Leita í fréttum mbl.is

Trump kveđur - í bili?

Nú ţegar Donald Trump lćtur af embćtti er hann niđurlćgđur af fjölmiđlum ákćrđur af ţinginu og fćr ekki ađ tjá skođanir sínar á ýmsum samfélagsmiđlum. Var stjórn hans virkilega svo ill, ađ ţetta sé verđskuldađ. Svariđ er afdráttarlaust nei. Ţó ýmsir hlutir hafi fariđ úrskeiđis, ţá getur Trump vel viđ unađ ţegar horft er yfir farinn veg. 

Áđur en Kínaveiran fćrđi allt úr lagi hafđi tekist í stjórnartíđ Trump, ađ koma atvinnuleysi í Bandaríkjunum niđur í ţađ lćgsta sem ţađ hefur veriđ í rúm 50 ár eđa niđur í 3.5%. Atvinnlíf í Bandaríkjunum tók viđ sér og tekjur fólksins sem Demókratar höfđu gleymt og fínu ríku Repúblíkanarnir höfđu aldrei munađ eftir fengu verulegar raunverulegar kjarabćtur og ţađ fólk mun ekki gleyma Trump. Hann er hetjan ţeirra og á ţađ skiliđ. 

Trump lagđi út í baráttu viđ Kína í andstöđu viđ flesta leiđtoga bandalagsţjóđa sinna, en honum tókst ađ sýna heiminum fram á ţađ međ hvađa hćtti Kína rekur sína pólitík međ ofsa og yfirgangi, en nýtur í mörgum tilvikum stöđu ţróunarríkis. Nýir samningar viđ Kína eru blóm í hnappagatiđ hjá Trump. 

Bullinu í loftslagsmálum var vikiđ til hliđar enda ljóst, ađ Parísarsáttmálinn er kyrkingartak á efnahagsstarfsemi Vesturlanda. Í utanríkismálum getur hann státađ af ýmsu fleiru og síđast en ekki síst ađ hann er eini forsetinn á ţessari öld, sem ekki hefur ekki hafiđ stríđ. 

Trump var ađ mörgu leyti andstćđingur rótgrónu gjörspilltu stjórnmálastéttarinnar. Hann var skotspónn helstu fjölmiđla heims allan tímann međan hann var forseti og verđur ţađ vafalaust áfram. Ţađ er vissulega missir af ţví ađ fá ekki Trumpfréttina sína daglega frá RÚV hversu vitlausar svo sem ţćr gátu veriđ ţau fjögur ár sem hann gegndi embćtti. 

Raunar er međ ólíkindum, ađ ţessi sjálfhverfi mađur og ađ mörgu leyti ógeđfelldi skyldi ná ţví ađ fá svo mikiđ fylgi í forsetakosningunum núna sem raun ber vitni. Hann fékk fleiri atkvćđi en nokkur annar frambjóđandi Repúblíkana til forsetaembćttis hefur fengiđ. Ţađ fékk hann ţrátt fyrir ađ allir helstu fjölmiđlar vćri á móti honum og níddu hann niđur. Ţađ fékk hann ţrátt fyrir ađ hefđbundnar skođanakannanir segđu ađ hann fengi lítiđ fylgi. Ţađ fékk hann ţrátt fyrir ađ auđmennirnir á Wall Street og víđar gćfu milljarđa á milljarđa ofan í kosningasjóđ Demókrata. Bankamennirnir ţar á bć vita hver er vinur ţeirra og hverjum ţeir geta stjórnađ og ţađ er ekki Donald Trump. Miđađ viđ ţessar ađstćđur verđur ađ segja ađ Trump hafi stađiđ sig frábćrlega og umfram allar vonir. 

Trump gerđi mistök í sambandi viđ viđbrögđ gagnvart Kórónuveirunni, en verri mistök gerđi hann ţegar hann viđurkenndi ekki fyrr ađ stríđiđ vćri tapađ, hann fengi engu breytt varđandi niđurstöđu kosninganna og hćtti ađ ţybbast viđ međ ţeim afleiđingum ađ lokum, ađ ráđist var á ţinghúsiđ.

Mesti veikleiki Trump er sennilega sjálfselskan, en ţađ breytir í sjálfu sér engu varđandi ýmis baráttumál sem hann tók upp og  beitti sér fyrir. Sumir hafa fullyrt, ađ hann hafi í raun kveikt bál, sem muni magnast enn meir og ná meiri stuđningi án hans en međ honum. 

Joe Biden gamalreyndur stjórnmálamađur tekur nú viđ. Hann hefur flotiđ áfram, sem ţćgilegur handverksmađur á vettvangi stjórnmálanna í  hálfa öld. Hann bođar afturhvarf ti fortíđar. Fróđlegt verđur ađ sjá hvernig honum gengur og vissulega er ástćđa til ađ óska honum og stjórn hans velfarnađar. Góđ stjórn og árangursrík í Bandaríkjunum hefur áhrif á efnalega velferđ alls heimsins. Óneitanlega óttast mađur samt, ađ vinstri slagsíđan á Demókrataflokknum muni valda miklum vandrćđum fyrr heldur en síđar einkum í efnahagsmálum. 

Joe Biden var kosinn fyrst og fremst vegna andstöđu kjósenda viđ Trump en ekki vegna ţess ađ nokkrum fyndist hann hrífandi stjórnmálamađur eđa líklegur til ađ gera Bandaríkin yfirburđaríki á nýjan leik. Nćstu ár skera úr um ţađ, hvort hann átti yfirhöfuđ eitthvađ erindi í pólitíkina á nýjan leik.

 


Bloggfćrslur 20. janúar 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 144
  • Sl. sólarhring: 276
  • Sl. viku: 3085
  • Frá upphafi: 2294704

Annađ

  • Innlit í dag: 134
  • Innlit sl. viku: 2812
  • Gestir í dag: 123
  • IP-tölur í dag: 122

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband