Leita í fréttum mbl.is

Ekki slaka á

Í síðustu sjónvarpsútsendingu sinni sagði sóttvarnarlæknir, að ekki væri ástæða til að slaka á sóttvarnaraðgerðum. Af hverju var þá ekki ástæða til að taka þær upp þegar ástandið var svipað að áliðnu sumri og það er núna?

Smit innanlands eru svo lítil, að það er full ástæða til að slaka á ef meiningin er að fólkið í landinu búi einhverntíma við venjulegt ástand. Miðað við ástandið erlendis er hinsvegar full ástæða til að gæta allrar varúðar í samskiptum við útlönd. 

Athyglisvert er að hlusta á veirutríóið og reiknimeistara þess viðhalda hræðsluáróðri og virðist ætla sér það út í það óendanlega. 

Þegar talað er um ástandið í nágrannalöndum okkar, þá gleymist að næstu nágannalönd eru Færeyja og Grænland. Hvernig gengur baráttan við veiruna þar? Í sjálfbirgingshætti okkar hættir okkur til að tala um að allt sé best og fullkomnast hjá okkur. En hvað þá með árangur Grænlendinga og Færeyinga. Er ekki rétt að skoða hann til viðmiðunar og er hann ekki eðlilegri samanburður en samanburður við milljónaþjóðir í nánu samabýli?

Stjórnmálamenn hafa vanrækt að setja almennar viðmiðanir varðandi sóttvarnir og viðbrögð við Kóvíd fárinu og þessvegna fara allar ákvarðanir eftir kenjum og geðþóttaákvörðunum eins manns og í besta falli tveggja. Stjórnmálamenn eru stikkfrí sem ábyrgðarlausir leikendur þó þeir beri á endanum pólitíska og siðferðilega ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar þó þeir reyni til hins ítrasta að koma sér hjá þeirri ábyrgð. 

 


Bloggfærslur 22. janúar 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 167
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 3108
  • Frá upphafi: 2294727

Annað

  • Innlit í dag: 157
  • Innlit sl. viku: 2835
  • Gestir í dag: 143
  • IP-tölur í dag: 142

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband