Leita í fréttum mbl.is

Brot á tjáningarfrelsi?

Í dag vann Erla Hlynsdóttir blaðamaður þriðja mál sitt gegn íslenska ríkinu. Íslenska ríkið var dæmt fyrir brot á  tjáningarfrelsisákvæði 10.gr.  Mannréttindasáttmála Evrópu.

Sama dag lýsti menntamálaráðherra því yfir að yfirvöld í Feneyjum hefðu brotið gegn tjáningarfrelsinu þegar þau lokuðu mosku sem svissneskur listamaður gerði til kynningar á íslenskri myndlist.

 Illugu Gunnarsson menntamálaráðherra hlutaðist til um það að tugum milljóna af peningum skattgreiðenda væri varið til moskubyggingar og bænahalds múslima í Feneyjum og er því að vonum sár yfir því að yfirvöld í Feneyjum skuli bregðast svona illa við og skilja ekki þá mögnuðu listsköpun sem þeir Christopher og Ibrahim höfðu fram að færa til að kynna íslenska nútímamyndlist á kostnað skattgreiðenda.

Sé menntamálaráðherra raunverulega á þeirri skoðun að lokun íslensku moskunnar í Feneyjum sé brot á tjáningarfrelsi þá er dómstólaleiðin greið og hann gæti væntanlega fengið stuðnings hins margdæmda íslenska ríkis til að það borgaði fyrir málssóknina þar sem engin ætlast til að ráðherrann láti reyna á meint réttlæti á eigin kostnað eins og Erla Hlynsdóttir varð að gera.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það má nú víta Illuga en þetta er svoleiðis út í hött þetta Feneyjarmál. Það að við séum að styrkja erlenda aðila til að skapa list sem er ekki einusinni list heldur trúaráróður gegn ríki sem vill ekker með þá trú að hafa. Ég var hissa að ráðherra og eða ríkisstjórnin skildi ekki grípa inn í þetta mál strax og stoppa alla styrki. Við öll vitum líka hvaðan og hverjir borga líka.Það er ekkert vafa mál að styrkir koma frá sömu mönnum og eru að styrkja Mosku byggingu hér á landi.Þarna sköpum við einn óvin í viðbót út af listamönnum.  

Valdimar Samúelsson, 3.6.2015 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 157
  • Sl. sólarhring: 240
  • Sl. viku: 3098
  • Frá upphafi: 2294717

Annað

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 2825
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband