Leita í fréttum mbl.is

Auðvitað ljúga þeir

Fésbókarfærsla vararíkisssaksóknara um hælisleitendur sem gera sér upp kynhneigð er af mörgum talin óviðurkvæmileg. Samtökin 78 eru meðal þeirra og ætla að kæra hann. Fróðlegt væri að vita hvað hann hefur gert á hluta samtaka og hvernig kæran hljóðar.

Ummælin voru: Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?

Vararíkissaksóknari hefur bent á rannsóknir lögreglu sem sýna að sumir,sem hafa fengið alþjóðlega vernd sem samkynhneigðir hafi síðan verið kærðir fyrir kynferðisbrot gagnvart konum. 

Hvað svo sem líður kynferðisbrotum gegn konum af hálfu þessara "samkynhneigðu karla" sem fengu alþjóðlega vernd vegna kynhneigðar, þá sýnir þetta að ummæli vararíkissaksóknara um að menn ljúgi sér til bjargar eiga rétt á sér. 

En svo kemur hortitturinn í færslunni. " er einhver skortur á hommum á Íslandi" Þetta hefur verið gert að aðalatriði. 

Segjum sem svo, að vararíkissaksóknari hefði verið að fjalla um þá sem koma frá íslömsku ríkjunum og þykjast vera kristnir og fá alþjóðlega vernd á þeim grundvelli en reynast síðan vera römmustu íslamistar. Það sama á við þá þ.e. að þeir eru að ljúga til að komast inn í landið eins og sumir þeirra sem segjast vera samkynhneigðir. 

Hefði svo vararíkisaksóknari bætt við " er einhver skortur á kristnu fólki á Íslandi."  Samskonar ummæli sem eiga við  í báðum tivikum, annarsvegar er verið að gera sér upp kynhneigð en hinsvegar trúarskoðanir ranglega. Hefði þá verið einhver grundvöllur fyrir þjóðkirkjuna að kæra vararíkissaksóknara? Að sjálfsögðu ekki og engum þar á bæ hefði dottið það í hug.

Svo illa vildi til að vararíkissaksóknari var á jarðsprengjusvæði þegar hann var að tala um að ekki væri skortur á hommum. En hefði ekki verið það hefði hann sagt það er nú heldur betur ekki skortur á kristnu fólki. 

Hvort sem það er vararíkissaksóknari eða aðrir í þessu teprulega samfélagi, þá þarf fólk jafnan að gæta orða sinna,en sérstaklega þegar vikið er að samkynhneigðum, enn betur þegar vikið er að múslimum og forðast eins og heitan eldinn að minnast nokkurn tímann á transara það virðist vera eitraðasta vilpan í vestrænni umræðu um þessar mundir. Svo eitruð að meira að segja mest lesni núlifandi bókarhöfundur heims er víða á bannlista fyrir að segja

"Það eru konur sem fara á túr".

En samtökin 78 innibyrða allt "öðruvísi" meira að segja BDSM og hefði því mátt ætla að þar á bæ léti fólk sér ekki bregða við ómerkilegan hortitt í umælum vararíkissaksóknara.


Kvenréttindabarátta

Fyrir nokkru var 20 ára kona í Súdan dæmd til að vera grýtt til bana fyrir hjúskaparbrot. Þessi dómur sýnir e.t.v. að réttindi og staða kvenna er víða verri í dag en hann var. 

Þursaríkin, Saudi Arabíu, Brunei, Íran og Afganistan, hafa öll lög um  að konur skuli grýttar ef svo ber undir. Þungun er iðulega talin sanna afbrot konu og konur sem tilkynna nauðgun í þursaríkjunum lenda stundum í því að vera ákærðar í stað þess að þær njóti stöðu brotaþola eða fórnarlambs.

Talibanar í Afganistan hafa lögfest að nýju margt sem þrengir að réttindum kvenna m.a. möguleikua til náms og starfa. Á Indónesíu eru konur víða þvingaðar til að vera með blæju jafnvel þær sem eru ekki múslimar. 

Kvenréttindasamtök hér á landi þurfa að taka upp baráttu fyrir réttindum kynsystra sinna í þursaríkjunum og þar sem konur njóta ekki grundvallarmannréttinda. 

Allir sem berjast fyrir mannréttindum og jöfnum rétti borgaranna hlítur að renna það til rifja að horfa upp á þessa gegndarlausu kvennakúgun og brot á grundvallarmannréttindum. Við eigum ekki að láta það viðgangast.


Bloggfærslur 25. júlí 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 123
  • Sl. sólarhring: 338
  • Sl. viku: 3064
  • Frá upphafi: 2294683

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 2793
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 109

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband