Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
31.10.2010 | 21:21
Af hverju ekki biðraðir?
Fjölskylduhjálpin, Þjóðkirkjan, Mæðrastyrksnefnd og ýmsir aðrir frjálsir velgjörðarhópar dreifa matvælum og öðrum nauðsynjum til fátækra. Eðlilega myndast biðraðir vegna þess að það geta ekki allir fengið afgreiðslu í einu. Ekki frekar en í bönkum. Önnur samtök velviljaðs fólks gefur vinnu og matvæli til að þurfandi fólk fái heitan mat.
Umræðan um þetta mikla, góða og fórnfúsa velgjörðarstarf sem þessir aðilar sinna hefur verið á villigötum. Einblínt er á biðraðir og því haldið fram að svona lagi finnist ekki í nágrannalöndum okkar. Það er rangt þó að biðraðir geti þar verið með öðrum hætti. Þá er því haldið fram að þetta sé til skammar. Það er líka rangt. Það er ekki til skammar að til skuli vera fórnfúsar hendur sem vilja deila gæðum með okkar minnstu bræðrum og systrum. Þvert á móti.
Nú sjá margir ekki aðra lausn en búa til stofnun hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga nema hvort tveggja sé til að úthluta opinberum greiðum og velgjörðum. Er það endilega betra en það fyrirkomulag sem hefur þróast hér?
Sjálfboðaliðastarf í velferðarmálum leysir mikinn vanda og sparar mikil útgjöld. Það er reynsla allra þjóða sem þekkja til víðtækrar samhjálpar á þeim grundvelli. Víða er því talað um að hið opinbera veiti aðstoð og styrki til samtaka sem vinna að velferðarmálum og vinni með því með markvissari hætti og ódýrari að því að útdeila gæðum en með því að stofna opinbert apparat.
Er einhver þörf á því að eyðileggja gott og óeigingjarnt hjálparstarf á grundvelli ríkishyggjunnar í stað þess að styðja við hjálparstarfið þannig að þeir sem að því standa geti unnið enn betur. Hvort er líklegra til að gagnast betur þeim sem á þurfa að halda?
28.10.2010 | 23:35
Uppljóstrun eða Barbabrella?
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri er um margt athyglisverður maður. Í dag sagði hann í ræðu að starfsmenn Seðlabankans hefðu vitað það árið 2006 að íslenska hagkerfið stefndi í þrot, en ekki þorað að birta þær niðurstöður. Starfsmennirnir hefðu birt rangar niðurstöður. Semsagt logið að þjóðinni allt frá árinu 2006.
Í framhaldi af þessari yfirlýsingu verður Már að skýra frá því hverjir gáfu þjóðinni rangar upplýsingar og hvers vegna. Einnig hvort það var geðþóttaákvörðun viðkomandi starfsmanna eða einhverra annarra að leyna þjóðina upplýsingum og birta rangar.
Þá verður Már að sýna hverjar voru niðurstöður starfsmanna Seðlabankans frá 2006 og áfram og bera saman þær niðurstöður og það sem viðkomandi starfsmenn og Seðlabankinn sendu frá sér opinberlega.
Þá liggur fyrir að Seðlabankinn hefur engan trúverðugleika í kjölfar þessarar yfirlýsingar Más Guðmundssnar nema þeir víki sem gáfu þjóðinni rangar upplýsingar og máið verði upplýst að fullu.
Víki Már Guðmundsson Seðlabankastjóri sér undan að upplýsa þjóðina um þær spurningar sem vakna í kjölfar uppljóstrunar hans, þá er ekki hægt að líta á yfirlýsinguna öðrum augum en eins konar Barbabrellu, sem Seðlabankastjóri kann þá að hafa lært af borgarstjóranum.
Eða af stjórnendum Goldman Sachs bankans sem hann heimsótti undirdánugastur ásamt fjármálaráðherra í Bandaríkjaför sinni. En þeir hjá Goldman Sachs bankanum þykja hvað hugmyndaríkastir hrunbankamanna heimsins.
27.10.2010 | 09:01
Skömmum fortíðina
Þegar ráðamenn valda ekki verkefnum nútíðar og geta ekki mótað stefnu framtíðar má altént skamma fortíðina.
Umræður og tillögur frá ríkisstjórn og Alþingi um rannsóknarnefndir og rannsóknir á löngu liðnum tíma og ákvörðunum sem engu skipta í núinu eða fyrir framtíðina vísa til úrræðaleysis og vanmátt við að ráða fram úr aðgerðum augnabliksins og framtíðarinnar.
Viðfangsefni dagsins í dag er að koma á lánakerfi sem er sambærilegt því sem er á hinum Norðurlöndunum og raunlækka höfuðstól verðtryggðu lánanna að raunveruleikanum.
Viðfangsefni dagsins í dag er að móta atvinnustefnu og skapa skilyrði öflugs atvinnulífs og eyða atvinnuleysi og versnandi lífskjörum.
Viðfangsefni dagsins í dag er að minnka verulega umsvif hins opinbera og lækka skatta.
Ríkisstjórn sem og stjórnarandstaða verða að móta stefnu framtíðar eða fara frá ella ef þeir hafa engar tillögur eða hugmyndir.
Krefjast verður þess af sérstökum saksóknara nú þegar hann er laus við Evu Joly, að hann fari að vinna vinnuna sína, þannig að einhver árangur sjáist. Eigum við ekki að krefjast þess af sérstökum að hann og dómstólar geri upp við fortíðina sem fyrst?
Látum sérstakan um fortíðina en þá um framtíðina sem eiga að stjórna þessu landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.10.2010 | 08:50
Hvað er svona merkilegt við það að
Sama dag og íslenskar konur minntust kvennafrídagsins með myndarlegum hætti var tilkynnt að 523 einstaklingar hefðu boðið sig fram til Stjórnlagaþings. Af þessum 523 frambjóðendum voru aðeins 159 konur eða innan við þriðjungur frambjóðenda.
Framboð til Stjórnlagaþings eru einstaklingsbundin framboð þar sem fólk þarf sjálft að hafa fyrir því að koma sér á framfæri og mér vitanlega standa hvorki stjórnmálaflokkar né önnur félagsmálaöfl almennt að þessum framboðum. Óneitanlega er það umhugsunarefni að konur skuli ekki gefa kost á sér í meira mæli en raun ber vitni.
Í þessu tilviki standa konur jafnfætis körlum og hafa alla sömu möguleika eða er ekki svo?
25.10.2010 | 15:59
Verkafólk mæti í vinnu einu sinni í viku.
Einhver reiknaði það út að konur ættu að hætta að vinna kl. 14.25 í dag því þá hefðu þær lokið vinnudegi sínum í samanburði við hefðbundin launamun karla og kvenna.
Mismunandi launakjör eru fyrst og fremst launamunur milli einstaklinga. Þannig þarf fiskverkakonan ekki að mæta nema 1-2 daga í mánuði í vinnuna miðað við launamun hennar og forstöðukvenna Auðar Capital. Verkamaðurinn hjá íslenska ríkinu þarf ekki að mæta nema einu sinni í viku miðað við útreikning á launakjörum hans og bankastjóra í einum af ríkisbönkunum. Þegar Kaupþingsforstjórarnir fengu sem mest þá hefði hinn almenni verkamaður og verkakona þá átt að mæta einn dag tíunda hvert ár með sama samanburði.
Um leið og ég óska íslenskum konum til hamingju með baráttu fyrir eðlilegum réttindum sínum þá minni ég á að barátta fyrir jafnri stöðu karla og kvenna er í raun og á að vera barátta fyrir jafnri stöðu einstaklinga. Mannréttindabarátta varðar eðli máls samkvæmt einstaklinga fremur en hópa í okkar samfélagi.
21.10.2010 | 15:27
Heillastjarna Halldórs Ásgrímssonar
Heillastjarna Halldórs Ásgrímssonar svíkur hann ekki þessa daganna.
Fyrir nokkrum dögum síðan gjaf Landsbankinn honum og fjölskyldu hans milljarða með því að fella niður milljarðaskuldir fyrirtækis þeirra. Það vakti sérstaka athygli við þessa gjöf til Halldórs að ASÍ forustan hafði ekkert við hana að athuga og hvorki sú forusta né bankarnir töldu að þessi rausnarlega gjöf til Halldórs og fjölskyldu skipti þjóðhagslega nokkru máli. Þar gegnir raunar öðru máli en með 20 milljón króna skuld Valdimars Viðarssonar verkamanns sem verður ásamt fjölskyldu sinni sviptur eignum sínum og íverustað enda gæti skuldaniðurfelling hjá honum riðið hagkerfinu á slig og eyðilagt grundvöll og stöðu lífeyrissjóðanna.
Í gær var Halldór endurráðinn sem framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs án þess að hafa nokkra þá kosti sem mæla með honum til áframhaldandi starfa þar að einum undanskildum, sem hefur þó almennt ekki nema neikvæð áhrif við starfsráðningar.
Óneitanlega var það athygliverð stund að sjá Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra og Norðurlandaráðsráðherra, trítla upp í ræðustól á Alþingi og afneita allri ábyrgð á endurráðningu Halldórs þó að hún geti engum öðrum um kennt, ekki einu sinni starfsfólki Alþingis. Katrín ber nefnilega fulla ábyrgð á endurráðningu Halldórs. Hún hafði með málið að gera og hún ber ábyrgðina.
Heillastjarna Halldórs bregst ekki hvað sem á dynur. Maðurinn sem kom á kvótakerfinu, laug að þjóðinni um staðfestu við að stunda hvalveiðar á sama tíma og hann samþykkti að hætta þeim. Var svo dáðríkur stjórnmálamaður að Framsóknarflokkurinn nánast þurkaðist út þegar hann gafst upp sem formaður eftir snautlegustu dvöl í forsætisráðuneytinu sem nokkur maður hefur hingað til átt þar.
Nú fær Halldór endurráðningu frá ríkinu á vettvangi Norðurlanda og tvo milljarða til viðbótar frá vinstri stjórninni sem kennir sig við jafnaðarmennsku þó hann hafi aldrei verið til þurftar flokki sínum og þjóð.
20.10.2010 | 14:32
ASÍ ber ábyrgð á hruninu
ASÍ og lífeyrissjóðir í vörslu forkólfa verkalýðsrekenda bera mikla ábyrgð á hruninu. Fróðlegt verður að sjá með hverju forseti ASÍ ætlar að afsaka ábyrgðarlausa þátttöku ASÍ og lífeyrissjóðanna í gróðabralli banka og fjármálasukki síðustu ára. Launafólk sem og aðrir landmenn eiga heimtingu á að Gylfi Arnbjörnsson geri heiðarlega úttekt á aðgerðum og aðgerðarleysi verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóðanna varðandi efnahagshrunið og hrunadansinn frá aldamótum fram að hruni.
Forusta ASÍ og lífeyrissjóðafurstarnir berjast eins og grenjandi ljón gegn því að launafólki í landinu verði skilað til baka hluta þess ránsfengs sem lífeyrissjóðirnir hafa haft af launafólki með óréttmætri og siðlausri verðtryggingu lána. Gylfi Arnbjörnsson þarf að gera þjóðinni grein fyrir því á ársfundi ASÍ sem hefst á morgun hvernig sú afstaða hans og forkólfa verkalýðshreyfingarinnar samræmist hagsmunum launafólks.
Lífeyrissjóðirnir hafa tapað hundruðum milljarða á banka-sjóða- og verðbréfasukki og forustumenn þeirra höguðu sér með sama hætti og þeir útrásarvíkingar og bankamenn sem verkalýðsforustan ásakar nú um að bera ábyrgð á hruninu. Verkalýðsforustunni væri hollt að horfa á eigin spegilmynd til að sjá bjálkann í eigin augum.
Fróðlegt verður að sjá hvort verkalýðsforkólfarnir sem hittast á ársfundi ASÍ klappa á bak hvers öðrum og finna leiðir til að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um. Þá verður fróðlegt að sjá hvort þeir ætla að afsaka sig með innantómum marklausum Samfylkingarfrösum um frjálshyggju, einkavæðingu og spilavíti. Sé svo þá ættu þeir í leið að huga að því að það voru þeir sjálfir sem spiluðu hvað djarfast með lífeyrissjóðina. Það voru þeir sem helltu peningaolíunni á spilavítiseld útrásarvíkinganna og það voru þeir sem sátu í stjórnum fjármálafyrirtækja og hentu hundruðum milljarða í fjármálafyrirtæki og önnur fyrirtæki sem og erlent verðbréfabrask.
Gylfi Arnbjörnsson og félagar í ASÍ og lífeyrisfurstarnir ættu að horfast í augu við sjálfa sig eigin ábyrgð og segja af sér og leyfa raunverulegum fulltrúum fólksins að komast að.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
18.10.2010 | 08:39
Á að leggja jólin niður?
Samfylkingin, Besti flokkurinn og Vinstri grænir standa að því í Mannréttindaráði Reykjavíkur að bannað verði að syngja jólasálma eða fara með bænir á jólahátíðum. Auk þess að bannað verði að dreifa Nýja testamenntinu í skólum eða ástunda bænahald.
Fjölmenningarpostulinn Margrét K. Sverrisdóttir, sem nú er pólitísk próventukona hjá Samfylkingunni og formaður Kvenréttindafélags Íslands stendur fyrir þessari aðför að íslenskri trúarhefð og menningu. Það er raunar athyglivert með þá konu, að hún og félag hennar hefur iðulega amast við smámunum í íslensku samfélagi, en gætt þess vandlega að tala ekki um kvennakúgun í Íslömskum ríkjum. Raunar hefur þessi kona séð ástæðu til að setja á höfuð sér tákn kvennakúgunarinnar þegar hún þurfti að sækja próventu sína á þær slóðir.
Á sama tíma og fólk í Evrópu gerir sér grein fyrir því að nauðsyn ber til að gæta að þjóðlegri menningu og standa vörð um trúarleg gildi eins og kom m.a. fram í ræðu kanslara Þýskalands í gær, þá sér fjölmenningarfólkið í Mannréttindanefnd ástæðu til að sækja að kristni og íslenskri trúarhefð.
Gangi tillögur þessar eftir er spurning hvort ekki sé rökrétt að leggja jólahald og jólaskreytingar alfarið niður í skólum og afnema jólafrí.
Skyldi þessi fjölmenningarlegi meirihluti hafa velt því fyrir sér hvert börnin í grunnskólum Reykjavíkur eigi að leita huggunar ef eitthvað bjátar á. Í slíkum tilvikum verður líklega bannað að fara með bænir eða leita til þjóna kristinna safnaða gangi tillögur nefndarinnar eftir.
Tillögur Mannréttindanefndarinnar sýna að pólitík skiptir máli og það getur verið dýrt að henda atkvæðinu sínu í vitleysu. Yfir 90% þjóðarinnar aðhyllist kristna trú og meiri hluti þeirra sem gera það ekki amast ekki við kristnihaldi eða kristilegri boðun. Hvað veldur því þá að þessi öfgaboðskapur Margrétar Sverrisdóttur nær fram að ganga í Mannréttindanefnd? Ekki er það í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar- eða er það svo?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (90)
17.10.2010 | 21:33
Hvika nú allir stjórnarliðar nema Ögmundur?
Svo virðist sem Jóhanna og meðreiðarlið hennar í ríkisstjórninni sé horfið frá niðurfærslu lána allir nema Ögmundur Jónasson sem enn stendur vel í ístaðinu og virðist skynja alvöru málsins og samhengi hlutanna.
Á tímum kaupmáttarskerðingar upp á rúman tug prósenta, skattahækkana og verðlækkunar á fasteignum, þá þýðir ekki fyrir fjármálastofnanir og lífeyrissjóði að ætlast til þess að fólk sætti sig við eitthvað annað og minna en eðlilega niðurfærslu verðtryggðra lána.
Stjórnarandstaðan ætti að láta myndarlega í sér heyra varðandi þetta réttlætismál og knýja á um það að almenn leiðrétting lána í samræmi við staðreyndir í þjóðfélaginu nái fram að ganga.
Gerviheimur verðtryggingarinnar býr ekki til nein raunveruleg verðmæti, en hún getur eyðilagt sum.
16.10.2010 | 14:29
Tjáningarfrelsið og Geert Wilders
Formaður hollenska frelsisflokksins Geert Wilders var ákærður fyrir hatursáróður gegn Íslam m.a. að benda á hvað væri líkt með Íslam og nasisma. Í kvikmynd sem Wilders gerði "Fitna" gerir hann ítarlega grein fyrir þeim sjónarmiðum og kenningum Íslam sem hann telur andstæð sjónarmiðum vestrænna lýðræðisríkja um mannréttindi, jafnræði og lýðfrelsi.
Óneitanlega er það sérstakt að tjáningafrelsinu kunni að vera sniðinn svo þröngur stakkur að stjórnmálamenn og aðrir sem benda á staðreyndir eða fjalli um mál á hugmyndafræðilegum grundvelli, þurfi að þola ákærur ríkisins á hendur sér.
Það merkilega við ákærur á hendur Geert Wilders er m.a. það að saksóknarinn vildi ekki ákæra hann og biður nú um það við meðferð málsins fyrir dómi að Wilders verði sýknaður af öllum ákærum og telur ákærurnar byggðar á veikum forsendum. Saksóknarinn bendir m.a. á að ummæli Wilders séu byggð á því að Íslam sé ákveðin hugmyndafræði sem hann gagnrýni sem slíka. Dómararnir geta að sjálfsögðu komist að annarri niðurstöðu.
Annað er líka merkilegt við þetta mál á hendur Wilders. Óháður saksóknari vildi ekki ákæra Wilders en neyddist til að gera það vegna þess að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða mikilvægar ávirðingar á hendur áhrifamiklum stjórnmálamanni. Óneitanlega athyglivert það.
Vegna skoðana sinna þarf Geert Wilders að hafa um sig fjölmennt lífvarðalið til að tryggja öryggi sitt gagnvart Íslamistum, en hann er ekki fyrsti hollenski þingmaðurinn sem býr við það. Ayaan Hirsi Ali þingmaður bjó og býr líka við þessa. Hollenska þjóðin gleymir ekki þeim Pim Fortyn sem benti á svipaða hluti og Wilders varðandi Islam og var myrtur og Theo van Gogh sem gerði myndina "Submission" um stöðu kvenna í Íslam, hann var líka myrtur. Skoðað í ljósi þessara staðreynda verður fróðlegt að sjá hver verður niðurstaða dómstólsins sem mun dæma í máli Wilders í næstu viku.
Óneitanlega verður þessi hollensku dómur ákveðinn prófsteinn á gildi tjáningarfrelsis, en hæstiréttur Íslands hefur í það eina skipti sem svona mál var til meðferðar fyrir dóminum fallið á prófinu og dæmt gegn tjáningarfrelsinu þó um ómerkilegt og lítilfjörlegt mál væri að ræða.
Þeir sem tjá sig með svipuðum hætti og Wilders eru almennt brennimerktir sem hægri öfgamenn þó það fari oft víðs fjarri að það sé rétt sbr. vinstri sinnaða blaðakonan Oriana Fallaci heitin, sem hvað harðast hefur gagnrýnt Íslam. Óneitanlega er sérkennilegt að ákafir gangrýnendur mannréttindabrota skuli af vinstra fólki vera kallað "öfgafullt hægra fólk". En það er ein leið til að reyna að þagga niður í gagnrýninni.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 193
- Sl. sólarhring: 832
- Sl. viku: 4014
- Frá upphafi: 2427814
Annað
- Innlit í dag: 180
- Innlit sl. viku: 3716
- Gestir í dag: 178
- IP-tölur í dag: 174
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson