Færsluflokkur: Dægurmál
29.10.2023 | 08:32
Má Davíð fara í bað?
Eitt sinn gagnrýndi ég þáverandi formann Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddsson fyrir að ekki hefði náðst í hann við vinnslu ákveðinnar fréttar á RÚV.
Magnús Óskarsson heitinn, lögmaður m.a. borgarlögmaður og stórsnillingur svaraði greininni með grein sem hét. "Má Davíð fara í bað." þar gerði hann grein fyrir að stjórnmálamenn væri að sjálfsögðu ekki alltaf tiltækir. Við Magnús urðum sammála um það, að Davíð mætti fara í bað en ekki dvelja þar svo lengi að heilsu hans væri hætta búinn eða hann vanrækti stjórnsýsluna.
Davíð Oddson má eiga það að meðan hann var formaður Sjálfstæðisflokksins þá stóð ekki upp á hann að gera pólitíska grein fyrir afstöðu sinni og flokksins varðandi pólitísk ágreiningsmál. Hann gerði það raunar svo vel,að hátt í 40% kjósenda studdu Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma.
Ekki hefur náðst í formann Sjálfstæðisflokksins í mun lengri tíma en tekur að fara í bað, til að hann skýri afstöðu Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í mikilvægu pólitísku ágreiningsmáli þ.e. hjáseta við tillögu um vopnahlé á Gasa.
Að sjálfsögðu á utanríkisráðherra,formaður Sjálfstæðisflokksins að rökfæra þá ákvörðun, að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna strax í kjölfar hennar. Það er skylda hans sem utanríkisráðherra og það er skylda hans sem formanns Sjálfstæðisflokksins að gera grein fyrir stjórnmálastefnunni í mikilvægum málum. Það hefur sýnt sig að til þess er hann vel hæfur. Þetta var enn brýnna varðandi atkvæðagreiðsluna þar sem forsætisráðherra kvikaði strax í afstöðunni sem og flokkur hennar.
Það er ekki sérstakt hlutverk, ritstjóra Morgunblaðsins, Björns Bjarnasonar, Hannesar H.Gissurarsonar og annarra minni spámanna að standa stöðugt í því hlutverki að rökfæra stefnu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn meðan formaður og stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins, telur rétt að vera fríhjólandi í guðsgrænni náttúrunni. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2023 | 07:34
Sr. Friðrik Friðriksson og Edward Heath
Edward Heath var formaður breska Íhaldsflokksins 1965-1975 og forsætisráðherra Bretlands 1970-1974. Þó nokkru eftir dauða hans árið 2005 komu fram ásakanir í hans garð um barnaníð o.fl. Hann var fordæmdur vegna þessara ásakana, en eftir að mikla rannsókn, kom í ljós að ásakanirnar rangar. Edward Heath hafði ekkert til saka unnið.
Það tók 10 ár að leiðrétta lygina og á meðan beið minning Heath óbætanlega hnekki og pólitískir andstæðingar notfærðu sér þessar röngu ásakanir út í æsar.
Það er auðvelt að ljúga upp á látið fólk. Saga Heath sýnir, að réttarfar alþýðudómstóla byggir á því að hver sem er ásakaður um kynferðisglæp teljist sekur nema meint sök sé afsönnuð.
Nú er sótt að sr. Friðrik Friðrikssyni þeim mæta frumkvöðli og sómamanni. Ákveðin þjóðfélagsleg öfl hafa alltaf haft horn í síðu sr. Friðriks. Hann var sannur baráttumaður trúarinnar og lagði grunn að mikilvægu æskulýðsstarfi bæði trúarlegu og félagslegu. Sr. Friðrik lést í mars 1961 og hefur því verið látinn í rúm 62 ár.
Staðhæfingar um kynferðislega áreitni sr. Friðriks styðjast ekki við jafn traustar heimildir og ásakanirnar í garð Ted (Edward) Heath voru taldar, þegar rannsókn þess máls hófst. Ásakanirnar í garð Heath reyndust samt alrangar og ég tel upp á, að það sama gangi eftir um sr. Friðrik.
Það er eftirtektarvert að ákveðnir þjóðfélagshópar sérstaklega vinstri sinnaðir sósíalistar hafa þegar fellt sinn dóm yfir sr. Friðrik en það er frekar óskhyggja þeirra og pólitískar öfgar en vinátta þeirra við sannleikann.
Það vill svo til, að ég kynntist báðum þessum mönnum. Heath að vísu lítið en sr. Friðrik meira, en þá var ég krakki og ungur maður um 15 ára þegar hann lést.
Báðir þessir menn voru þeirrar gerðar, að manni leið vel í návist þeirra þó ólíkir væru.
Edward Heath hafði mjög fágaða framkomu og góðan húmor og tók því vel þegar hlutunum var snúið upp á hann. Einu sinni sátum við Friðrik Sóphusson til borðs með Heath og þá sagði hann "Hversvegna er ungt fólk að ganga í flokka í dag? Til að ná sér í maka eða hvað? Friðrik svaraði að bragði. "Er líklegt miðað við þína reynslu að fólk telji það réttu leiðina? (Heath var einhleypur). Heath hló og sagði excellent answer(frábært svar).
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2023 | 08:31
Dagur dúkkulísunar og miðaldahugsunarinnar.
Á morgun verður hátíðisdagur í Bretlandi þegar Karl 3 verður krýndur konungur í Bretaveldi með öllu því miðalda umstangi sem fylgir slíkri viðhöfn og gjörhugulli athygli royalista og annarra um allan heim, sem hafa gaman af að sjá glitta í ytra borð heims dúkkulísanna.
Allar eru þessar dúkkulísur í konungsfjölskyldu Bretlands orðum prýddar og þau öll óverðug þeirra titla, en það er í samræmi við kveðskap mörlandans hér uppi á Íslandi sem orti um orður og titla sem úrelt þing, sem notaðist helst sem uppfylling í eyður verðleikanna.
Á 18.öld skrifaði baráttumaðurinn Thomas Paine ritgerðina "common sense", sem fjallar um það hversu fáránlegt það sé að hafa konungsveldi, þar sem byggt er á þeirri hugsun, að konungar séu öðruvísi fólk og betur af Guði gert og æðra en venjulegt fólk. Konungar séu fæddir til að stjórna skv. ákvörðun Guðs almáttugs. Ætla hefði mátt, að lýðræðisríki, sem byggja á jafnræði og jafnstöðu borgaranna mundu afnema þessa miðaldahefð, sem byggist á enn fornari hugmyndafræði um sérstaka hæfileika konungsborins fólks til að skipa almúganum til verka eða þýum sínum.
Thomas Paine er talinn eiga bróðurpart í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna,sem Thomas Jefferson færði í letur, en þar eru m.a. tekið orðrétt ýmislegt, sem Paine skrifaði í bók sína "The rights of man".
Lýðveldi er ríki, sem hafnar miðaldahugsuninni um að konungar séu öðrum æðri og viti allt best. "Vér einir vitum" var og hefur verið vígorð arfakónga í gegnum tíðina og þá hugsun fékk Karl þriðji í arf með móðurmjólkinni, svo sem forverar hans.
Á sama tíma og konungssinnar og aðrir sem hafa gaman að sjá dúkkulísur upp á sitt besta, fagna krýningu hins nýja, gamla konungs, kemur samt fram í skoðanakönnunum, að um helmingur þegna konungsins vill losna við konungsdæmið og afgerandi meirihluti ungs fólks vill það burt sem allra fyrst.
Vonandi kemur sá tími, að lýðræðissinnar varpi þeirri hugmynd fyrir róða, að sumir séu valdir til þess af Guði að stjórna öðrum af því að þeir eða þau hafi unnið sér slíkt vald með því að vera ákveðinnar ættar. Þessi konungshugsun er algerlega andstæð hugmyndafræði lýðræðisins ogfólk séu borgarar í ríkjum sínum en ekki þegnar eða þý. En áfram má síðan hafa skrúðgöngur með dúkkulísum til að gleðja fólk sem hefur gaman af slíku tilstandi, en það er þá undir þeim formerkjum að þar fari dúkkulísur en ekki fólk sem stjórni þjóðfélaginu.
Sú hugmyndafræði konungssinna er andstæð þeim fornnorrænu viðhorfum sem komu fram, þegar norrænir menn herjuðu á England á 11. öld, og sátu um borg mig minnir London. Sendimenn voru sendir á þeirra fund, sem báðu um að konungur þeirra kæmi til friðarviðræðna og því var þá svarað:
"Við höfum engan konung. Við erum allir jafnir."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2023 | 09:12
Ys og þys út af engu.
Fjórflokkur fáránlegra tiltækja á Alþingi, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins standa að kjánalegri aðför að dómsmálaráðherra út af lítilfjörlegu máli.
Guðfaðir aðfararinnar er hugmyndafræðingur og andlegur leiðtogi Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson. Hann hefur enda hæfileika og langtíma reynslu í að búa til ekki fréttir og fréttir úr engu og nýtir þá reynslu nú á Alþingi.
Vantrauststillagan er á grundvelli meintrar vanrækslu við upplýsingagjöf um umsóknir um ríkisborgararétt, vegna breyttra reglna sem dómsmálaráðuneytið beitti sér fyrir til að fara að tilmælum umboðsmanns Alþingis á sínum tíma.
Þessi fjórflokkur fáránleikans hefur það helst á stefnuskrá sinni að skipta um þjóð í landinu, að Flokki fólksins undanskildum. Vera þess flokks í þessu násamneyti byggist á þeirri skoðun formanns flokksins, að hanng geti verið eins og púkinn á fjósbitanum og fitnað við það að stríða ríkisstjórninni jafnvel þó engar málefnalegar forsendur séu fyrir hendi.
Sú var tíðin að menn sögðu, að við værum ekki með nógu góða þingmenn, vegna þess hve þeir væru illa launaðir. Það hefur heldur betur breyst, en þinginu hrakar samt ef eitthvað er.
Þjóðin á rétt á því að þingmenn taki störf sín alvarlega og vinni að hagsmunum þjóðarinnar, en standi ekki að stöðugum uppákomum og sýndarveruleika út af engu.
Þó svo að hugmyndafræðingur Viðreisnar telji sig eiga harma að hefna eftir hraklega útreið í umræðum um Útlendingafrumvarpið, þá getur það ekki verið afsökun fyrir því að bera fram vantrausttillögu á dómsmálaráðherra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2021 | 18:57
Beðið eftir Godot
Á sínum tíma var sýnt leikritið "Beðið eftir Godot" eftir Samuel Becket. Þrátt fyrir biðina þá kom Godot aldrei. Í hinum íslenska veruleika þá er undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis sem er í hlutverki Godot.
Fréttamenn og forsætisráðherra sem og fleiri hafa hamast á því, að ekki sé hægt að mynda nýja ríkisstjórn fyrr en undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar hefur lokið störfum. En þetta er rangt.
Starf undirbúningsnefndarinnar og hvenær hún lýkur störfum hefur ekkert með það að gera hvort mynduð verður ný ríkisstjórn eða ekki. Alþingi myndar ekki ríkisstjórn.
Talsmenn þeirra flokka sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum geta gengið á fund forsta Íslands á morgun fyrir hádegi og farið fram á að hann komi ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðis og Vinstri grænna á koppinn og telji forseti að líkur séu á að Alþingi muni þola ríkisstjórnina þ.e. ekki verði samþykkt á hana vantraust svo farið, þá ber honum að verða við því og í hádegisfréttum á morgun gæti nýr forsætisráðherra gert grein fyrir hinni nýju ríkisstjórn.
Þannig skiptir engu máli þó að Godotarnir í undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar koma sér einhverntíma saman eða ekki. Þeir hafa ekkert með myndun ríkisstjórnar að gera og ný ríkisstjórn getur tekið við völdum án þess að Alþingi sé kallað saman. Þannig eru nú einfaldlega ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2021 | 11:12
Er ekki bara best að kjósa ekki Framsókn?
Framsóknarflokkur og Viðreisn heyja harða baráttu um hvor flokkanna sé meiri "miðjuflokkur" Baráttan felst í því að sýna kjósendum, að þeir geti unnið með hverjum sem er, hvenær sem er. Þeir láti ekki hugsjónir eða stefnumál þvælast fyrir sér. Þessvegna getur Viðreisn auðveldlega stutt vilta vinstrið í borgarstjórn Reykjavíkur.
Framsóknarmenn stæra sig af því að þeir hafi jafnan verið valkostur við stjórnarmyndanir vegna þess hvað þeir séu mikill mðjunafli íslenskra stjórnmála. Réttara væri að segja að Framsókn hafi um langt árabil verið flokkur, sem hefur þann eina pólitíska tilgang að vera í ríkisstjórn, sér og sínum til framdráttar.
Miðja stjórnmála hvar sem er í heiminum er kyrrstöðuafl. Framsóknarflokkurinn kynnir sig í kosningabaráttunni sem flokk, sem þeir geti kosið,sem hafa ekkert annað að kjósa og engar sérstakar skoðanir í pólitík.
Vandi íslenskra stjórnmála er síst sá, að það séu ekki nógu margir flokkar á miðju hefðbundinna stjórnmála og sækist eftir að vera þar. Vandinn er mun frekar sá, að það vanti flokka, sem boði stefnu sem sé líkleg til að verða hreyfiafl nýrrar sóknar til velferðar einstaklinga og samfélags. Slíkir flokkar eru sjaldnast á miðjunni og alla vega ekki hér á landi.
Ekki gleyma því sem Winston Churchill forsætisráðherra Breta sagði eitt sinn. "Vandi þeirra sem eru á miðjum vegi er að það er keyrt yfir þá." Þannig er það líka í pólitíkinni þeir sem hafa enga hugmyndafræðilega rótfestu láta allt falt ef því er að skipta. Þessvegna hefur Framsóknarflokkurinn jafnan verið opinn í báða enda eins og fyrrum foringi hans orðaði það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2021 | 10:36
Úrslit í prófkjöri.
Atlagan að stöðu Guðlaugs Þórs sem helsta forustumanns Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík geigaði. Hann fékk flest atkvæði í prófkjörinu og er því enn ótvíræður foringi Sjálfstæðisfólks í Reykjavík og full ástæða til að óska honum og Flokknum til hamingju með það.
Sterk staða nýliðans Diljá Mist Einarsdóttur,vekur athygli,en hún vann 3. sætið með glæsibrag og er glæsilegur fulltrúi venjulegs ungs fólks innan Sjálfstæðisflokksins. Diljá hefur getið sér góðs orðs hvarvetna sem hún hefur starfað og mikils af henni að vænta í framtíðinni.
Þingmennirnir Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson héldu sjó og Kjartan Magnússon og Friðjón Friðjónsson mega vel við sinn hlut una.
Nokkur atriði eru umhugsunarverð fyrir Sjálfstæðisfólk að loknu þessu prófkjöri og að fengnum þessum úrslitum.
Í fyrsta lagi er Sigríði Andersen fyrrum dómsmálaráðherra hafnað. Það er alvarlegt mál.Ekki síst fyrir það, að Sigríður er ötulasti málsvari borgaralegs frelsis innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það er alvarlegt mál þegar Sjálfstæðisfólk refsar ötulasta málsvara grundvallarsjónarmiða sjálfstæðisstefnunnar, vegna þess ótta, sem byggður hefur verið upp til réttlætingar hömlum og ófrelsi.
Í öðru lagi voru það afgerandi mistök að hafna Ingibjörgu Sverrisdóttur formanni félags eldri borgara í Reykjavík, helsta málsvara félagslegs réttlætis fyrir aldraða og verkafólk í þessu prófkjöri.
Í prófkjörinu sannaðist enn sem fyrr máttur peningana og auglýsinga í pólitískri baráttu og sýnir venjulegu fólki, hvað þarf til að ná árangri í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksin. Milljónir á milljónir ofan þurfa til að koma. Þannig á það ekki að vera og má ekki vera og knýr á um að leita annarra leiða við val á frambjóðendum Flokksins í framtíðinni.
Þáttakan í prófkjörinu var góð miðað við það sem verið hefur undanfarin ár, en er léleg miðað við t.d. prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjórdæmi þar sem um 5000 manns kusu í helmingi fámennara kjördæmi en í Reykjavíkurkjördæmnum. Þá er þessi þáttaka svipur hjá sjón miðað við það sem áður var þegar gott betur en 10 þúsund manns mættu til að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksisn í Reykjavík.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2021 | 10:04
Úrslit í prófkjöri.
Atlagan að stöðu Guðlaugs Þórs sem helsta forustumanns Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík geigaði. Hann fékk flest atkvæði í prófkjörinu og er því enn ótvíræður foringi Sjálfstæðisfólks í Reykjavík og full ástæða til að óska honum og Flokknum til hamingju með það.
Sterk staða nýliðans Diljá Mist Einarsdóttur,vekur athygli,en hún vann 3. sætið með glæsibrag og er glæsilegur fulltrúi venjulegs ungs fólks innan Sjálfstæðisflokksins. Diljá hefur getið sér góðs orðs hvarvetna sem hún hefur starfað og mikils af henni að vænta í framtíðinni.
Þingmennirnir Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson héldu sjó og Kjartan Magnússon og Friðjón Friðjónsson mega vel við sinn hlut una.
Nokkur atriði eru umhugsunarverð fyrir Sjálfstæðisfólk að loknu þessu prófkjöri og að fengnum þessum úrslitum.
Í fyrsta lagi er Sigríði Andersen fyrrum dómsmálaráðherra hafnað. Það er alvarlegt mál.Ekki síst fyrir það, að Sigríður er ötulasti málsvari borgaralegs frelsis innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það er alvarlegt mál þegar Sjálfstæðisfólk refsar ötulasta málsvara grundvallarsjónarmiða sjálfstæðisstefnunnar, vegna þess ótta, sem byggður hefur verið upp til réttlætingar hömlum og ófrelsi.
Í öðru lagi voru það afgerandi mistök að hafna Ingibjörgu Sverrisdóttur formanni félags eldri borgara í Reykjavík, helsta málsvara félagslegs réttlætis fyrir aldraða og verkafólk í þessu prófkjöri.
Í prófkjörinu sannaðist enn sem fyrr máttur peningana og auglýsinga í pólitískri baráttu og sýnir venjulegu fólki, hvað þarf til að ná árangri í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksin. Milljónir á milljónir ofan þurfa til að koma. Þannig á það ekki að vera og má ekki vera og knýr á um að leita annarra leiða við val á frambjóðendum Flokksins í framtíðinni.
Þáttakan í prófkjörinu var góð miðað við það sem verið hefur undanfarin ár, en er léleg miðað við t.d. prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjórdæmi þar sem um 5000 manns kusu í helmingi fámennara kjördæmi en í Reykjavíkurkjördæmnum. Þá er þessi þáttaka svipur hjá sjón miðað við það sem áður var þegar gott betur en 10 þúsund manns mættu til að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksisn í Reykjavík.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2021 | 10:21
Engin er öruggur í prófkjöri
Fyrir nokkrum áratugum birti frambjóðandi í prófkjöri aulýsingu sem sagði; "Engin er öruggur í prófkjöri." Sá frambjóðandi naut mikilla vinsælda, en það hafði verið hljótt um hann um stund. Auglýsingin vakti þá athygli sem henni var ætlað og frambjóðandinn fékk mjög góða kosningu.
Ásmundur Friðriksson þingmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er maður, sem hefur ekki gengist fyrir víðtækum auglýsingum í þessum kosningum eða auglýsingum almennt á sjálfum sér eða störfum sínum. Hann er hógvær maður og jafnvel þó að mörgum hafi þótt eðlilegt að hann mundi sækjast eftir forustusætinu á lista flokksins, vegna starfa sinna,lýðhylli og skoðana sem eiga á stundum ekki upp á pallborðið hjá forustunni. Þrátt fyrir það sýnir Ásmundur þá hógværð, að fara einungis fram á það við kjósendur, að þeir kjósi hann í annað sætið.
Ásmundur hefur ákveðnar skoðanir og stendur við skoðanir sínar og flytur mál sitt af festu og byggir á þeim grunngildum sem Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður til að berjast fyrir.
Hann hefur vakið athygli fyrir að hafna því að Evrópusamandið geti tekið íslenska löggjöf í fangið og víkja með því til hliðar fullveldi þjóðarinnar. Þá hefur hann einn af fáum þorað að standa upp og andmæla lýðhyggju stjórnmálastéttarinnar og tilraunum til að flytja inn sem flesta svonefnda hælisleitendur á kostnað skattgreiðenda auk þess, sem hann hefur gerst talsmaður fyrir ákveðnum jákvæðum breytingum varðandi stjórn og skipulag fiskveiða.
Vegna málefnabaráttu sinnar á Ásmundur skilið að fá góðan stuðning. En hann lætur það ekki nægja heldur er mikilvirkur í að vera í góðu sambandi við kjósendur sína og skoða mál þeirra sem til hans leita og reyna að veita þeim úrlausn. Að því leyti minnir hann um margt á góða þingmenn frá síðari hluta síðustu aldar á meðan allt of margir þingmenn í dag njóta þess eftir kosningar að koma sér vel fyrir í værðarvoðum þess umbúnaðar sem þingmönnum er boðið upp á í dag og minnast kjósenda sinna síðan nokkrum vikum eða mánuðum fyrir kjördag.
Það eru hagsmunir Sjálfstæðisflokksins,að Ásmundur fái góðan stuðning í þessu prófkjöri. Slíkur stuðningur er ekki bara stuðningur við hann sem einstakling í vinsældakosningu heldur miklu frekar stuðninur við þær skoðanir og málefni sem hann stendur fyrir.
Kjósendur verða alltaf að muna, að það er engin öruggur í prófkjöri og þeir verða að kjósa þá fulltrúa sem þeir treysta best til að sjá um sín mál á næsta kjörtímabili.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2021 | 08:58
Skítapakkið
Ákveðinn hópur fólks telur sig svo mikið merkilegri en aðra, að því leyfist að tala niður til annarra með sjálfsupphafningu og hroka.
Benedikt Jóhannesson fyrrum formaður Viðreisnar sýnir slíka sjálfsupphafningu og hroka grímulaust í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. Þar skirrist hann ekki við að skilgreina 76 milljónir Bandaríkjamanna, helming kjósenda Miðflokksins og 20% kjósenda Sjálfstæðisflokks og flokks Fólksins sem moldvörpufólk, en ekki verður skilið annað af greininni en það sé lægsta stig vitsmunalegrar tilveru tegundarinnar homo sapiens.
Benedikt og félagar hans í Viðreisn eru að sjálfsögðu ekki í hópi moldvörpufólks, þó þeir séu hluti af borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík, sem hefur síður en svo sýnt að þar fari vitsmunalegar ofurmanneskjur eða Übermenchen.
Á sínum tíma kallaði Hillary Clinton stuðningsfólk Donald Trump ömurlegt fólk (deplorables). Nú leggur fyrrum formaður Viðreisnar upp í kosningabaráttu sína með enn hatrammari hroka og orðræðu gagnvart "hinum fyrirlitlegu" eða skítapakkinu.
Vonandi sýna kjósendur Benedikt Jóhannessyni og flokki hans þá lítilsvirðingu á móti, sem sjálfsupphafnir hrokafullir stjórnmálamenn eiga skilið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 14
- Sl. sólarhring: 426
- Sl. viku: 4230
- Frá upphafi: 2449928
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 3941
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson