Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015
27.8.2015 | 10:38
Skikka skal stúdenta til bókakaupa
Í gær var sagt frá áhyggjum Rúnars Vilhjálmssonar prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands vegna þess að minna en þriðji hver stúdent við Háskóla Íslands kaupir sínar námsbækur. Rúnar telur þetta óásættanlegt og hefur hvatt til samhæfðra aðgerða.
Ekki kemur fram til hvaða samhæfðu aðgerða prófessorinn vill að gripið verði. Vafalaust skortir ekki úrræðin í frjóum hugmyndabanka starfslítilla prófessora við Háskóla Íslands. Þeim kæmi e.t.v. í hug að banna þeim sem kaupa ekki nýjar bækur að taka próf. Eða gefa nemendum sem kaupa nýjar bækur 2 í forskot í einkunn og áfram mætti telja.
Prófessorinn telur að minnihluti stúdenta HÍ kaupi nýjar bækur í Bóksölu stúdenta af því að þeir séu í yfirborðsnámi og temji sér slæmar námsvenjur. Auk þess nefnir prófessorinn að minna bóklestri sé um að kenna, námslánin séu ekki nógu góð,nemendur ljósriti og stundi ólöglegt niðurhald og gangi jafnvel svo langt að kaupa notaðar bækur.
Síðan hvenær urðu notaðar bækur verri en nýjar?
Félagsfræðiprófessornum kemur ekki í hug hið augljósa varðandi minnkandi bókakaup stúdenta. Námsbækur sem stúdentum er ætlað að kaupa eru svívirðilega dýrar. Þær eru svívirðilega dýrar m.a. vegna þess að prófessorar við HÍ ætla margir að innleysa gróða af fræðiskrifum sínum sem allra fyrst á kostnað stúdenta.
Í stað þess að vandræðast með að stúdentar kaupi ekki námsbækur eftir innlenda fræðimenn á uppsprengdu verði eða erlendar námsbækur sem fást á Amason fyrir 20-30% af verðinu sem Bóksala Stúdenta krefur fyrir sömu bók, þá væri nær að prófessorinn léti sér annt um hagsmuni nemenda sinna og annarra stúdenta. Mætti t.d. auðvelda nemendum að spara í bókakaupum m.a. með því að lærifeður litu á fræðistörf sín, sem skattgreiðendur greiða hvort sem er, sem hluta af framlagi til nemenda og gæfu þeim kost á að nálgast afrakstur fræðistarfanna á netinu eða með öðrum aðgengilegum hætti í stað þess að okra á ungu fólki.
það er ekkert annað en hrósvert að háskólastúdentar skuli í vaxandi mæli leita hagkvæmra leiða til að varðveita peningana sína og láti ekki okra á sér. Það er mikill mannsbragur af því þvert á það sem prófessorinn í félagsfræði heldur fram. Vonandi er það vísbending um að við komumst út úr okursamfélagi framleiðenda og fjármálastofnana þegar þessi kynslóð sem nú er í Háskólum landsins tekur við stjórnun þessa lands.
Valdbeitingarhugmyndir prófessorsins í félagsfræði gagnvart skynsemi nemenda sinna eru hins vegar nálægt því að vera teknar úr hugmyndabanka vinsælla stjórnmálastefna fyrir miðja síðustu öld. Það ætti hann að gera sér góða grein fyrir sem prófessor í félagsfræði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.8.2015 | 09:41
Gashernaður
Fullvíst þykir nú að ÍSIS liðar hafi notað sinnepsgas í bardögum sínum við Kúrda. Fyrir 2 árum var stjórnarherinn í Sýrlandi sakaður um það sama og þá sagði forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Breta að það yrði ekki liðið. Hins vegar fengu þeir ekki fylgi við að ráðast inn í Sýrland enda veruleg áhöld um hver hafði notað sinnepsgasið. Stjórnvöld í Damaskus neituðu að nafa notað það og Carlo Ponti sem var á sínum tíma í forsæti stríðsglæpadómstólsins taldi líkur á að uppreisnarmenn hefðu notað efnavopnin í pólitísku áróðursskyni.
Nú liggur fyrir að ISIS liðar nota efnavopn í bardögum. Hvernig bregðast fyrrum stuðningsþjóðir þeirra Bandaríkin og Tyrkland við því? Halda Tyrkir áfram að bomba Kúrda af fullri hörku og Ísis til málamynda og ætla Bandaríkjamenn að halda áfram málamyndahernaði sínum gegn þeim. Munu Saudi Arabar og Quatar vinir Bandaríkjanna halda áfram að styðja ÍSIS.
Þessar spurningar eru brennandi einkum fyrir okkur stuðningsmenn NATO frá blautu barnsbeini, en loftárásir Tyrkja eru með samþykki NATO þar á meðal Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra Íslands.
Hversu lengi ætla aumingjaþjóðir Evrópu og Bandaríkjanna sem bera fulla ábyrgð á ástandinu í Sýrlandi, Írak og uppgangi Ísis að horfa á þessi hermdarverkasamtök myrða tugi þúsunda fólks, limlesta fólk, hneppa konur í þúsunda taldi í kynlífsánauð og hæla sér af öllu saman að horfa aðgerðarlausar á.
Höfum við engar siðferðilegar skyldur lengur til að standa með okkar minnstu bræðrum og koma fólki í neyð til hjálpar? Höfum við horfið frá þeirri stefnu að berjast fyrir mannréttindum allra og takast á við ógnaröflin sem ógna friði, frelsi og almennum réttindum fólks.
14.8.2015 | 11:11
Mjök erumk tregt tungu að hræra.
Svo mjög er hluti íslensks stjórnmalafólks rofið úr tengslum við hagsmuni launafólks og hagsmuni þjóðarinnar að það telur sjálfsagt að slíta löngu arðbæru viðskiptasambandi við Rússa. Forustufólk Samfylkingarinnar, Bjartrar Framtíðar og Pírata ber sér á brjóst og talar digurbarkalega um að við eigum hvergi að hvika og Katrín Jakobsdóttir VG tekur undir með krúsídúllum eins og henni er lagið.
Skilur þetta fólk virkilega ekki hvaða afleiðingar svona rugl í utanríkismálum getur haft fyrir alþýðu þessa lands og þjóðarhag? Kann að vera að hagsmunir íslensku þjóðarinna sé afgangsstærð hjá þessu fólki.
Hvaða hagsmuni er verið að verja? Erinda hverra er verið að ganga með þeirri fráleitu utanríkisstefnu sem utanríkisráðherra hefur mótað gagnvart Rússum? Evrópusambandsins.
Hvað með stjórnarflokkana? Hefur þetta mál fengið rækilega umræðu í þingflokkum og flokksfundum þeirra. Getur verið að þingflokkar þessara flokka hafi ekki rætt þessi mál. Getur verið að ríkisstjórnin hafi ekki rætt þessi mál á ríkisstjórnarfundum? En ríkisstjórnin ber öll ábyrgð á þessu.
Þessi helstefna stjórnmálafólks þesa lands gegn hagsmunum þjóðarinnar til að þjónusta útþennslustefnu Evrópusambandsins er svo vitlaus að mér verður orða vant. Þetta er vægast sagt sorglegt og svo vitlaust að ég get tekið undir með Agli Skallgrímssyni forföður okkar í kvæði hans Sonatoreki.
"Mjök erumk tregt tungu að hræra."
10.8.2015 | 21:53
Öfugur pýramídi Bjartrar Framtíðar
Skoðanakannanir hafa mælt fylgi Bjartrar framtíðar fyrir neðan hefðbundinn bjórstyrkleika. Allt bendir því til að flokkurinn eigi ekki bjarta framtíð. Heiða Helgadóttir forustukona í flokknum kennir formanninum um. Heiða horfði síðan í spegil í leit að besta formanninum og þá sá hún að það kom engin annar til greina en formaður Besta flokksins það er hún sjálf.
Formaður flokksins var að vonum óánægður með þessa uppgötvun Helgu enda er formennska í stjórnmálaflokki honum í blóð borin að langfeðgatali. Úr vöndu var því að ráða, en formaðurinn fann af snilld sinni sem þeim langfeðgum er svo töm, að stilla upp valkostum til að draga vígtennurnar úr Heiðu. Hann bauð upp á sjálfan sig áfram eða róterandi forustu hinna mörgu. Öfugur pýramídi í flokknum eins og hann nefndi það. Þetta fannst mörgum snilldarráð enda var formaðurinn svo lævís að eigna öðrum þessa tillögu sína af alkunnu lítilæti.
Pýramídar eru breiðastir neðst og mjókka upp í oddlaga topp. Öfugur pýramídi snýr toppnum niður en er breiðastur efst. Fulltrúalýðræðið er réttur pýramídi. Hinir mörgu velja fulltrúa sína til að annast daglega ákvörðunartöku. Öfugur pýramídi er þá þegar hinir fáu velja hina mörgu.
Ef til vill endurspeglar þessi hugmynd formanns Bjartrar framtíðar um öfugan pýramída þá framtíðarsýn flokksins að hinir mörgu sitji í stjórn hans en hinir fáu kjósi hann.
9.8.2015 | 22:35
Sögulausir stjórnmálamenn
Bretar settu viðskiptabann á Ísland um miðja síðustu öld vegna þess að Ísland sótti rétt sinn til að ráða yfir eigin fiskimiðum og vernda nytjastofna hér við land fyrir ofveiði. Við leituðum nýrra markaða fyrir íslenskar sjávarafurðir en þeir voru ekki auðfundnir. Loks opnaðist á viðskipti við Sovétríkin.
Viðskiptin við Sovétríkin urðu til að rjúfa það kverkartak sem Bretar reyndu að hafa á okkur og koma í veg fyrir að smáþjóð næði rétti sínum. Allt frá þessum tima hafa Rússar verið meðal okkar traustustu og verðmætustu viðskiptaþjóða.
Þrátt fyrir að við værum ekki sammála Rússum og Sovétríkjunum í utanríkismálum þá kom það ekki í veg fyrir að þjóðirnar ættu góð samskipti og mikilvæg viðskipti. Engum stjórnmálamanni á Íslandi datt í hug að rjúfa viðskiptatengsl við Sovétríkin þrátt fyrir innrás þeirra í Ungverjaland 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og síðar innrás í Afganistan. Í öllum þeim tilvikum voru þeir þó að ráðast með hervaldi inn í ríki sem þeir höfðu aldrei átt tilkall til.
Í dag stendur stjórnmálaelítna saman um að setja viðskiptabann á Rússland vegna yfirtöku á Krímskaganum sem hefur tilheyrt Rússum um aldir og um 90% íbúanna eru Rússar. Rússar eru tilbúnir til að svara í sömu mynt og það þýðir að tugir milljarða tapast í útflutningstekjum ár hvert. Rofni viðskiptasambandið við Rússland þá er ekki þar með sagt að því verði svo auðveldlega komið á aftur. Það þýðir árlegt tap upp á marga milljarða.
Fari svo að Rússar svari sögulausu íslensku stjórnmálaelítunni í sömu mynt þá er hætt við að lífskjör versni og kaupmáttaraukning sú sem samið var um í síðustu kjarasamningum fari beinustu leið út um gluggann og þjóðin fái að upplifa enn eina verðbólguholskefluna og versnandi lifskjör.
Er það virkilega á þær hættur sem við vilum tefla?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
8.8.2015 | 09:04
Kanarífuglar í gullbúrum
Formaður Vinstri grænna fór fram á fund í utanríkismálanefnd Alþingis til að fjalla um loftárásir Tyrkja í Írak og Sýrlandi með samþykki NATO. Ætla hefði mátt miðað við sögu og tilurð Vinstri grænna að hart yrði vegið að NATO á þessum fundi af formanni VG og lögð fram ályktun til að fordæma samþykki NATO við framferði Tyrkja. En ekkert af þessu gekk eftir.
Þegar upp var staðið gerðist ekkert. Fundur utanríkismálanefndar endaði með gleðileik samkomulags þar sem allir í öllum flokkum voru sammála um að gera ekki neitt og rugga ekki bátnum. Meira að segja þær stöllur Katrín Jakobsdóttir og Birgitta Jónsdóttir hreyfðu engum skilmerkilegum andmælum við framferði Tyrkja eða gerðu athugasemdir sem skiptu máli.
Fundur utanríkismálanefndar var mikilvægur að því leyti að hann afhjúpaði að hvorki Píratar né Vinstri grænir hafa aðra sýn í utanríkismálum en utanríkisráðherra. Þær stöllur Birgitta og Katrín mótmælltu ekki lúalegum loftárásum Tyrkja á Kúrda eða lögðu eitthvað fram sem sýndi sérstöðu þeirra í utanríkismálum.
Full ástæða er til að gagnrýna Tyrki og NATO vegna loftárása Tyrkja og framferðis. Utanríkismálanefnd Alþingis hefði átt að gera athugasemdir við að utanríkisráðherra fordæmdi ekki Tyrki á vettvangi NATO fyrir stuðning þeirra við ISIS og hlut í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem hefur kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið milljónir á vergang.
Forusta Vinstri grænna og Pírata eru svo heillum horfin að hún beygir sig undir vilja ofbeldisþjóðarinnar og samþykkti afstöðu NATO til rofs griðarsamninga Tyrkja við Kúrda og loftárása Tyrkja á þjóð sem háð hefur langa og sanngjarna sjálfstæðisbaráttu.
Margir hafa haldið að þær Katrín Jakobs og Birgitta Jóns væru valkyrjur í utanríkismálum en framganga þeirra nú sýnir að þær eru ekki annað en kanarífuglar í gullbúrum. Svo mjög er hugsjónamönnum eins og Ögmundi Jónassyni þingmanni VG brugðið að hann getur ekki orða bundist yfir þessum liðleskjum og var þar virkilega hreyft réttu máli af hans hálfu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2015 | 01:00
Hlutleysi gleðikonunnar
Utanríkismálanefnd Alþingis stóð saman um að viðhalda vitlausri stefnu í utanríkismálum. Mest kom á óvart að Píratar skyldu ákveða að fella sjálfa sig algerlega inn í flokkamunstrið á Alþingi, þannig að ekki sæist neinn munur á þeim og hinum flokunum. Tal um kerfisflokka og Pírata sem andstæður eru orðin tóm. Píratar hafanú opinberað sig sem kerfisflokk, sem stendur fyrir viðskiptaþvingunum vegna þess að Bandaríkin og Evrópusambandið hafa sagt ríkisstjórninni og Pírötum að þannig skuli það vera.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á Alþingi hinn mikla viskubrunn í holdgervi Vilhjálms Bjarnasonar. Vilhjálmur þessi upplýsir þjóðina úr háhæðum Háskólaspekinnar eins og honum er tamt, að ekkert hlutleysi sé til nema hlutleysi gleðikonunnar. Vissulega þurfa viðskiptafræðingsr eins og Vilhjálmur að tala og móta skoðanir sínar út frá sínum reynsluheimi og þekkingu, en hún þarf samt ekki að vera sú rétta. Ekki frekar en blindu mannanna sem skoðuðu fílinn.
Samkvæmt kenningu Vilhjálms var Ísland aldrei hlutlaust ríki. Svíar og Sviss ekki heldur af því að þjóðríki geta ekki verið hlutlaus. Það geta bara gleðikonur.
Vilhjálmur segir að Ísland eigi að beita Rússa viðskiptaþvingunum af því að þeir hafi innlimað Krímskaga hluta af öðru ríki. Íbúar þess skaga eru nánast allir Rússar,en það skiptir þingmanninn ekki máli þar sem formið ræður en ekki efnið.
Vilji Ísland fylgja kenningu Vilhjálms til hins ítrasta um að beita lönd sem hafa innlimað hluta af öðru ríki í land sitt þá er af nógu að taka í Evrópu. Pólland innlimaði hluta Þýskalands við lok síðara heimsstríðs, Króatar innlimiðu hluta af Serbíu og Hersegóvínu í átökunum í Júgóslavíu, Ítalir innlimuðu Suður Týrol,Rúmenar hluta af Ungverjalandi, Bretar hernámu Gíbralatar og áfram mætti telja. Það gæti því farið svo að Ísland ætti ekki í mörg hús að venda með viðskipti væri kenningum Vilhjálms fylgt út í æsar.
Vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir eru mikilvæg og hlutleysi í átökum sem okkur koma ekki við. Slíkt hlutleysi er viðurkennt í þjóðarrétti. Þetta vafðist ekki fyrir merkum mönnum sem áður sátu á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Mönnum eins og m.a. lagaprófessorunum Bjarna Benediktssyni og Gunnari Thoroddsen, sem þrátt fyrir þekkingu sína töluðu aldrei úr háhæðum Hásklólaspekinnar en fjölluðu á fræðilegan hátt um hlutleysi ríkja.
Nú hefur Vilhjálmur Bjarnason andmælt þeim Bjarna Benediktssyni og Gunnari Thoroddsen og sett fram nýja kenningu í þjóðarrétti um að hlutlaus geti engin verið nema sá hinn sami sé gleðikona.
Hvers eigum við karlmenn eiginlega að gjalda?
4.8.2015 | 10:05
Utanríkismál eru alvörumál
Fátt er smáþjóðum mikilvægara en að eiga vinsamleg samskipti við nágranna sína og helstu viðskiptaþjóðir. Velferð og öryggi smáþjóða er undir því komið að vel takist til í utanríkismálum. Þessi staðreynd virðist hafa farið framhjá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra.
Til þess gæti komið að Ísland tapaði milljarða samningum um sölu afurða vegna galgopalegrar framgöngu utanríkisráðherra í garð Rússa vegna ágreinings þeirra við núverandi stjórnvöld í Kiev.
Meðan Sovétríkin voru og hétu með þá hugmyndfræði að sameina ætti allar þjóðir í dýrðarríki kommúnismans bar nauðsyn til að varðstaða væri til að koma í veg fyrir þau áform heimsyfirráða sem valdamann í Kreml viðruðu í öllum helstu hátíðarræðum. Íslenskir ráðamenn sinntu þeirri varðstöðu af festu, en áttu samt í góðum samskiptum við Sovétríkin sem góða viðskiptaþjóð.
Samskipti Íslands og Rússlands hafa verið með miklum ágætum frá því að Sovétríkin féllu. Rússland er mikilvæg viðskiptaþjóð og við getum átt samstöðu með Rússum í mörgum málum. Þess vegna er ekkert sem afsakar það að við tökum þátt í aðgerðum gegn Rússum vegna Úkraínu. Engin þau hugsjóna- eða grundvallarmál afsaka slíkar aðgerðir af okkar hálfu.
Þegar Íslandi stóð til boða að gerast stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum með þeim skilyrðum að við segðum Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur árið 1945 þekktu íslenskir stjórnmálamenn undir forustu Bjarna Benediktssonar heitins sinn vitjunartíma og svöruðu því að Íslendingar væru vopnlaus þjóð og við mundum ekki taka þátt í styrjaldarátökum.
Væri sömu stefnu fylgt og reyndist þjóðinni svo vel á síðustu öld ættum við vinsamleg samskipti við Rússa. Kröfum um ómálefnalegar refsiagðerir gegn þeim væri hafnað.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 199
- Sl. sólarhring: 838
- Sl. viku: 4020
- Frá upphafi: 2427820
Annað
- Innlit í dag: 186
- Innlit sl. viku: 3722
- Gestir í dag: 184
- IP-tölur í dag: 179
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson