Leita í fréttum mbl.is

Tækifæri fyrir "góða fólkið"

Öngþveiti er á landamærum vegna þess gríðarlegs fjölda hælisleitenda, sem hingað streymir vegna andvaraleysis,ruglanda og fákunnáttu íslensku stjórnmálastéttarinnar og fjölmiðlaelítunar. 

Sveitarfélög segjast ekki geta tekið við fleirum. Það eru engar fjárheimildir til að borga meira og húsnæði er ekki til.

Hópur fólks sem hefur fengið viðurnefnið "góða fólkið",hefur andæft gegn öllum tillögum um skynsamlega stefnu í þessum málum og margir í þeim hópi hafa sagst reiðubúnir til að opna heimili sín fyrir hælisleitendum ef á þurfi að halda. 

Hvernig væri nú, að "góða fólkið" stæði við skoðanir sínar, stefnu og fyrirheit. 

Við þessar aðstæður má ætla að þessir úr hópi "góða fólksins", sem ábyrgð ber á vandamálinu, opni nú heimili sín og bjóði hælisleitendur velkomna til gistingar hjá sér t.d. þingflokkar VG,Pírata og Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Hallgrímur Helgason meint mannvitsbrekka, Karl Th. Birgisson, sem og Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrv. þingmaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra.

Fólk ætti að fylgjast vel með hvernig "góða fólkið" bregst nú við aðsteðjandi vanda, sem það sjálft hefur valdið.

 


Bloggfærslur 6. október 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 84
  • Sl. sólarhring: 859
  • Sl. viku: 3874
  • Frá upphafi: 2295609

Annað

  • Innlit í dag: 80
  • Innlit sl. viku: 3546
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband