Leita í fréttum mbl.is

Ísland. Land. Ţjóđ og ţjóđmenning

Af hverju erum viđ ađ halda ţjóđhátíđ? Er veriđ ađ viđhalda ţjóđernisstefnu eđa er markmiđiđ annađ? 

Ţjóđhátíđardagur Íslands 17 júní var valinn í minningu ţjóđfrelsishetjunnar Jóns Sigurđssonar, sem barđist fyrir lýđrćđislegum réttindum Íslendinga og viđurkenningu á ţví ađ Íslendingar vćru sérstök ţjóđ, sem bćri öll réttindi og viđurkenning sem slík. Íslenska frelsishetjan Jón Sigurđsson barđist ekki međ öđrum vopnum eđa vígvélum, en pennanum og hinu talađa máli. Međ beittum rökum lagđi hann grunn ađ sjálfstćđisbaráttu ţjóđarinnar, sem skilađi Íslendingum auknu sjálfstćđi í ákveđnum skrefum frá ţví seinni hluta 19.aldarinnar ţangađ til endanlegur sigur vannst međ stofnun lýđveldisins Íslands á Ţingvöllum 17.júní 1944.

Íslensk ţjóđfrelsisbarátta var alla tíđ háđ međ friđsamlegum hćtti međ rökum frjálslyndis, mannréttinda og sjálfstjórnar ţjóđar, sem á sína sérstöku menningu og tungumál. Ţjóđ sem er sérstök og frábrugđin öđrum, ţó hún eigi mikinn skyldleika međ öđrum norrćnum ţjóđum og menningartengsl okkar og íbúa norđurálfu hafi auđgađ og ţróađ íslenska menningu á sama tíma og viđ höfum lagt nokkurn skerf til sameiginlegs menningararfs nágrannaţjóđa okkar. 

Í sjálfstćđisbaráttu smáţjóđar og gćslu ţjóđlegra hagsmuna, tungumáls og menningar vinnst aldrei endanlegur sigur. Ţessvegna verđum viđ ađ vera á varđbergi gagnvart ţví, sem getur orđiđ okkur ađ falli sem sjálfstćđri fullvalda ţjóđ. 

Hćtturnar sem blasa viđ eru margar. Mesta hćttan er ađsóknin ađ íslenskri tungu og međ hvađa hćtti hún er ađ láta undan á mörgum sviđum. Íslensk ţjóđ verđur ađ hafa ţann metnađ ađ kosta ţví til sem ţarf til ađ varđveita íslenskt tungutak og ţróun málsins ţannig ađ hún verđi lifandi tungutak í almennu mćltu máli, bókmáli og vísindum. 

Margir hafa á undanförnum árum gert lítiđ úr ţjóđmenningu íbúa í norđurhluta Evrópu og hafa Svíar gengiđ ţar fremstir í flokki. Einn forsćtisráđherra ţeirra, Frederick Rheinfeld, sagđi ađ varla vćri hćgt ađ tala um sćnska ţjóđmenningu og formađur sósíalista,Mona Sahlin,ađ ţađ eina sem hćgt sé ađ tala um sem sćnska menningu sé miđsumarhátíđin. Sjálfstćđ tilvera ţjóđa, sem tala međ ţeim hćtti niđur menningu sína til ađ hygla einhverju sem ţeir kalla fjölmenningu er neikvćđur áróđur gegn eigin ţjóđ og gildum hennar. Viđ verđum ađ varast ađ ganga ţann veg. Telji ţjóđ, ađ hún sé svo ómerkileg, ađ hún eigi enga sjálfstćđa menningu, sem sé einhvers virđi ađ varđveita er ţeirri ţjóđ best ađ hverfa úr ţjóđasafninu, sem sjálfstćđ ţjóđ. Slík ţjóđ á engan tilverugrundvöll. 

Viđ skulum gćta ţess ađ eiga tilverugrundvöll sem ţjóđ og geta sagt međ stolti ađ viđ séum Íslendingar og viđ skulum gćta ţess fjöreggs sem okkur hefur veriđ faliđ og gćta vel ađ hagsmunum ţjóđarinnar í viđskiptum viđ útlönd jafnvel ţó ađ um vinveitt ríki sé ađ rćđa og varast ađ framselja eđa deila um of fullveldi okkar yfir náttúruauđlindum ţjóđarinnar sem og öđru ţví sem íslenskt er. 

Gleđilega ţjóđhátíđ.


Bloggfćrslur 17. júní 2020

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 74
  • Sl. sólarhring: 215
  • Sl. viku: 4257
  • Frá upphafi: 2296047

Annađ

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 3901
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband