritskoðun og þann fasisma, að þvinga aðila á markaði til að samsama sig sömu skoðun og ofbeldisaðilinn í þessu tilviki Íslandsbanki.
Með sama hætti getur Íslandsbanki sett sér frekari markmið t.d. í loftslagsmálum og sett bann á viðskipti við þá sem efast um hnattræna hlýnun af mannavöldum eða eru ósammála lögum um kynrænt sjálfræði eða hvað annað, sem stjórnendur bankans telja óeðlilegt. Aðgerðir Íslandsbanka mótast þá ekki af grundvallarsjónarmiðum markaðsþjóðfélagsins en líkir eftir því sem gerðist í Þýskalandi nasismans upp úr 1930. Fasisminn byrjar alltaf á að taka fyrir mál sem flestir eru sammála um og fikrar sig síðan áfram.
Íslandsbanki er fyrirtæki á markaði, sem á að hafa þau markmið að veita viðskiptavinum sínum góða og hagkvæma þjónustu á sem lægstu verði á sama tíma og bankinn reynir að hámarka arðsemi sína með hagkvæmni í rekstri. Það eru markaðsleg markmið fyrirtækisins. Hlutverk Íslandsbanka er ekki að blanda sér í pólitík eða aðra löggæslu en bankanum er áskilið að gegna skv. lögum. Eðlilegt er að löggjafarvaldið og dómsvaldið sinni sínum hlutverkum og bankarnir sínum en þvælist ekki inn á svið hvers annars. Íslandsbanki hefur betri fagþekkingu á lánamálum, en Hæstiréttur Íslands, en Íslandsbanki hefur ekki hæfi til að gerast Hæstiréttur í þeim málum sem þeim dettur í hug.
Það færi vel á því að stjórendur Íslandsbanka færu að eins og blaðasalinn, sem seldi blöð sín fyrir utan stórbanka í Bandaríkjunum gerði þegar viðskiptavinur bankans kom út úr leigubíl og skorti reiðufé til að borga og bað blaðasalann um lítið lán sem yrði greitt aftur innan klukkustundar til að greiða leigubílnum. Þá sagði blaðasalinn. Við höfum sérstakt samkomulag okkar á milli ég og bankinn. Ég sel blöð sem ég kann og þeir lána peninga sem þeir kunna, en við ruglumst ekki inn í viðkstipti hvors annars. Íslandsbanki ætti að huga að því að sinna því sem þeir kunna en láta aðra um pólitík og skoðanamótun í þjóðfélaginu.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2019 | 17:17
Að bera sannleikanum vitni
Þeir sem hafa góðan málstað þurfa almennt ekki að grípa til lyginnar. Annað gegnir um þá sem hafa vondan málstað.
Í 30 ár hefur stór hluti stjórnmálastéttarinnar og fréttaelítunar ásamt forustu og loftslagsráði Sameinuðu þjóðanna hamast við að segja að allt væri að fara í kalda kol á jörðu hér vegna loftslagshlýnunar af mannavöldum. Ítrekað hafa verið lögð fram hamfaratölvulíkön, sem eiga það sameiginlegt að þau reynast öll röng. Til að leggja sérstaka áherslu á þá vá sem væri fyrir dyrum greip forusta loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna til þess ráðs að falsa mælingar á jöklum í Himalaya fjallgarðinum, en þá komst upp um strákinn Tuma.
Þetta kom upp í hugann þegar blaðið the Economist sem almennt er talið nokkuð trúverðugt, birti þ.21.september frásögn af andláti "Okjökuls" Hugsanlega hefur blaðið fengið upplýsingar frá innlendum heimildarmönnum, en það réttlætir samt ekki rangfærslurnar.
Í greininni segir m.a.: "Hann var ekki minnsti jökullinn á svæðinu eða afskekktastur. Þú gast séð hann frá úthverfum Reykjavíkur höfuðborgar Íslands og á löngu svæði á hringvegi landsins"
Það sem er sérkennilegt við þessa frásögn að engin af staðhæfingunum er rétt. Ok var minnsti svokallaði jökull á svæðinu. Það er ekki hægt að sjá hann frá úthverfum Reykjavíkur eða nokkursstaðar frá höfuðborgarsvæðinu og hann sést ekki á löngu svæði á hringveginum.
Hinsvegar greinir blaðið rétt frá því, að tveir Texasbúar hefðu gert heimildarmyndina "Not Ok" árið 2018 og það hefði dregið að rithöfunda, stjórnmálamenn og skólabörn til minningarathafnar um hinn látna jökul. Síðan hafi minningaskjöldur verið settur upp sem segi: "Til minningar um það sem mannkynið hefur gert."
Blaðið fékk greinilega ekki upplýsingar um það að Ok var í raun löngu dáinn og það fyrir tíma hinnar meintu hamfarahlýnunar af mannavöldum. Þá nefnir blaðið fjallið Ok, Okjökul, sem fjallið hefur almennt ekki kallað, en í frásögninni er það tilkomumeira.
Í barnaskóla var mér kennt að varla væri hægt að kalla Ok jökul og hann væri að hverfa. Þetta var löngu fyrir meinta hlýnun af mannavöldum. Þegar ég gekk á fjallið þrisvar sinnum að sumri til árin 2010 til 2012 gat ég ekki merkt að þarna væri jökull frekar en að hægt sé að kalla skaflinn sem sjaldan hverfur úr Gunnlaugsskarði í Esjunni jökul.
Síðan segir blaðið rétt frá þessu: "Þrátt fyrir, að þetta hafi verið seinnipart sumars, þá var fólkið (sem var viðstatt útförina) klætt í úlpur og skíðahúfur og þurfti á því að halda í ísköldum vindinum.
Hamfarahlýnunin var nú ekki meiri og allt þetta tilstand í var sviðsetning til að fá auðtrúa fólk til að trúa því að hér væri birtingamynd hamfarahýnunar, sem við hér vitum að er ekki. En þannig er það með lygina og sviðsetninguna á loftslagsleikritinu.
Þó þessi frétt the Economist sé ónákvæm og röng, þá kemst hún þó ekki í hálfkvisti við furðugreinina sem birtist í Morgunblaðinu í gær eftir aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, fyrrum forseta heimssambands Sósíalista, Antonio Guterres, en þar má sjá allavega 7 staðreyndavillur og einn hálfsannleika og það í tæplega hálfsíðugrein. Ég veit ekki um neinn, sem hefur náð slíkum árangri fyrr í hálfsíðugrein í Mogganum. Það er hinsvegar ekkert nýtt að Guterres og sannleikurinn eigi ekki samleið.
14.9.2019 | 09:39
Pólitískt einelti RÚV gagnvart Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni
Áhugi fréttstofu Ríkisútvarpsins og þess vegna krakkafrétta á því að koma ákveðnum áróðursboðskap á framfæri verður stöðugt meira áberandi. En það er ekki bara áróður á hugmyndafræðilegum grundvelli sem heltekur þess fréttaveitu. Fréttastofan mismunar fólki eftir skoðunum og leggur einstaka einstaklinga í einelti. Um þessar mundir og síðustu misseri hefur krossferð RÚV gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrum forsætisráðherra verið áberandi.
Sá sem þetta ritar er ekki stuðningsmaður Sigmundar Davíðs og hefur aldrei verið en það breytir því ekki að málefnalega hefur Sigmundur Davíð oft borið af í pólitískri umræðu og verið óhræddur við að taka fyrir málefni sem eru andstæð hugmyndum samræmdra skoðana meginstefnu stjórnmálamanna og fjölmiðla. Þessvegna telur fréttastofa RÚV sér skylt að leggja þennan stjórnmálamann í pólitískt einelti. Svona skoðanir eru skaðlegar, þegar kemur að þeim pólitísku trúarbrögðum, sem einkennir um margt fréttaveituna sbr. t.d. málefni ólöglegra innflytjenda og meinta hamfarahlýnun.
Í gær setti þessi fréttastofa nýtt met í furðulegheitum og tilraunum til að koma höggi á stjórnmálamann:
Fyrir nokkrum dögum varaði Petteri Taalas yfirmaður alþjóða veðurfræðistofnunanarinnar (WMO)við öfgafólki í umræðunni um loftslagsmál. Hann nefndi sem dæmi sænska unglinginn Gretu Thunberg, Al Gore o.fl. sem segja að hamfarahlýnun sé í gangi. Hann hefði eins getað nefn Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Það skiptir RÚV engu máli. RÚV fannst engin ástæða til að minnast á, að Katrín Jakobsdóttir er í þeim hópi, sem Taalas skilgreinir í umfjöllun sinni sem öfgafólk í loftlagsmálum. Af einhverjum ástæðum fór það alveg framhjá fréttaveitunni.
Eftir að sótt hafði verið að Taalas þá birti hann viðbótaryfirlýsingu þar sem segir að hann styðji loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hann telji að hluti af hlýnun undanfarinna ára sé af mannavöldum. Þessi yfirlýsing varð tilefni til þess, að RÚV birti frétt, þar sem vísað var til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefði í raun farið með fleipur eitt þegar hann í þingræðu vísaði til ummæla Taalas.
Fréttastofan gekk svo langt að spyrja Taalas beint að því hvort að þessi málflutningur Sigmundar væri ekki algjör afbökun á því sem hann hefði sagt. Taalas gerði sér greinilega grein fyrir því hverskonar viðundur í líki fréttafólks það voru sem spurðu með þessum hætti og svaraði af hógværð, að hann fylgdist ekki náið með umræðum á Alþingi.
Í frétt RÚV er samt sem áður látið að því liggja að Sigmundur Davíð hafi snúið út úr orðum Taalas og farið með fleipur í eldhúsdagsræðu sinni á Alþingi.
Skoðum það nánar:
Taalas sagði m.a.að veðurfræðingar væru alvöru vísindamenn og væru orðnir þreyttir á dómsdagsspámönnum í loftslagsmálum eins og Gretu Thunberg og Al Gore og hann nefndi fleiri til. Ef svo hefði viljað til að hann hefði fylgst með umræðum á Alþingi þá hefði hann vafalaut bætt Katrínu Jakobsdóttur við. Þessu til viðbótar sagði hann að spár væru túlkaðar til að þjóna þeiri bókstafstrú sem öfgafólkið aðhylltist og spár og útreikningar varðandi loftslagshlýnun væru ekki nógu nákvæmar.
Allt það sem Taalas sagði hefði því átt að vera efni í frétt hlutlægrar fréttastofu um það, að umræðan um loftslagsmál væri orðin öfgakennd og röng og gera grein fyrir því hvers vegna þessi vísindamaður lýsir því yfir. Jafnvel að fá Katrínu Jakobsdóttur í viðtal vegna ummæla Taalas. En nei það passaði ekki inn í pólitíska öfgatrú forsvarsmanna fréttastofunnar. Þess í stað var reynt að koma höggi á pólitískan andstæðing fréttastofunnar, Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrir það eitt að greina frá ummælum Taalas.
Þessi vinnubrögð eru vægast sagt ógeðfelld í lýðræðisríki, þar sem þessi fréttaveita er kostuð af skattfé landsmanna og ber skv. lögum að gæta hlutlægrar framsetningar á fréttum.
Hvað mundi fólk segja ef lögreglan mundi haga sér með svipuðum hætti gagnvart borgurum þessa lands, að leggja suma stjórnmálamenn í einelti eins og fréttastofa RÚV gerir?
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.8.2019 | 07:50
Heimsendir er í nánd
Í samfélagi trúaðra skiptir boðunin og trúfestin oft meira máli en staðreyndir. Í gær sýndu fjölmiðlar myndir af halarófu sanntrúaðra á leiðinni upp á Ok. Fólki var kalt í norðannepjunni. Samt hélt það staðfastlega við boðun sína um hamfarahlýnun vegna loftslagsbreytinga af völdum mannsins.
Með tilkomumikilli athöfn messuðu prestar og auglýsingamenn hins nýja átrúnaðar, sem boðar að heimsendir sé í nánd ef fólk víkur ekki frá villu síns vegar, raunar eins og mörg önnur trúarbrögð fyrri alda.
Jökullinn Ok var lýstur dauður og grafinn í fyrsta sinn vegna hamfarahlýnunarinnar og þeir sem messuðu þ.á.m. forsætisráðherra sagði að þarna væri augljóst dæmi þess hve illa væri komið fyrir jörðinni vegna hamfarahlýnunarinnar. Umhverfisráðherra og meintur vísindamaður lögðu sitt til málanna í fjölmiðlaumræðunni og öll var sú boðun á sama veg.
Á leiðinni niður fjallið Ok sagðist fréttamaður RÚV verða að hraða sér niður vegna kuldans þarna í hamfarahlýnuninni.
Á samfélagsmiðlum komu þó strax efasemdaraddir. Ljósmynd úr Morgunblaðinu frá 1960 áður en hlýnun jarðar vegna aðgerða mannsins varð, sýndi að jökullinn Ok var þá jafndáinn og mátti eins grafa á því herrans ári og árið 2019 eða fyrir tæpum 60 árum. Í heimi sanntrúaðra skiptir það ekki máli. Það hefði bara eyðilagt þau hnattrænu skilaboð sem verið var að leggja inn í þann sjóð, að hér væri eitthvað mikið og merkilegt að gerast. Eitthvað sem ekki hefði gerst fyrr. Hér væri dæmi um réttmæti heimsendatrúarbragða hamfarahlýnunar af mannavöldum.
Sé það svo, að grípa þurfi til aðgerða eins og þeirra sem varpað var til heimsbyggðarinnar í gær til að sannfæra trúaða um réttmæti kenninganna, þá er spurning hvað er mikið af sambærilegum fréttum trúarhópsins jafnvitlausar og þær sem sendar vour út í gær um dánardægur jökulsins á fjallinu Ok.
En e.t.v. sannast hér það sem frægur maður sagði forðum;
Sannleikurinn er ekki kominn í skóna þegar lygin hefur farið sjö sinnum í kringum jörðina."
24.7.2019 | 09:21
Óbilgjarn, tækifærissinnaður hentistefnumaður og pópúlisti.
Venjan er sú þegar nýr leiðtogi er kosinn í pólitík að hann er boðinn velkominn til starfa. Boris Johnson nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins var kjörinn nýr formaður flokksins með nokkrum yfirburðum. Afstaða hans til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hefur legið fyrir og hann var einn helsti leiðtogi þeirra sem borðust fyrir útgöngu Breta í þjóðaratkvæðagreiðslunni um málið.
Theresa May fráfarandi formaður og forsætisráðherra gat ekki klárað Brexit m.a. vegna undirróðursstarfsem Evrópusinna í eigin þingflokki,óbilgjarnrar afstöðu leiðtoga Evrópusambandsins og þess að hún var ekki tilbúin til að taka Bretland út úr Evrópusambandinu án samnings.
Nýr leiðtogi hefur skýra stefnu í þessum málum. Hann gerir Brexit að forgangsmáli og hefur marglýst því yfir að Bretlandi fari úr Evrópusambandinu á tilsettum tíma með eða án samnings.
Þess er ekki að vænta að leiðtogar Evrópusambandsins muni vera með miklar tilslakanir ef þá nokkrar gagnvart Bretum og það reyni þá á að Boris Johnson taki Breta úr Evrópusambandinu án samnings. Verði ekki þingmeirihluti fyrir því á hann ekki annarra kosta völ en efna til þingkosninga þar sem hart yrði deilt um þetta mál.
Boris Johnson hefur verið samkvæmur sjálfum sér í baráttunni gegn veru Bretlands í Evrópusambandinu. Hann er ekki nýgræðingur í breskum stjórnmálum og hefur hingað til fengið þann dóm að vera einarður og rökfastur og öfgalaus stjórnmálamaður.
Miðað við sögu Boris Johnson í pólitík þá er það með nokkrum eindæmum, að leiðarahöfundur Fréttablaðsins skuli finna honum allt til foráttu og gefa honum þá samandregnu einkun að hann sé óbilgjarn tækifærissinnaður hentistefnumaður og pópúlisti. Leiðarahöfundur sýnir það enn einu sinni að hún telur alla sem henni eru ósammála í afstöðunni til Evrópusambandsins vera þeirrar gerðar sem hún lýsir Boris Johnson. Málefnaleg afstaða er það ekki, en sýnir því miður það ofstæki sem sumir Evrópusinnar eru haldnir þegar kemur að umræðum um kosti og ókosti Evrópusambandsins.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 589
- Sl. sólarhring: 602
- Sl. viku: 3070
- Frá upphafi: 2506913
Annað
- Innlit í dag: 565
- Innlit sl. viku: 2880
- Gestir í dag: 546
- IP-tölur í dag: 535
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson