Leita í fréttum mbl.is

Hættan færist nær

Osló er ekki örugg lengur segir lögreglustjórinn Osló og vill að stjórnvöld ræði málið. Vandinn í Osló er fyrst og fremst að kenna hælisleitendum og annarrar kynslóðar hælisleitenda. 

Í júlí hafa borgaryfirvöld í Stokkhólmi m.a. þurft að glíma við illvígar óeirðir hælisleitenda frá Eritreu. Ágreiningsmálið þar á bæ er á milli þeirra sem styðja einræðisstjórnina í Eiritreu og hinna sem eru á móti henni. 

Sama er upp á teningnum í nokkrum borgum í Þýskalandi varðandi innbyrðis átök Eritreumanna.

Athyglisvert, að það skuli vera stór hópur "flóttafólks" frá Eritreu sem lýsir yfir stuðningi við stjórninni í landinu, sem þau sögðust hafa flúið frá. Fátt sýnir betur ruglið, sem Evópubúar láta yfir sig ganga og uppskera í samræmi við það.

Svona fréttir frá nágrannalöndum okkar eru orðnar svo algengar, að fjölmiðlar greina almennt ekki frá þeim nema þeir sem eru í nærumhverfinu.

Hvað skyldu verða mörg ár þangað til lögreglustjórinn í Reykjavík krefst umræðna eins og lögreglustjórinn í Osló?

Við stefnum hraðbyri í að lenda í sömu ef ekki verri vandræðum en Osló, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn vegna hælisleitenda vegna þess að stjórnvöld sofa á verðinum og galnir stjórnmálamenn halda að þeir sýni sérstaka manngæsku með því að hlaða inn í landið erlendum hlaupastrákum.

Er ekki kominn tími til að skipta um fólk til að stjórna. Fá fólk sem lítur á það sem hlutverk sitt að gæta hagsmuna fólksins sem er í landinu. 


mbl.is Segir Ósló ekki örugga lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú komið lengra hér en menn halda eða vilja viðurkenna. Í Kringlunni safnast pörupiltar saman og haga sér dólgslega í sófahorninu.

Ég var á rölti í Kringlunni þegar ýtt er við mér með ´skúbbi´í bakið. 'Svona ´færðu þig frá´ skúbb. Lít til hliðar, þar fer framhá mér maður með skuplukonu sér við hlið. Þvílík frekja og yfirgangur, -kannski algengt gagnvart konum í þeirra menningarheimi en ekki í okkar. Kannski hefði hann geta beðið afsökunar á því að hafa rekist óvart á mig, en það gerði hann nú ekki.

Kristín Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2023 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 104
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 4287
  • Frá upphafi: 2296077

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 3926
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband