Leita í fréttum mbl.is

Leiðtogarnir

Eftir leiðtogaumræðurnar í gærkvöldi er erfitt að gera sér grein fyrir átakalínum í íslenskri pólitík.

Formenn Viðreisnar og Samfylkingar klifa á aðildarumsókn að Evrópusambandinu, en hljómurinn var holur og sannfæringarlaus. 

Gunnar Smári Egilsson talaði Sósíalisaflokkinn til hægri við Samfylkinguna og Pírata. Gunnar er flugmælskur og sölumaður góður og talaði öfgavinstriflokkinn sinn inn á miðjuna.

Sigmundur Davíð stóð sig ágætlega, en náði samt ekki að klippa út þau mál, sem ættu að greina Miðflokkinn frá öðrum flokkum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stóð sig mjög vel og kemur út úr umræðunni nánast jafnfætis Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem er ótvíræður sigurvegari þessara fyrstu umræðna. Bjarni talaði að miklu leyti sem landsfaðir og af miklum myndugleika og þekkingu. 

Athyglisvert var að hlusta á grænu umræðuna, þar sem talsfólk framboðanna dásama öll, eitthvað sem er kallað "græna hagkerfið". Þetta eitthvað er hvergi til og grænu lausnirnar eru hvergi reknar nema með gríðarlegum ríkisstyrkjum og skattaívilnunum. Græna hagkerfið er ámóta líklegt til að skapa velmegun í landinu og sósíalismi Gunnars Smára. 

Eftir þessar umræður stendur, að átakalínurnar í íslenskri pólitík eru óskýrar, því miður þegar undan eru skilin yfirboð og innihaldslaust orðagjálfur í aðdraganda kosninga.

Gunnar Smári og Sigmundur Davíð töluðu sig báðir inn á miðjuna. Þá stendur eftir eyða til hægri og til vinstri í íslenskri pólitík.

 


Bloggfærslur 1. september 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 112
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 4295
  • Frá upphafi: 2296085

Annað

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 3934
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband