Leita í fréttum mbl.is

Kristin ríki sniðganga kristið fólk

Árlega koma tugir og á stundum hundruðir þúsunda svonefndra hælisleitenda til Evrópu. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra eða yfir 90% eru bráðungir karlmenn og enn hærra hlutfall eru múslimar. Er konum í stríðshrjáðum löndum síður hætta búin en strákunum og hvað með þá kristnu?

Ofsóttasti trúarbragðahópurinn er kristið fólk, sérstaklega í löndum Íslam. Þar er það víða guðlast að vera kristinn og liggur við dauðadómur sumstaðar sbr. Afganistan. Ekki að undra að Noregur ætli að styðja öfgamúslimana með fjárgjöfum

Í Írak hefur kristni söfnuðurinn nánast verið þurkaður út og í Sýrlandi hefur kristið fólk mátt sæta mestum ofsóknum allra ásamt Yasídum. 

Það mætti því ætla að gríðarlegur fjöldi kristins fólks væri á flótta frá löndum eins og Sýrlandi og Írak, en meginhluti hælisleitenda hefur komið þaðan undanfarin ár. En svo er ekki. Af þeim svonefndu flóttamönnum, sem Bretland hefur tekið við eru einungis 0.2% kristnir. Sennilega er talan svipuð hjá okkur eða jafnvel enn lægri.

Þessar tölulegu staðreyndir sýna glögglega hvað hælisleitenda pólitíkin er galinn. Langflestir múslimar sem sækja um alþjóðlega vernd eru á Vesturlöndum á fölskum forsendum eins og innrásarlið. Það er engin manngæska fólgin í því að taka á móti þessum hlaupastrákum, þó að "góða fólkið" sem lætur jafnan aðra borga fyrir sig sé þeirrar skoðunar. Það væri hinsvegar nauðsynleg manngæska að taka við kristnu fólki frá Mið-Austurlöndum, sem sætir harðræði og ofsóknum alla daga.

Rauði krossinn sinnir því ekki að gæta að hagsmunum minnihlutahópa. Ef til vill er það ekki hans hlutverk þó að Rauði krossinn hafi í auknum mæli breyst í þjóðmálahreyfingu á síðari árum. Kristið fólk í Mið-Austurlöndum á sér venjulega ekki griðarstað í þeim búðum sem settar eru upp af því að þar býr það við ofsóknir af hálfu múslimana.

Væri ekki meira ráð fyrir Noreg að hafa forgöngu um að kristnar gættu sérstaklega hagsmuna kristins fólks í löndum múslima í stað þess, að henda fjármunum sínum til múslímskra öfgamanna, sem fjandskapast við kristni og vestræna menningu. 

 

 


Bloggfærslur 4. febrúar 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 440
  • Sl. viku: 4184
  • Frá upphafi: 2295974

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3833
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband