Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
30.5.2007 | 13:19
Af hverju á að loka á Búlgara og Rúmena?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fór iðulega hörðum orðum um stefnu Frjálslynda flokksins varðandi það að takmarka aðstreymi útlendinga til landsins. Vert er að rifja upp að varaformaður Frjálslynda flokksins barðist fyrir því að undanþágan varðandi frjálst flæði vinnuafls frá nýju ríkum Evrópusambandsins yrði nýtt en á það vildi hvorki ríkisstjórnin né Samfylkingin hlusta. Sl vetur benti ég á að í óefni væri komið og nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða í málinu. Þá lagðist Samfylkingin í hatursherför gegn þessari stefnu Frjálslynda flokksins. Það kemur því vel á vondan að Ingibjörg skuli mæla fyrir takmörkunum á frjálsu flæði fólks frá Búlgaríu og Rúmeníu.
En spurningin er gilda einhver önnur sjónarmið varðandi þessi lönd en hin lönd Austur-Evrópu sem Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn vildu ekki taka sömu tökum og Búlgara og Rúmena. Fróðlegt verður að kalla eftir svörum utanríkisráðherra í þessu máli.
28.5.2007 | 18:19
Öryggisráðið.
Nýr utanríkisráðherra mun berjast fyrir því að íslendingar fái kjörinn fulltrúa í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Til hvers vita bara innvígðir og innmúraðir stjórnmálamenn. Þá segist hún ekki ætla að fjölga sendiráðum. Það er út af fyrir sig. En var ekki spurningin um að fækka þeim? Er bruðlið ekki orðið nógu víðfemt í utanríkisþjónustunni. Þá er spurning hvort formaður Samfylkingarinnar ætlar að styðja það að NATO verði áfram í Afghanistan og íslenskir "friðargæslumenn" verði þar áfram. NATO var og á að vera varnarbandalag og dugði vel sem slíkt meðan það hélt sér innan þeirra marka.
En hvað segir utanríkisráðherra sem hefur marsérað undir kjörorðinu Ísland úr NATO og hvað með listann um viljugu ríkin sem eru siðferðilegur stuðningur við innrásina í Írak. Er það í lagi núna?
Fróðlegt að vita hvað Samfylkingarfólk segir um nýa stefnu flokksins í utanríkismálum.
26.5.2007 | 15:48
Þjóðleg hjátrú.
Hvítasunnan í minni minningu frá unglings- og sokkabandsárunum eru minningar um kuldalegt og hráslagalegt veður. Síðan þá á heilmikil hlýnun að hafa orðið af manna völdum en samt getur nú kólnað og orðið hált á fjallvegum þó komið sé að lokum maímánaðar. Við á Faxaflóasvæðinu þurfum ekki að kvarta. Margir telja að þjóðleg hjátrú sé af hinu góða og ein er sú að veðrabrigði í tengslum við breytingar í stjórnmálum segi mikið fyrir um hvað gerist. Samkvæmt því ætti hagkerfið að kólna heldur betur á tímum kyrrstöðustjórnarinnar því að kuldakastið hófst þegar Geir og Ingibjörg fóru að tala saman og stendur enn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.5.2007 | 11:10
Kyrrstöðustjórn
Við lestur stjórnarsáttmálans og rýni í texta ýmissa ályktana stjórnarflokkana sýnist manni helst að víða hafi verið notað cut og paste eftir atvikum og iðulega lítil sjálfstæð textavinna. Stefnt skal að og orðalag með svipaðri meiningu koma fyrir rúmlega 30 sinnum á þeim rúmu 5 blaðsíðum sem um ræðir. Stjórnarsáttmálin er ekki merkilegur fyrir það sem í honum stendur heldur fyrir það sem ekki stendur í honum.
Það er þó ljóst af orðalagi stjórnarsáttmálans að ríkisstjórnin ætlar ekki að breyta um stefnu í:
Sjávarútvegsmálum
Landbúnaðarmálum
Virkjana- og stóriðjumálum.
Leiðari DV í dag lýsir vel þeim vonbrigðurm sem venjulegt fólk á Íslandi hlítur að verða fyrir þegar ný ríkisstjórn ætlar sér að viðhalda okrinu á neytendum og halda óbreyttu gjafakvótakerfi.
Við Frjálslynd töldum það vera forsendu frjálslyndrar umbótastjórnar að gerðar yrðu breytingar á landbúnaðarkerfinu fyrir bændur og neytendur, þjóðarauðlindir yrðu raunveruleg þjóðareign og velferðarhallinn lagaður með því að hækka skattleysismörkin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir reynir að gefa stjórninni það nafn að hún sé Frjálslynd umbótastjórn. Það er ekki rétt. Þetta er kyrrstöðustjórn. Rétta nafnið á henni er Kyrrstöðustjórnin. Þó má ætla að brimi í kring um kyrrstöðustjórnina þegar gjaldmiðlinum verður ekki haldið uppi lengur með jöklabréfainnspýtingum.
24.5.2007 | 07:40
Formannsskipti í Framsókn
Formannsskipti í Framsókn falla nánast í skuggann yfir gleðileik stjórnarfjölmiðlanna yfir kyrrstöðustjórninni.
Formannsskipti í gamalgrónum flokki eins og Framsóknarflokknum eru þó mikil tíðindi. Jón Sigurðsson fráfarandi formaður er einstaklega traustur, góður og heiðarlegur maður eins og ég hef ítrekað bent á frá því að hann tók við formennsku. Hans vandi var að taka við skelfilegri arfleifð forvera síns. Jóni tókst ekki að marka sér sérstöðu á þeim stutta tíma sem hann hafði enda svigrúm hans þröngt. Að mörgu leyti eru hlutskipti Jóns sem tók við af Halldóri og Gerald Ford sem tók við að Richard M. Nixon svipuð hvorugum tókst að vinna sig frá forverum sínum.
Mér finnst miður að missa Jón Sigurðsson úr íslenskri pólitík. Jón er víðlesinn fræðimaður, heiðarlegur og traustur. Það hefði verið gott að njóta krafta Jóns áfram.
Guðni Ágústsson tekur við. Hann er fulltrúi gamla Framsóknarflokksins. Ef til vill munu þau merki sjást fljótlega. Þess er ekki að vænta að Guðni sækist eftir eða vinni ný lönd á Suðvesturhorni landsins en það mundi Sif hins vegar reyna að gera yrði hún formaður. Fróðlegt verður að sjá hvernig Framsóknarmenn vinna úr þeim vanda sem þeir eru í.
23.5.2007 | 19:49
Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera?
Stjórnarsáttmálin er satt að segja merkilegastur fyrir það sem ekki stendur í honum og þær hálfkveðnu að vísu mörgu góður vísur sem þar er að finna. Stefnt skal að, leitast við, huga að, skoða verður koma fyrir um 30 sinnum á 5 blaðsíðum.
Samt er eftirtektarvert. Meðan myndun ríkisstjórnarinnar stóð komu vandamál gjafakvótakerfisins fram í sinni verstu mynd en samt sér ríkisstjórnin ekki ástæðu til að fjalla um þau mál nema með þessum orðum: "Tryggja skal stöðugleika í sjávarútvegi. Gerð verði sérstök athugun á reynslunni á aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða."
Á mannamáli sýnist mér þetta þýða. Við ætlum ekki að gera neitt. Engar breytingar á sjávarútvegsstefnunni sem máli skiptir. Hvað skyldi Össur segja við því eða Ellert Schram sem gekk á sínum tíma úr Sjálfstæðisflokknum yfir í Samfylkinguna vegna sjávarútvegsstefnunnar. Vegna andstöðu við gjafakvótakerfið. Í tilefni af þessari lendingu þá bið ég minn gamla vin og baráttufélaga Ellert Schram að skoða hvort hann á ekki betur heima í Frjálslynda flokknum en Samfylkingunni?
22.5.2007 | 21:53
Þá er komið andlit á ríkisstjórnina
Loksins er komið andlit á ríkisstjórnina og ástæða til að óska því fólki sem sest í ríkisstjórnina til hamingju og farsældar í starfi. Miklu skiptir að ráðherrar skili góðu dagsverki. Ekkert kom á óvart við skipun ráðherra Sjálfstæðisflokksins enda gamall stjórnar- og kerfisflokkur. Val Samfylkingarinnar kemur heldur ekki á óvart nema hvað varðar skipan Björgvins G. Sigurðssonar í sæti viðskiptaráðherra. Ég var ánægður að sjá að fyrrverandi stjórnarmaður í Neytendasamtökunum skuli nú vera orðinn viðskiptaráðherra og vænti þess að hann eigi eftir að taka undir með mér í þinginu varðandi brýn hagsmunamál neytenda í landinu.
Þó andlitin séu komin og skipun í ráðherraembætti þá er þó enn eftir að sjá fyrir hvað stjórnin stendur. Hvað flokkarnir hafa samið um. Ég hef beðið mun spenntari eftir því.
Nýr utanríkisráðherra byrjar sennilega á að taka okkur af lista yfir hinar viljugu þjóðir og hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Var það ekki annars höfuðmálin sem Samfylkingin stóð fyrir í utanríkismálum?
Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.5.2007 | 19:17
Þorgerður
Mér er sagt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sé einskonar guðmóðir þeirrar ríkisstjórnar sem er að fæðast. Hún hafi lagt á ráðin og viljað slíta samstarfi við Framsóknarflokkinn. Sé þetta rétt þá væri e.t.v. ekki úr vegi að kalla samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðísflokksins "Þorgerði" Nema annað nafn finnist betra.
Fróðlegt verður í ljósi frétta síðustu daga að sjá með hvaða loðmullu kvótakerfið verður afgreitt í stjórnarsáttmálanum og hvort Samfylkingarmenn standi við það að afnema bæri kvótakerfið sem væri mesta ranglæti Íslandssögunnar.
Ástandið á Flateyri þar sem braskararnir taka sitt en fólkið sem hefur atvinnu af sjávarútvegi og á allt sitt undir bæði atvinnu og eignir ætti að hafa sýnt þeim sem setið hafa við stjórnarmyndun fram á nauðsyn þess að afnema óréttlætið.
Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu kynntur stjórnarsamningurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2007 | 09:17
Góðærin eru tekin að láni.
Grein sem Víglundur Þorsteinsson skrifar í Morgunblaðið í dag um peningastefnuna vekur athygli. Víglundur hefur lengi verið í forustu íslenskra iðnrekenda og víðar og forustumaður í Sjálfstæðisflokknum. Hann gefur peningastefnunni þá einkunn að hún hvetji til skammsýnna aðgerða. Góðærin eru tekin að láni. Á sama tíma lenda samkeppnis- og útflutningsgreinar í aðstæðum sem leiðir til samdráttar hjá þeim og þvingaðar til spákaupmennsku og erlendrar lántöku til að fjármagna viðskiptahallann.
Harðari dóm yfir peningastefnu ríkisstjórnar og Seðlabanka hef ég ekki séð úr röðum Sjálfstæðismanna. Hvað sem því líður þá er allt satt og rétt sem Víglundur Þorsteinsson segir í ágætri grein sinni í Morgunblaðinu. Fölbleikt sólarlag Geirs og Ingibjargar gæti því komið fyrr en sumir hafa spáð.
21.5.2007 | 16:50
Hvað þýðir hlé á viðræðum.
Það er sérkennilegt að forustumenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins skuli hafa gert hlé á viðræðum sínum. Slíkt orðalag er helst þekkt við kjarasamninga þegar aðilar telja örvænt um að þeir nái saman og tilgangslaust sé að halda áfram að sinni. Það á þó sennilega ekki það sama við hér miðað við yfirýsingar þeirra um að þau muni halda áfram og engin sérstök ágreiningsmál séu uppi.
Hvað sem líður fullyrðingum þeirra Geirs og Ingibjargar þá virðist einhver fyrirstaða vera sem flokksformennirnir telja nauðsynlegt að unnið sé úr áður en lengra er haldið. Annars þyrfti ekki að gera hlé. Svona hlé eru notuð til að tala við þingflokkana og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi viðræðum. Fróðlegt að vita hvað er að.
Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 180
- Sl. sólarhring: 834
- Sl. viku: 4001
- Frá upphafi: 2427801
Annað
- Innlit í dag: 168
- Innlit sl. viku: 3704
- Gestir í dag: 166
- IP-tölur í dag: 163
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson