Færsluflokkur: Heilbrigðismál
10.9.2013 | 09:52
Tímabær umræða um ólögleg fíkniefni
Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hæstarréttardómari skrifar góða grein í Morgunblaðið í dag undir heitinu "Vöknum". Þar er bent á nauðsyn þess að nálgast fíkniefnavandann með öðrum hætti. Þó það sé ekki orðað ótvírætt í greininni þá verður ekki annað skilið en að Jón Steinar sé að leggja til að einhver fíkniefni sem nú eru ólögleg verði lögleg.
Umræða um þessi mál er erfið vegna þess að víða er mikill harmur sem hefur fylgt fíkniefnaneyslu, afbrot og dauðsföll. Það á raunar við bæði um lögleg sem ólögleg fíkniefni. Jón Steinar hvetur til að einstaklingarnir beri í auknum mæli ábyrgð á sjálfum sér en refsivaldi ríkisins sé ekki beitt ótæpilega gagnvart þeim sem ánetjast eiturlyfjafíkn. Fyrir þeirri skoðun færir Jón sannfærandi rök.
Tímaritið Economist telur að lögleiða eigi algengustu ólögleg fíkniefni. Tímaritið hefur ítrekað bent á í ritstjórnargreinum það sama og Jón Steinar í grein sinni. Það er að sú stefna sem fylgt er í dag gerir fyrst og fremst glæpamenn ríka, dregur ekki úr neyslu, en gerir hana hættulegri en ella væri vegna mismunandi gæða, styrkleika og íblöndunarefna.
Economist hefur ítrekað bent á að almennt veigri menn sér við að taka til máls um eiturlyfjavandann þar sem að það séu svo sterkir hagsmunir sem vilji hafa óbreytta stefnu m.a. þeir sem hagnast á viðskiptunum. Heimsviðskipti með ólögleg fíkniefni eru ef ég man rétt að verðmætum talið meiri en með vopn. Eiturlyfjahringir í Mexícó eru með einkaheri, flugskeyti og kafbáta.
Hlutfallslega flestir refsifangar eru í Bandaríkjunum vegna löggjafar í fíkniefnamálum. Fjórðungur allra fanga í heiminum er í Bandaríkjunum las ég í grein um daginn þó þar búi bara 5% jarðarbúa. Þetta gerist í landi hinna frjálsu. Bandaríkin ættu að íhuga hvernig þeim gekk að uppræta brennivínið meðan það var ólöglegt. Skipulögð glæpastarfsemi var ekki til í Bandaríkjunum fyrir tíma áfengisbannsins. Hér er um enn verra vandamál að ræða, meiri peningar og auðveldari flutningsleiðir til neytandans.
Þær staðreyndir að stefnan í eiturlyfjamálum dregur ekki úr neyslu og gerir glæpamenn ríka ættu að duga til að ábyrgir aðilar í samfélagi þjóðanna tækju þessi mál til skynsamlegrar skoðunar.
11.7.2013 | 16:01
Reykingarfasisminn
Ég er á móti tóbaksreykingum og mér finnst sígarettureykur óþægilegur og vil vera laus við hann. Reykingafólk á samt sinn rétt og verður að fá að stunda nautnalíf sitt með þeim hætti að það skaði ekki aðra en sig sjálft.
Tóbaksreykingar eru hættulegasta fíkniefnið hvort sem er ólöglegt eða löglegt af því að þær drepa flesta. Þrátt fyrir það telur löggjafinn rétt að leyfa þetta fíkniefni en banna önnur sem valda minna tjóni.
Fyrst notkun þessa fíkniefnis tóbaks er leyft þá er ekkert sem réttlætir að yfirvöld banni ákveðnar tegundir tóbaksreykinga eins og sígarettur með mentolfílter meðan fílterlausar lútsterkar Camel sígarettur eru látnar óáreittar. Það ekkert óáþekkt að banna bjór og leyfa brennivín.
Tilraunir alræðissinnaðs rétthyggjufólks til að setja sem víðtækustu takmarkanir á réttindi reykingafólks til að stunda þessa viðbjóðslegu nautn sína minna á hugmyndafræði alræðisríkis fasista á Ítalíu í tíð Mussolinis þegar ákveðna hluti skyldi framkvæma með þeim hætti sem voru að skapi Il Duce (leiðtoganum)
Fyrst við viljum banna að selja annað en vondar sígarettur af hverju færum við þetta ekki á aðrar skaðlegar nautnir eins og t.d. sykurneyslu sem drepur líka marga. Hvað segðu súkkulaði og sælgætisneytendur við því að hvorugt væri sjáanlegt í búðum og það þyrfti að biðja um það sérstaklega og þá yrðu lokaðir kassar opnaðir. Þá er spurning um hvort banna eigi sérstaklega sælgæti sem börn eru líkleg til að ánetjast eins og t.d. kókómjólk og Coco Puffs.
Svo má banna transfitu og krefjast þess að 29 vikur á ári borði fólk samkvæmt matseðli frá Lýðheilsustofnun.
Svo er líka til sú leið að gera fólk ábyrgt gerða sinna, uppfræða það og leyfa því síðan að lifa lífinu án afskipta Ríkisins af neysluvenjum borgaranna.
6.1.2013 | 20:43
Samfylkingin og Þjóðkirkjan
Ef til vill var biskup Íslands nokkuð hvatvís að ákveða eftir því sem virðist að geðþótta að kirkjan skuli beita sér fyrir söfnun á þörfum tækjakaupum á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi. Sjálfsagt hefði verið betra að fjalla um þessi mál á Kirkjuþingi. Það er alltaf spurning hvar og hvernig stofnun eins og Þjóðkirkjan á að beita sér. Heppilegra hefði e.t.v. verið að þjóðkirkjan einhenti sér af öllu afli í söfnun til að vinna bug á hungri og húsnæðisleysi í þjóðfélaginu. Hvað sem því líður þá ber samt að virða ákvörðun biskups. Öllum má vera ljóst að þar er talað af heilum hug og brýna nauðsyn ber til að kaupa tæki til spítalans.
Nokkrir forustumenn Samfylkingarinnar gagnrýna þessa ákvörðun þjóðkirkjunnar og reyna að gera lítið úr henni og hæðast jafnvel að þessari góðu viðleitni kirkjunnar ti að koma sjúkum til hjálpar. Þar af hafa tveir þingmenn flokksins tjáð sig sérstaklega með mjög neikvæðum hætti í garð þjóðkirkjunnar án þess að benda á nokkur betri ráð. Það er jafnvel haft í heitingum við þjóðkirkjuna af hálfu sumra Samfylkingarmanna.
Þessi afstaða því miður allt of margs forustufólks í Samfylkingunni kemur ekki á óvart. Innan Samfylkingarinnar eru öfl sem vinna leynt og ljóst gegn kristni og þjóðkirkjunni. Skemmst er að minnast þess, þegar velferðarráð Reykjavíkur undir forustu Samfylkingarkonunnar Margrétar Sverrisdóttur ákvað að úthýsa kirkjunni úr öll skólastarfi í Reykjavík. Við hver jól veldur þetta miklum vandamálum, en velferðarráð Samfylkingar og Besta flokksins lætur engan bilbug á sér finna. Kærleiksboðskapur Jesús á ekki erindi að þeirra mati í skólastarf í kristnu landi eins og Íslandi.
18.12.2012 | 09:11
Burt með sérfræðinga
Lýður Árnason læknir, sem sat í stjórnlagaráði birtir grein í Fréttablaðinu. Meginniðurstaðan er sú að Alþingi verði að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs og megi ekki láta sérfræðinga koma að málinu.
Orðrétt segir: "Ruglumbull er að láta sérfræðinga tefja för þess frekar." Síðar segir læknirinn "Þinginu ber því skylda til að standa við sinn hlut og samþykkja nýja stjórnarskrá óbreytta fyrir þinglok."´
Lýður telur ranglega að stjórnlagaráð hafi fengið umboð til að taka stjórnarskrármálið í eigin hendur og þeir sem þvælist fyrir séu óvinir þjóðarinnar. Sérstaklega á það við sérfræðinga að mati læknisins, sem geti sullumbullast við að ruglumbullast gegn heilögum tillögum stjórnlagaráðs.
Stjórnlagaráðsliðar voru hvorki alvitrir né óskeikulir. Einn sérfræðingur bendir t.d. á, að yrðu tillögur stjórnlagaráðs samþykktar þá mundu útlendingar fá aðgang að auðlindum þjóðarinnar til jafns við Íslendinga. Heldur læknirinn að það sé þjóðarvilji að framselja auðlindirnar til útlendinga eins og stjórnlagaráð leggur til?
Af grein læknisins má ætla, að hann telji að komist grasalæknir sem hluti fólks treystir, að þeirri niðurstöðu að maður sé með hjartasjúkdóm, þá beri að fara að öllum ráðum grasalæknisins. Ekki megi kalla til hjartasérfræðinga eða sérhæft hjúkrunarfólk til sjúkdómsgreiningar eða aðgerða.
Læknirinn og frambjóðandi Dögunar vill vísa sérfræði á bug og láta kukl, vangetu og vanþekkingu ráða ferð.
13.2.2012 | 23:29
Vilja læknar flensa í Malakoff.
Áróður er nú hafinn fyrir því að ríkið fari með eignarrétt á líffærum fólks að því gengnu svo fremi fólk hafi ekki með sannanlegum hætti bannað ríkinu að flensa í sig og færa burtu endurnýtanleg líffæri.
Á sínum tíma gat fólk selt líkama sinn eftir dauðann eins og vísan fræga sem sungin var fyrir miðja síðustu öld um Malakoff segir frá. Þá var einn ógæfumaður talinn látinn og læknarnir biðu ekki boðanna og báru hann upp á spítala til að fara að flensa í hann. Þórður Malakoff var hins vegar ekki dauður og brást ókvæða við.
Einstaklingar eiga að geta ráðstafað líkama sínum eftir dauða sinn, en það er hættulegt ef það á að vera almenn regla að taka megi líffæri fólks til líffæragjafa ef það hefur ekki beinlínis bannað það. Áttar þetta góða og velviljaða fólk sem vill afnema samþykki einstaklingsins fyrir líffæragjöf sig ekki á því hvað slík regla getur verið hættuleg.
Við lifum á tímum þar sem auðvelt er að afla upplýsinga um einstaklinga. Tryggingafélög liggja með upplýsingar um heilsufar og margt fleira varðandi einstaklinginn og sjúkrastofnanir gera það líka og ýmsir fleiri. Hvað skyldu líffæri kosta á markaði ef um það væri að ræða? Hvaða hættu hefur það í för með sér að ævinlega megi taka líffæri fólks til ígræðslu í annan líkama ef það hefur ekki ótvírætt bannað það.
Það er alltaf hættulegt að víkja frá elstu mannréttindunum um að fólk ráði líkama sínum. Þess vegna verður sú meginregla að gilda að fólk geti sjálft gefið upplýst samþykki varðandi ráðstöfun líkamans og liffæra eftir dauðann. En það má aldrei taka rétt af fólki yfir ráðstöfun eigin likama lífs eða liðnum.
18.1.2012 | 09:15
Er frostlögur í tannkreminu þínu?
Tannkrem er nauðsynlegt til tannhirðu. Colgate tannkrem hefur mesta markaðshlutdeild hér á landi og viðurkennd gæðavara.
Framleiðendur Colgate tannkrems er annt um orðstí sinn. Þess vegna skiptir máli að gæði framleiðslunnar séu ótvíræð. Það er hagsmunamál framleiðenda neysluvara að enginn vafi leiki á gæðum vörunnar. Annars hrynur salan.
Undanfarið hafa landsmenn verið uppteknir við að ræða um gallaða sílikonpúða og iðnaðarsalt sem notað hefur verið við matvælaframleiðslu. Fyrir nokkru var líka vakin athygli á að áburður sem hefði verið notaður hér innihéldi meira af ákveðnum eiturefnum en heimilt væri.
Nú hefur komið í ljós að tannkrem sem merkt er sem Colgate og framleitt í Suður Afríku, er ólöglegt og getur verið hættulegt. Í tannkreminu er m.a. frostlögur.
Þegar svona gerist gagnrýna menn eftirlitsaðila, sem fólk telur að eigi að tryggja öryggi sitt. Slíkt allsherjar öryggi er ekki til og getur ekki orðið til. Kaupmaðurinn sem selur vörur og framleiðendur verða að gæta að því hvers konar vörur þeir eru að selja og hvers konar efni eru notuð til framleiðslunnar. Ábyrgðin er þeirra og verður ekki frá þeim tekin. Neytendur verða alltaf að vera á verði og skoða vel hvað það er sem við kaupum.
Merkjavörur eru ekki endilega tryggingað fyrir gæðum vöru. Merkið getur verið falsað.
Myndbandið hér á eftir sýnir hvað kaupmenn gera í Bandaríkjunum þegar svona kemur upp.
http://www.youtube.com/watch?v=MMPvHb68aNo
11.1.2012 | 23:29
Borgarstjórinn hugumstóri
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr hefur fundið köllun sína. Hann talar ekki illa um fólk.
Í Kastljósi kvöldsins kom fram að tugir fólks liggur beinbrotið heima vegna skorts á hálkuvörnum í Reykjavík. Óneitanlega hlýtur það að lina þrautir og sársauka slasaðra að verða vitni að þessari köllun Jóns Gnarr.
Mitt í aukinni skattheimtu, innilokunar vegna snjóa og hálku og hærri reikninga frá Orkuveitu Reykjavíkur hefur Jón Gnarr þennan gleðiboðskap að flytja Reykvíkingum. En ekkert annað.
Þegar ég hlustaði á viðtalið við borgarstjórann datt mér í hug sagan af Alexandrínu drottningu Dana, þegar hún spurði um sósíalismann í upphafi síðustu aldar og henni var sagt að margt fólk væri óánægt með kjör sín. Þá sagði Alexandrína. Hvílíkt vanþakklæti og við sem höfum gefið fólkinu Tívolí.
Það væri allt í lagi fyrir Jón Gnarr ef tilveran væri eilíft Tívolí. Pólitískur raunveruleiki hans virðist svipaður og dönsku drottningarinnar fyrir einni öld.
Þeir sem kusu Jón Gnarr átta sig á því í dag að pólitík er ekki brandari heldur fúlasta alvara á stundum og þá skiptir máli hver stjórnar.
8.1.2012 | 00:25
Gutti borgar biluð brjóst
Gutti velferðarráðherra lofar að borga konum sem hafa leka bjóstastækkunarpúða kostnað við lagfæringar á þeim.
Yfirlýsingin um greiðslur vegna gallaðra fegrunar- og lýtaaðgerða vekur upp ýmsar spurningar.
Hvað með mistök vegna rass- og magalagfæringar eða tatóveringa.
Hvað svo með þær sem hafa flata eða feita rassinn, kartöflunefið, appelsínuhúð og litlu brjóstin. Fyrst velferðarráðherra telur eðlilegt að borga kostnað vegna gallaðra lýta- og fegrunaraðgerða eiga þá þær sem ákveða að þola útlit sitt ekkert að fá?
Er ekki rétt að Ríkið taki þá ábyrgð á öllum mistökum á markaðnum og bæti neytendum allar gallaðar vörur hverju nafni sem nefnast.
Hvar er þá ábyrgð neytandans við val á vöru og þjónustu? Hver er þá ábyrgð seljenda?
Með greiðslum eins og þeim sem velferðarráðherra lofar, þá er hann ekki að bæta konunum neitt sem þær eiga ekki rétt á samkvæmt lögum frá seljendum vegna gallaðrar vöru eða þjónustu. Velferðarráðherra ætlar í raun að borga fyrir mistök markaðarins á gallaðri söluvöru.
Þá verður líka allt í lagi að fá sér ódýrustu þjónustuna því Ríkið borgar ef eitthvað verður að.
Þegar ríkissjóður tekur 20 krónur af hverjum hundrað sem það eyðir að láni frá framtíðinni er þá ekkir rétt að skoða hvar setja á mörkin á greiðsluþáttöku ríkisins. Eiga brjóstastækkanir að vera þar í forgangsröð?
5.1.2012 | 00:34
Actavis og okurverð á lyfjum
Actavis hefur samþykkt að greiða 14.6 milljarða króna í bætur vegna okurs á lyfjum til bandarískra neytenda.
Hvað með verðlagningu Actavis á lyfjum á Íslandi? Hefur sú verðlagning verið innan ásættanlegra marka?
Fyrir nokkrum árum benti ég á að samheitalyf frá Actavis væru dýrari á Íslandi en sambærileg samheitalyf erlendis. Þannig er það enn.
Actavis hefur í raun viðurkennt að hafa farið yfir eðlileg mörk í verðlagningu á lyfjum í Bandaríkjunum. Eru einhverjar líkur á því að fyrirtækið hafi farið öðru vísi að hér?
Væri ekki rétt að velferðarráðherra léti fara fram skoðun á verðlagningur Actavis á Íslandi með hagsmuni neytenda og íslenska ríkisins að leiðarljósi?
Það munar um milljarðana.
27.12.2011 | 22:49
Að gera glæpamenn ríka
Breska vikuritið The Economist hefur lengi haldið því fram að stefnan sem Bandaríkin mótuðu varðandi ólögleg eiturlyf valdi því einu að gera glæpamenn ríka.
Í Mexícó hafa tugir þúsunda verið drepin á undanförnum árum í stríði fíkniefnabaróna innbyrðis og við yfirvöld. Í gær var tilkynnt að lögreglan í Mexícó hefði handtekið yfirmann öryggismála eins eiturlyfjahringsins. Yfirvöld telja það mikinn sigur. Þessi glæpamaður vinnur fyrir "El Chapo" Guzman sem er yfir Sinaloa eiturlyfjahringnum og einn ríkasti maður í heimi. Guzmann þessi var handtekinn árið 2001, en flúði úr fangelsinu í vöruflutningabíl og hefur leikið lausum hala síðan.
Guzman er talinn eiga meir en eina billjón dollara og er á lista Forbes yfir 40 ríkustu menn í heimi. Hringur Guzmann stjórnar kókaín viðskiptum á landamærunum við Kaliforníu og Arisona. Sagt er að stærstu eiturlyfjahringir í Mexícó séu með einkaheri og jafnvel kafbáta í sinni eigu. Þar sem ekki dregur úr dópneyslu, þá er spurning hvort sú leið sem farin er sé sú rétta. Eða hvort sú staðhæfing sé rétt að hún geri fyrst og fremst glæpamenn ríka?
Sé svo hvað er þá til ráða?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 384
- Sl. sólarhring: 853
- Sl. viku: 5033
- Frá upphafi: 2587497
Annað
- Innlit í dag: 348
- Innlit sl. viku: 4685
- Gestir í dag: 336
- IP-tölur í dag: 330
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson