Leita í fréttum mbl.is

I don´t speak Icelandic

Góðan daginn sagði ég við afgreiðslumanninn. Sá tók ekki undir kveðjuna og þegar ég falaði ákveðinn hlut til kaups, sagðist hann ekki tala íslensku, þannig að ég varð að endurtaka kauptilboðið á ensku. 

Enginn kippir sér upp við það lengur, þó fólk í þjónustustörfum á Íslandi tali ekki íslensku. Viðskiptamálið enskan er óðum að taka yfir í samskiptum fólks. Þeir sem ekki kunna góð skil á enskri tungu lenda iðulega í vandræðum. 

Íslenskan lifir góðu lífi meðal þjóðarinnar vegna þess, sem vel var gert á árum áður. Nú hallar hinsvegar verulega undan fæti. Við höfum því miður ekki sýnt þann þjóðlega metnað að gera kröfu til þess, að þeir sem sinna þjónustustarfsemi á Íslandi fyrir Íslendinga tali íslensku. Af hverju ekki? Er okkur ekki annt um að íslenskan fái að dafna og vera áfram lifandi mál á Íslandi?

Án tungumálsins fjarar undan íslenskri menningu og íslenskri þjóðarvitund. Það skiptir því máli, að við gerum sjálfsagðar kröfur til þess að neytendur eigi undantekningarlítið rétt á því að þjónustuaðilar tali íslensku.

Löggjafinn getur gert ráðstafanir í þessu sambandi og ætti að hafa þjóðlegan metnað til að gera það. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Um daginn fór ég í Nettó og varð fyrir svipaðri upplifun eftir samtal við tvo starfsmenn.

Fór í sjálfsafgreiðslukerfið þar sem vél afgreiðir mann og þar varð upplifunin önnur. Vélin minnti mig á að taka af pokasvæði og minnti mig svo á að taka kvittunina. Á íslensku að sjálfsögðu, en með vélrænum hreim :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.12.2020 kl. 11:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfirleitt tekur nokkur ár fyrir útlendinga að læra íslensku og Íslendingar eru oftast fljótir að skipta úr íslensku yfir í ensku tali útlendingar ekki fullkomna íslensku. cool

Um fimmtíu þúsund útlendingar búa hér á Íslandi, flestir þeirra eru í alls kyns þjónustustörfum og hafa flutt hingað til Íslands til að vinna, enda er sameiginlegur vinnumarkaður á Evrópska efnahagssvæðinu.

Móðurmál meirihluta þessara útlendinga eru austur-evrópsk tungumál sem eru gjörólík íslensku og flestir Íslendingar treysta sér ekki einu sinni til að tala dönsku í Danmörku eftir margra ára dönskunám í skóla hér á Íslandi. cool

23.3.2019:

Rúmlega 47 þúsund Íslendingar búa erlendis

14.12.2020:

Um 317 þúsund Íslendingar og 51 þúsund útlendingar búa hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 30.12.2020 kl. 12:22

3 identicon

Já, finnst þér þetta hægt? Mér finnst, að ef fólk vill koma hingað til lands að vinna, þá eigi að skylda það til að læra íslensku og tala hana. Þetta er gert í Danmörku og Noregi, veit ég. Við gætum aldrei fengið vinnu þar nema að hafa dönskuna og norskuna algerlega á valdi okkar. Ég hef svo sem lent í þessu sama og þú, en versta er, þegar afgreiðslufólk, sem lærir íslensku kann hana ekki betur en svo, að það hefur ekki hugmynd um, hvað maður er að biðja um, eins og þegar ég bað um kerti inni í 10-11 í Austurstræti. Afgreiðslustúlkan talaði að vísu einhverja íslensku, en hugsaði sig um og sýndi mér síðan ljósaperur, hefur sennilega heyrt talað um svo og svo margra kerta peru og tengt það því saman. Þegar ég minntist á teljós, þá sýndi hún mér tetegundirnar, sem voru á boðstólum. Það var því greinilegt, að hún hafði ekki hugmynd um, hvað ég var að biðja um, þótt hún kynni eitthvað í íslensku, og svona getur þetta verið í mörgum tilvikum. Þetta er náttúrulega alveg afleitt og hefði aldrei gengið á hinum Norðurlöndunum. Svo mikið er víst. Þessu verður að breyta og það sem fyrst. Þetta er ekki hægt. - Gleðilegt nýár!

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2020 kl. 16:42

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég sæi Dana sætta sig við: English please!!

Sigurður I B Guðmundsson, 30.12.2020 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 164
  • Sl. sólarhring: 221
  • Sl. viku: 3105
  • Frá upphafi: 2294724

Annað

  • Innlit í dag: 154
  • Innlit sl. viku: 2832
  • Gestir í dag: 141
  • IP-tölur í dag: 140

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband