Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
31.1.2011 | 09:19
Veit Jóhanna af þessu?
Jóhanna Sigurðardóttir sagði í ræðu sem hún hélt yfir Samfylkingarmönnum, að ríkisstjórn hennar mundi hvergi hvika í innköllun aflaheimilda samkvæmt stjórnarsáttmálanum.
Daginn eftir tilkynnti sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu að hann væri tilbúinn eða næstum því tilbúinn með lagafrumvarp sem mundi eyða óvissu og sátt gæti náðst um. Það hlýtur þá að vera eitthvað annað en Jóhanna er að tala um.
Þá kom garmurinn hans Steingríms, Björn Valur Gíslason þingmaður Vinstri grænna og sagði að hugmyndir þær sem Jóhanna talaði svo fjálglega um í samfélagi Samfylkingarmanna væru fráleitar.
Þá er spurningin hver er stefna ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum? Er hún yfir höfuð til.
Skyldi Jóhanna vita hver stefna ríkisstjórnarinnar raunverulega er eða verður á endanum?
30.1.2011 | 17:27
Kyrrstaða í hálfa öld
Fólkið í Norður Afríku hefur litlu ráðið um örlög sín síðustu hálfa öld. Hvergi í svokölluðum Mahgrep löndum þ.e. Marokkó, Alsír, Túnir, Líbýu eða Egyptalandi hafa verið lýðræðisstjórnir í hartnær hálfa öld. Helmingur íbúa í þessum löndum eru yngri en 25 ára. Þannig þekkir meirihlutinn í þessum löndum enga aðra stjórn en stjórn þeirra manna sem fara með völdin og hafa gert það í hartnær hálfa öld.
Muammar Gaddafi hefur verið einræðisherra í Líbýu frá 1969. Abdelaziz Bouteflika forseti Alsír varð ráðherra 1963. Ben Ali var við völd í Túnis í 23 ár og tók við af Bourgipa einræðisherra, sem þá hafði verið við völd í áratugi. Í Marokkó er konungsveldi Alavíta, en núverandi konungur Múhammed VI hefur gert eitthvað í frjálsræðisátt.
Ben Ali hefur verið hrakinn frá völdum og ringulreið ríkir í Túnis. Dagar Mubarak Egyptalandsforseta eru taldir og spurning hvað tekur við. Þá verður að sjá hvort eitthvað gerist í Líbýu, Alsír og Marokkó og já einnig í Sýrlandi, Jórdaníu og Saudi Arabíu þar sem einræðis- og konungastjórnir eru við völd.
Það skiptir mál að stjórnarskipti og breyting í lýðræðisátt og til nútíma stjórnarhátta takist vel í þessum löndum. Það er aðeins hægt að vona að jákvæð þróun og nýsköpun taki við, en gegn því hafa einræðisöflin í þessum löndum barist í áratugi.
29.1.2011 | 20:48
Burt með lýðræðið og réttarríkið.
Eiríkur Bergmann kennari hefur ásamt félögum sínum í háskólasamfélagi Samfylkingarinnar kynnt, að Alþingi eigi að velja þau 25 sem sest hefðu á stjórnlagaþing væri kosningin ekki ógild, til að semja nýja stjórnarskrá og gefa þeim auknar valdheimildir.
Hvað myndum við segja um stjórn Hvíta Rússlands ef æðsti dómstóll ríkisins ógilti kosningu, en þingið löggilti kosninguna síðan. Það yrði talið dæmi um stjórnarhætti í einræðis- eða flokksstjórnarríkis. Gildir annað hér á landi? Vinir Eiríks og félaga á Evrópuþinginu í Strassbourg mundu fordæma slíkt virðingarleysi við lýðræðið, ef Alþingi samþykkti þessa dæmalausu tillögu Eiríks og háskólaspekinganna?
Þessi tillaga sem Eiríkur segir að þau sem ætluðu sér að setjast á stjórnlagaþing séu sammála er andlýðræðisleg miðað við þær aðstæður sem eru fyrir hendi. Vilji Alþingi áfram hafa sérstakt stjórnlagaþing, þá verður að fara að reglum lýðræðisþjóðfélagsins og réttarríkisins. Þá verður að kjósa aftur. Helst án afskipta Samfylkingarspekinga í verkfræði- og félagsfræðideild Háskóla Íslands, þannig að kosningar geti farið fram á forsendum kjósenda um fólk en ekki tölur.
Eiríkur Bergmann og skólaspekingar Samfylkingarinnar virðast ekki enn átta sig á að kosningin var ógilt. Þess vegna eru fundir 25 menninganna, sjónarmið og ályktanir jafn mikilvægar og merkilegar og fundir í Bjórbindindisfélagi kvenna norðan Helkunduheiðar. Með fullri virðingu fyrir því félagi.
Háskólaspekingar Samfylkingarinnar sem hertóku undirbúning kosninga til stjórnlagaþings, hönnuðu kosningareglur og buðu sig síðan fram og náðu góðum árangri vegna afskiptaleysis almennings, vilja nú síst af öllu að lýðræðislegar kosningar fari fram á nýjan leik hvað þá heldur að sá aðili sem á að sinna þessu verkefni samkvæmt stjórnskipun lýðveldisins, geri það.
28.1.2011 | 09:39
Samsæriskenningar og staðreyndir
Þegar ákvarðanir eru teknar og þeir sem hlut eiga að máli eða hagsmuna að gæta er ekki gefinn kostur á að gæta hagsmuna sinna þá er réttur brotinn á þeim einstaklingi. Þess vegna stenst ekki málatilbúnaður innanríkisráðherra, að réttur hafi ekki verið brotinn á neinum við framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings. Réttur var því brotinn á öllum frambjóðendum til sjórnlagaþings. Talning fór ekki fram opinberlega og frambjóðendur áttu þess ekki kost að gæta hagsmuna sinna.
Taka verður með í reikninginn að vafaatkvæði voru gríðarlega mörg og við mat á þeim gat skipt máli að gæslumenn hagsmuna frambjóðenda gætu komið sjónarmiðum sínum að varðandi mat á þeim og gildi. Þessi réttur var brotinn á frambjóðendum.
Ákvörðun Landskjörstjórnar að víkja frá reglum kosningalaga hvað varðar þennan ótvíræða rétt frambjóðenda sýnist mér vega þyngst þegar Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings.
Þegar frambjóðandi hefur ekki haft möguleika á að gæta hagsmuna sinna svo sem hann á rétt á og vafaatkvæði og úrskurðaratriði skipta þúsundum þá er ekki hægt að halda því fram að réttur hafi ekki verið brotinn á einum eða neinum. Réttur var brotinn á öllum frambjóðendum. Það er aðalatriðið í málinu.
Verðlaunablaðamaðurinn Jóhann Hauksson sem hefur komið með fleiri samsæriskenningar og oftar hallað réttu máli en góðu hófi gegnir er búinn að finna út eitt allsherjarsamsæri Hæstaréttar í skrifum sínum í DV í dag og lætur að því liggja að hagsmuna- vina og fjölskyldutengsl ráði niðurstöðunni í þessu máli. Semsagt að Hæstiréttur hafi hallað réttu máli að því er virðist vegna þess að hagsmunirnir voru svo miklir.
Þarna er líka höfð uppi rakalaus og röng orðræða. Í fyrsta lagi voru hagsmunirnir nánast engir vegna þess að stjórnlagaþingið hafði engin völd. Í öðru lagi þá snérist úrlausnarefni Hæstaréttar ekki um fiskveiðistjórnina eða náttúruauðlindir heldur ákvæði kosningalaga. Í þriðja lagi þá er ekki á það sýnt fram á með lagalegum rökum að niðurstaða Hæstaréttar hafi verið röng. Það er þó mergurinn málsins í þessu máli.
Niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir og hún verður ekki véfengd, þannig að viðfangsefnið er að bregðast við. Það gera menn í lýðræðislegu þjóðfélagi með því að kjósa aftur og gæta þá að grundvallarréttindum frambjóðenda, hvers eins og einasta, annað gengur ekki í lýðfrjálsu landi.
Alþingi væri sómi að því að taka sem fyrst ákvörðun um nýjar kosningar eða þá að setja stjórnlagaþingsmálið í annan farveg.
Forsætisráðherra hefði boðað formenn allra stjórnmálaflokka til fundar við sig í stjórnarráðinu á miðvikudagskvöldið ef hún hefði verið vandanum vaxin, til að freista þess að ná samkomulagi um framhald málsins og klára það í gær, í stað þess að Alþingi skyldi efna til makalausrar umræðu um ekki neitt í gær. Svo virðist sem þjóðinni hafi verið megn skapraun að þeim málflutningi sem þar var hafður uppi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.1.2011 | 10:28
Jöklar stækka en minnka ekki samkvæmt nýrri rannsókn
Fyrir 2 árum birtist skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar vegna hnattrænnar hlýnunar. Skv. skýrslunni var bráðnun jökla í Himalaya fjallgarðinum svo mikil að hnattræn vá var yfirvofandi. Jöklarnir mundu hverfa á næstu 25 árum. Síðar kom í ljós að skýrsluhöfundar höfðu hagrætt staðreyndum. Með öðrum orðum sagt ósatt.
Sameinuðu þjóðirnar fengu því sérfræðinga til að kanna málið. Niðurstaða þeirra liggur fyrir og hún sýnir að meir en helmingur jökla í Karakorum sé að vaxa en ekki minnka. Nýja rannsóknin er unnin af sérfræðingum frá háskólum í Kaliforníu og Potsdam. Niðurstaða þeirra er einnig sú að hnattræn hlýnun hafi ekki úrslitaáhrif á það hvort jöklar vaxa eða minnka.
Rannsakaðir voru 286 jöklar á milli Hindu Kush og landamæra Afghanistan-Pakistan við Bhutan og tók til sex svæða. Fyrirliði rannsóknarhópsins Dr. Bookhagen segir í skýrslunni að komið hafi í ljós að það sé engin dæmigerður jökull til í Himalaya. Afkoma þeirra er mjög mismunandi.
Óneitanlega vekur þessi nýja skýrsla vaxandi efasemdir um gildi fyrri rannsókna og niðurstöður um vaxandi hnattræna hlýnun af mannavöldum.
Gripið hefur verið til kostnaðarsamra aðgerða sem draga úr framleiðslu og hagvexti vegna átrúnaðarins á hnattræna hlýnun af mannavöldum. Miðað við síðustu rannsóknir er rétt að staldra við og vinna að auknum hagvexti og bættum lífskjörum m.a. með því að afnema lög sem takmarka framleiðslu á grundvelli þeirrar pólitísku veðurfræði, að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum.
26.1.2011 | 09:18
Jóhanna ábyrgðin er þín ekki íhaldsins
Óneitanlega var leiðinlegt að sjá til Jóhönnu Sigurðardóttur í lokaræðu hennar við umræður á Alþingi í gær um dóm Hæstaréttar vegna kosninga til stjórnlagaþings. Þar missti forsætisráðherra sig gjörsamlega og murraði út úr sér tilefnislausum upphrópunum um illsku íhaldsins, sem hafði ekkert með það mál að gera sem Alþingi kom saman til að ræða. Þessi ræða forsætisráðherra var jafn ómerkileg eins og ræða formanns Framsóknarflokksins var merkileg, þar sem fram komu hugmyndir um eðlileg viðbrögð löggjafans við þeim sorglegu tíðindum að kosning til stjórnlagaþings hafði verið ógilt.
Jóhanna Sigurðardóttir tók við ríkisstjórn og talaði um breytta stjórnarhætti og allir þyrftu að axla ábyrgð gerða sinna. Eðlilegt væri að Jóhanna hugleiddi það núna hvað hana sjálfa varðar.
Jóhanna Sigurðardóttir var helsti forgöngumaður og flutningsmaður frumvarps um stjórnlagaþing. Reglurnar sem mótaðar voru um stjórnlagaþing og kosningar til þess voru frá henni komnar og unnar af helstu ráðgjöfum og vildarvinum hennar. Nú þegar fyrir liggur að löggjöfin sem Jóhanna ber ábyrgð á og ágallar við framkvæmd kosninganna sem Jóhanna ber framar öðrum ráðherrum ábyrgð á vegna aðkomu sinnar að málinu, þá er eðlilegt að spurt sé hvort Jóhanna eigi ekki að axla ábyrgð á málinu.
Það er alvarlegur hlutur að gangast fyrir kosningum þar sem 25 einstaklingar eru kosnir úr hópi rúmlega 500 frambjóðenda sem dæmdar eru ógildar. það er alvarlegur hlutur að gangast fyrir setningu laga sem fá að hluta til falleinkun hjá Hæstarétti. Það er líka alvarlegur hlutur að framkvæma kosningar með þeim hætti að ekki séu samrýmanlegar lögum.
Í samræmi við fyrri yfirlýsingar sínar ætti Jóhanna Sigurðardóttir nú að axla ábyrgð með þeim eina hætti sem stjórnmálamenn geta sýnt að þeir axli ábyrgð.
Þeir segja af sér.
24.1.2011 | 13:50
Mariu Salamovu vísað úr landi í Noregi.
Ungri konu Mariu Salamovu sem flúði frá Rússlandi til Finnlands og þaðan til Noregs rétt upp úr aldamótum hefur verið vísað úr landinu og sett upp í flugvél sem á að flytja hana til Rússlands. Maria er ekki með nein tengsl við Rússland. Hún er með tengsl við Noreg og talar norsku.
Maria Salamova hefur getið sér gott orð sem rithöfundur og mér vitanlega hefur hún fallið vel inn í norskt þjóðlíf og gert sér far um að vera góður Norðamaður þó hún sé ólöglegur innflytjandi.
Vanamálið með ólöglega innflytjendur er m.a. að ekki er tekið á málum þeirra strax, en þeim mun meiri sem tengsl þeirra verða við landið sem þeir flytja til þeirm mun erfiðarar er að taka á málinu þannig að réttlætinu sé fullnægt. Í máli Mariu er ekki verið að fullnægja neinu réttlæti úr því sem komið er.
Norðmönnum er vorkunn þar sem þeir hafa á síðustu árum orðið illa úti úr Múslima plágunni sem sækir á þá úr öllum áttum eftir að þeir ætluðu á síðasta áratug síðustu aldar og í byrjun þessarar að vera gott gistiríki fyrir fólk sem þeir töldu að ætti bágt. Afleðingarnar hafa verið þær að nú hafa Norðmenn heldur betur breytt um stefnu og átta sig á að það er ekki hægt að rétta þessu fólki litla fingurinn og ólöglegur flóttamenn sem ferðast yfir hálfan hnöttinn án vegabréfs þegar þeir koma til Noregs eru ekki flóttamenn.
Samt sem áður þá er það slæmt að þessi vonda reynsla Norðmanna af því að vera með léttúð í innflytjendamálum skuli bitna á þeim sem síst skyldi og í þessu tilviki þá er það ósæmilegt að vísa Mariu Salamovu úr landi.
23.1.2011 | 17:55
Mokað í flórinn
Einu sinni var viðmiðun í frjálsum atvinnurekstri að eigendurnir bæru ábyrgð á rekstrinum. Nytu arðsins ef vel gengi, en töpuðu ef illa gengi. Önnur viðmiðun varð upp úr 2002. Þá tóku eigendur margra fyrirtækja arð út úr þeim jafnvel þó að fyrirtækin væru rekin með tapi. Óábyrg lánastarfsemi banka og vafasamar bókfærslur endurskoðenda urðu til þess að þetta leit vel út.
Nýlega benti Ólafur B. Thors fyrrverandi forstjóri Sjóvá-Almennra trygginga á með hvaða hætti fyrirtækið hefði verið rekið meðan hann hélt um stjórnvölin og lýsti furðu á því að þeir hlutir hefðu gerst sem gerðust í rekstri fyrirtækisins eftir það og hvað bæri að varast.
Ætla hefði mátt að einhver hefði lært eitthvað af öllu þessu en svo er ekki. Bent hefur verið á dæmi þar sem bankarnir fella niður milljarða skuldir en keyra aðra í þrot. Í samræmi við það fyrirkomulag var eðlilegt að nútíma eigandi fyrirtækis skyldi flytja þessa ræðu (stílfærða) fyrir nokkru.
Það er ómögulegt að standa í einkarekstri meðan bankinn afgreiðir ekki hlutina. Það er gjörsamlega óviðunandi að þurfa að vera í þessari óvissu þegar maður er með yfir hundrað manns í vinnu. Við erum búin að bíða eftir aðgerðum bankans í tæp tvö ár. Þetta er óþolandi fyrir fyrirtæki sem veitir svona mörgum vinnu.
Af umræðum sem fóru fram í kjölfar þessarar orðræðu var ljóst að samúð þeirra sem tjáðu sig um málið var hjá þeim stórhuga athafnamanni sem þarna talaði og viðskiptabankanum var formælt.
Við skoðun á reikningum fyrirtækisins mátti sjá að fyrirtækið var rekið með glórulausu tapi undanfarin ár. Heildarskuldir þess eru tveir milljarðar og tapið síðustu 3 ár nam rúmum milljarði. Samt höfðu eigendur fyrirtækisins tekið út 200 milljónir í arð á sama tíma.
Er það ekki einmitt svona svona fólk sem á að halda áfram að stjórna fyrirtækjum landsins?
Er ekki hin sanna markaðshyggja nútímans fólgin í því að allir beri ábyrgð aðrir en eigandinn og allir leggi fram fé í fyrirtækið nema eigendur?
Yfirsást einhverjum eitthvað einhversstaðar í þessu þjóðfélagi? Með því að halda svona starfsemi gangandi út og suður er þá ekki verið að moka í flórinn áfram í stað þess sem átti að gera?
18.1.2011 | 13:59
Réttlæting ofbeldis
Það var annkannanlegt að hlusta á þáttastjórnanda í morgunútvarpi Rásar 2, tala um það sem afsökun fyrir manndrápstilraun við Players um helgina, að það væri svo mikil reiði í þjóðfélaginu.
Ég vona að þessi annars ágæti útvarpsmaður biðjist afsökunar á svona bulli þegar færi gefst.
Það er aldrei afsökun að ráðast á annað fólk og misþyrma því. Hvað þá að sparka ítrekað í höfuð á liggjandi fólki. Slíkt hefur leitt til varanlegra örkumla ef til vill dauða.
Áður fyrr gátu menn látið hnefana tala, en þeim viðskiptum lauk þegar annar lét undan síga eða féll. Nú gerist það aftur og aftur að hópur fólks ræðst að liggjandi bjargarlausum einstaklingi með höggum og spörkum. Það er ógeðslegt og óverjandi.
Fjölmiðlafólkið ætti að hætta að tala um reiðina í þjóðfélaginu eða vísa til hennar sem afsökun fyrir afbrigðilegri og andfélagslegri hegðun. Það er bull í þágu ofbeldisfólks, bófa og drullusokka.
Fjölmiðlafólk þarf jafnan að gera sér grein fyrir hvað mikla ábyrgð það ber. Við mundum ekki búa í jafnafgerandi bullukollusamkomfélagi og raun ber vitni ef við hefðum fleiri fjölmiðla og fjölmiðlafólk sem gerði sér grein fyrir ábyrgð sinni og mikilvægi þess að leggja mál fyrir af skynsemi.
16.1.2011 | 17:25
Auðlindir og þjóðaratkvæði
Stuðfólkið Björk og Ómar hefur haldið söngvahátíðir til að vekja athygli á undirskriftarsöfnun. Rúmlega 48 þúsund undirskriftir hafa komið undir áskorun sem er verulegum annmörkum háð. Talsmaður samtakanna telur þetta vera boð um allsherjar þjóðnýtingu orkuauðlinda og er helst á honum að skilja að þar eigi að fara á svig við ákvæði stjórnarskrár um að fullt verð skuli koma fyrir verðmætin sem taka á eignarnámi.
Nú má einu gilda hversu mikið færri undirskriftirnar eru en 48 þúsund en ég sé það á vefnum að inni í talningunni af þeim síðustu 100 sem skrifa undir eru m.a. Kalli kúkur og 7777 ásamt ýmsum öðrum vafasömum aðilum. Hvað sem því líður þá er ljóst að mikill fjöldi skrifar undir þessa áskorun. Þess vegna er slæmt að hún skuli vera jafn ómarkviss og röng og raun ber vitni.
Áskorunin er svona:
"Ég undirrituð/undirritaður skora á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku og skora jafnframt á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra."
Nú er þess ekki getið af stuðboltunum hvað þá talsmanninum að salan á HS Orku hefur þegar farið fram. Áskorunin er því marklaus hvað það varðar eins og talsmaður hópsins viðurkenndi í viðtali við Karl Th. Birgisson í útvarpi fyrir nokkru. Eðlilegra hefði verið að hópurinn hefði orðað fyrri hluta áskorunarinnar þannig: "Ég undirrituð/undirritaður skora á stjórnvöld að eyða 32 milljörðum af almannafé til að þjóðnýta orkuréttindi Magma Energy." Ætli þúsund manns hefðu verið tilbúnir til að beina þeirri áskorun til stjórnvalda? Þetta er það sem Magma fjárfesti fyrir þegar í maí 2010.
Varðandi síðari hluta áskorunarinnar þá er spurt, gildir það sama um allar orkuauðlindir, nýtingu þeirra og eignarráð? Hvað með bæjarlækinn, vindorkuna og heita vatnið sem búandkarlar nota sumsstaðar til að gera heimarafstöðvar og/eða til upphitunar? Ótal fleiri spurninga mætti spyrja
Vatnsréttindi hvað með þau? Mikil umræða hefur verið um vatnalög og margir komið þar að. Má e.t.v. minna á gott starf Lúðvíks Bergvinssonar fyrrum þingflokksformanns Samfylkingarinnar og nefndar hans um þau atriði, en þar fór fram mikil og flókin sérfræðivinna. Hvað í sambandi við þá löggjöf vill fólk að greitt verði þjóðaratkvæði? Það kemur ekki fram í þessari yfirborðslegu og að hluta til villandi áskorun.
Það hefði verið betra ef áskorunin hefði fjallað um að taka upp svipaða löggfjöf og er í Alaska varðandi eignarráð á þjóðarauðlindum, en þangað tel ég að við Íslendingar eigum að leita fyrirmynda.
Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að setjast niður með þeim Ómari, Björku og Jóni aðstoðarmanni til að ræða málin. Fróðlegt verður að vita hvernig þeim viðræðum verður háttað. Skyldi Jóhanna ætla að ræða það af hverju ríkisstjórn hennar vildi ekki kaupa vatnsréttindin af HS Orku, yfirtaka þau eða semja við Magma um styttingu nýtingartímans. Skyldi hún ætla að ómerkja það mikla starf sem ýmsir sérfræðingar hennar eigin flokks hafa þegar unnið á þessu sviði. Skyldi hún ætla að boða fráhvarf frá reglum Evrópusambandsins í þessum málaflokki. Eða skyldi hún ætla að segja stuðboltunum og Jóni aðstoðar að þetta sé allt saman tóm vitleysa. Fróðlegt verður að heyra hver niðurstaðan verður af fundinum og hvort forsætisráðherra hefur dug í sér og uppburði til að tala mannamál við mannskapinn og segja því skoðun sína tæpitungulaust. En ekki síður láta þau vita hvað hún ætlar að gera og hvað ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 188
- Sl. sólarhring: 838
- Sl. viku: 4009
- Frá upphafi: 2427809
Annað
- Innlit í dag: 175
- Innlit sl. viku: 3711
- Gestir í dag: 173
- IP-tölur í dag: 170
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson