Færsluflokkur: Dægurmál
28.2.2016 | 14:24
Ofbeldissambandið.
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segist vera í ofbeldissambandi í flokki sínum. Eftir því sem skinið hefur betur í gegn um innmúraða veggi og dyr flokks Pírata, kemur í ljós að meintur ofbeldisaðili er Birgitta Jónsdóttir alþingismaður, sem virðist vera "freki karlinn" í sambandinu svo notuð séu orð Jóns Gnarr.
Ekki er ljóst hvort Jón Ólafsson fyrrum þingmaður Pírata varð svo þrekaður af ofbeldissambandinu, að hann sá þann kost vænstan að segja af sér þingmennsku og fara frekar í malbikið og stöðumælavörðinn.Virkasta leiðin er,að yfirgefa ofbeldisaðilann.
Það er líka þekkt, að gefa ofbeldismanninum tækifæri til að bæta ráð sitt. Það virðist þó ekki vera á döfinni hjá Pírötum. Þvert á móti mælir siðgæðisvörður Pírata með því að ofbeldisvandanum sé sópað undir teppið. Alla vega verði ekki rætt um það eða obeldisaðilinn látinn sæta viðurlögum. Gegn þessari leið mæla flestir sem þekkingu hafa og telja að þá muni ofbeldisaðilinn ná sínu fram og færast í aukanna.
Í dag mátti síðan sjá að sú þróun virðist vera að gerast miðað við ummæli Birgittu Pírata í Kjarnanum og sagði þá einhver "Heggur sá sem hlífa skyldi" Spurning er þá hvað siðgæðisvörður Pírata segir nú eftir að hafa beðið fólk að tala ekki um þetta nema við sig og halda þessu leyndu fyrir almenningi þvert á boðun Pírata um opna umræðu og gagnsæja stjórnsýslu og stjórnun.
Á enn að sussa á þá sem kvarta undir heimilisofbeldinu á fleyinu eða mæta ofbeldinu með þeim hætti sem talinn er virkastur og raunar nauðsynlegur til að koma í veg fyrir að aðrir verði einnig fyrir barðinu á því? Þannig er það alla vega í fræðnum og það veit siðgæðisvörðurinn mætavel þó hann kjósi allt aðra leið í orði og borði þegar liggur við þjóðarsómi eða hvað annað gæti réttlætt áframhaldandi ofbeldi? Ef það er þá eitthvað sem réttlætir það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2016 | 09:06
RÚV virkið
Sérstakt að fylgjast með einhliða og neikvæðri umfjöllun í fréttum og Kastljósi, Ríkissjónvarpsins síðustu tvö kvöld um fyrirtæki sem starfrækt er á Grundartanga í Hvalfirði. Af umfjölluninni að dæma mátti ætla að það væru meiriháttar embættisafglöp starfsfólks eftirlitsaðila að hafa ekki lokað fyrirtækinu fyrir löngu.
Litlar varnir voru færðar fram og forustumenn fyrirtækisins gátu ekki borið hönd fyrir höfuð sér í þessari einhliða umfjöllun RÚV um málið til að byrja með.
Skýringin á þessum fréttaflutningi kom síðar í ljós. Stjórnarformaður fyrirtækisins er Eyþór Arnalds, sem ekki alls fyrir löngu hafði forgöngu um skýrslugerð skv. beiðni menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri ekki allt eins og best væri á kosið og nauðsynlegt væri að taka rækilega til hjá RÚV.
Það er greinilega meira en RÚV arar geta sætt sig við og þeir eru staðráðnir í að verja sitt RÚV og breyta engu hvað sem tautar og raular og ata þá auri sem gera athugasemdir við starfsemi RÚV með réttu eða röngu.
Fyrir löngu varð ljóst að RÚV arar vöruðust að taka viðtöl við eða fá álit þeirra sem hafa efasemdir um ríkisrekinn fjölmiðil.
Nú er baráttan tekin á annað plan og þeir atyrtir og ataðir auri, sem leyfa sér að gagnrýna stofnunina.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.2.2016 | 14:46
Breytingar á stjórnarskránni
Samkomulag hefur náðst í stjórnarskrárnefnd um að leggja fram ákveðnar breytingar á stjórnarskrár lýðveldisins. Það er fagnaðarefni og þannig á að vinna að breytingum á stjórnarskrá í þróuðum lýðræðisríkjum, að ná sem víðtækastri sátt um þann þjóðfélagssáttmála sem stjórnarskráin er og á að vera.
Ekki hefur verið greint frá því nákvæmlega hvaða tillögur stjórnarskrárnefndin leggur til, en leiða má líkum að því að samkomulag sé um aðferð til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál, auðlinda- og umhverfismál.
Aðsúgsfólk að stjórnarskránni náði að telja fyrrverandi ríkisstjórn og ákveðnum hópi þjóðarinnar trú um að nauðsyn væri að kollvarpa núverandi stjórnarskrá og fékk hana til að fara með sér í ólánsvegferð sem kostaði mikinn tíma og peninga og endaði í algjöru glóruleysi eins og svo margt annað sem þau Jóhanna og Steingrímur baukuðu saman.
Nú hillir undir að skynsemin fái að ráða og vitsmunir og hæfi ráði för við breytingar á stjórnarskránni, þannig að breytingar verði á henni gerðar til bóta, í samræmi við viðmið og venjur í þróuðum lýðræðisríkjum eins og okkar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.2.2016 | 15:40
Afturhvarf til fortíðar
Vinstri grænir hafa endurfundið pólitískan tilgang. Tilkynning um að Bandaríkjaher hyggðist lagfæra flugskýli og aðgengi að því, kom sem himnasending og mun ef til vill framlengja lífdaga þessa flokks sem um nokkurt skeið hefur verið án takmarks eða tilgagns og nálgast bjórstyrkleika í skoðanakönnunum.
Þingmenn Vinstri grænna kröfðust fundar í utanríkismálanefnd Alþingis til að ræða þau válegu tíðindi að nú yrði Ísland dregið inn í hernaðarátök, en slíkri ósvinnu mátti ekki láta ómótmælt. Þingmenn VG komu því á framfæri mótmælum, í formi langrullu nokkurar, sem þeir fundu á skrifstofu VG. Allt í anda kalda stríðsins sáluga, sem talið er að hafi lokið árið 1989 annarsstaðar en hjá þingliði Vinstri grænna.
Þær stöllur Katrín Jakobsdóttir og Birgitta Jónsdóttir Pírati geta á ný marsérað hönd í hönd í mótmælum gegn hernaðarbrölti, þó engin sé herstöðin. Þær geta þá í þessu afturhvarfi sínu til fortíðar raulað ljóð Böðvars Guðmundssonar hirðskálds herstöðvaandstæðinga á ofanverðri síðustu öld þar sem m.a. segir
"þá bjargast hin íslenska alþýðupíka því amríski herinn mun vernd ana líka. Ó hó aldrei að víkja"
Þetta var sungið meðan járntjaldið var enn við lýði og kommúnistar þeirra tíma þekktu sitt pólitíska hlutverk.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2016 | 12:42
Stungnir grísir
Í leiðara Fréttablaðsins segir að tvær ungar konur ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, kveinki sér eins og stungnir grísir vegna þess að þær hafi orðið fyrir óvæginni umræðu. Vel má vera að það sé rétt. En leiðarahöfundur hefði átt að kynna sér aðkomu þeirra og framgöngu á opinberum vettvangi áður en hún býr til fórnarlömb.
Í leiðaranum er látið sem þessar konur séu fórnarlömb óvæginnar umræðu og helst að skilja að "nettröllin" svonefndu fari að þeim með dólgshætti og svívirðingum. Til þess þekki ég ekki svo gjörla, en til hins þekki ég að báðar þessar ungu konur hafa farið fram í umræðu og aðgerðum með svigurmælum og dólgshætti, sem lítt sæmir forustufólki í pólitík.
Það stoðar lítt fyrir Semu Erlu Serdar og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem hafa ítrekað kastað grjóti og drullu úr glerhúsum sínum að kveinka sér undan því að í þær sé kastað á móti.
Miðað við málflutning þeirra Áslaugar og Semu og stöðu þeirra í flokkum sýnumm þá má frekar velta þvi fyrir sér hvort flokkar sem velja slíkt fólk til forustu eigi mikið erindi við þjóðina.
Það sem skiptir mestu máli er að fólk virði tjáningarfrelsið og virði skoðanir hvers annars. Það hafa hvorug þeirra Sema Erla og Áslaug Arna gert og uppskera e.t.v. í samræmi við það.
Fjölmiðill eins og Fréttablaðið sem og aðrir fjölmiðlar ættu að stuðla að agaðri og vandaðri umræðu með því að halda uppi hófstilltri vitrænni málefnalegri umræðu í stað upphrópanna. En þá er með öllu óvíst að þær Sema og Áslaug ættu aðkomu að umræðunni.
30.12.2015 | 11:19
Brennur Borgarinnar
Í gær birtist vörpulegur borgarstarfsmaður á skjánum og sagði frá starfi borgarinnar við að gera brennur víðsvegar um borgina.
Sú var tíðin að Reykjavíkurborg kom þetta óverulega við. Þá var borgin bara með eina brennu þar sem nú er Kringlan. Á þeim tíma voru krakkar að hamast í frítíma frá skólanum við að búa til brennur. Undirbúningurinn tók allan desember og það var bankað upp á í hverri íbúð og víðar og sníktur eldsmatur.
Við krakkarnir lærðum mörg nauðsynleg handbrögð við undibúning brennunar bæði að hlaða með réttum hætti, byggja frumstæð hífingartæki, aga, samvinnu o.fl. o.fl. Allt var það af hinu góða og ungdómurinn lærði handbrögð og útsjónarsemi sem hefur reynst mörgum ómetanlegt veganesti í lífinu.
Óneitanlega vorum við sem tilheyrðum ungdómnum í nágrenni Ægissíðunnar í Reykjavík vestur á þeim tíma ánægð með það þegar okkar brenna sló út einu borgarbrennuna að stærð og var sú stærsta í borginni.
Áratugum síðar sat ég í stjórn íþróttafélags í síðasta þorpi Reykjavíkur "Árbæjarhverfinu" og varð undrandi þegar formaðurinn mæltist til þess að við stjórnarmenn færum að ganga frá brennu á svæði félagsins. Mér varð á orði en krakkarnir. Nei sagði formaðurinn þeir koma ekki nálægt því það er allt og hættulegt og þau geta það ekki.
Nú enn nokkrum áratugum síðar er þetta líka fyrir bí. Borgin sér um þetta. Borgarstarfsmenn safna í brennur og ganga frá þeim að öllu leyti frá upphafi til þess að þær verða eldinum að bráð og í þeim slokknar allt á kostnað skattgreiðenda.
Æskileg þróun?
Alla vega læra krakkarnir ekki vinnu- og handbrögð og kynnast ekki þeim aga sem þarf til að búa til góða brennu. Sýndarveruleiki tölvuleikjanna er tekinn við- hann er sjálfsagt ekki eins hættulegur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.12.2015 | 10:57
Crime syndicate ltd.
Al Capone sagðist ekki bera ábyrgð á því þó fyrirtækið sem hann átti að stærstum hluta hefði gerst sekt um glæpsamlega starfsemi. Hann væri bara hluthafi og skipti sér ekki af rekstri fyrirtækisins. Al Capone var í því að selja fólki ólöglegan vökva, áfengi, á bannárunum í Bandaríkjunum. Þegar hann var sakaður um að hafa svikið undan skatti sagði Al Capone. " Það er ekki rétt það er ekki hægt að leggja skatt á ólöglegar tekjur."
Samkvæmt frumskýrslu Samkeppniseftirlitsins um sölu á öðrum vökva en áfengi þ.e. olíu kemst þessi opinberi eftirlitsaðili að þeirri niðurstöðu í frumskýrslu sinni að olíufélögin hafi stolið rúmum fjórum milljörðum af neytendum árið 2014.
Talsmenn olíufélaganna segja þetta alrangt og hafa upp orðagjálfur og röksemdir sem eru sambærileg málflutningi þeirra fyrir tveim áratugum, þegar flett var ofan af víðtækri svikastarfsemi og samráði þeirra. Þá var stolið milljörðum af neytendum, en ekki bara það. Húnæðislánin hækkuðu líka vegna ólögmæta samráðsins. Neytendur hafa aldrei fengið tjón sitt vegna þeirrar svikastarfsemi olíufélaganna bætt.
Nú eru eigendur olíufélaganna að stórum hluta lífeyrissjóðir. Sjóðir fólksins eins og talsmenn þeirra segja jafnan. Þessir eigendur olíufélaganna segja að þeim komi svikastarfsemi fyrirtækja sinna ekki við, af því að þeir skipti sér ekki af rekstrinum. Er það tæk skýring?
Neytendur eru neyddir til þess með nauðungarlögum að borga mestan hluta mögulegs sparnaðar síns til lífeyrissjóða. Er hald í því fyrir talsmenn lífeyrissjóðanna að segja að þeim komi ekki við þegar fyrirtæki þeirra eru að arðræna fólkið sem á lífeyrissjóðina? Fólkið sem fær engu ráðið um starfsemi þeirra en verður bara að borga.
Þegar eigendur lífeyrissjóða láta sér vel líka vegna þess að fyrirtæki skilar góðum hagnaði og skella skollaeyrum við þegar á það er bent að hagnaðurinn sé að stórum hluta vegna ólögmætrar starfsemi þá er það ekki að neinu leyti tækari röksemdir en röksemdir Al Capone fyrir tæpri öld.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.9.2015 | 13:36
Þeir þvælast bara fyrir
Elín Hirst alþingismaður kvartar sárlega á fésbókarsíðu sinni yfir því að Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson sem og aðrir sem hún nefnir fyrrverandi stjórnmálamenn skuli tjá sig um mál og hafa skoðun. Af ummælum Elínar þingmanns virðist helst mega ráða að þeir sem komnir nokkuð yfir sextugt eigi þegar að fara í úreldingu og svipta beri þá tjáningarfrelsinu af því að svoleiðis fólk þvælist bara fyrir, þar sem það skilji hvort eð er ekki þjóðfélag dagsins í dag.
Athyglisvert var að sjá þegar farið var yfir störf þingmanna á síðasta þingi að Elín Hirst tjáði sig nánast aldrei. Hafði ekkert til mála að leggja. Ekki var það vegna þess að gamlir og úreltir stjórnmálamenn sem skilja ekki sinn vitjunartíma og átta sig ekki á nútíma stjórnmálum væru að taka tímann frá henni eða beittu ofurþunga sínum rasssíðir í pontu Alþingis. Eitthvað annað var þess í vegi að þingmaðurinn sá aldrei ástæðu til að taka til máls á þeim vettvangi eða tjá skoðanir sínar.
Ef til vill var þingmaðurinn ekki í réttum gallabuxum sem hæfðu tjáningu á hinu háa Alþingi.
En hvenær varð það stefna Sjálfstæðisflokksins að vera á móti tjáningarfrelsi allra borgara og miða við að það væri bara fyrir suma útvalda og hvenær hafnaði flokkurinn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.9.2015 | 13:59
Evrópa getur ekki varið landamæri sín.
Forseti Ungverjalands Viktor Orban hefur lengi varað við ástandinu í Mið-Austurlöndum hann segir:
"Hver hefði trúað því að Evrópa gæti ekki varið landamæri sín fyrir óvopnuðu flóttafólki. Í dag er það spurningin um Evrópu. Lífsstíll evrópskra borgara og evrópulöndin lifi af hverfi eða breytist þannig að þau verði óþekkjanleg. Í dag er það ekki bara spurningin um það í hvers konar Evrópu við viljum helst búa í heldur frekar það hvort það sem við skiljum með Evrópu komi yfir höfuð til með að vera til."
Í gær sagði forsætisráðherra Breta að hann ætlaði ekki að taka við flóttafólki í samræmi við tilmæli Evrópusambandsins og nauðsynlegt væri að gera ráðstafanir til að fólk gæti búið í friði í heimalöndum sínum.
Þessir menn vita hvað það þýðir að taka við hundruð þúsunda fólks af ólíku þjóðerni þar sem yfir 80% eru múslimar og samkvæmt reynslu Evrópuþjóða þá vinnur meiri hluti þeirra aldrei neitt í löndunum sem þeir koma til heldur unir sér vel á framfæri félagsmálastofnana. Þá vita menn líka af biturri reynslu að einn frá Miðausturlöndum eða Norðanverðri Afríku þýðir 10 til viðbótar úr fjölskyldunni áður en áratugur er liðinn.
Það er þess konar þjóðfélag sem Samfylkingin er að berjast fyrir með bullukolluhætti og því miður þá er Sjálfstæðisflokkurinn að falla í sömu gryfjuna. Hætt er við að fylgið haldi áfram að fjara undan báðum flokkum ætli þeir að halda við þessa stefnu í innflytjendamálum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.7.2015 | 10:03
Skoðanakönnun fáránleikans
Ríkisútvarpið birti frétt í gær af skoðanakönnun sem RÚV hafði látið gera vegna komandi forsetakosninga. Svo var að heyra að hér væri merkisfrétt, sem sýndi vel afstöðu landsmanna til þess hver eigi að verma forsetastólinn á Bessastöðum næsta kjörtímabil.
Frambjóðendur sem Fréttablaðið hefur sérstaklega kynnt til sögunnar sem frambjóðendur, voru oftast nefndir í könnuninni sem gaf fréttastofu RÚV tækifæri til að tala um sérstakar vinsældir Jóns Kristinssonar Gnarr og Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna.
Við skoðun kom í ljós að skoðnakönnun RÚV er lítið annað en fáránleiki. RÚV lét framkvæma netkönnun þar sem 1400 einstaklingar voru spurður en af þeim svöruðu eingöngu rúmur helmingur. Af þeim rúma helmingi tók minni hlutinn eða 38% afstöðu. Það svarar til þess að 1 af hverjum 5 aðspurðra hafi séð ástæðu til að taka þátt í könnuninni.
Frambjóðendur Fréttablaðsins þau Jón og Katrín njóta því ekki þeirra fjöldavinsælda sem frétt RÚV gaf til kynna. Rúm 4% aðspurðra telur Jón K. Gnarr vænlegan kost í forsetastól og rúm 3% aðspurðra Katrínu Jakobsdóttur. Miðað við þá staðreynd að fram að þessu hafa engir aðrir verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir forsetaframbjóðendur verður að telja að gengi þeirra Jóns K.Gnarr og Katrínar sé afar lélegt þvert á það sem kom fram í frétt RÚV.
Vinsældir Katrínar eru langt fyrir neðan kjörfylgi Vinstri Grænna og vinsældir Jóns K. Gnarr langt frá því kjörfylgi sem hann fékk til borgarstjórnar, þrátt fyrir áróður Fréttalbaðsins. Áhugi kjósenda á þeim sem viðtakandi foreta er vægast sagt afar lítill og það er e.t.v. það eina fréttnæma við þessa skoðanakönnun RÚV.
En það mátti ekki segja einhverra hluta vegna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 453
- Sl. viku: 2018
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1895
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson