Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
30.6.2008 | 16:40
Eða dollar?
Einhver sagði að þegar stjórnmálamenn vildu drepa málum á dreif og komast hjá að taka ákvarðanir þá notuðu þeir hið mikilvæga orð "eða".
Geir H. Haarde fór þannig að þegar í spurningu lá hvort taka ætti upp Evru að þá sagði hann, eða dollar eða norsku krónuna eða sænsku krónuna eða svissneska frankann. Af hverju ekki Evruna?
Viðskipti okkar við Bandaríkin eru 5.3% af útflutningi og 13.5% af innflutningi árið 2007. Viðskipti Íslands við EES svæðið eru 78.4% af útflutningi og 64.6% af innflutningi. Evrutengd viðskipti okkar eru um 60%. Hvaða glóra er þá í því að tala um dollar eða þá svissneska frankann þar sem viðskipti eru milli 1 og 2% í inn- og útflutningi.
Skiptir ekki mestu máli ef taka á upp eða tengjast öðrum gjaldmiðli að það sé gjaldmiðill sem skiptir miklu máli í viðskiptum við landið?
Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar mjög góðan og athygliverðan leiðara í blað sitt í dag. Þar fullyrðir hann að lantgímavandi fyrirtækja og alls almennings í landinu sé að íslenska krónan sé ekki samkeppnisfær.
Þá bendir Þorsteinn á að raunverulegar ógöngur peningastefnunnar hafi komið fram þegar gengi hennar var sem hæst, en þá hafi lífskjörin og trúin á stöðugleikann verið látin ráðast af erlendurm lántökum en ekki verðmætasköpun. Það hafi verið sýndarveruleiki.
Loks segir Þorsteinn að vandinn felist í gjaldmiðlinum og bendir á að helstu forstöðumenn hagsviðs og hagrannsókna í Seðlabankanum hafi komist að þeirri niðurstöðu að krónan geti ekki tryggt sambærilegan stöðugleika og öflugt myntkerfi. Hann segir einnig að bankastjórn Seðlabankans hafi ekki haft styrk til að taka á þessari umræðu.
Ég er sammála þeim sjónarmiðum og rökstuðningi sem Þorsteinn setur fram í leiðaranum og finnst kærkomið að loksins skuli forustumaður í Sjálfstæðisflokknum fjalla um þessi mál af alvöru. Það voru hins vegar vonbrigði að forsætisráðherra skuli reyna að drepa umræðunni um peningamálastefnuna á dreif.
Framlag forsætisráðherra í umræðuna er raunar afar merkileg með vísan til þess að hann er lærður hagfræðingur.
Af leiðara Þorsteins verður þó ekki annað ráðið en að framsýn öfl innan Sjálfstæðisflokksins vilji beita sér fyrir nýrri stefnumótun í peningamálum og afstöðunni til Evrópusambandsins á meðan flokkseigendafélagið í Sjálfstæðisflokknum heldur sig fast við Davíðskuna. Svo virðist sem það verði örlög Sjálfstæðisflokksins í bráð að halda sig við Davíðskuna.
Spurning er þá hvort að framsýnt, frjálslynt fólk á heima í flokknum meðan svo fer fram.
27.6.2008 | 12:07
Fylgishrun Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þriðja hverjum kjósanda frá síðustu kosningum skv niðurstöðu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar HÍ sem birtist í dag. Fylgi við borgarstjórnarflokkinn mælist um 29% en flokkurinn fékk um 43% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum.
Skoðanakönnunin er gerð 2-22. júní. Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við sem leiðtogi og borgarstjórnarefni þ. 7. júni. Ætla mætti að það ásamt því umtali sem varð við leiðtogaskiptin, þegar flokksforustan og fleiri flæmdu Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson úr foringjastöðu í borginni, hefði orðið til að styrkja stöðu flokksins í skoðanakönnun eins og þessari.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur venjulega mælst meira í skoðanakönnunum um sumur. Fylgi hans í skoðanakönnunum hefur alltaf verið meira en hann fær við kosningar. Þessi skoðanakönnun og skoðanakönnun Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum um fylgi flokksins á landsvísu bendir því til að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú í verstu stöðu sem hann hefur nokkru sinni komist í frá stofnun hans.
Þá vekur athygli að stuðningur við borgarstjóra og félaga hans í Íslandshreyfingunni skuli mælast jafn lítið. Einungis rúmt 1% borgarbúa segjast munu kjósa hann. Þetta gerist þrátt fyrir það að borgarstjóri hafi verið áberandi í fréttum á tímabilinu þegar skoðanakönnunin var gerð.
Ég tek skoðanakönnunum alltaf með fyrirvara og líka þessari en þrátt fyrir það þá eru niðurstöðurnar ljósar með slaka stöðu Sjálfstæðisflokksins og Ólafs Magnússonar. Þá virðist Framsóknarflokkurinn ekki ná sér á strik en þar verður að líta til þess að flokkurinn mælist alltaf mun verr í skoðanakönnunum en í verunni.
Frjálslyndi flokkurinn fékk um 8% fylgi í skoðanakönnun á landsvísu í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar. Það er því ljóst að væri Frjálslyndi flokkurinn tekinn með í skoðanakönnun eins og þessa þá myndi fylgi annarra flokka minnka en útilokað er að segja um með vissu frá hvaða flokkum Frjálslyndir mundu taka en þó má ætla að það væri helst Sjálfstæðisflokkur og Samfylking.
26.6.2008 | 14:50
Iðnaðarráðherra hunsar "Fagra Ísland"
Sama dag og Mörður Árnason varþingmaður Samfylkingarinnar og ritstjóri vefsíðu flokksins skrifar leiðarann " Almenningur styður stefnu Samfylkingarinnar Fagra Ísland", undirritaði iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson viljayfirlýsingu um byggingu 250 þúsund tonna álvers á Bakka við Húsavík.
Við það tækifæri sagði Össur að stóriðja sem þessi væri jákvæð fyrir þær sakir að aðgætni væri viðhöfð gagnvart náttúrunni og var helst að skilja að það væri vegna þess að jarðvarmi væri nýttur.
Raunar verður ekki séð að það skipti umhverfismáli hvort stóriðja notar jarðvarma eða orku úr fallvötnum. Fróðlegt væri að iðnaðarráðherra skýrði hvaða umhverfislegi munur þar er um að ræða.
Mörður Árnason vefsíðustjóri Samfylkingarinnar segir að almenningur styðji "Fagra Ísland" stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum.
Í þeirri stefnumörkun segir m.a. að slá eigi ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð. Í annan stað er talað um að úthluta mengunarkvótum og í þriðja lagi að sérstök félög sem fjármagni sig á markaði og greiði fyrir afnotarétt af auðlindum reisi virkjanir fyrir stóriðju. Ekkert af þessu kemur fram í viljayfirlýsingunni sem iðnaðarráðherra undirritaði.
Viljayfirlýsingin um að byggja 250 þúsund tonna álver á Bakka af Alcoa er ekki í samræmi við stefnumótunina "Fagra Ísland." Hafi Mörður Árnason vefsíðuritstjóri rétt fyrir sér að almenningur styðji stefnuna þá er ljóst að ráðherrar Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni gera það ekki.
Eða hvað?
Álversyfirlýsing undirrituð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2008 | 10:57
Kemur verðbólgan engum á óvart?
Verðbólga mælist nú meiri en verið hefur í tæpa 2 áratugi. Þessi verðbólga virðist ekki koma neinum á óvart miðað við að greiningardeildir bankanna höfðu sumar spáð meiri verðbólgu en skráð er. Þrátt fyrir Evrópumet í stýrivöxtum til að vinna gegn verðbólgu hefur Seðlabankinn aldrei náð verðbólgumarkmiðum sínum. Þvert á móti má færa rök að því að stefna Seðlabankans sé mikill orsakavaldur vandans nú og þess vanda sem við stöndum frammi fyrir.
Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar og síðustu ríkisstjórna, einkum skattastefnan og síaukin útþensla opinbera báknsins ásamt vanhugsuðum og allt of takmörkuðum aðgerðum Seðlabankans leiddi til hágengis, spennu í efnahagslífinu og mikillar einkaneyslu. Þjóðin verður nú að taka afleiðingum af þessari vitlausu stefnu. Það var alltaf ljóst að það mundi koma að skuldadögunum. Þrátt fyrir það markaði hvorki ríkisstjórn né Seðlabanki neina stefnu um það hvernig bregðast ætti við þegar hágenginu yrði ekki lengur haldið uppi. Þegar skuldasöfnun þjóðarinnar gæti ekki haldið áfram og þegar verðbólgudraugurinn berði að dyrum.
Efnahagskreppur á Íslandi hafa hingað til stafað af lækkandi fiskverði og minnkandi sjávarafla. Nú er fiskverð hinsvegar í hámarki og útflutningsverðmæti haldast þrátt fyrir að heimilað sé að veiða minna en oftast áður. Efnahagskreppan nú er því af öðrum toga en áður. Hún er heimatilbúin. Hún er bein afleiðing hagstjórnarmistaka Seðlabanka og ríkisstjórna í rúman áratug.
Aukin umsvif og skattheimta hins opinbera er einn af helstu orsakavöldum þeirra efnahagsþrenginga sem við erum nú að ganga í gegn um. Það er því með ólíkindum að þrátt fyrir þetta og stöðugt vaxandi hlutar hins opinbera þá skuli talsmenn sósíalismans í Vinstri Grænum og Samfylkingunni nú kalla eftir enn meiri ríkisafskiptum og jafnvel þjóðnýtingu á kostnað skattborgaranna.
Er ekki nóg komið af sósíalismanum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir? Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðasta áratug aukið útgjöld og umsvif hins opinbera þvert á stefnu sína? Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið skattheimtuna á launafólk í landinu en lækkað skatta þeirra sem best eru settir? Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið sumum þjóðarauðlindir og selt öðrum rýmingarsöluverði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig stundað sósíalisma í anda sérkenninegrar frjálshyggju?
Væri ekki skynsamlegra að takmarka umsvif hins opinbera, lækka skatta og leyfa borgurum þessa lands að ráða meiru um fjármál sín. Er nokkur hætta á því að fólkið mundi stjórna fjármálum sínum verr en ríkið og Seðlabankinn hefur gert fyrir það?
Verðbólga mælist 12,7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2008 | 20:55
Af hverju selja eignir?
Fyrirtæki selji eignir í útlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.6.2008 | 13:44
Hann Birna leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Samstillt aðför Morgunblaðsins og forustu Sjálfstæðisflokksins tókst og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hættir sem oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur við.
Það var fyrirséð að þannig mundi það verða vegna þess að flokkseigendafélagið í Sjálfstæðisflokknum var greinilega búið að ákveða þetta fyrir nokkru eða jafnvel löngu.
Það bíður Hönnu Birnu óneitanlga erfitt verkefni. Í fyrsta lagi þarf hún að vinna að því að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins verði trúverðugur. Í öðru lagi bíður hennar líka það verkefni að móta stefnu í borgarmálum sem aðgreinir Sjálfstæðisflokkinn frá hinum flokkunum í borgarstjórn. Staðreyndin er sú að stefna flokkana í borgarmálum er svo áþekk og einsleit að iðulega er erfitt að gera sér grein fyrir hver ágreiningurinn er á milli flokkana ef hann er þá yfir höfðu nokkur. Þetta veldur því að allir flokkarnir í borgarstjórn eiga svo auðvelt með að vinna saman. Málefnin þvælast ekki fyrir þeim.
Verst er að það skuli ekki vera fulltrúar frjálsyndrar einstaklingshyggju í borgarstjórn. Slíkir fulltrúar mundu ekki líða þá sóun, bruðl og síðast en ekki síst óheyrilega sjálftöku borgarfulltrúa og varamanna þeirra sér til handa á fjármunum borgarbúa.
Það vantar fulltrúa aðhalds sparnaðar og heilbrigðrar skynsemi í borgarstjórn. Fulltrúa sem hafa ákveðna stefnu og framtíðarsýn í borgarmálum. Fulltrúa sem vinna að því að eðlilegar samgöngur verði í borginni og út úr og inn í hana. Sjái til að hreinsun borgarinnar sé með eðlilegum hætti en borgin fari ekki aftur og aftur yfir hættumörk vegna svifryksmengunar. Slíka fulltrúa verðum við að fá eftir næstu borgastjórnarkosningar.
7.6.2008 | 00:14
Obama forsetaframbjóðandi Demókrata
Sem betur fer hefur Hillary Clinton loks lýst sig sigraða og mun lýsa yfir stuðningi við Barack Obama væntanlega í dag. Frú Clinton hefði betur gert þetta fyrir mánuði síðan þegar ljóst var að barátta hennar var töpuð.
Obama ætti að eiga góða möguleika á að sigra í forsetakosningunum því að staða Repúblikana er svo slæm eftir forsetatíð George W. Bush jr. Ekki bætir úr skák að nefnd Bandaríkjaþings skuli nú hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir Bush og Cheney varaforseti beittu þjóðina blekkingum til að fara í löglaust stríð gegn Írak. Það gæti leitt til ákæru á hendur þeim í framtíðinni.
Þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson áttu hins vegar að átta sig á því að árásarstríð á Írak var ólögleg innrás á fullvalda ríki. Samt drógu þeir Ísland inn í hóp viljugu ríkjanna sem bera siðferðilega ábyrgð ásamt Bandaríkjamönnum á ólögmætri innrás í Írak.
En Obama er sigurvegari í fyrstu lotu og vonandi verður hann það líka í nóvember.
6.6.2008 | 00:10
Pólitísk aftaka?
Skoðanir ritstjórnar Morgunblaðsins koma fram í ritstjórnargreinum blaðsins og í Staksteinum. Í Staksteinum í gær segir:
"Nú þarf stjórnmálamaðurinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að gera slíkt hið sama og axla pólitíska ábyrgð sína og hverfa af vettvangi stjórnmálanna."
Síðar segir í Staksteinum að það hafi komið fram í fréttaskýringu Péturs Blöndal alþingismanns í Morgunblaðinu að það sé vilji borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þingmanna flokksins og flokksforustu að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hverfi af vettvangi stjórnmálanna.
Aldrei fyrr hefur verið veist að pólitískum forustumanni Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur með þeim hætti sem gert er í Morgunblaðinu. Raunar minnist ég þess ekki að Morgunblaðið hafi fyrr farið þannig fram gagnvart forustumanni Sjálfstæðisflokksins þegar eining er að öðru leyti í flokknum. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur raunar lýst yfir stuðningi við Hönnu Birnu og hefur þar með komið sínum skilaboðum á framfæri gagnvart Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni.
En hvað er vandamálið . Af hverju þarf að veitast að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni með þessum hætti í fréttaskýringum og ritstjórnarpistlum Morgunblaðsins?
Sé það vilji borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að Vilhjálmur Þ. eigi að víkja þá afgreiða þeir málið. Málið er ekki flóknara en það. Er það ekki sérkennilegt að það skuli vera gelt að forustumanni Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti utan úr bæ? Þess ætti ekki að vera þörf nema ef svo skyldi vera að borgarstjórnarfólk Sjálfstæðisflokksins sé þeim annmörkum háð að það geti ekki gengið frá nauðsynlegum afgreiðslum og tekið ákvarðanir.
Þarf Morgunblaðið og aðrir aðilar í flokkseigendafélagi Sjálfstæðisflokksins að ákveða málið fyrir borgarstjórnarflokkinn? Af hverju gengur borgarstjórnarflokkurinn ekki frá sínum málum sjálfur?
5.6.2008 | 17:06
Engir höfuðklútar, blæjur eða slæður í háskólum í Tyrklandi.
Á sama tíma og ýmis kristin Evrópuríki vandræðast með það hvort banna eigi tákn kvennakúgunar og ófrelsis, blæjur og slæður ákveður stjórnlagadómstóll Tyrklands að slíkur klæðnaður sé óheimill í háskólum landsins. Semsagt konum í Tyrklandi er bannað að bera þetta tákn kvennakúgunar.
Margir hafa haldið því fram að það væri óvirðing við Íslam að vera á móti slæðu- og blæjuburði kvenna. En það hefur ekkert með trúarbrögðin að gera. Þetta tákn kvennakúgunar var tekið upp í Íslam eftir að karlarnir stálu trúarbrögðunum og fóru að túlka þau sér í hag. Blæjuburður kvenna er gamall persneskur siður.
Íslensku stjórnmálakonurnar sem hafa sett upp blæjur og slæður á ferðum sínum til Afghanistan og Saudi Arabíu svo dæmi séu nefnd síðast utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ættu að hugleiða sjónarmið Tyrkneska stjórnarskrárdómstólsins áður en þær láta sér til hugar koma að sveipa þessu tákni kvennakúgunar um sig.
Það sem mér hefur komið mest á óvart í þessu er að ekkert skuli heyrast um þessi mál frá Femínistum eða Kvennréttindafélagi Íslands svo önnur dæmi séu tekin.
Slæður brot á stjórnarskrá Tyrklands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.12.): 350
- Sl. sólarhring: 474
- Sl. viku: 3900
- Frá upphafi: 2452148
Annað
- Innlit í dag: 323
- Innlit sl. viku: 3573
- Gestir í dag: 315
- IP-tölur í dag: 314
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson