Leita í fréttum mbl.is

NATO eða ekki NATO hver er stefna Vinstri grænna.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ítrekað lýst því yfir síðast á fréttafundi í hádeginu, að það skipti öllu máli að efla samstöðu og varnarviðbúnað NATO þjóða, til að koma í veg fyrir að víðtækara stríð brjóstist út og tryggja öryggi okkar sem þjóðar. 

Atburðir síðustu klukkustunda hafa enn á ný sýnt fram á hvað aðild að NATO skiptir miklu fyrir öryggi þjóða. 

Við hlið utanríkisráðherra á fundinum stóð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og varð í útliti eins og henni væri illt í maganum við þessar yfirlýsingar utanríkisráðherra.

Þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir hafi ítrekað sótt leiðtogafundi NATO og unað sér þar, þá er stefna hennar og Vinstri grænna að Ísland segi sig úr NATO. VG hafnar því að aðild að NATO skipti máli varðandi varnarviðbúnað Íslands

Í ljósi aðstæðna verður nú að krefja forsætisráðherra svara við því, hvort hún og flokkur hennar Vinstri grænir berjist enn fyrir úrsögn Íslands úr NATO og á hverju eigi að byggja varnarviðbúnað Íslands of öryggi ef þessari stefnu VG verður framfylgt.

Sé svo, VG vilji ótrauð hér eftir sem hingað til að Ísland segi sig úr NATO er vandséð í ljósi aðstæðna að Katrín Jakobsdóttir geti áfram gegnt starfi forsætisráðherra.   

 

 


Bloggfærslur 24. febrúar 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 377
  • Sl. viku: 4213
  • Frá upphafi: 2296003

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 3859
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband