Færsluflokkur: Mannréttindi
12.8.2011 | 10:41
Einræði meirihlutans
Stjórnlagaráð skilaði tillögum sínum til Alþingis. Þar á bæ hreyktust menn af því að hafa allir greitt atkvæði með tillögunum jafnvel þó engin sem sat í ráðinu væri sammála öllum tillögunum.
Talsmenn stjórnlagaráðsins töldu þetta merki um ný og betri vinnubrögð í pólitík að banna minnihlutaálit og skoðanir en sameinast um einræði meirihlutans. Þetta er rangt.
Þessi hugsun stjórnlagaráðs samræmist ekki viðhorfum lýðræðissinna og hugsjónamanna sem telja nauðsynlegt lýðræðinu og hugsjóninni að menn standi á sínum skoðunum hversu margir sem eru með eða á móti. Stjórnlagaprófessorinn og forsætisráðherra fyrrverandi Dr. Gunnars Thoroddsen benti á í þessu sambandi að minnihluti í dag gæti orðið meiri hluti á morgun í lýðræðisríki.
Stjórnlagaráðið misskildi hlutverk sitt sem ráðgefandi nefndar um stjórnsýslumálefni. Eðlilegt hefði verið að skila inn tillögum meirihluta og minnihluta til að Alþingi sem fær álitið til skoðunar og úrvinnslu áttaði sig á hugmyndum og sjónarmiðum sem bærðust með ráðsliðum.
Hver skyldi hafa fundið upp á því í stjórnlagaráðinu að framkvæma hugmyndir alræðishyggjunnar um einræði meirihlutans en víkja frá hugmyndum og hugsjónum lýðræðisins um virðingu fyrir öllum skoðunum og rétti fólks til að halda þeim fram?
Herhvöt lýðræðisins og frelsisins var e.t.v. hvergi orðuð jafnvel og hjá franska heimspekingnum og skáldinu Voltaire þegar hann sagði "Ég fyrirlít skoðanir þínar en ég er tilbúinn til að fórna lífi mínu til að þú fáir að halda þeim fram."
Stjórnlagaráðið var annarrar skoðunar en Voltaire.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
9.8.2011 | 13:26
Lífeyrisránið
Ríkiskerfi sósíalismans skyldar alla til að borga 15% af launum sína alla ævi í lífeyrissjóði. Þeir sem borga í lífeyrissjóðina ráða engu um það með hvaða hætti peningunum þeirra er ráðstafað eða þeir ávaxtaðir. Við ráðum ekki nema að takmörkuðu leyti í hvaða lífeyrissjóð við verðum að greiða. Hér gildir fullkomið einræði.
Við eigum þess ekki kost að spara sjálf á eigin forsendum. Ríkisvald forsjárhyggjunnar svipti okkur því frelsi.
Lífeyrissjóðirnir spila á hlutabréfamörkuðum erlendis og tapa miklu fé. Ef til vill andvirði eins músikhúss eða 40-50 milljörðum síðustu viku. Þá er eftir að gera upp tapið á vogunarsjóði lífeyrissjóðanna sem er í samkeppnisatvinnurekstri við einkafyrirtæki og ruglar allt sem heitir frjáls samkeppni.
Ræningjar forsjárhyggjunnar hafa ekki áhyggjur af þessu. Þeir stela sparnaðinum okkar með því að segja að við fáum bara minna borgað til baka. Hvaða ábyrgð ber ríkið á þessu. Það setti þvingunarlögin en ber enga ábyrgð.
Er lífeyriskerfið risastórt svindl þar sem núkynslóðin er sú eina sem fær eitthvað út úr þessu, en komandi kynslóðir ekki. Í grein í Daily Telegraph á sunnudaginn var þessu líkt við frægasta svindl sögunnar kennt við Ponzi en þar gilti reglan fyrstir koma fyrstir fá hinir borga bara.
Þarf ekki að hugsa þetta kerfi upp á nýtt og gefa borgurunum aukið frelsi. Þeir sem vilja það ekki treysta fólki ekki og álíta að forsjárhyggjan sé betri en einstaklingsfrelsið.
Hvernig stóð annars á því að Sjálfstæðisflokkurinn stóð að þessari skerðingu einstaklingsfrelsisins?
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
8.8.2011 | 11:16
Júðar nútímans
Á sínum tíma söng John Lennon um að konan væri negri heimsins. Sá tími er liðinn og nú hefur hvíti karlmaðurinn tekið stöðuna sem "Júðinn" hafði á fyrri hluti síðustu aldar. Sér í lagi ef hann er kristinn og gagnkynhneigður. Ef til vill væri rétt að hann gengi með gula stjörnu til aðgreiningar frá almennilegu fólki eins samkynhneigðum og femínistum
Ummæli sem Páll Óskar Hjálmtýsson sá ágæti listamaður lét falla um hvíta kristna mann og hatrið voru óheppileg, en sögð í hita leiksins og vonandi leiðréttir hann ruglið í kring um ummælin.
Hitt kemur á óvart að yfir 2000 manns lýsa yfir ánægju með ummælin og Ómar Ragnarsson skrifar vegna ummæla Páls Óskars að hvítir karlmenn beri ábyrgð á 2 heimstyrjöldum ásamt öðru illu.
Þessi afstaða byggist á þeirri skoðun að hvíti maðurinn eins og Júðinn áður sé fulltrúi fyrir allt hið illa og allri ánauð gagnvart mankyninu. Susan Sontag rithöfundur orðaði þetta þannig árið 1967. "Hvíti kynstofnin er krabbamein mankynssögunar."
Var ekki gleðigangan sem Páll Óskar var talsmaður fyrir hugsuð á grundvelli mannréttinda fyrir alla? Mannréttinda á forsendum mannréttinda einstaklinga en forðaðist að gefa einum hópi forréttindi umfram aðra. Eigum við ekki að halda okkur við það að mannréttindi séu fyrir einstaklinga og virða einstaklinga sem slíka en forðast að fara í rasíska kyngreiningu.
Þeim sem líkar við ummæli Páls Óskars og Ómar Ragnarsson má minna á, að fordómar eins og þessir gagnvart hópi eða hópum hafa orðið til þess í mankynssögunni að draga allt það versta fram í fólki og skiptir þá ekki máli hvort um hvíta kristna karlmenn er að ræða eða ekki.
Má minna á fjöldamorðin í Rúanda þegar Hútúar drápu yfir milljón Tútsa af því að þeir voru Tútsar.
24.6.2011 | 11:45
Sigur tjáningarfrelsisins
Fyrir nokkrum árum kröfðust nokkur samtök fjölmenningarsinna svokallaðra í Hollandi að stjórnmálamaðurinn Geert Wilders yrði ákærður vegna hatursáróðurs gegn múslimum. Saksóknari í Hollandi varð við kröfu fjölmenningarsinnanna svokölluðu og ákærði Wilders.
Wilders var sakaður um hatursáróður gegn múslimum, en hann hefur gert ýmis atriði að umræðuefni m.a. kvennakúgun og atferli sem brýtur í bága við lög og reglur í vestrænum samfélögum sem byggja á réttindum einstaklinga í efnum sem ekki eru þóknanleg múslimum.
Gagnrýni Wilders var byggð á fullnægjandi rökum m.a. tilvitnunum í trúarrit múslima, ummæli forustumanna þeirra og atferli þeirra í Hollandi. Þrátt fyrir það að Wilders væri að segja satt, þá fannst saksóknara rétt að ákæra hann að kröfu fjölmenningarsinnanna.
Í gær var Geert Wilders sýknaður af kærunni. Í dóminum segir að ummælin rúmist innan laga um tjáningarfrelsi og þau hafi ekki ýtt undir hatur þó þau væru ruddaleg að mati dómarans.
Vert er að taka fram að stjórnmálaflokkur Geert Wilders vann afgerandi sigur í síðustu þingkosningum í Hollandi. Hollenska þjóðin hefur áttað sig á þeirri vá sem fjölmenningarsinnarnir hafa leitt yfir þjóðina.
Tvö pólitísk morð múslima gegn fólki sem andæfði þeim vakti marga Hollendinga af dvala. Pólitísk morð voru ekki í Hollandi um fjögurhundruð ár þangað til á 21.öldinni þegar tveir forustumenn í pólitík og listalífi Hollands voru myrtir vegna skoðana sinna á framkvæmd islam.
Í ljósi alls þessa er sérkennilegt að gefin skyldi hafa verið út ákæra á hendur Geert Wilders.
15.6.2011 | 10:44
Vinnulögreglan
Nú hafa skattayfirvöld sameinast Samtökum atvinnlífsins og Alþýðusambandi Íslands í viðleitni til að berjast gegn svonefndri "svartri atvinnustarfsemi". Þessir aðilar lýsa stoltir, að fjöldi nýtísku lögreglumanna eigi að mæta á vinnustaði og grípa til viðeigandi lögregluaðgerða.
Óneitanlega er það nokkuð sérstakt í lýðfrjálsu landi að við skulum vera komin með stærstu rannsóknarlögreglu sem við höfum nokkru sinni haft, eingöngu til að rannsaka efnahagsbrot.
Á sama tíma tilkynnir innanríkisráðherra að auka verði heimildir lögreglu til rannsókna jafnvel þó einstaklingar liggi ekki undir grun.
Starfsfólki eftirlitsstofnana fjölgar gríðarlega jafnvel þó að umsvifin í þjóðfélaginu hafi snarminnkað og minna sé til að hafa eftirlit með og minna tilefni.
Í Seðlabankanum sitja menn við að yfirfara allar erlendar kreditkortafærslur fólks.
Það er sérstakt að Samtök atvinnulífsins og ASÍ skuli nú lýsa yfir mikilli gleði með enn víðtækari lögregluaðgerðir og telja það vera virkustu leiðina til að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi. Hafa menn gleymt hugmyndafræði frelsisins og frjálsrar markaðsstarfsemi?
Gæti verið að minni skattheimta og betra rekstrarumhverfi smáfyrirtækja mundi skila meiri árangri í baráttu gegn "svartri atvinnustarfsemi" lögregluaðgerðir?
Hvað kemur næst. Lögregla lífeyrissjóðanna?
4.6.2011 | 16:25
Réttlátu fólki ofbýður
Saksóknari meiri hluta Alþingis situr við sinn keip og er ákveðin í að halda úti fréttamiðli um Landsdómsmálið. Forsætisráðherra er jafn illa áttuð og saksóknarinn og segir þetta í lagi.
Almennar viðmiðanir í sakamálaréttarfarinu eru þær að ákæruvaldið fjalli sem minnst um sakamál. Ákæran er þungbær fyrir ákærðu og þá sem næst þeim standa. Þess vegna m.a. er ekki talið æskilegt að ákæruvaldið tjái sig umfram það allra nauðsynlegasta. Meginreglan er sú að ákærði þarf einungis að verja sig fyrir þeim dómstóli sem um mál hans fjallar en ekki á fréttavef ákæruvaldsins.
Saksóknari meiri hluta þingmanna brýtur venjur og meginreglur sakamálaréttarfarsins með þessu. Ef til vill sýnir það betur en margt annað þá pólitísku meinfýsni sem umlykur þetta mál.
Forsætisráðherra segir að fréttaveita saksóknarans sé í lagi enda fái ákærði að tjá sig þar. Með öðrum orðum þá á ákærði bæði að verja sig fyrir dóminum og á fréttaveitu pólitíska saksóknarans.
Óneitanlega er annar verri bragur og öllu ómerkilegri af Jóhönnu Sigurðardóttur en forvera hennar í formannsstóli Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fordæmir saksóknarann harðlega í pistli í dag. Þá er einnig ljóst að skilningur Jóhönnu Sigurðardóttur á gildi réttarríkisins og á mannréttindum sakaðra manna er annar en forvera hennar í starfi forsætisráðherra og á formannsstóli Samfylkingarinnar
Skilningsleysi og yfirgangur forsætisráðherra lýsir sér best í því að hún er eini forsætisráðherra frá lýðveldisstofnun sem sannanlega hefur reynt að hafa áhrif á gang sakamála.
Jóhanna Sigurðardóttir er ólöglærð og e.t.v. vorkunn að skilja ekki upp né niður í grundvallarreglum um þrískiptingu valdsins og réttarríkisins þrátt fyrir slímsetu svo áratugum skiptir á Alþingi.
Saksóknaranum er hins vegar engin vorkunn. Hún er löglærð og á að vita að hún er að fara í bág við meginreglur sakamálaréttarfarsins.
10.5.2011 | 18:12
Furðuleg ákæra
Ákæran á hendur Geirs H. Haarde er að jafn fáránleg og til var stofnað af hálfu Rannsóknarnefndar Alþingis, Atla Gíslasyni og öðrum ákærendum úr hópi Alþingismanna. Saksóknari Alþingis ber þó ábyrgðina á ákærunni og er það illt veganesti fyrir hana í starfi Ríkissaksóknara.
Miðað við almennu ákæruatriðin hefði eins mátt ákæra þáverandi forsætisráðherra Bretlands og Írlands svo og forseta og fjármálaráðherra Bandaríkjanna. En þar dettur engum í hug að ákæra þessa menn af því að þar gera stjórnmálamenn og lögfræðingar sér grein fyrir því að þessir menn unnu sér ekkert til saka ekki frekar en Geir H. Haarde.
Ég mun á gera þessum fáránlega málatilbúnaði og þeirri skömm sem þessi ákæra er fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis, Alþingi, Saksóknara Alþingis og íslenska þjóð ítarleg skil á öðrum vettvangi enda brýn ástæða til að þegja ekki þegar flokkspólitísku ofbeldi er beitt.
Athyglivert er að í ákærunni eru m.a. ákæruatriði vegna mála sem heyrðu ekki undir forsætisráðherra heldur aðra ráðherra m.a. viðskiptaráðherra. Það vefst hins vegar ekki fyrir fólki sem hefur varpað af sér oki þröngrar lagahyggju, í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis, að gefa út glórulausar ákærur.
Hefur fólk velt fyrir sér hver er andstaða lagahyggju og til hvers umboðsmaður Alþingis og Páll Hreinsson Hæstaréttardómari hvetja stjónvöld og dómstóla þegar þeir amast við því að farið skuli að lögum við úrlausn mála?
Ekki verður annað séð en ákæran á hendur Geir taki mið af því að ekki skuli farið að lagahyggju.
7.5.2011 | 18:40
Pólitísk ákæra birt í fjölmiðlum
Saksóknari í pólitísku ákærumáli meiri hluta alþingismanna gegn Geir Haarde sýndi fyrrverandi forsætisráðherra þá dæmafáu ókurteisi að kynna ákæru og málsskjöl í fjölmiðlum 365 miðla í gær. Þá fannst saksóknaranum viðeigandi að fjalla um málið í fréttatíma í dag.
Það háttalag ákæruvalds að birta ákærur í fjölmiðlum áður en ákæra er birt kærða er ámælisverð. Þess eru fá dæmi að þannig hafi verið staðið að málum hér á landi. Eðlilegt er að spurt sé hvaða hvatir liggja að baki því að sýna fyrrverandi forsætisráðherra jafn dæmafáa ókurteisi. Ef til vill telur saksónarinn það eðlilegt miðað við það hvernig til málsins er stofnað af hálfu meiri hluta Alþingis.´
Þeim mun meiri upplýsingar sem koma um bankahrunið og aðdraganda þess, kemur betur og betur í ljós að stjórnmálamenn eins og Geir Haarde gátu ekki komið í veg fyrir það. Þá liggur líka fyrir að aðgerðir og/eða aðgerðarleysi stjórnmálamanna hafði afar lítið með bankahrunið að gera.
Auk heldur Þá liggur nú fyrir að ríkisstjórn Geirs Haarde og þær stofnanir ríkisins sem höfðu með málið að gera brugðust rétt við vandanum vegna bankahrunsins.
Ákæra á hendur Geir Haarde er því byggð á fölskum forsendum. Aldrei var nein forsenda til að ákæra Geir nema þá á grundvelli þeirra pólitísku kennisetninga og stórasannleiks sem Atli Gíslason og aðrir þingmenn hafa að leiðarljósi sem greiddu atakvæði með ákæru.
Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir bera mikla ábyrgð og þeirra er skömmin. Í fyrsta lagi standa þeir fyrir því að saklaus maður er ákærður með öllum þeim erfiðleikum og leiðindum sem það veldur honum. Í öðru lagi þá stórskaða þeir orðstír Íslands erlendis og í þriðja lagi þá fara þeir út á braut pólitískra ofsókna gegn pólitískum andstæðingi. Þegar út á slíka braut er farið geta menn ekki sagt fyrir um hvar hún muni enda.
Skömm þeirra þingmanna sem stóðu að ákæru á hendur Geir Haarde er mikil. Vel væri við hæfi að ramma inn nöfn þeirra þingmanna sem stóðu að þessari pólitísku ákæru. Vinnubrögð saksóknarans eru e.t.v. í stíl við þann fáránleika sem allt þetta mál er.
2.5.2011 | 22:23
Sérstakur saksóknari
Nú eru rúm 2 ár frá því að Sérstakur saksóknari tók til starfa. Hlaðið hefur verið undir embættið m.a. með gríðarlegum fjárframlögum og fjölmennu starfsliði.
Enn hefur samt ekkert gerst í málum sem varða bankahrunið.
Er ekki kominn tími til að Sérstakur saksóknari geri þjóðinni grein fyrir hvað hann er að gera?
30.4.2011 | 11:33
Seðlabankinn og persónunjósnir
Rakið hefur verið í fjölmiðlum að ástandið nú er svipað og fyrir hálfri öld hvað varðar kaup á erlendum gjaldeyri. Hitt vita fáir að núverandi haftakerfi í gjaldmiðilsmálum fylgja víðtækari persónunjósnir en nokkru sinni fyrr. Þær eru stundaðar í Seðlabanka Íslans.
Í Seðlabankanum eru yfirfarin öll kreditkortaviðskipti íslendinga erlendis. Tilgangurinn er nokkuð óljós. Ætla hefði að nægjanlegt væri fyrir þessa nýju skrifræðis "Stasi" stofnun að fá til sín þær kreditkortafærslur sem nema einhverjum fjárhæðum sem heitið getur. Nei allt þarf að skoða.
"Stasi" fólkið í Seðlabankanum skoðar reglulega kreditkortið mitt af því að ég kaupi erlent tímarit.
Hvað skyldi vera gert við þessar upplýsingar? Megum við sem kaupum eitthvað smálegt erlendis frá á netinu búast við frekari afskiptum Seðlabankans af einkahögum okkar?
Var það þetta gagnsæið sem Steingrímur og Jóhanna voru að tala um? Gagnsæi vasa borgaranna. Á sama tíma er Seðlabankinn sektaður fyrir að halda leyndum upplýsingum fyrir öðru stjórnvaldi, um það með hvaða hætti Seðlabankinn ruglar samkeppnina í landinu og brýtur líklega Samkeppnislög.
Hvar er persónuvernd nú?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 120
- Sl. sólarhring: 730
- Sl. viku: 3499
- Frá upphafi: 2606389
Annað
- Innlit í dag: 116
- Innlit sl. viku: 3299
- Gestir í dag: 116
- IP-tölur í dag: 115
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson