Leita í fréttum mbl.is

Best í heimi

Okkur er sagt að íslenskar konur séu þær fallegustu í heimi. Ég hef ekki séð nokkur skynsamleg rök færð fyrir því að það sé rangt.

Okkur er líka sagt að lífeyriskerfið okkar sé það besta í heimi. Þrátt fyrir það virðist sem aldraðir í okkar heimshluta hafi það jafnvel betra efnalega en aldraðir á Íslandi þrátt fyrir þetta "yfirburða" lífeyriskerfi. 

Okkur er líka sagt að fiskveiðistjórnunarkerfið sé það besta í heimi. Þrátt fyrir það er þorskafli nú ekki nema um þriðjungur á við það sem var þegar kvótakerfið var lögfest og nýliðun í greininni er nánast útilokuð.

Menntamálaráðherra miklar skólakerfið og telur það best í heimi, þrátt fyrir það að við færumst neðar og neðar í fjölþjóðakönnunum á hæfni nemenda og þekkingu og komumst ekki í hálfkvisti á við færni nemenda ýmissa annarra þjóða.

Það nýjasta er að sóttvarnarteymið á Íslandi með sóttvarnarlækni í broddi fylkingar sé það besta í heimi og hvergi hafi náðst annar eins árangur og hér. Samt sem áður liggja fyrir tölfræðilegar upplýsingar um að betri árangur hafi náðst á ýmsum stöðum og nú eru í gildi meiri hömlur á frelsi borgaranna en víðast í nágrannalöndum okkar. 

Hvernig skyldi standa á því að við erum eina þjóðin á Vesturlöndum sem erum með opna smitgátt á stærsta millilandaflugvelli landsins, þar sem fólki er hrúgað í endalausar biðraðir bæði við komu og brottför. 

Af hverju þurfum við sem eigum besta sóttvarnarlækni í heimi að búa við meiri frelsisskerðingar vegna ímyndaðs fárs vegna Kóvíd, en nágrannaþjóðir okkar. 

Væri ekki í ráði að ríkisstjórnin girti sig einu sinni í brók eins og það er kallað og færi að líta til ákvæða sóttvarnarlaga og heildarhagsmuna þjóðarinnar, en léti ekki endalaust stjórnast af minnisblöðum sóttvarnarlæknis.

Væri ekki í ráði að hætta að reyna að steindrepa ferðaþjónustuna og eðlilegar millilandaferðir landans og taka upp svipaðar reglur og t.d. í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi eða Spáni? Af hverju geta þeir verið með meira frelsi fyrir borgarana en við sem eigum "besta sóttvarnarteymi og sóttvarnarlækni" í heimi og það Fálkaorðum prýtt í ofanálag? 


Bloggfærslur 16. september 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 115
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 4298
  • Frá upphafi: 2296088

Annað

  • Innlit í dag: 105
  • Innlit sl. viku: 3937
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 94

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband