Leita í fréttum mbl.is

Ímyndarstjórnmál

Kosningum til Alþingis er að ljúka. Sennilega hefur kosningabaráttan aldrei verið eins málefnasnauð og örugglega hefur barátta flokkana aldrei snúist eins mikið um persónu formanna stjórnmálaflokkanna. 

Foringi stjórnmálaflokks hefur í síauknum mæli úrslitaþýðingu um gengi eða gengisleysi hans og því eðlilegt að aulýsa persónu hans og reyna að skapa jákvæða ímynd. Einstakir frambjóðendur og málefni skipta stöðugt minna máli í baráttunni.

Sigur og tap flokkana verða þá um leið sigur eða tap viðkomandi forustumanna. 

Allt er þetta skiljanlegt í heimi þar sem áhuginn á pólitískri umræðu og stefnumálum flokkana fer sífellt minnkandi. Á sama tíma hefur það leitt til þess, að ímyndarfræðingarnir búa til foringja, sem eru eðlislíkir í málflutningi og áherslum og þeir sjálfir sjá sig ekki í öðru hlutverki en því. Þannig skiptir öllu máli að vera jákvæður hvaða bull sem um er að ræða.

Í foringjaumræðunum í gær kom spurning eins og skrattinn úr sauðaleggnum. "Viljið þið að kynjafræði verði gerð að skyldunámsgrein í grunnskólum" Gjörsamlega fráleit spurning miðað við umræður í kosningabaráttunni auk þess sem það er gjörsamlega fráleitt og heimskulegt að gera kynjafræði að skyldunámsgrein. Hvað sem því líður þá svöruðu allar puntudúkkurnar sem heita forustumenn íslenskra stjórnmálaflokka umræddri spurningu játandi. Annað hefði getað leitt til ímyndarvanda og enginn þeirra vill vera annarsstaðar en í hópi góða fólksins. 

Þessvegna verða stjórnmálin einsleit og ómálefnaleg. Má ég þá frekar biðja um alvöru pólitík án ímyndarfræðinga, þar sem málefnin ráða og stjórnmálaforingjar þora að hafa skoðanir jafnvel þó óvinsælar séu í upphafi baráttunar og standa og falla með þeim en ekki persónulegri ímynd sinni.

 

  

 


Sérkennileg skattastefna Framsóknar

Leiðtogaumræðurnar í sjónvarpinu í gærkvöldi voru vægast sagt rislitlar. Eitt kom þeim sem þetta ritar sérstaklega á óvart, en það voru hugmyndir sem formaður Framsóknarflokksins reifaði um skattastefnu Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi boðaði einhverskonar háskattastefnu á þá sem gengur vel í atvinnurekstri. Þannig að færi hagnaður fyrirtækja umfram ákveðið mark, sem formaðurinn var ekki með á hreinu hvað væri, þá ætti að skattleggja viðkomandi sérstaklega þannig að helst væri að skilja, að lítið sem ekkert sæti þá eftir af hagnaðinum.

Hugmyndir sem þessar hafa iðulega komið upp, en jafnan hefur verið fallið frá þeim, þar sem þær leiða yfirleitt til þess, að vegið er í raun að hugmyndafræði frjálsrar samkeppni og markaðshyggju og skekkja samkeppnisaðstöðu fyrirtækja. 

Alla útfærslu vantaði þó hjá Sigurði Inga um það hvernig þetta ætti að vera. En aðalatriðið er það, að með þessu er Sigurður Ingi í raun að boða þá stefnu Framsóknarflokksins, að auka skattheimtu og láta hana vera valkvæða þannig, að þeir sem skara framúr skuli bera þyngri skattbyrði en aðrir eftir síðari tíma geðþóttaákvörðunum stjórnmálamanna. 

Íslenskir stjórnmálamenn þurfa heldur betur að vinna tillögur sínar um það hvernig þeir ætla að leggja ofurskatta á þjóðina en Sigurður Ingi hefur gert miðað við orð hans í leiðtogaumræðunum í gær. 

 


Bloggfærslur 25. september 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 110
  • Sl. sólarhring: 140
  • Sl. viku: 4293
  • Frá upphafi: 2296083

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 3932
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband