Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar
8.11.2023 | 08:50
Seinna bara ekki í dag.
Borgarstjóri kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur í gær og lýsti ánægju sinni með "viðsnúning" í rekstri borgarinnar. Viðsnúningurinn felst í áætlun um lok hallarekstur borgarinnar í framtíðinni.
Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar tók undir hvert orð borgarstjóra eins og lítið vasaútvarp og jók skrúðmælgina.
Samt fer lítið fyrir sparnaðartillögum, en þeim mun meira fyrir áætlunum um auknar skatttekjur og fjölgun skattgreiðenda.
Hætt er við að svona áætlun sé ekki virði þess pappírs sem hún er skrifuð á og verði í raun eins og svissneskur ostur með mun fleiri götum en mat.
Stjórnendur Reykjavíkur, sjá ekki möguleika á því að spara í núinu og reka borgarsjóð hallalausan, en fyrirheitin um það sem gerist í framtíðinni eru þeim mun háleitari.
Þetta minnir óneitanlega á alkahólistann, sem vissi að hann átti við vandamál að stríða og þyrfti að gera það og ákvað að taka á vandanum síðar og sagði "I will quit tomorrow (ég hætti á morgun) síðan kom morgundagurinn með sömu drykkjunni og sömu fyrirheitum. Áætlunin var alltaf góð, síðan gerðist ekkert.
Hætt er við að það sama gerist með fínu áætlanirnar þeirra Dags og Einars.
Raunar er ekki vandamál að reka borgarsjóð hallalaust ef fitan, óráðssían og ábyrgðarleysið, sem Dagur og Einar bera alla ábyrgð á er skorin burtu og miðað við bókhald hinnar hagsýnu húsmóður um ráðdeild og sparnað. Til þess að það geti orðið þarf að segja meirihlutanum upp og fá fólk sem er tilbúið í verkefnið.
Núna en ekki einhverntímann í framtíðinni.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2023 | 22:18
Í tilefni hinseginn daga.
Í kosningum 2015 í bænum Hamtramck í Michican í Bandaríkjunum urðu múslimar í meirihluta. Vinstri sinnaðir stjórnmálamenn fögnuðu og sögðu þetta sýna gildi fjölmenningar og fólk frá ólíkum menningarheimum, gæti búið saman í sátt og samlyndi.
Vinstri menn voru ekki lengi í Paradís og vissu ekki í hvorn fótinn þeir ættu að stíga þegar bæjarstjórnin í Hamtramck samþykki samhljóða, að banna regnbogafána hinsegin fólks í bænum. Múslimar sem fylltu ráðhús bæjarins fögnuðu.
Hvað hefði gerst ef kristið fólk hefði verið í meirihluta og bannað regnbogafánann? Vinstra fólkið hefði farið hamförum vegna ofbeldis gegn minnihlutahópi og staðið fyrir mótmælagöngum og óeirðum og sagt bannið sýna ógeðfelda og fordæmanlega hvíta kynjahyggju ferðarveldisins .
En þarna var meintur minnihlutahópur að taka afstöðu gegn öðrum meintum minnihlutahópi. Málstað hvors á vinstri hugmyndafræðin að taka? Ef þeir snúast gegn múslimunum geta þeir sagt að verið sé að þvinga þá til að samþykkja ákveðin gildi þvert á trúarskoðanir og haldið því fram að um sé að ræða Íslamshatur.
Sérkennilegt, að vinstra fólk á Vesturlöndum, sem áður voru boðberar frelsis og mannréttina og hinsegin fólk hér á landi, skuli ekki skynja að múslimar og hinsegin fólk eru andstæður og múslimar og fjölmenning eru andstæður. Þeir eru boðberar einmenningar í andstöðu við frjálslynd gildi mannréttinda og tjáningarfrelsis.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.4.2023 | 09:24
Enn hvað það var skrýtið
Umræðan um skuldavanda sveitarfélaga er sérstök á stundum. Forustumenn stórskuldugra sveitarfélaga koma fram og láta eins og eitthvað hafi skyndilega gerst.
Já það er svo skrýtið að sveitarfélagið á við gríðarlegan fjárhagsvanda að etja segja strandkapteinarnir. Í öllum tilvikum áttu og máttu stjórnendur sveitarfélagsins vita að hverju stefndi árum saman, en gerðu ekkert.
Hvað gerist svo þegar fjárhag sveitarfélagsins hefur verið stýrt í þrot? Þá ætla strandkapteinarnir að rétta allt við í staðinn fyrir að þakka fyrir sig og viðurkenna alvarleg mistök.
Í einkafyrirtækjum er sjálfgert fyrir eigandann, að pakka saman,ef illa gengur en hjá hinu opinbera er leitað lausna, sem felast alltaf í að níðast meira á skattgreiðendum undir fyrirsögninni: Ekki mér að kenna.
Laun stjórnenda flestra sveitarfélaga og lykilstarfsmanna eru allt of há. Í Reykjavík er fyrstu varamönnum borgarstjórnar greidd laun,vegna þess, að Dagur þurfti að tryggja stuðning VG við meirihlutasamstarfið á síðasta kjörtímabili eftir að VG missti einn fulltrúa. Þá var í lagi að bæta við nokkrum tugum milljóna við útgjöld borgarinnar, til starfslauss fólks og allir flokkarnir kjömsuðu á þessu bruðli og létu sér vel líka.
Það sem síðan er verra, er að sveitarfélögum er iðulega illa stjórnað. En forráðamenn þeirra hafa komist upp með meira rugl en Alþingi, þar sem kastljós fjölmiðlanna er beint að Alþingi en nánast ekkert að sveitarfélögunum. Auk þess hafa menn í ýmsum sveitarfélgum komist upp með áralanga óstjórn á grundvelli þess að stjórn og stjórnarandstaða vinnur eftir reglunni. Ég klóra þér á bakinu og þú klórar mér.
Þjóð sem rekur ríkissjóð með gríðarlegum halla í bullandi góðæri og sveitarfélög sem eru við það að segja sig til ríkis vegna gríðarlegs hallareksturs í bullandi góðæri mætti gera sér grein fyrir nauðsyn þess að skipta um stefnu og fólk í brúnni áður en þjóðarskútunni verður siglt í strand með þeim afleiðingum, að verra Hrun getur orðið en árið 2008.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2023 | 21:15
Skuldastaða Árborgar og hælisleitendur
Alvarleg staða er komin upp í sveitarfélaginu Árborg, þar sem skuldastaðan er svo alvarleg að skuld á hvern íbúa er 2.5 milljónir eða rúmar 10 milljónir á kjarnafjölskyldu. Þetta þykir ógnvænlegur skuldavandi, sem erfitt verður að vinna úr.
Á hverjum 2 árum koma álíka margir hælisleitendur til landsins og íbúar Árborgar. Kostnaður vegna hvers hælisleitenda, sem fær ókeypis fæði, uppihald, rándýra lögfræðiþjónustu, tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu o.s.frv. og eru fluttir á milli í leigubifreiðum, er álíka eða meiri en sem nemur skuld hvers íbúa Árborgar. Það þykir ekki tiltökumál eða óyfirstíganlegt vandamál.
Er stór hluti þjóðarinnar og meirihluti þingheims orðinn stjörnugalin í þessum hælisleitendamálum og áttar sig ekki á eða vill ekki sjá, hvað er í gangi?
Finnst fólki eðlilegt að hælisleitendur fái þjónustu sem ríkið borgar, sem íslenskir ríkisborgar hafa ekki efni á að veita sér? Er eðlilegt að ill yfirstíganleg skuldastaða eins stærsta sveitarfélags landsins sé minni en það sem hælisleitendaiðnaðurinn kostar á tveim árum?
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2022 | 09:39
Olía á verðbólgubálið
Borgartjórinn í Reykjavík gerði grein fyrir því í gær, að borgarstjóður væri rekinn með milljarða halla og hallarekstur væri fyrirsjáanlegur. Vissulega nokkuð önnur mynd en dregin var upp í aðdraganda kosninganna s.l. vor.
Lausnin sem borgarstjóri býður borgurunum upp á er aukin skattheimta og veruleg hækkun á þjónustugjöldum, sem munu auka enn á verðbólgubálið, en meirihlutanum í Reykjavík kemur það ekki við. Samfylking, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn bera alla ábyrgð á því að svona skuli vera komið og engin þeirra flokka ætlar sér að axla ábyrgð vegna þessa eða annars. Það gera óreiðustjórnmálamenn almennt ekki hvorki hjá ríki eða borg.
Á sama tíma og borgarstjóri tilkynnir um óreiðuna og skuldasöfnunina hjá Reykjavíkurborg hækka fasteignagjöld verulega vegna ofurhækkana á fasteignum á síðasta ári, en það dugar samt hvergi til. Í tillögum meirihlutans er auk heldur engar haldbærar tillögur til lausnar aukinni skuldasöfnun, þar sem áætlanir meirihlutans miða við áframhaldandi hallrekstur og aukna skuldasöfnun.
Þrátt fyrir hallareksturinn sem bitnar á borgurum Reykjavíkur vegna ofurskatta á fasteignir og hækkaðra þjónustugjalda ætlar Reykjavík samt ekki að hægja neitt á bruðlinu. Áfram verða borgarfulltrúar á glórulausum ofurlaunum miðað við vinnuframlag og pólitískum vinum og vandamönnum verður áfram gefið á garðann svo sem mest má verða. Það er því ekki neins góðs að vænta meðan þessi meirihluti Framsóknar, Viðreisnar og Samfylkingar fer með völdin í Reykjavík. Mál er að linni.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2022 | 09:36
Hvað með hin áttatíu
Aðeins 20% kjósenda greiddu lista Dags B. Eggertssonar borgarstjóra atkvæði sitt og meirihlutinn sem hann klambraði saman fyrir 4 árum er ekki lengur meirihluti. Nú reynir á oddvita Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að freista þess að mynda nýjan meirihluta, gangi það ekki eftir hefur þeim mistekist hrapalega strax í upphafi kjörtímabilsins.
Í sjálfu sér má segja að kjósendur hafi ekki heldur verið sérstaklega að kalla á Sjálfstæðisflokkinn til forustu í Reykjavík þar sem flokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi og hefur aldrei notið eins lítils stuðnings kjósenda hlutfallslega og núna.
Við slíkar aðstæður hefðu margir talið að eðlilegt væri fyrir Flokkinn að hugsa sinn gang og gaumgæfa hvað er það sem veldur þessu afhroði í kosningunum því það verður ekki kallað neitt annað, eftir að Flokkurinn var búinn að vera í fjögur ár í stjórnarandstöðu gegn hraklega lélegum meirihluta.
Í pólitík er aldrei valkostur að gefast upp, þó stundum geti verið skynsamlegt að huga að öðru en valdastólum. En við þær aðstæður sem nú eru í Reykjavík þá verða oddvitar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að reyna til hins ítrasta að mynda starfhæfan meirihluta í Reykjavíkurborg. Kjósendur veittu þeim ekki atkvæði sitt til að kalla Dag yfir sig enn einu sinni.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.5.2022 | 07:56
Að gera allt fyrir alla á annarra kostnað
Leiðtogaumræðurnar í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi voru fjarri því að vera rismiklar og frambjóðendur kepptust við að lofa því að gera allt fyrir alla á annarra kostnað. Það gekk jafnvel svo langt að jafnvel oddviti Flokks fólksins, sem annars stóð sig einna best í umræðunum, fetaði í spor oddvita sósíalista í að lofa að gera góða hluti fyrir hóp sem er ekki til.
Það minnti á orð Úkraínumannsins og fyrrum aðalritara sovéska Kommúnistaflokksins, Nikita Krúsjeff, sem sagði eftir heimsókn til Bandaríkjanna: "Stjórnmálamenn eru allsstaðar eins, þeir lofa að byggja brú þó engin sé áin."
Oddviti Ábyrgrar framtíðar var sá eini sem minnti á hugmyndafræði Erlings Skjálgssonar, að koma öllum til nokkurs þroska og hjálpa fólki til sjálfshjálpar og á hann þakkir skildar fyrir það.
Að öðru leyti virtust frambjóðendurnir ekki hafa áhyggjur af því að láta framtíðina um að borga fyrir eyðslu Borgarinnar í núinu og því síður vafðist það fyrir þeim, að þeir sem njóta þjónustu Borgarinnar ættu að borga fyrir hana. Það var þó helst oddviti Sjálfstæðisflokksins sem andæfði í því efni.
Ég hef jafnan litið á kjördag, sem ákveðin hátíðisdag og klætt mig uppá þegar ég fer að kjósa. Mér finnst það sjálfsögð virðing við þau mikilvægu lýðréttindi sem kosningarétturinn er. Að þessu sinni var það með öðrum hætti þegar kosið var utan kjörfundar í veðráttu þar sem annar og mun léttari klæðaburður hentar.
Nú fer í hönd kjördagur. Miklu skiptir að fólk nýti sér sín lýðræðislegu réttindi og kjósi þann flokk sem það telur að sé líklegur til að stjórna Borginni best og byggja upp góða framtíð fyrir unga fólkið og komandi kynslóðir í Borginni.
Því miður skiluðu leiðtogaumræðurnar í gær fáum vegvísum hvað það varðar.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2022 | 09:57
Misvísandi skoðanakannanir
Skoðanakannanir hafa mikil áhrif á hvernig margt fólk kýs. Þessvegna verður að gera kröfu til að skoðanakannanir séu vel unnar, vandaðar og forsendur þeirra gefnar upp.
Fyrir nokkru birtist skoðanakönnun í Fréttablaðinu, sem var svo sérstök að athygli vakti. Skv. könnuninni voru Píratar næst stærsti flokkurinn í borginni á eftir Samfylkingu og Sjálfstæðisflokkurinn kominn niður í 16% fylgi. Forsendur skoðanakönnunarinnar voru ekki gefnar upp nema það að einungis helmingur aðspurðar höfðu svarað könnuninni. Hvaða gildi hefur slík könnun.
Þessi könnun sýndi það fyrst og fremst að meirihlutaflokkarnir í Reykjavík hefðu svo sterkan meirihluta að ekki þýddi neitt að reyna að fella hann og allt væri á hverfandi hveli hjá Sjálfstæðisflokknum.
Í gær birtist önnur könnun sem gaf aðra mynd m.a. sýndi sig að lítill munur var á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu hvað varðar stærsta flokkinn í borginni og niðurstaða þeirrar könnunar mun líklegri til að vera nær sanleikanum en sú fyrri. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er rúm 21% skv. þeirri könnun og hafði þá vaxið um 5% á milli kannana sem er fráleitt að hafi gerst. Kannanirnar geta ekki báðar verið réttar þó þær séu teknar með nokkurra daga millibili.
Síðari könnunin sýnir þá mynd, að því fer fjarri að það sé öruggt að meirihlutaflokkarnir í Reykjavík haldi meirihlutanum að kosningum loknum. Það eru því enn raunhæfir möguleikar á að kjósendur í Reykjavík gefi Degi B. Eggertssyni frí frá því að vera borgarstjóri næstu fjögur árin og nýr og ferskur meirihluti athafna í stað orðagjálfurs núverandi meirihluta taki við að loknum kosningum.
Það er verk að vinna og herða verður róðurinn til að koma meirihlutaflokkunum frá völdum. Skoðanakannanir eru ekki kosningar. Niðurstaða kosninga liggur ekki fyrir fyrr en síðasta atkvæðið hefur verið talið upp úr síðasta kjörkassanum.
Áfram nú fyrir betri borg.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2022 | 09:58
Sinna verka njóti hver.
Pólitíkin er svo merkileg tík, að það á síður en svo við að stjórnmálamenn njóti góðra verka sinna eða gjaldi alltaf fyrir lélega stjórnun.Margir stjórnmálamenn gera út á skort á langtímaminni fjölmargra kjósenda og hafa því meira erindi en þeir eiga skilið.
Skv. skoðanakönnun í Fréttablaðinu í dag telur þriðjungur kjósenda sitjandi borgarstjóra besta valkostinn. Ekki skal um það tælt hvort þar fara þeir sem hafa minna langtímaminni en aðrir og hafa því gleymt ástandi gatna á kjörtímabilinu. Spillinguna í kringum Braggann í Nauthólsvík og dönsku stráin í kringum hann, sem og bruðlið og bullið í kringum stafrænu lausnirnar, sem eru engar lausnir enn sem komið er o.s.frv. o.s.frv.
Sumir gætu talið það sigur fyrir sitjandi borgarstjóra að 34% aðspurðra telji hann vænlegasta kostinn. En þá eru það þá 66% borgarbúa eða tæplega 7 af hverjum tíu, sem telja hann ekki vera það. Slíkt getur tæpast talist góður árangur og ansi langt frá því þegar Davíð Oddsson fékk á sínum tíma fylgi yfir 60% borgarbúa. Í samanburðinum er árangur Dags arfaslakur.
En þó Dagur gjaldi ekki verka sinna þá eru aðrir sem njóta ekki góðra verka sinna í andstöðunni og er þar helst að nefna Kolbrúnu Baldursdóttur í Flokki fólksins sem hefur staðið sig afburða vel á kjörtímabilinu eins og raunar Vigdís Hauksdóttir í Miðflokknum og oddviti Sjálfstæðismanna Eyþór Arnalds.
Verður það virkilega svo, að Píratar og Viðreisn gjaldi ekki fyrir að hafa staðið dyggan vörð um öll vondu málin hjá Degi og afsakað þau í bak og fyrir jafnvel þó að Dagur færi í veikindafrí af því að hann treysti sér ekki til að svara fyrir sig. Dagur sýndi það þó í þeim tilvikum, að hann kunni að skammast sín en það gerðu hvorki oddvitar Pírata né Viðreisnar. Er ekki rétt að þeir flokkar fái að gjalda þeirra verka sinna þar sem oddvitar þeirra kunna ekki að bíta höfuðið af skömminni.
Hvernig væri að rifja það upp hvernig Píratar og Viðreisn hafa staðið sig á kjörtímabilinu. Væri ekki rétt að láta þá flokka gjalda verka sinna á kjörtímabilinu.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2022 | 08:04
Sparnaður og eyða ekki um efni fram
Í Morgunblaðinu í gær var viðtal við unga konu, sem lýsti því hvernig hún og fjölskylda hennar hefði brotist út úr skuldafeni og yfirvofandi gjaldþroti. Gott og upplýsandi viðtal og rétt að óska henni og fjölskyldunni til hamingju.
Aðferðin sem unga konan lýsti undir stofnanalegu ensku nafni er það sem hefur verið kallað á íslensku, að eyða ekki um efni fram, spara og sýna ráðdeildarsemi. Betra væri að fleiri fetuðu í hennar spor.
Á laugardaginn verður kosið til sveitarstjórna. Samkvæmt úttekt sem Viðskiptaráð hefur tekið saman og birtist í Mbl. í dag kemur fram, að viðvarandi halli hefur verið á rekstri sveitarfélaga á Íslandi í nærfellt 40 ár. Þetta er þrátt fyrir að sveitarfélögin taki hærri gjöld af fasteignum en í nágrannalöndunum. Sveitarfélögin eyða um efni fram og fjármál margra þeirra þ.á.m. Reykjavíkur er að komast í algjört óefni.
Þrátt fyrir bágan fjárhag sveitarfélaga, þá verður þess ekki vart, að þeir sem gefa nú kost á sér til kjörs í kosningunum, flokkar og einstaklingar, hafi áhyggjur af vaxandi skuldasöfnun. Kosningaloforðin bera með sér að hver reynir að yfirbjóða hinn í algjöru ábyrgðarleysi.
Lofað er auknum framlögum. Gjaldfrjálsri þjónustu. Lofað er byggingu þúsunda íbúða eins og Framsókn gerir. VG vill ókeypis skólamáltíðir og leikskóla auk þess sem Reykjavíkurborg byggi 500 til 1000 óhagnaðardrifnar íbúðir. Öll þessi kosningaloforð eru innantóm glamuryrði og verða aldrei framkvæmd og það versta er að það vita þeir sem setja þau fram. Óheiðarleiki?
Einn versti veikleiki lýðræðisins felst í yfirboðum stjórnmálamanna til kjósenda. Þau miða öll að því að auka útgjöldin jafnvel þó engir séu til peningarnir. Það þýðir á endanum gjaldþrot. Saga Rómaveldis ætti að vera víti til varnaðar hvað varðar kaup stjórnmálamanna á fylgi fjöldans. En nú eins og þá stefna bæði ríki og sveitarfélög lóðbeint til andskotans eins og vaskur stjórnmálamaður sagði forðum.
Vinsælt loforð hjá stjórnmálaflokkunum í Reykjavík og víðar er að bjóða ókeypis þjónustu - sem þýðir að láta aðra sem ekki njóta þjónustunar borga fyrir þá sem nýta hana. Réttlæti? Sanngirni? Sé svo þá réttlæti og sanngirni hverra?
Nú sem aldrei fyrr þarf Reykjavíkurborg að taka upp hagfræði ungu konunnar sem vísað var til áðan og eyða ekki um efni fram og sýna fram á sparnað og ráðdeildarsemi. Það er áhyggjuefni að stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram í borginni og þá sérstaklega meirihlutaflokkarnir og Framsókn skuli ekki átta sig á þeirri stöðu og vilja halda partýinu áfram af fullum krafti og jafnvel gefa í. Það heitir á óbreyttu alþýðumáli:
"Algjört ábyrgðarleysi."
Af hverju býður enginn stjórnmálaflokkur upp á ráðdeild og sparnað í borgarrekstri þ.e. leið ungu konunnar sem bjargaði fjölskyldu sinni frá gjaldþroti. Það væri mannsbragur að því.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 20
- Sl. sólarhring: 431
- Sl. viku: 4236
- Frá upphafi: 2449934
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 3947
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson