Leita í fréttum mbl.is

Ísland. Land. Þjóð og þjóðmenning

Af hverju erum við að halda þjóðhátíð? Er verið að viðhalda þjóðernisstefnu eða er markmiðið annað? 

Þjóðhátíðardagur Íslands 17 júní var valinn í minningu þjóðfrelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar, sem barðist fyrir lýðræðislegum réttindum Íslendinga og viðurkenningu á því að Íslendingar væru sérstök þjóð, sem bæri öll réttindi og viðurkenning sem slík. Íslenska frelsishetjan Jón Sigurðsson barðist ekki með öðrum vopnum eða vígvélum, en pennanum og hinu talaða máli. Með beittum rökum lagði hann grunn að sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sem skilaði Íslendingum auknu sjálfstæði í ákveðnum skrefum frá því seinni hluta 19.aldarinnar þangað til endanlegur sigur vannst með stofnun lýðveldisins Íslands á Þingvöllum 17.júní 1944.

Íslensk þjóðfrelsisbarátta var alla tíð háð með friðsamlegum hætti með rökum frjálslyndis, mannréttinda og sjálfstjórnar þjóðar, sem á sína sérstöku menningu og tungumál. Þjóð sem er sérstök og frábrugðin öðrum, þó hún eigi mikinn skyldleika með öðrum norrænum þjóðum og menningartengsl okkar og íbúa norðurálfu hafi auðgað og þróað íslenska menningu á sama tíma og við höfum lagt nokkurn skerf til sameiginlegs menningararfs nágrannaþjóða okkar. 

Í sjálfstæðisbaráttu smáþjóðar og gæslu þjóðlegra hagsmuna, tungumáls og menningar vinnst aldrei endanlegur sigur. Þessvegna verðum við að vera á varðbergi gagnvart því, sem getur orðið okkur að falli sem sjálfstæðri fullvalda þjóð. 

Hætturnar sem blasa við eru margar. Mesta hættan er aðsóknin að íslenskri tungu og með hvaða hætti hún er að láta undan á mörgum sviðum. Íslensk þjóð verður að hafa þann metnað að kosta því til sem þarf til að varðveita íslenskt tungutak og þróun málsins þannig að hún verði lifandi tungutak í almennu mæltu máli, bókmáli og vísindum. 

Margir hafa á undanförnum árum gert lítið úr þjóðmenningu íbúa í norðurhluta Evrópu og hafa Svíar gengið þar fremstir í flokki. Einn forsætisráðherra þeirra, Frederick Rheinfeld, sagði að varla væri hægt að tala um sænska þjóðmenningu og formaður sósíalista,Mona Sahlin,að það eina sem hægt sé að tala um sem sænska menningu sé miðsumarhátíðin. Sjálfstæð tilvera þjóða, sem tala með þeim hætti niður menningu sína til að hygla einhverju sem þeir kalla fjölmenningu er neikvæður áróður gegn eigin þjóð og gildum hennar. Við verðum að varast að ganga þann veg. Telji þjóð, að hún sé svo ómerkileg, að hún eigi enga sjálfstæða menningu, sem sé einhvers virði að varðveita er þeirri þjóð best að hverfa úr þjóðasafninu, sem sjálfstæð þjóð. Slík þjóð á engan tilverugrundvöll. 

Við skulum gæta þess að eiga tilverugrundvöll sem þjóð og geta sagt með stolti að við séum Íslendingar og við skulum gæta þess fjöreggs sem okkur hefur verið falið og gæta vel að hagsmunum þjóðarinnar í viðskiptum við útlönd jafnvel þó að um vinveitt ríki sé að ræða og varast að framselja eða deila um of fullveldi okkar yfir náttúruauðlindum þjóðarinnar sem og öðru því sem íslenskt er. 

Gleðilega þjóðhátíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 95
  • Sl. sólarhring: 465
  • Sl. viku: 3036
  • Frá upphafi: 2294655

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 2768
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband