Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2020
31.7.2020 | 09:13
100 þúsund ríkisstarfsmenn
Bandaríkjastjórn tilkynnti í fyrradag, að flytja ætti 12 þúsund bandaríska ríkisstarfsmenn, frá Þýskalandi. Ástmögur fréttastofu RÚV, Donald Trump, tilkynnti af því tilefni, að þetta væri gert til að refsa þýskum stjórnvöldum fyrir að eyða of litlu í varnarmál. Ekki á að kalla þessu verkefnalausu hermenn heim heldur planta þeim til annarra NATO ríkja.
Bandaríkin eru með hátt í 40 þúsund ríkisstarfsmenn í Þýskalandi sem gegna þar hermennsku, þó að friður hafi ríkt í landinu og nágrannaríkjum þes í 75 ár.
Skiljanlegt, að Bandaríkin séu sár yfir að greiða meira hlutfallslega til NATO en Evrópuríkin. Spurningin er hinsvegar ekki um að setja meiri peninga í eitthvað án þess að það sé einhver skynsamleg markmiðssetning með því.
Hvað eru 40 þúsund bandarískir hermenn að gera í Þýskalandi og nokkrir tugir þúsunda til viðbótar í öðrum NATO ríkjum Evrópu? Hvað eru þeir að gera. Mætti ekki nýta peningana betur en að hafa tugi þúsunda soldáta hangandi yfir ímyndunarhernaði.
Kalda stríðinu við Kommúnistaríkin í Austur Evrópu lauk fyrir rúmum 30 árum. Er ekki kominn tími til að viðurkenna að Evrópu stafar engin ógn frá Rússlandi og fyrrum fylgiríki Sovétsins hafa flest gengið í NATO. Síðan er spurningin af hverju er Rússum ekki gefin kostur á að taka þátt í evrópsku efnahags- og öryggis samstarfi Evrópu. Í dag eiga þjóðir Evrópu miklu meira skylt með Rússum en t.d. Nato þjóðinni Tyrklandi.
Framsæknir stjórnmálamenn í forustu í Evrópu og Bandaríkjunum virðast því miður ekki vera til. Slíkur stjórnmálamaður mundi segja: Nú er nóg komið af soldátum sem gera ekki neitt og þjóna engum tilgangi. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt til að spara skattgreiðendum útgjöld. Fyrsta skrefið yrði síðan að kalla þá rúmlega 100 þúsund bandaríska ríkisstarfsmenn þ.e. hermenn sem eru í Evrópu heim til sín.
En það gera stjórnmálaleiðtogar Evrópu ekki. Bandarísku hermennirnir færa mikið fé í ríkiskassa hernumdu landanna og af því vilja þau ekki missa. En afhverju eru bandarískir stjórnmálamenn svona skyni skroppnir?
Mér vitanlega er aðeins einn bandarískur stjórnmálamaður sem hefur krafist þess að bandarísku hermennirnir í Evrópu yrðu kallaðir heim. Það er forustumaður frjálshyggjumanna í Bandaríkjunum Ron Paul.
30.7.2020 | 20:36
Þórólfur strikes back
Gat ekki að því gert, að þetta minnti mig á heiti á Star Wars mynd "The Empire strikes back."
Að sjálfsögðu hlaut eitthvað að vera að fyrst Þórólfur var í fríi. En nú snýr hann aftur og bægir frá hinum vonda C-19 vágesti.
Ég hefði e.t.v. frekar átt að minnast á Gunnar á Hlíðarenda sem sagði fögur er hlíðin og mun ég hvergi fara þegar hann leit til baka og snéri síðan aftur eins og Þórólfur nú. En það var ekki eins árangursríkt eins og þessi viðsnúningur verður vonandi hjá Þórólfi.
Þórólfur snýr aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2020 | 10:31
Bregðumst við af skynsemi en ekki vegna ótta.
C-19 er vond sótt, en fjarri sú versta sem gengið hefur yfir veröldina eða er til staðar. Það sem gerir C-19 sérstaka eru viðbrögðin við veirunni, sem eru fordæmalaus.
Í henni veröld er það mannlegt, að óttast það óþekkta. Jafnvel þó okkur stafi meiri ógn af hinu þekkta, þá vekur það ekki eins mikla óttatilfinningu. Í hartnær hálft ár hefur dunið yfir fólki um veröld víða hvað margir hafi sýkst af C-19 og hve margir hafi dáið. Þessar fréttir hafa valdið verri múghræðslu en þekkst hefur á síðari árum og vegna hennar hefur verið gripið til aðgerða, sem eru líka fordæmalausar. Á sama tíma deyja mun fleiri vegna reykinga og berkla.
Þegar aðgerðir til skerðingar frelsi borgaranna vegna C-19 voru kynntar af veirutríóinu fyrir hálfu ári var markmiðið, að koma í veg fyrir of mikið álag á heilbrigðisþjónustuna. Það markmið náðist og gott betur. Engin hætta er fyrir hendi nú, að einhver breyting verði á því. Kalla þá nokkur smit sem greinst hafa að undanförnu á aukna skerðingu á frelsi landsmanna? Ofangreind markmiðssetning er ekki í hættu þannig að hertar reglur og frekari skerðing á réttindum borgaranna er ekki réttlætanleg útfrá þeim forsendum. Samt situr ríkisstjórnin á fundi til að ræða hertar reglur sem engin þörf er á að svo komnu máli.
Vilji ríkisstjórnin skerða frelsi borgaranna vegna nokkurra smita verður að vera skírt hvert markmiðið er. Á að eyða veirunni úr umhverfinu? Slíkt er raunar tæpast gerlegt.
Að sjálfsögðu viljum við öll, að sem fæst smit greinist hér á landi og helst engin, en þannig er það ekki og verður ekki meðan veiran er á meðal okkar og fáir hafa sýkst.
Sóttvarnarlæknir verður stöðu sinnar vegna að gera ítrustu kröfur og það er ljóst að landlæknir telur sig vera í sömu stöðu. En það er ríkisstjórnin sem verður að meta heildarhagsmuni. Ríkisstjórnir eru ekki til að stimpla pappíra og tillögur sérfræðinga eins og þær séu eins og Guð hafi sagt það. Haldi ríkisstjórn að hlutverk hennar slíkt, þá á hún ekki sjálfstætt erindi lengur við þjóðina.
Talað er um að taka aftur upp fjarlægðarmörk 2 metra. Slíkt drepur niður eðlileg mannleg samskipti.
Við erum félagsverur, það er það mannlega. Líkamleg nánd við annað fólk er útilokað, að ýta út úr menningu okkar enda værum við þá komin í þursaríki. Vinátta, ást, hluttekning í sorg og gleði, lærdómur börn að leik, hópíþróttir,fundir, allt kallar þetta á líkamlega nánd og það er allt í lagi nema einhver meiriháttar vá steðji að, sem gerir ekki núna. Við viljum vera nálægt hvert öðru og þjóðfélagið er byggt þannig upp, að hjá því verður ekki komist nema að loka á eðlileg mannleg samskipti. Tölvuskjárinn og einangrun heima geta aldrei komið í stað fyrir mannleg samskipti.
Má vera, að hræðslan við C-19 sé vegna þess hvað við höfum búið við mikið öryggi í langan tíma. Í Afríku og Asíu hefur fólk þurft að glíma við verri veirur en C-19 sem eru enn til staðar en hafa ekki breiðst út til Vesturlanda. Sóttir eins og Sars og Ebóla. Reynt var að hræða fólk með fuglaflensu og svínaflensu, en það tókst ekki þó að fjölmiðlar reyndu sitt besta. Við höfum fengið smitsjúkdóma eins og HIV og Zika, en allar þessar sóttir höfðu mun hærri dánartíðni en C-19. En engin þeirra snerti Evrópu nema HIV og þann sjúkdóm fékk fullorðið fólk ekki nema það tæki meðvitaða áhættu.
Þó Covid 19 sé hættulegur sjúkdómur þá er dánartíðni fólks undir fimmtugu lægri en í venjulegri flensu og í miklum meirihluta tilvika er sjúkdómurinn mildur og gengur yfir á stuttum tíma eins og Jonathan Sumption fyrrum hæstarréttardómari í Bretlandi benti á í grein í Daily Telegraph 28.júlí s.l.
Á sama tíma og allir fréttamiðlar í heiminum eyða stórum hluta jafnvel meirihluta fréttatíma í C-19 og hafa gert í hálft ár, þá eru samt fleiri að deyja úr berklum og vegna reykinga.
Það þurfa allir að meta það fyrir sig hvaða áhættu þeir vilja taka í lífinu og hvað sé rétt fyrir okkur að gera miðað við aldur og líkamlegt atgervi. Í sumum tilvikum vill fólk einangra sig, aðrir vilja viðhalda fjarlægðarmörkum og við eigum að virða allar slíkar óskir og varúðarráðstafanir. En ríkisstjórnin á líka að virða óskir okkar hinna, sem viljum lifa lífinu lifandi í samskiptum við annað fólk. Eða eins og ofangreindur Jonathan sagði í grein sinni. Við getum ekki haldið áfram að hlaupa í burtu við verðum að halda áfram með lífið.
Franklin Delano Roosevelt forseti Bandaríkjanna sagði á sínum tíma fræg orð "The only thing you have to fear is fear itself" það eina sem þú þarft að óttast er óttinn sjálfur. Þó það sé ekki allskostar rétt þá skiptir það máli í þessu óttaþrungna umhverfi í skugga C-19 að við missum ekki óttans vegna eðlilega rökhyggju og skynsemi og hlaupum undan og föllumst athugasemdalaust á allar hugmyndir sem hefta eðlilegt frelsi.
29.7.2020 | 14:49
Eru Pólverjar vondir við konur?
Í tæpa viku hafa beljað þær fréttir í RÚV, að Pólverjar ætluðu að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um ofbeldi gagnvart konum. Fréttunum hefur jafnan fylgt fordæming á hægri stjórn Póllands og illsku þeirra gagnvart konum. Fréttin eins og RÚV segir hana er röng. Hún hallar réttu máli og skilur útundan það sem máli skiptir og er inntak þessa máls.
Sú afstaða Pólverja að segja skilið við sáttmálann hefur ekkert með illsku gagnvart konum að gera eða andstöðu við réttindi þeirra. Pólverjar segja sig frá sáttmálanum vegna þess, að í honum eru ákvæði sem skylda aðildarþjóðirnar til þess, að í grunnskólum sem öðrum skólum sé börnum kennd kynjafræði undir þeim formerkjum að allt tal um líffræðilegt kyn sé úrelt.
Dómsmálaráðherra Póllands segir eðli slíkrar hugmyndafræði vera skaðlega auk þess sem hún sé röng og þessvegna geti Pólland ekki verið aðili að þessum svonefnda Istanbul sáttmála.
Þetta veldur íslensku ríkisstjórninni og stjórnmálamönnum hér engum vandamálum þar sem þeir samþykktu samhljóða gölnustu löggjöf sem samþykkt hefur verið á þessu kjörtímabili um "kynrænt sjálfræði".
Íslenskum stjórnmálamönnum finnst það sjálfsagt eðlilegt að í íslenskum grunnskólum sé börnum kennt, að kyn hafi ekkert með líffræðilega hluti að gera, heldur fari það eftir viðhorfi hvers og eins og þjóðfélagslegum aðstæðum. Sá er munurinn á stjórnmálastéttinni hér og í Póllandi.
Mikilvægasta spurningin er að velta fyrir sér hversvegna stjórnmálamenn í Evrópu vilji standa með lyginni um að tal um líffræðilegt kyn sé úrelt og það skuli algjörlega vanta barnið til að benda á að þessi keisari er ekki í neinum fötum þar sem - hvað svo sem fyrirbrigðið kann að nefnast stendur berstrípað í sínu kynræna sjálfræði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.7.2020 | 08:53
Baráttan við Covid meðalið og afleiðingarnar
Síbylja hamfarafrétta um háa dánartíðni og ógnir vegna Covid veikinnar þrumuðu í hverjum fréttatíma allra helstu fréttamiðla í veröldinni dag eftir dag. Fólk varð felmtri slegið og margir frávita af ótta, sem var eðlilegt miðað við hamfarafréttir, sem áttu sér raunar minni stoð í raunveruleikanum en fram kom í hefðbundnum fréttamiðlum.
Almenningur í þróuðum lýðræðislöndum krafðist þess, að mannréttindi yrðu skert og lýst var yfir útgöngubanni víða um lönd, sem er eindæmi og afar hættulegt fordæmi. Aðrar þjóðir fóru aðrar leiðir m.a. við.
Ísland valdi eina af skynsamlegustu leiðunum, sem farin var. Settar voru ákveðnar reglur, en fólki að öðru leyti treyst til að gæta nauðsynlegrar varúðar. Gagnrýna má sumar reglurnar sem settar voru og hvað þær stóðu lengi, en okkur tókst vel með samstilltu átaki fólksins í landinu. Þjóðir sem beitt hafa útgöngubanni eins og t.d. Bretar og Spánverjar hafa ekki náð sama árangri og við í baráttunni við veiruna af hverju svo sem það stafar.
Útgöngubannið og mjög strangar reglur sem settar hafa verið geta orðið til þess að viðbrögðin valdi hugsanlega álíka skaða. Í opinberri skýrslu frá Bretlandi um afleiðingar útgöngubanns sem vísað var til í Daily Telegraph þ.20. júlí s.l. kemur fram, að hugsanlega muni það valda 200.000 dauðsföllum.
Nú eru rúm 50 þúsund dauðsföll rakin til C-19 veirunnar, en villtustu hrakspár töldu að allt að 500 þúsund manns mundu missa lífið í Bretlandi ef ekkert yrði gert í málunum. Þessar tölur 200 þúsund dauðsföll vegna útgöngubannsins og 500 þúsund dauðsföll vegna veirunnar eru frekar ótrúverðugar og færa má rök að því að þær fjölfaldi nokkuð fjölda dauðsfalla í báðum tilvikum. Samt sem áður sýnir þetta, að veruleg inngrip í daglegt líf og starf borgaranna til varnar einni vá getur skapað aðra e.t.v. lítið betri en þá sem brugðist er við.
Í upphafi var markmiðið sett á að gæta þess, að heilbrigðiskerfið réði við vandann, sem skapaðist vegna C-19 veirunnar. Það tókst og gott betur. En það kostaði sitt.
Smitum er nú að fjölga í löndum eins og í Þýskalandi og Spáni. Vonandi tekst að ráða við það, en það verður að gera með öðrum hætti en útgöngubanni og öðrum álíka ráðstöfunum. Slíkt mundi sennilega valda meira tjóni.
Á síðustu dögum hafa greinst fleiri smit hér en vikurnar á undan. Engin ástæða er samt til að þjóðfélagið verði sett á hvolf á nýjan leik vegna þess. Nú skiptir máli að fólk gæti að sóttvörnum og öðrum varúðarráðstöfunum, það er virkasta vörnin við útbreiðslu veirunnar á nýjan leik.
26.7.2020 | 09:12
Pólitískur ímyndarvandi kjósenda
"Ég hélt að ég væri venjuleg manneskja, en þar sem ég er hvít og foreldrar mínir eru giftir er ég stimpluð sem forréttinda-rasisti, sem ber ábyrgð á þrælahaldi. Ég geri áætlun um tekjur og útgjöld, sem gerir mig að fjármálalegum og siðferðilegum íhaldsmanni, sem þýðir að ég er fasisti miðað við orðræðuna."
Þannig var upphaf bréfs kjósanda, sem skrifaði til fulltrúadeildarþingmannsins, Demókratans, Debbie Dingell.
Kjósandinn hélt áfram og sagði "Ég geri áætlun um tekjur mínar og útgjöld, en fæ að heyra það, að ég sé ekki svona vel stæð af því að ég hafi unnið fyrir því, heldur vegna þess að ég sé í forréttindahópi."
"Ég hugsa og velti hlutum fyrir mér og efast um margt sem kemur fram í hefðbundnum fjölmiðlum, sem gerir mig að hægri öfgamanneskju. Ég er líka stolt af arfleifð minni og bandarískri menningu, sem gerir mig að útlendingahatara."
Dingell þingmaður sem var sú eina í Demókrataflokknum, sem taldi árið 2016 að margt benti til þess að Donald Trump yrði kosinn forseti vegna þess að Demókratar hefði gleymt "hinum þögla meirihluta."
Það sama hefur gerst í stjórnmálum Evrópu og á Íslandi. Hefðbundnir stjórnmálamenn hafa farið að gæla við öfgarnar til vinstri og talið þær eðlilegar, en stimplað venjulegt fólk sem lifir hefðbundnu lífi og virðir sögu landa sinna, menningu, ætt og fjölskyldu, sem pópúlista og hægri öfgafólk.
Þessi þögli meirihluti heldur sig í lengstu lög við sinn stjórnmálaflokk í þeirri von, að hann muni nú sýna hvað í honum býr. En til þess kemur á endanum haldi þessi andhverfa eðlilegrar pólitískrar umræðu áfram, að fólk gefst upp, krefst breytinga og sættir sig ekki við stjórnmálafólk, sem mjálmar sönginn í takt við dekurkynslóð öfgafullu sósíalistanna.
25.7.2020 | 11:40
Loksins stjórnmálaleiðtogi sem þorir að andæfa.
Mörg grundvallaratriði vestrænna samfélaga hafa átt undir högg að sækja sem og hlutir á borð við samkennd, jafnræði, verðmætasköpun atvinnulífsins og öryggi. Þannig kemst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins að orði í frábærri heilsíðugrein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag.
Sigmundur Davíð brýtur að mörgu leyti blað með grein sinni, þar sem hann er fyrsti stjórnmálaleiðtoginn á Vesturlöndum sem tekur heilstætt á þeirri atlögu sem nú er gerð að vestrænni sögu, menningu og arfleifð og andæfir gegn öfgunum sem ráðast gegn grunngildum lýðræðisþjóðfélaga.
Sigmundur vekur athygli á því að allir hafi verið sammála um að mótmæla hrottafengnum aðgerðum lögreglu í Bandaríkjunum gegn fólki ekki síst hörundsdökku fólki. Slík mótmæli eiga að vera lausnarmiðuð og snúa að því hvað þarf að gera til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Þar eiga allir kynþættir að njóta jafnstöðu enn ekki einn húðlitur umfram annan.
Þegar ég sá forustufólk Demókrata í Bandaríkjunum, ýmsa viðskiptajöfra ásamt fleirum falla á kné og lýsa yfir stuðningi við samtökin "Black Lives Matter" (BLM) velti ég því fyrir mér hvort þetta fólk væri svona illa upplýst eða svona ofurpópúlískt, að það skyldi lýsa yfir stuðningi og veita fé til samtaka sem berjast gegn markaðsþjóðfélaginu, vestrænni menningu, fjölskyldunni og vilja leggja niður lögreglu og dómstóla.
Vestrænir fjölmiðlar sungu kórsönginn með BLM og það gerðu einnig fjölmargir stjórnmálamenn úr öllu hinu hefðbundan litrófi stjórnmálanna. Vissu þeir ekki hverju þeir voru að samsinna? Hafði þetta fólk ekki fyrir því að kynna sér málið? Var því alveg sama og tilbúið að hlaupa á þann vagn pópúlismans?
Horft er framhjá kynþáttahyggju eða rasisma BLM, þar sem fólk er flokkað eftir húðlit og þjóðerni og öll ummæli jafnvel jákvæð ummæli um þjóðir og kynþætti eru flokkuð sem rasismi. Þau viðhorf eru afturhvarf til ákveðinnar kynþáttahyggju. Það er dapurlegt þegar íslenskir stjórnmálamenn ánetjast þessu rugli eins og mátti sjá í yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar og annars þingmanns flokksins í vikunni.
Nú má ekki segja "All lives matter" hvað þá "White lives matter". Kynþáttahyggjan skal höfði í fyrirrúmi og BLM slagorðið er ekki langt frá "Black only" sjónarmiðum sem koma þá í stað "Whites only", sem barist var gegn á 7 áratug síðustu aldar og tókst að sigra á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar í Bandaríkjunum.
Undanfarna daga hefur það komið mörgum á óvart, að vestrænir stjórnmálamenn hvort heldur þeir eru borgaralega sinnaðir eða sósíaldemókratar skuli ekki hafa lýst megnustu skömm á andfélagslegum markmiðum og baráttuaðferðum BLM. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er fyrstur til að tala rödd skynseminnar og bjóða ofbeldis- og öfgaöflunum byrginn.
Til hamingju með frábæra grein Sigmundur Davíð, þar sem þú gengur í lið með heilbrigðri skynsemi gegn heimskunni og öfgunum. Vonandi verða fleiri stjórnmálamenn sem þora að taka undir með þér, það verður eftir því tekið hverjir verða til þess.
22.7.2020 | 17:31
Vandlifað í honum heimi á tímum "woke" byltingarinnar
Fyrirlesari við háskóla í Southampton á Englandi var rekinn fyrir að segja að Gyðingar væru sérstaklega góðir í efnafræði. Hann sagði líka í öðru tilviki, að Þjóðverjar væru góðir í verkfræði og gerði grein fyrir því af hverju hann teldi svo vera í báðum tilvikum.
Þetta var meira en "woke" kynslóðin getur þolað, en "woke" öfga fólkið er í allsherjarkrossferð gegn rasisma og þegar er þessi barátta farin að taka á sig galnar myndir.
Miðað við þeirra hugmyndafræði þá er það rasismi að segja eftirfarandi:
Gyðingar eru sérstaklega góðir í efnafræði.
Grænlendingar eru mjög góðir fiskimenn
Þjóðverjar eru góðir verkfræðingar
Hörundsdökkir eru fremstir í hlaupum
Margt fólk af kínversku bergi brotið er best allra í stærðfræði.
Áfram má halda, en svo er nú komið að það að hrósa fólki eða þjóðum fyrir sérstaka hæfileika er nú flokkað sem rasismi
Af hverju vegna þess að skv. "woke" hugmyndafræðinni þá eiga allar þjóðir að vera eins og engin á að vera frábrugðin annarri eð hafa einhverja sérstaka gáfu eða hæfileika. Það getur því verið hættulegt að benda á, að engir hafa unnið eins mörg Nóbelsverðlaun og Gyðingar.
Svo er komið, að það má hvorki segja neitt jákvætt um þjóðir né neikvætt.
Á grundvelli þessa bulls er amríski sendiherrann á Íslandi dæmdur rasisti fyrir að tala um "kínaveiru"
Hvað þá með "spænsku veikina" eða "frönsku mislingana" sem rauðir hundar eru kallaðir sumsstaðar.
Ekki verður betur séð, en markmið þessara öfgaskoðana sé sú, að taka í burtu allt sem heitir þjóðríki og gera það saknæmt að hrósa einum umfram annann einkum og sér ef það er látið fylgja hverrar þjóðar viðkomandi er.
Hér áður fyrr var miðað við að mæla ekkihnjóðsyrði til fólks á grundvelli þjóðernis og það var talið rasismi, en núna má heldur ekki hrósa fólki á grundvelli þjóðernis.
En hvernig skyldi það svo vera að lífskjör í Svíþjóð og Sierra Leone eru ekki þau sömu og lagaumhverfi og öryggi borgaranna er ólíkt. Þegar enginn er munurinn og það gert refsivert að íja að því að um einhvern mun geti verið að ræða.
21.7.2020 | 22:31
Baráttuvettvangur Samfylkingarinnar
Loksins hefur Samfylkingin fundið baráttumál, sem getur sameinað flokksmenn og fyllt þá baráttuanda eftir pólitíska eyðimerkurgöngu í áratug.
Sumt forustufólk Samfylkingarinnar er þeirrar gerðar, að þegar kemur að Bandaríkjunum, fara talfærin þegar úr sambandi við heilabúið,afleiðingin verður í samræmi við það.
Hinn sameiginlegi óvinur, sem reiðin beinist nú að, er amríski sendiherrann, sem leyfði sér að tala um samstöðu Íslands og Bandaríkjanna til að vinna bug á Kínaveirunni. Að sjálfsögðu var þetta hin mesta ósvinna hjá sendiherranum. Eitthvað sem nauðsynlegt er að mati formanns Samfylkingarinnar að mótmæla svo eftir verði tekið. Enda að sjálfsögðu um stórmál að ræða sem gæti ráðið úrslitum í þjóðmálabaráttu komandi ára.
Fyrrum varaformaður Samfylkingarinnar var miður sín yfir dóna- og ruddaskap sendiherrans, sem og telur skrif hans bera vott um rasisma af versta tagi, hvernig svo sem hægt er að finna það út. En Samfylkingarfólk er lagnara en aðrir við að hengja neikvæða merkimiða á andstæðinga sína.
Samfylkingin hefur loksins fundið fjölina sína, stefnumál, sem sameinað getur flokksmenn undir einu merki. Spurning er hinsvegar hvort þessi vaðall Loga og Co leiði til þess að einhverjir aðrir en innsti kjarni Samfylkingarfólks skynji hið mikilvæga þjóðfélagslega samhengi tísts bandaríska sendiherrans og íslenskrar þjóðmálabaráttu. E.t.v. átta flokksmenn sig á að haldi forustumenn flokksins áfram tala með þessum hætti er líklegt að pólitísk eyðimerkurganga flokksins verði ekki styttri, en hún var hjá Gyðingum forðum á leið til fyrirheitna landsins.
Óviðeigandi og dónalegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2020 | 18:02
Sumt orkar meira tvímælis en annað.
Sama dag og sóttvarnarlæknir tilkynnti að hætt yrði að skima farþega frá Þýskalandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi fyrir kórónaveirusmiti var tilkynnt, að engin þjóðhátíð yrði í Vestmannaeyjum í ár vegna þess að sami sóttvarnarlæknir bannaði, að fleiri en 500 mættu koma saman til að hafa gaman.
Þessi 500 manna regla er stundum brosleg eins og t.d. á íþróttavöllum, þar sem sett eru ómerkileg bönd á milli nokkurra hólfa, sem fólk fer á milli eftir atvikum og svo hittist fólk í leikhléi og undan og eftir. En hvað sem því líður þá hefur enginn smitast á fótboltaleik við allt þetta "frjálsræði".
Allt orkar tvímælis þá gert er, en sumt orkar meira tvímælis en annað. Nánast engin kórónuveirusmit hafa greinst um allnokkurt skeið meðal íslendinga, en nokkur daglega hjá erlendum gestum sem koma til landsins. Smithættan án erlendu gestanna er svo lítil að hún réttlætir ekki nein eða endurnýjuð boð eða bönn sóttvarnarlæknis.
Þetta sýnir vel að mun auðveldara er að koma á bönnu en að afnema þau. Jafnvel þó engin rök mæli lengur með banninu.
Nú er svo komið í sóttvörnum landsins, að opnað skal á smitgáttina með hindrunarlausari komum fólks erlendis frá, en lokað á að landinn megi eiga sínar smitlausu útiskemmtanir um Verslunarmannahelgina.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 199
- Sl. sólarhring: 838
- Sl. viku: 4020
- Frá upphafi: 2427820
Annað
- Innlit í dag: 186
- Innlit sl. viku: 3722
- Gestir í dag: 184
- IP-tölur í dag: 179
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson