Leita í fréttum mbl.is

Elítan er fylgislaus

Stórsigur Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu er með athyglisverðustu fréttum síðustu daga. Sólveig Anna sem er uppreisnarmaður gegn elítunni í verkalýððshreyfingunni fékk yfir 80% greiddra atkvæða og rúm 2000 atkvæði, en elítunni með allt sitt hafurtask fékka aðeins 500 atkvæði. 

Innan við 16% félagsmanna í Eflingu greiddu atkvæði. Fráfarandi stjórn og trúnaðarráð fékk því aðeins stuðning 3% þeirra sem voru á kjörskrá. Sú niðurstaða segir sína sögu um það hvað verkalýðsforustan er sambandslaus við félaga sína.

Ef til vill segir þetta líka þá sögu að helstu baráttumál verkalýðshreyfingarinnar með Gylfa Arnbjörnsson formann ASÍ í fylkingarbrjósti, á ekki stuðning í hreyfingunni sjálfri. Gylfi er eindreginn stuðningsmaður verðtryggingar og forgangs lífeyrissjóða umfram hagsmuni launafólks í landinu. Kjör Sólveigar Önnu nú og Ragnars Ingólfssonar í VR er eftir því sem best verður séð, uppreisn gegn þessari stefnu Gylfa, sem Efling hefur fylgt algjörlega og möglunarlaust.

Ef til vill er nú lag að þau Sólveig Anna, Ragnar Ingólfsson og Aðalsteinn Baldursson undir forustu hins einarða Vilhjálms Birgissonar verkalýðsleiðtoga á Akranesi nái fram verulegum áherslubreytingum í verkalýðsbaráttunni gegn verðtryggingu, lífeyrisfurstum og ofursköttum á atvinnutekjur, til hagsbóta fyrir vinnandi fólk á Íslandi. 

Raunverulegar kjarabætur felast í afnámi verðtryggingar og lækkun tekjuskatta. En gamaldags barátta um krónur og aura eru líklegar til að valda verðbólgu og gengisfellingu öllum til ills nema fjármagnseigendum og verðtryggingarfurstum. 

Hins vegar verður verkalýðshreyfingin að gera þá ófrávíkjanlegu kröfu að launakjör hinnar nýju stéttar kjararáðsarðræningjanna (hin íslenska Nomen klatura) verði færð niður til samræmis við önnur launakjör í landinu. Allt annað er óásættanlegt. Samspilltu stjórnmálaflokkarnir ætla sér ekkert að gera í því máli. Þessvegna reynir á hina nýju forustu í verkalýðshreyfingunni að gæta raunverulegra hagsmuna almenns lauanfólks og berjast gegn ofurlaunastefnu ríkisins til hagsbóta fyrir stjórnmálafólk og æðsta embættisfólk. 

Farsæl barátta verkalýðshreyfingarinnar er þjóðarhagur.


Bloggfærslur 7. mars 2018

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 43
  • Sl. sólarhring: 622
  • Sl. viku: 2984
  • Frá upphafi: 2294603

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 2720
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband