Bloggfærslur mánaðarins, október 2020
31.10.2020 | 13:39
Allt er í heiminum hverfult
Þá er James Bondinn, minn Sean Connery fallinn frá.
Hann var ímynd hreysti, útsjónarsemi, orku styrkleika kyntöfra og kynorku. Þegar hann var upp á sitt besta
En allt er í heiminum hverfult og sýnir enn og aftur að enginn fær endalaust ráðið við elli kerlingu og manninn með ljáinn.
Sean Connery er látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2020 | 12:08
Skapanornirnar fjórar
Skapanornirnar fjórar í ríkisstjórninni koma jafnan fram þegar tilkynna þarf váleg tíðindi og það gerðu þær í gær. Enn skal reynt að takmarka alla mannlega starfsemi með tilheyrandi einangrun, tekjutapi, andlegri vanlíðan og fjölgun gjaldþrota.
Enginn rökstuðningur er færður fram fyrir þeim aðgerðum, sem nú er gripið til, en það virðist vera orðin lenska í íslenskri stjórnsýslu að setja bannreglur án þess, að sýna fram á nauðsyn þeirra.
Spyrja má af hverju er þörf á að setja hertar reglur þegar smit eru á niðurleið? Þeirri grundvallarspurningu er að sjálfsögðu ekki svaraði en leitað eftir því og byggt á að 95% landsmanna styðji veirutríóið og aðgerðir þess. Það er raunar örlítið meiri stuðningur en við Lúkasjénkó forseta Hvíta Rússlands í nýðliðnum kosningum, en segir ekkert um það hvort Lúkasjénkó eða veirutríóið séu að gera skynsamlega hluti.
Raunar má halda því fram, að sú niðurstaða veirutríósins, að nú þurfi að setja víðtækari takmarkanir og drepa helst niður alla mannlega starfsemi og viðskipti, sýni að á það hafi skort að veirutríóið brygðist rétt við í upphafi annarrar bylgu faraldursins sem nú ríður yfir þjóðina.
Þrátt fyrir að fjármálaráðherra beri sig mannalega og haldi því enn fram, að hægt sé að gera allt fyrir alla á ríkisins kostnað, sjá aðrir að verulega hriktir í stoðum og markaðurinn sýnir öll merki þess, að vantraust varðandi stöðu ríkissjóðs er að aukast, sem leiðir þá til hækkunar á lántökukostnaði ríkisins innan skamms.
Þó Landsspítalinn hafi ákveðið að færa sig á neyðarstig og bábiljur séu þuldar vítt og breitt ekki síst af veirutríóinu, sem lætur ekki fastan sjónvarpsþátt duga fyrir boðskap sinn um komandi Armageddon, þá er staðreyndin samt sú, að það er engin neyð önnur en sú sem stjórnendur heilbrigðismála telja, að geti orðið, ef til vill. Það eru ekki nægar röksemdir til að búa til alkul á markaðnum og hræða líftóruna úr þeim 95% landsmanna sem sagðir eru enn trúa því, að veirutríóið sé óskeikult og hafi þegið vald sitt frá Guði.
30.10.2020 | 08:52
Viljum við hjálpa eða viljum við sýnast?
Það er neyðarástand í Yemen. Hungursneyð ríkir í landinu. Börn eru vannærð og deyja úr hungri og sjúkdómum vegna þess, að það eru ekki heldur til lyf til að lækna auðlæknanlega sjúkdóma.
Þeir sem bera höfuðábyrgð á þessu eru Saudi Arabía og Íran, sem hafa blandað sér í stríðsátök í landinu um árabil. Þessi höfuðríki helstu trúarskóla Íslam, hafa þó meiri áhuga á að útvega vopin og vígtól til að andstæðar fylkingar geti drepið sem flesta til dýrðar spámanninum, en að sinna síður velferð íbúanna og koma í veg fyrir mannlegar hörmungar.
Það var gaman að sjá í gær unga konu, sem mælti fyrir að fólk legði til hjálparstarfs fyrir hungruð og vannærð Yemensk börn í fréttum í gær. Við ættum öll að leggjast á þær árar og sýna raunverulegan mannkærleik í verki.
Upphæðin sem þarf til að taka myndarlega á og hjálpa þúsundum barna og sjá til þess, að þau fái nóg að borða og lyf og aðrar nauðsynjar er lág, en samt eru Vesturlönd ekki að taka á þessu vandamáli með myndarskap. Getur það verið vegna þess, að svo mikið af fjármunum fara til að aðstoða hlaupastráka til að leggjast upp á velferðarkerfi Vesturlanda
Við eyðum á annan tug milljarða á ári við að taka á móti hlaupastrákum víðsvegar að úr heimnum, sem hafa það helst að markmiði að leggjast upp á velferðarerfið. Okkur eru margar bjargir bannaðar vegna þess að við búum við gjrösamlega sturlað lagaumhverfi, útlendingalög, sem búin voru til af "góða fólkinu" sem telur að með því að ala önn fyrir hlaupastrákunum, sem hafa greitt smyglurum háar fjárhæðir til að komast að velferðarkerfi Vesturlanda, að þá séum við að gera eitthvað góðverk. Það erum við sjaldnast að gera.
Til að sinna skyldum okkar sem þjóð, sem vill láta gott af sér leiða og vera virk í hjálparstarfi, ættum við því að breyta útlendingalögunum og draga úr kostnaði til þessara hlaupastráka, sem eru raunar um og yfir 80% þeirra sem koma í þessum tilgangi, en sinna raunverulegu hjálparstarfi af myndarskap. Með því gerum við meira gagn og hjálpum fleirum en bullukollast áfram á grundvelli fráleitrar hugmyndafræði "góða fólksins" sem miðar að því helst að skipta um þjóð í landinu.
29.10.2020 | 11:37
Íslamska ógnin
Kona var hálshöggvin og kona og karl voru stungin til bana fyrir utan Vor frúar kirkju í Nice í Frakklandi fyrir nokkru síðan. Árásarmaðurinn er sagður hafa hrópað án afláts vígorð Íslamista "Allahu Akbar" Enn sem komið er tala yfirvöld um að hann hafi verið einn að verki, en það telja yfirvöld á Vesturlöndum jafnan, þó að síðar komi annað í ljós.
Þetta hryðjuverk er í beinu framhaldi af þeirri ógn, sem stafar af Erdogan Tyrkjasoldáni og hinum Íslömsku ofstækismönnunum, sem stjórna Íran. Síðustu daga hafa þessir kónar ekki látið af hatursyrðum í garð Frakka og hvatt til þess að fólk keypti ekki franskar vörur.
Vegna hvers: Vegna þess, að franski forsetinn ákvað að berjast gegn hryðjuverkum og árásum Íslamista á lýðræði, mannréttindi og mannhelgi.
Nú geta þjóðarleiðtogar í Evrópu ekki látið sem ekkert sé. Þeir verða að sýna samstöðu með Frökkum og standa saman um að berjast gegn Íslömsku ógninni. Forsætisráðherra Íslands og utanríkisráðherra ættu að lýsa yfir samhug með Frökkum og samstöðu í baráttunni gegn Íslömsku ógninni, sem vegur að grunnstoðum lýðræðis, mannréttinda, trúar og menningar Evrópu. Hvar er nú hinn borubratti Boris og hin þreytta Merkel?
Velunnarar frelsis, lýðræðis og mannréttinda eiga líka að láta í sér heyra og mótmæla kröftuglega þeim illu öflum, sem eru mesta ógn við frjálst þjóðfélag í dag og hafa því miður komið sér fyrir í hjarta Evrópu illu heilli, en Evrópuríki þurfa að koma sér upp viðeigandi vörnum og viðbúnaði til að koma þeim í burtu úr Evrópu, sem ógna frelsi og öryggi borgaranna.
29.10.2020 | 09:40
Sáuð þið hvernig ég tók hann?
Illa hefur gengið að ráða við C-19 veiruna í þessari nýju árás hennar á þjóðina. Þrátt fyrir aðgerðir og hertar aðgerðir, gengur lítið því miður. Þegar svo háttar til hættir fólki til að grípa til örþrifaráða að ástæðulausu.
Nú er þannig komið fyrir sóttvarnaryfirvöldum, af því að illa hefur gengið, að þau telja skyldu sína að finna upp á einhverju nýju til að banna, til að sýnast vera að gera eitthvað merkilegt. Grípi sóttvarnaryfirvöld til þess, þá eru þau í leið að viðurkenna, að þau hafi ekki gert rétta hluti síðast þegar þau takmörkuðu frelsi borgaranna.
Af gefnu tilefni talaði RÚV við landstjórann, Kára Stefánsson í Kastljósi í gær, en jafnan er talað við hann þegar býður þjóðarsómi. Kári lýsti þörf á víðtækum aðgerðum og hertum m.a. að lokað yrði öllum verslunum nema matvöruverslunum. Í sjálfu sér er það ekkert vitlausara en að banna fólki að fara til rakara eða á hárgreiðslustofu. En vitlaust samt.
Getur verið að uppspretta smita sé í járnvöruverslunum, rafmagnsverslunum eða fataverslunum? Svarið er nei. Sama á raunar við um rakara- og hárgreiðslustofur. Hvaða rök eru þá fyrir því að loka þeirri starfsemi?
Úr því sem komið er, þá verður ekki við það unað lengur, að sóttvarnaryfirvöld grípi til víðtækra lokana og frelsisskerðingar borgaranna með ástimplun dáðlausrar ríkisstjórnar, nema færð séu rök fyrir nauðsyn og tilgangi. Hingað til hefur þess ekki þurft og þessir aðilar hafa farið sínu fram vitandi, að óttinn sem hefur gripið um sig í þjóðfélaginu leiðir til þess, að fáir og jafnvel engir spyrja spurninga hversu vitlausar svo sem aðgerðirnar eru.
En nú er komið að vatnaskilum. Þjóðfélagið þolir ekki frekari frelsisskerðingar og takmarkanir, hvað þá þegar engin rök hníga að því að þau skipti máli eins og er um almenna mannlega starfsemi svo fremi fólk gæti að fjarlægðarmörkum og almennu hreinlæti.
Aðalatriðið er að fólk passi sig og fari eftir almennum sóttvarnarreglum, en fái að lifa í frjálsu samfélagi, þar sem múrar og girðingar eru ekki settar um venjulegt líf borgaranna.
Því til viðbótar má leiða líkur að því að þessi faraldur muni réna innan skamms án frekari frelsisskerðinga og jafnvel þó að ýmsum takmörkunum yrði aflétt svo sem banni við að strákar og stelpur fái að spila fótbolta. Þess vegna er komið að ríkisstjórninni að standa í lappirnar en halda ekki áfram að eyðileggja efnahagslíf og velmegun þjóðarinnar til langframa.
Erfiðasti hjallinn er að komast í gegnum hópsýkingar á hjúkrunar- og öldrunarstofnunum, sem ekki tókst að koma í veg fyrir þrátt fyrir allar ráðstafanirnar. Þær eru staðreynd og við þeim verður ekkert gert núna annað en að hlúa sem best að þeim veiku og öldruðu sem smituðust á þessum stofnunum. En að öðru leyti og í framhaldi af því má ætla að smitum fækki verulega.
En í slíkum tilvikum, þegar sótt er í rénun eða við það að komast á það stig, þá skiptir heldur betur máli fyrir sóttvarnaryfirvöld að herða á ráðstöfunum til að geta sagt eins og Jón sterki forðum í Skugga Sveini, Matthíasar Jochumsonar.
"Sáuð þið hvernig ég tók hann."
28.10.2020 | 17:49
Hvika þá allir nema Macron
Macron Frakklandsforseti hefur heldur betur látið til sín taka eftir að Íslamskur öfgamaður hjó höfuðið af frönskum kennara, sem var að uppfræða nemendur sína í sögu og sýndi þeim í því sambandi grínmyndir sem birst höfðu í háðsritinu Charlie Hebdo. Fyrir það eitt að kenna fólki sögu og segja frá staðreyndum var hann réttdræpur að mati Íslamista.
Macron brást hart við og lét taka til hendinni, þar sem íslamskur öfgaáróður er stundaður í Frakklandi. Af nógu er að taka. Ætla hefði mátt, að virðulegir þjóðhöfðingjar landa sem játa að meginstefnu til Múhameðstrú mundu fordæma drápið á franska kennaranum og öfgaöflin, sem standa að hryðjuverkum af þessu tagi. Svo var þó ekki.
Þess í stað reið íslamski öfgamaðurinn Erdogan Tyrklandsforseti á vaðið og fordæmdi Macron fyrir það eitt að skera upp herör gegn öfgafullum hatursfullum Íslamistum. Ekki nóg með það, hann hvatti fólk til að sniðganga franskar vörur. Í kjölfar þess komu stjórnendur klerkaveldisins í Íran og fordæmdu Frakka fyrir það eitt að bregðast við hryðjuverki.
Macron á hrós skilið fyrir að bregðast svona við og standa með frelsinu gegn hatrinu, ógninni og tjáningarbanninu. Ætla hefði mátt, að aðrir Evrópuleiðtogar hefðu fylgt í kjölfarið og sýnt Macron samstöðu, en svo hefur ekki verið.
En það er fleira en þetta sem verður að hrósa Frökkum fyrir. Þeir hafa tekið einarða afstöðu gegn útþennslustefnu Erdogan. Þeir hafa lýst yfir stuðningi við Khalifa Haftar í Líbýu eftir að Tyrkir hófu bein afskipti af átökunum þar með því að senda gríðarlegt magn vígvéla og vígamanna frá Sýrlandi til að aðstoða íslömsku ríkisstjórnina í Trípólí.
Frakkar hafa fordæmt árásarstefnu Tyrkja gagnvart Armeníu, en Tyrkir hafa sent vopn og vígamenn til að herja á kristna Armena í Ngornu Karabak héraði ásamt trúbræðrum sínum í Aserbadjan.
Frakkar hafa líka tekið afstöðu með Grikkjum í baráttu þeirra fyrir að nýta rétt sinn í Eyjahafi, en þar hefur Erdogan reynt að frekjast til að reyna að fá Grikki til að láta undan og gefast upp fyrir ofbeldi og yfirgangi Tyrkja hvað varðar náttúruauðlindir í Eyjahafi.
En af hverju Frakkar. Af hverju lætur Boris Johnson ekki í sér heyra? Eða Angela Merkel. Nei enn sem komið er lætur enginn Evrópuleiðtogi í sér heyra og fordæmir aðför Tyrkja að eðlilegum viðbrögðum Frakka við hryðjuverki og réttmætrar afstöðu gegn útþennslustefnu Tyrklands undir stjórn Erdogn.
Af hverju ekki að lýsa yfir samstöðu með Frökkum í baráttu þeirra fyrir mannréttindum og gegn ófrelsi og hatursstefnu Íslamistanna. Af hverju ekki að fordæma árásarþjóðina Tyrkland, sem hefur á undanförnum árum staðið beint og óbeint að árásum Í Sýrlandi, Írak, Líbanon og nú á Armena auk þess að hafa uppi hótanir við Grikki.
Er ekki kominn tími til að láta Tyrki vita, að þeim verði vísað úr NATO og Evrópuráðinu haldi þeir áfram að stuðla að ófriði og haldi þeir áfram að styðja Íslamska hryðjuverkamenn og vígamenn í Sýrlandi, Líbanon eða Ngorno Karabak. Já og standa síðan við það ef þeir láta ekki skipast þegar í stað.
Eða á enn og aftur að koma í ljós, að Evrópa er aumingi, sem treystir sér ekki til að standa saman gegn íslömsku ógninni.
26.10.2020 | 14:00
Undirgefni
Daginn eftir að Landsspítalinn lýsti yfir neyðarstigi var forsætisráðherra landsins efst í huga skv. twitter færslu, að réttindum kvenna væri sérstaklega ábótavant í Póllandi.
Staðreyndin er samt sú, að konur í Póllandi njóta ekkert minni réttinda en konur annarsstaðar í þeim heimshluta og virðing fyrir og framkvæmd varðandi jafnstöðu kynjana er mun betri í Póllandi en víðast hvar annarsstaðar í veröldinni.
Hvað skyldi þá vaka fyrir forsætisráðherra og af hverju skyldi hún ráðast sérstaklega að Póllandi í sambandi við kynjamisrétti. Sennilega vegna þess, að pólska ríkisstjórnin og þingið vildu ekki samþykkja evrópska tilskipun um réttindi kynjana o.fl vegna ákvæða um kynfræðslu á forsendum transfólks. Það voru einu athugasemdirnar sem gerðar voru við það regluverk.
Mikilvægt er að gera athugasemdir og mótmæla þegar réttindi kvenna eru ekki virt. Við eigum að berjist fyrir því að konur hvar sem er í heiminum fái notið jafnstöðu við karlmenn og virðingar og lagalega stöðu ekki síðri en þeir.
Í stað þess að vísa til Póllands hefði Katrín Jakobsdóttir átt að gera athugasemdir við ófrelsi og réttindaleysi þar sem mest skortir upp á, að réttindi kvenna séu virt þ.e. í múslimska heiminum, ekki síst þar sem sharia lög gilda.
Í múslimsku löndunum er verk að vinna eins og hin hörundsdökka, Ayaan Hirsi Ali frá Sómalíu, sem flýði til Hollands og býr nú í Bandaríkjunum og er gift sagnfræðingnum Niall Ferguson, hefur ítrekað bent á, m.a. í stuttmyndinni "Submission" eða undirgefni, sem Theo van Gogh kvikmyndaleikstjóri og hún unnu saman að. Vegna þess var Theo van Gogh drepinn af harðlínumúslima og Ayaan Hirsi Ali þurfti að búa við vernd allan sólarhringin í hinu frjálslynda Hollandi vegna morðhótanna og tilrauna til að ráða hana af dögum. Allt vegna þess, að þau bentu á hve réttlausar konur eru í hinum múslimska heimi.
Þegar yfirstéttarkonur í Evrópu eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tísta með þeim hætti sem hún gerði í morgun, þá er tíst hennar móðgun við þær konur sem búa við hvað minnstan rétt meir en milljarður kvenna í múslimska heiminum. Katrín lítur framhjá þeim þjóðfélögum og hugmyndafræði sem veldur undirokun kvenna og er helsti andstæðingur frjálslyndra viðhorfa um jafnstöðu kynjana, sem við Katrín berjumst bæði fyrir.
En hvað veldur, að kona eins og Katrín Jakobsdóttir skuli ekki vera tilbúin til að berjast fyrir réttindum kvenna, þar sem réttindi þeirra eru helst fyrir borð borin eins og í múslimska heiminum, en skuli andskotast út í Pólverja sem hafa ekkert til saka unnið í þessum efnum.
25.10.2020 | 11:20
Röng viðbrögð ekki gætt meðalhófs.
Sá sem jafnan skrifar af mestu viti í Fréttablaðið fyrir utan Óttar Guðmundsson lækni, er ritstjóri blaðsins Jón Þórisson. Jón hefur verið óhræddur við að andæfa viðteknum skoðunum hins alvalda þríeykis í Covid fræðum. Jón bendir réttilega á, að við þessar aðstæður sé þetta sá tími sem mikilvægt sé að ræða um frelsi, mannréttindi og vernd stjórnarskrárinnar gegn handahófskenndum frelsissviptingum sóttvarnarlækns sem ríkisstjórnin samþykkir jafnan.
Jón bendir á, að margfalt fleiri hafi fallið fyrir eigin hendi á þessu ári en Covid, samt er ríkisvaldið ekki að beina sérstökum sjónum að slíkum hörmungum. Óttar Guðmundsson gerði þeim málum góð skil fyrir nokkrum árum, en ekki hefur verið brugðist við.
Þó nokkrir verði til þess, draga í efa heilagleika veirutríósins og þeirra aðgerða sem það hefur gripið til, þá er hræðsluáróðurinn svo mikill, að stór hluti landsmanna finnur til óttakenndar og takmarkar því samskipti sín við annað fólk, sjálfum sér og öðrum til ómældra leiðinda.
Þó mikilvægt sé, að hver gæti að eigin sóttvörnum, þá er það annað mál en handahófskennd valdboð veirutríósins, sem oft orka tvímælis. Sum þessara valdboða hafa valdið þjóðinni milljarða tjóni eins og það að eyðileggja ferðaþjónustuna. Önnur hafa svipt einstaklinga og smáfyrirtæki lífsviðurværi sínu. Samt er haldið áfram án þess að gerð sé grein fyrir hver sé tilgangurinn eða frelsissviptingar rökstuddar.
Ég er nýkominn frá Spáni, frá svæði þar sem smit eru örlítið fátíðari en hér miðað við fólksfjölda. Samt sem áður má fólk fara í hársnyrtingu, spila fótbolta og aðra boltaleiki jafnvel í keppnisgreinum. Vikulega er gerð grein fyrir hvar og við hvaða starfsemi fólk er að smitast. Þar kemur í ljós, að smit eru ekki að greinast vegna innstreymis túrista eða þess, að fólk fari í hársnyrtingu eða geri almennt allt sem gert er í frjálsu þjóðfélagi. Smitin eru aðallega vegna skorts á aðgætni á áfengis- og öldrykkjustofum.
Í miðjum ágúst s.l. rofnaði samhengi vitrænnar nálgunar og meðalhófs hjá veirutríóinu og ríkisstjórninni en við tóku þær glórulausu öfgar sem fólu í sér nánast aðkomubanni til landsins. Allir skyldu skimaðir ekki einu sinni heldur tvisvar og það með óundanþægri sóttkví á milli. Þetta hefur ekki haft neina þýðingu við að hefta útbreiðslu C-19 en valdið tugum ef ekki hundruð milljarða tjóni, sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á. Reynslan hefur sýnt að þessi ákvörðun var röng og hafði ekkert í för með sér nema tjón. Samt er vitleysunni haldið áfram.
Ég mældist neikvæður við skimun á landamærunum, jafnvel þó sýnatökukonan gerði sitt ítrasta til að troða sýnatökupinnanum í gegnum nefið á mér og upp í heilabúið. Vegna þess að ég mældist neikvæður, fer ég í sóttkví fram á föstudag n.k. Heil vinnuvika. Vegna þessara reglna eiga margir í erfiðleikum bæði við að komast heim til sín og afla sér nauðsynja, fyrir utan þann ömurleika sem sumir þurfa að lifa við einir og yfirgefnir í sóttkví vegna þess að þeir mældust ekki með veiruna.
Er það ekki dæmalaust, að maður sem mælist neikvæður í þessari skimunaræði, skuli þessvegna þurfa að halda sig frá öðru fólki og meðhöndlaður eins og holdveikissjúklingur fyrr á öldum.
Ríkisstjórnin ber ábyrgð á því,að taka ekki alvöru umræðu um það hvað sé líklegast til að hafa þýðingu, sé vilji til að halda frelsissviptingum áfram, til að reyna að koma í veg fyrir Covid smit og beita þá þeim aðgerðum, sem taldar eru bráðnauðsynlegar en gefa fólkinu í landinu að öðru leyti kost á því að gæta að eigin smitvörnum. Þetta hefur ríkisstjórnin ekki gert, en telur sig hæfasta til að vera í hlutverki jólasveinsins og færa sumum gjafir og það allt með annarra peningum að sjálfsögðu skattgreiðenda.
Þó veiritríóið og landsstjórinn þekki e.t.v. ekki vel til þess sem kallað er meðalhóf við beitingu stjórnvaldsaðgerða, þá ætti samt að vera þekking á því fyrirbæri í ríkisstjórninni. Væri ekki rétt að skoða hvaða aðgerðir koma þá til greina og eru nauðsynlegar einnig að teknu tilliti til þjóðarhags.
22.10.2020 | 09:28
Enginn hlutur heimill nema helvíti
Helsta frétt RÚV í gærkvöldi var fordæming á lögreglukonu fyrir að hafa borið þrjá krossfána á lögreglubúningi sínum á mynd sem tekin var af henni fyrir tveim árum. Fréttastofan taldi þetta langt utan siðferðilegra marka og í fréttinni var rasistastimpli og fleiru klínt á þessa lögreglukonu.
Að sjálfsögðu gætti fréttastofan þess, að tala ekki við lögreglukonuna. Hún var fórnarlambið, sem átti þess ekki kost að bera hönd fyrir höfuð sér. Þá kom ekki fram, að fréttastofan hefði gert sérstaka úttekt á þeim fánum sem lögreglukonan bar og almennt um gildi þeirra, en studdist við ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingkonu Pírata.
Varðstjóri í lögreglunni var dreginn upp af fréttastofunni til að vitna með skilningi RÚV eins og lautinant Valgerður forðum í Hjálpræðishernum um veginn af drottins náð sbr. kvæði Steins Steinars. Af hverju var talað við hann en ekki lögreglustjóra? Ef þetta var svona merkilegt eða mikilvægt mál, agabrot, rasismi, fasismi eða eitthvað í þá áttina var þá ekki eðlilegt að tala við lögreglustjóra en draga ekki upp utangátta og illa undirbúinn varðstjóra. Var ekki líka eðlilegt að tala við lögreglukonuna og eftir atvikum formann Lögreglufélagsins?
Í lok fréttarinnar kom fram af hverju fréttastofan hafði gert þetta að aðalfrétt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati hafði tekið málið upp á Alþingi og taldi mikilvægt að nefnd þingsins eyddi tíma í að ræða um tveggja ára gamla mynd af fánum á búningi lögreglukonu. RÚV þurfti að sjálfsögðu að styðja baráttu þessarrar "geðþekku" þingkonu þar sem undirskriftarsöfnuninni um nýju stjórnarskrána var lokið.
Það er engin furða þó að fólkið í landinu sé vanhaldið af eðlilegum fréttum, þegar fréttastofa RÚV er upptekin við það dögum, vikum og mánuðum saman að afflytja fréttir og stunda pólitískan áróður og gæta ekki þeirra lágmarkskrafna í fréttamennsku að virða mannréttindi þeirra sem um er fjallað, en frétt RÚV í gær var tvímælalaust meiðyrði og brot á persónuvernd lögreglukonunnar sem í hlut á. En það er e.t.v. í lagi að mati fréttamanna RÚV, sem eftir því sem best verður séð sjá ekki að aðrir en öfgavinstrafólk og hælisleitendur eigi nein slík réttindi.
16.10.2020 | 12:11
Nýja stjórnarskráin
Margra kynlegra grasa kennir í tillögum stjórnlagaráðsins sáluga, en aðstandendur þess telja að þjóðin eigi að lögfesta það eins og Guð hafi sagt það, án þess að breyta um kommu eða punkt.
Öllu málsmetandi fólki var ljóst, þegar það sá tillögurnar, að þarna var um framsetningu að ræða eins og oft er hjá fólki sem er í lögfræðilegum æfingabúðum iðulega án þess að eiga þangað erindi.
Einfalt dæmi:
Ákvæði núverandi stjórnarskrár um sveitarfélög gr. 78
"Sveitarfélög skulu ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stutt einföld framsetning, sem segir allt sem segja þarf.
En það var að sjálfsögðu ekki nógu gott fyrir stjórnlagaráðið.
Í stað þeirrar einu greinar sem er í stjórnarskránni um sveitarfélög koma fjórar greinar í tillögum stjórnlagaráðs og þegar betur er að gáð, þá tryggja þær hvorki sveitarfélögum eða íbúum þeirra neinn sérstakan rétt umfram það sem þessi eina hnitmiðaða grein núverandi stjórnarskrár gerir:
Í greinum 105-108 í tillögum stjórnlagaráðs segir í 105 gr. að sveitarfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem að lög ákveða og þau skuli hafa nægjanlega burði og tekjur til að sinna lögbundnum verkefnum. (Ekki er sagt hver eigi að tryggja þeim þessar tekjur) og að tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum.
Í 106 gr. stjórnlagaráðs segir að á hendi sveitarfélaga eða samtaka í umboði þeirra (hvaða samtök skyldu það nú vera) eru þeir þættir opinberrar þjónustu sem best þykir komið í héraði svo sem nánar skal ákveðið í lögum.
Í 107 gr segir að sveitarfélögum skuli stjórnað af sveitarstjórnum (eins gott að taka það fram) og þá að rétti íbúa til að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess skal skipað með lögum.
108 gr. mælir síðan fyrir um að samráð skuli haft við sveitarfélög um undirbúning lagasetningar sem þau varðar.
Er eitthvað í tillögum stjórnlagaráðs, sem eykur á réttindi sveitarstjórna með þessum langhundi sem ráðið sullar saman umfram það sem kveðið er á um í 78. gr. núverandi stjórnarskrár? Vissulega ekki. Þarna er um að ræða hrófatildur, sem hróflað er saman af fólki oft velmeinandi fólki sem einskonar óskalista, sem er þó ekkert annað og meira en það sem sagt er í tveim línum og einni grein núverandi stjórnarskrár.
Öllum má vera ljóst, að tillögur stjórnlagaráðs um sveitarstjórnir eru ekki innihaldsríkar og nauðsynlegar umfram það sem er í núverandi stjórnarskrá heldur þvert á móti og dæmi um það að þeir sem settu þetta saman gera sér ekki að fullu grein fyrir hvaða tilgangi stjórnarskrá á að þjóna.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 61
- Sl. sólarhring: 805
- Sl. viku: 6260
- Frá upphafi: 2471618
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 5711
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson