Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur uppgötvað að frjálshyggjustefna Sjálfstæðisflokksins hafi valdið efnahagshruninu. Ekki veit ég hvort þetta er hluti af varnarræðu hennar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, en hvað sem því líður þá er þetta jafnvitlaust.
Bankahrun varð í Bretlandi þar sem flokksbræður Ingibjargar hafa verið við völd lengur en Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi. Bankahrun varð líka á Írlandi og víðar í Evrópu. Gildir eitthvað annað í þeim löndum? Eða var e.t.v. frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins líka um að kenna hvernig fór hjá Bretum og Írum?
Fólk er fljótt að gleyma og óminnisheilkennið er landlægt í Samfylkingunni. Flokksmenn muna ekki að þeir sátu í ríkisstjórn frá 2007 til 1. febrúar 2009 með Sjálfstæðisflokknum. Ingibjörg var utanríkisráðherra árið fyrir bankahrun og í hruninu en fyrir hrunið fór hún um víða veröld til að tala fallega um íslenska efnahags- og bankaundrið.
Ef til vill er Ingibjörg Sólrún búin að gleyma því að hún var á bólakafi allt sumarið og fram á haust árið 2008 við að tala við einræðisherra og fremjendur mannréttindabrota vítt og breitt um veröldina til að fá þá til að kjósa Ísland í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ef til vill er Ingibjörg Sólrún líka búin að gleyma því að hún reyndi eftir mætti að halda viðskiptaráðherranum úr eigin flokki frá öllum ákvörðunum um banka- og efnahagsmál en annast um þau sjálf þar til að hún gat ekki meir vegna heilsubrests.
Mikið hefði ég viljað sjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur reyna að lyfta pólitískri umræðu á hærra plan og fjalla um efnahagshrunið þannig að einhver vitræn glóra sé í. Þessi ummæli Ingibjargar eru af sama toga og þau að vængjasláttur milljón fiðrilda í Kína orsaki fellibyl á Kyrrahafi.
Hvernig var það annars. Var ekki helsti skuldari þjóðarinnar Jón Ásgeir Jóhannesson á hægra brjóstinu á Ingibjörgu Sólrúnu alla tíð og var það ekki þessi þúsund milljarða skuldari sem styrkti Samfylkinguna um tugi ef ekki hundruð milljóna.
Hvað með það. Af hverju ekki að tala greina einfalda hluti með eðlilegum hætti. Það var ekki stjórnmálastefna sem olli efnahagshruninu. Allt of margar upplýsingar liggja fyrir sem sýna fram á allt annað. Furðulegt að Ingibjörg Sólrún skuli ekki hafa áttað sig á þeim staðreyndum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
17.2.2010 | 15:27
Hverjir stjórna?
Þegar bankakerfið fór í þrot var það aðallega vegna þess að stærstu íslensku skuldararnir gátu ekki greitt skuldir sínar. Fyrirtæki eftir fyrirtæki sem einu sinni voru stöndug með góða eiginfjárstöðu reyndust ekki vera annað en skurnin. Allt eigið fé fyrirtækjanna hafði verið sogað úr þeim og milljarðaskuldir skildar eftir. Stjórnendur þessara fyrirtækja eru nú einn af öðrum að fá sérstaka fyrirgreiðslu í bankakerfinu þá sérstaklega í Arion banka og stjórna áfram fyrirtækjunum sem þeir keyrðu svo rækilega í þrot.
Eðlilega bregður fólki við að sjá endurreisn hins Nýja Íslands taka á sig þessa mynd. Enduróm þess mátti heyra á Alþingi í dag þar sem stjórnarþingmennirnir Skúli Helgason og formaður viðskiptanefndar Lilja Mósesdóttir sem sagði við það tækifæri að stefnumörkun vantaði í málinu.
Svo virðist sem Skúli Helgason og Lilja Mósesdóttir átti sig ekki á því að það er þeim að kenna að stefnumörkun vantar um það með hvaða hætti skuldir verði afskrifaðar bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum.
Raunar stendur mest upp á viðskiptaráðherrann og formann viðskiptanefndar að móta stefnu í þessum málum. Það er á þeirra ábyrgð og ríkisstjórnarinnar að málin skuli vera í þvílíkri endemis óreiðu sem þau Lilja og Skúli Helgason stjórnarþingmenn benda réttilega á.
Hvar er nú sá glaðbeitti viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon sem kunni allan vanda að leysa við fræðimannsborðið í Háskólanum og sem ræðumaður á útifundum Harðar Torfasonar. Þraut hann erindið þegar hann þurfti að fást við raunveruleg viðfangsefni?
Hvar eru nú tillögur hinnar eitursnjöllu og ráðagóðu Lilju Mósesdóttur formanns viðskiptanefnar Alþingis sem hafði tillögur um lausn mála og endurreisn hins Nýja Íslands á reiðum höndum á Iðnófundum og öðrum fundum Gunnars Sigurðssonar leikstjóra fyrir ári síðan?
Aðgerðarleysiskostnaðurinn vegna vanhæfrar ríkisstjórnar er þegar orðin gríðarlegur. Þau siðrof sem nú eru að verða í þjóðfélaginu vegna siðlausra ákvarðana bankanna sem heyra undir ríkisstjórnina eru þó mun alvarlegri og leiða til þess að góðir Íslendingar hafa ekki lengur trú á íslensku þjóðfélagi.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/17/gagnryndi_vinnubrogd_bankanna/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2010 | 22:46
Óvissa um gildi gjaldeyrislána
Óneitanlega er það skrýtin staða að sami dómstóll Héraðsdómur Reykjavíkur skuli kveða upp tvo ósamrýmanlega dóma um lán í íslenskum krónum miðuð við erlenda gjaldmiðla. Óneitanlega er það líka sérkennilegt að dómurinn skuli ekki hafa verið fjölskipaður í jafn mikilvægu máli þegar þetta álitamál var upphaflega til afgreiðslu hjá dómstólnum.
Nú er algjör réttaróvissa um gildi gjadleyrislánanna og svo verður þangað til Hæstiréttur kveður upp dóma í þessum málum. Nauðsynlegt er að þessi mál fái forgang í réttarkerfinu hagsmunirnir eru það mikilvægir.
Eðlilega kviknar von hjá þeim sem tóku þessi lán og margir sjá fram á að halda eignum sínum verði vitleysa gengistryggðu lánanna leiðrétt. Raunar hefðu stjórnvöld átt að gera það strax. En þau gerðu það ekki frekar en annað sem þeim bar að gera.
Mér finnst síðari gjaldeyrislánadómurinn athygliverður og er honum sammála að öðru leyti en því að mér sýnist að Neytendastofa hefði átt að tjá sig um þessar lánveitingar á sínum tíma og það stendur í raun enn upp á hana að gera það betra seint en aldrei.
11.2.2010 | 11:54
Hvað vill ASÍ í málum skuldara?
Miðstjórn ASÍ sendi frá sér ályktun í gær þar sem kvartað er yfir því að aðgerðir stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna sé í skötulíki. Það er vissulega rétt, en hvað vill ASÍ gera í málunum? ASÍ hefur barist á móti afnámi verðtryggingar og að tekið verði upp lánakerfi hér svipað og á hinum Norðurlöndunum.
Leiðrétting á lánakjörum og lausn skuldavanda heimilanna fellst í að taka á séraðstæðum sem við búum við vegna gengishruns og hækkunar vísitölubundinna lána í raunverulegri verðhjöðnun. Vill ASÍ taka upp baráttu gegn verðtryggingu? Vill ASÍ krefjast þess að gengisbundnu lánin verði færð niður í viðmiðunargengi 1. janúar 2008? Ef ekki hvað vill ASÍ þá gera sem skiptir máli fyrir skuldsett heimili í landinu?
Stóra spurningin er hvort ASÍ metur hagsmuni lífeyrissjóðanna meira en hagsmuni vinnandi fólks. Hingað til hafa lífeyrissjóðirnir haft forgang hjá ASÍ forustunni. Þannig er Ísland eina landið í heiminum þar sem hinn vinnandi maður kann að vera borinn út af eign sinni með velvilja verkalýðshreyfingarinnar svo að honum líði hugsanlega betur í ellinni.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/11/adgerdir_vegna_skulda_heimilanna_i_skotuliki/
10.2.2010 | 09:08
Ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera fyrir skuldara
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra sagði á Rás 2 í morgun aðspurður um hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera fyrir skuldsett fólk, að það yrði að snúa sér til bankanna sinna. Með öðrum orðum þýðir það að ríkisstjórnin ætli ekkert að gera.
Stökkbreyttir höfuðstólar lána sem hafa hækkað vegna gengishruns og efnahagshruns eiga þá að mati ríkisstjórnarinnar að vera á ábyrgð fólks sem vildi fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Á sama tíma og verið er að fella niður milljarða skuldir þeirra sem ollu hruninu og þeir halda fyrirtækjunum sínum er verið að auglýsa þúsundir íbúða á nauðungarsölu. Það er vegna þess að höfuðstólar lánanna hafa hækkað gríðarlega á meðan verð eignanna hefur lækkað.
Ríkisstjórn sem vill ekki horfast í augu við skuldavanda heimilanna og gera nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir að stór hluti landsmanna verði eignalaus og skuldum vafinn verður að fara frá. Það var tímabært fyrir hrun að afnema verðtryggingu lána og það var réttlætismál við hrun að leiðrétta gengisbundnu lánin. Svona óréttlæti gagnvart venjulegu fólki gegnur ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.2.2010 kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.2.2010 | 18:24
Siðfræði Finns Sveinbjörnssonar
Það hefur verið merkilegt að fylgjast með orðræðum Finns Sveinbjörnssonar undanfarið vegna ráðstafanna Arion banka ríkisins og fleiri. Ekki verður annað skilið af Finni en eina viðmiðunin sé að hámarka virði bankans og þá skipti annað ekki máli. Raunar er það sérstakt að hann skuli helst sjá þá leið til þeirrar hámörkunar að fela helstu hrunbarónum þjóðarinnar að halda fyrirtækjunum og afskrifa tugi milljarða til að það megi verða.
Samkvæmt siðfræði Finns þá skiptir ekki máli hvaða sögu menn hafa. Þeir Soprano og Don Corleone væru því gildari rekstrarmenn en Móðir Teresa.
Skyldu þau Jóhanan Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon vita af þessu og hvað skyldi stjórnarandstaðan segja um málið. Eru þingmenn virkilega sammála siðfræði Finns Sveinbjörnssonar? Ætlar fólk að láta þessa siðfræði yfir sig ganga og vera ráðandi í þjóðfélaginu.
7.2.2010 | 00:37
SPRON eða BYR
Fjármálaráðherra hefur boðið milljarða úr vösum skattgreiðenda til að bjarga Byr. Gildir ekki það sama um SPRON og Byr? Ef svo er af hverju er þá ekki það sama látið yfir báðar þessar fjármálastofnanir ganga? Af hverju eiga skattgreiðendur að borga milljarða til að bjarga Byr? Af hverju eiga stofnfjáreigendur í Byr að halda ákveðnum hlut þrátt fyrir að Byr sé gjaldþrota á sama tíma og SPRON var felldur og eignarhluti allra stofnfjáreigendanna varð að engu.
Ég sé ekki samhengið í þessu frekar en öðru sem þessi ríkisstjórn og bankakerfi hennar er að gera þessa daganna.
3.2.2010 | 11:45
Skynsemi eða mistök.
Það hefði verið skynsamlegra að ráða vanan samningamann en Svavar Gestsson sagði forsætisráðherra í kastljósi í gær. Hún viðurkenndi samt ekki að það hefðu verið mistök að fá Svavar Gestsson til verksins. Þessi hárfína túlkun á mismun skynsemi og mistaka er þeim einum lagið sem setið hafa lengur á Alþingi en minnisbestu menn muna.
Almenn skynsemi segir manni hins vegar að sé eitthvað skynsamlegt sem maður gerir ekki þá séu það mistök. Það hljóta að vera mistök að gera ekki það sem er skynsamlegast.
Annað vakti einnig athygli í viðtalinu við Jóhönnu en það var yfirlýsing hennar um getuleysi ríkisstjórnarinnar til að hafa stjórn á bönkunum. Þannig reynir hún að koma sér, vanhæfum viðskiptaráðherra, ríkisstjórn og flokki sínum undan ábyrgð á milljarðaniðurfellingu bankanna á skuldum útrásarvíkinga og meðreiðarsveina þeirra. Milljarðaniðurfellingum sem miða að því að halda gjaldþrota fyrirtækjum þessara Matadorspilara áfram undir þeirra stjórn.
Þegar Steingrímur J. Sigfússon talaði um að það þyrfti að frysta eignir auðmanna átti hann þá við að það þyrfti að frysta þær í höndum og undir stjórn auðmannanna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1249
- Sl. sólarhring: 1331
- Sl. viku: 6391
- Frá upphafi: 2470775
Annað
- Innlit í dag: 1166
- Innlit sl. viku: 5874
- Gestir í dag: 1118
- IP-tölur í dag: 1083
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson