Leita í fréttum mbl.is

Mýrdalurinn

Íslendingar eru í minnihluta í Mýrdalnum. Þessi staðreynd vekur upp ýmsar spurningar.

Gríðarleg fjölgun hefur orðið á aðstreymi og búsetu fólks af erlendu bergi brotið undanfarin ár. Sem betur fer hefur mikill meirihluti aðfluttra verið dugmikið gott fólk, sem hefur verið til góðs fyrir land og þjóð. 

Íslendingar eru fámenn þjóð. Við höfum sérstaka tungu og menningu. Viljum við ekki leggja eitthvað á okkur til að varðveita hvorutveggja? Þá þarf að gera kröfur til þeirra sem koma til fastrar búsetu, að þeir læri tungumálið og aðlagist  íslensku þjóðlífi sem fyrst. 

Á sma tíma verðum við að gæta þess, að takmarka aðflutning við það sem er viðráðanlegt til að íslenskt þjóðerni sem slíkt, tunga okkar og menning hverfi ekki í þjóðahafinu. Slíku slysi verður að afstýra.

Sem betur fer telur fólk, sem okkur er náið að siðum, trú og menningu, Ísland vera það eftirsóknarvert, að fleiri vilja flytja hingað en við getum auðveldlega ráðið við. 

Það er því með ólíkindum,að íslenska ríkisstjórnin skuli vera svo heillum horfin, að setja hvorki reglur né gera nánast nokkuð í því að efla og vernda íslenska menningu og tungu á þessum tímum, sem þess er mikil þörf.

Þvert á móti þá hamast ríkisstjórnin við að troða inn í  landið stórum hópum af fólki sem kemur ekki til að vinna og er frá menningarsvæðum, sem eru ólík okkar og reynsla nágrannaþjóðanna sýnir, að það fólk aðlagast ekki þjóðfélaginu hvorki lögum þess siðum eða reglu. Er ekki kominn tími til að koma í veg fyrir það?


Bloggfærslur 18. janúar 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 617
  • Sl. viku: 2972
  • Frá upphafi: 2294591

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 2709
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband