Leita í fréttum mbl.is

I don´t speak Icelandic

Góðan daginn sagði ég við afgreiðslumanninn. Sá tók ekki undir kveðjuna og þegar ég falaði ákveðinn hlut til kaups, sagðist hann ekki tala íslensku, þannig að ég varð að endurtaka kauptilboðið á ensku. 

Enginn kippir sér upp við það lengur, þó fólk í þjónustustörfum á Íslandi tali ekki íslensku. Viðskiptamálið enskan er óðum að taka yfir í samskiptum fólks. Þeir sem ekki kunna góð skil á enskri tungu lenda iðulega í vandræðum. 

Íslenskan lifir góðu lífi meðal þjóðarinnar vegna þess, sem vel var gert á árum áður. Nú hallar hinsvegar verulega undan fæti. Við höfum því miður ekki sýnt þann þjóðlega metnað að gera kröfu til þess, að þeir sem sinna þjónustustarfsemi á Íslandi fyrir Íslendinga tali íslensku. Af hverju ekki? Er okkur ekki annt um að íslenskan fái að dafna og vera áfram lifandi mál á Íslandi?

Án tungumálsins fjarar undan íslenskri menningu og íslenskri þjóðarvitund. Það skiptir því máli, að við gerum sjálfsagðar kröfur til þess að neytendur eigi undantekningarlítið rétt á því að þjónustuaðilar tali íslensku.

Löggjafinn getur gert ráðstafanir í þessu sambandi og ætti að hafa þjóðlegan metnað til að gera það. 

 


Bloggfærslur 30. desember 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 167
  • Sl. viku: 3066
  • Frá upphafi: 2294744

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2795
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband