Leita í fréttum mbl.is

Sigurvegarinn og Donald Trump

Ríkisstjóri Flórída Ron DeSantis var sá Repúblikani, sem jók fylgi sitt mest í nýliðnum kosningum. Lengi hefur verið mjótt á mununum milli Repúblikana og Demókrata í Flórída, en ekki lengur.

DeSantis er baráttumaður fyrir frelsi. Í Kóvídinu, var frelsið haft að leiðarljósi, en skírskotað til almennings að gæta sín. Það skilað betri árangri innilokanir, höft, boð og bönn. 

DeSantis hefur tekið stórfyrirtækin á löpp þegar þess hefur þurft og hafnað því að samtökin 78 önnuðust kynfræðslu í skólum svo fátt eitt sé nefnt.

Margir Repúblíkanar segja, að ný pólitísk stjarna sé fædd.

Að öðru leyti voru kosningarnar vonbrigði fyrir Repúblíkana. Frambjóðendur, sem standa næst Donald Trump,vegnaði sérlega illa. Margir segja því að tími Trump sé liðinn. 

Trump kennir öllum öðrum en sjálfum sér um úrslitin og er búinn að uppnefna DeSantis og segist vita meira um hann en konan hans og segist ætla að opinbera það. Greinilegt að Donald Trump telur hann ógna sér og getur ekki í sjálfselsku sinni horft til þess hvor þeirra sé líklegri til að sigra Demókrata í næstu kosningum. Miðað við úrslitin er það DeSantis en ekki Trump.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Trump er nú eins og hann er, hann fór samt gegn glóbal auðnum og gjörbætti kjör blú-vorker þarna vestra.

Þessi drengur sem þú vísar í, svona endurreisn frjálshyggjunnar eða glóbal auðsins innan Bandaríkjanna, þú segir að hann hafi boðað frelsi gegn höftum, þegar það eina sem hann gerði, var að opna Flórída of snemma fyrir kóvid.

Sumarið og haustið 2021, þá dóu þrefalt eða fjórfalt fleiri í Flórída vegna kóvid, en samanlagt í mun fjölmennari ríkjum New York og Kaliforníu.

Þú ert sem sagt að réttlæta fjöldamorðingja Jón.

Meintir þú ekki neitt sem þú sagðir um Erdogan??

Skiptir þig sem sagt máli hver á í hlut??

Veistu Jón, í minni æsku ólst ég upp við viðhorf sem sögðu að morð eða fjöldamorð væru ekki morð, þegar "okkar fólk" ætti í hlut.

Að kúgun og mannréttindabrot væru ekki kúgun eða mannréttindabrot þegar "okkar fólk" ætti í hlut.

Eða alveg þar til Hjörleifur skrifaði fræga grein í Austurland þar sem hann benti á að morð væri morð, að kúgun eða ofbeldi væri kúgun og ofbeldi, líka hjá Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra.

Það var reyndar upphaf af falli Hjörleifs hér fyrir austan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2022 kl. 19:28

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Já, ætli megi ekki segja, að Bandaríkjamenn hafi hafnað þessum siðlausa og hættulega kjána, sem löngu er ljóst orðið, að téður fyrrverandi Bandaríkjaforseti er.  Sú orðræða, sem hann nú heldur uppi um væntanlegan andstæðing sinn til útnefningar forsetaframbjóðanda Repúblikana, er svívirðilega lágkúruleg. Ætli Kaninn sé ekki kominn með upp í kok af þessum leðjuslagstilburðum ?

Bjarni Jónsson, 11.11.2022 kl. 11:04

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hefði nú frekar viljað Nicky Haley, en það er annað mál. Skv. þeim tölum sem ég er með, þá virðist Flórída hafa komið vel út úr Kóvídinu. En ég hef ekki kynnt mér það náið skal viðurkennt.  Kveðja góð, 

Jón Magnússon, 11.11.2022 kl. 12:35

4 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg rétt hjá þér Bjarni. Donald Trump er svo mikill narcisisti að hann eirir engu, sem hann telur að standi í vegi fyrir hinum "Guðdómlega" Donald Trump.  En ég taldi strax og árásin var gerð á þinghúsi að tími hans væri liðinn. Það er ekki hægt að kjósa forseta sem stendur fyrir eða er á hliðarlínunni þegar ráðist er á réttkjörin stjórnvöld í landinu. 

Jón Magnússon, 11.11.2022 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 3099
  • Frá upphafi: 2296097

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 2851
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband