Leita í fréttum mbl.is

Af hverju þarf að ausa meira fé dómsmálaráðherra?

Útlendingamálaráðherra hafði á orði þegar hún hvikaði í málum hælisleitenda í kjölfar kröfugöngu, að Útlendingastofnun þyrfti meira fé til að afgreiða mál hraðar. Það er rangt. 

Útlendingastofnun þarf ekki meira fé. Það þarf að breyta útlendingalögunum m.a. auka málahraða og stytta fresti.

Mesta meinsemdin í útlendingamálunum eru ráðherrar útlendingamála, sem taka hvað eftir annað fram fyrir hendurnar á starfsfólki útlendingastofnunar þegar þeir fara að lögum. Þeir hagræða reglum að geðþótta fyrir þá sem fara á mestu höfrungahlaupi allra hælisleitenda fram hjá lögum og reglum. 

Afstaða íslenskra yfirvalda nú mun leiða til nýrrar holskeflu hælisumsókna. Til hamingju með það Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir það mun sennilega ekki kosta skattgreiðendur minna fé en asnaspark Unnar Brá á sínum tíma. 

En ákjósanlegt fyrir þá sem vilja gera Ísland að heimili alls heimsins.


Bloggfærslur 7. júlí 2019

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 170
  • Sl. viku: 3057
  • Frá upphafi: 2294735

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2788
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband