Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2021
29.4.2021 | 08:59
Vald án ábyrgðar
Á sama tíma og forráðamenn ýmissa ríkisstofnana krefjast þess a fá aukin völd í samskiptum sínum við borgarana, er þess krafist, að þeir skuli vera ábyrgðarlausir í stöfum sínum.
Seðlabankastjóri og Gylfi Magnússon fyrrum ráðherra og formaður bankaráðs Seðlabankans telja, að þrátt fyrir að starfsmenn Seðlabankans brjóti lög í störfum sínum og níðist á borgurunum, þá skuli þeir samt vera ábyrgðarlausir.
Hvað þýðir það?
Það þýðir að þeir sem verða fyrir óréttmætum afskiptum starfsfólks hins opinbera skuli liggja óbættir hjá garði og bera harm sinn í hljóði því að réttur þeirra var tekinn út fyrir sviga af því að hinum opinbera valdsmanni sé allt heimilt í samskiptum sínum við einstaklinginn jafnvel að gera gróf mistök og jafnvel fara gegn viðkomandi sökum óvildar í hans garð.
Það er með miklum ólíkindum að endurómur hugmyndafræði einvaldskonunga átjándu aldar skuli settur fram með þeim hætti sem nú er gert af stjórnendum Seðlabanka Íslands. Mér er nær að halda að Seðlabankastjóri,sem er gjörhugull maður hafi ekki hugsað þessa hugsun til enda.
Hvar er þá vernd laganna fyrir einstaklinginn, sem má þola aðför og jafnvel ofsóknir af hálfu valdsherranna? Samkvæmt hugmyndafræði valdsherranna í Seðlabankanum skal almenningur bera harm sinn í hjóði og láta svipuhögg valdsins yfir sig ganga.
Þá er spurningin gildir eitthvað annað fyrir starfsfólk Seðlabankans en aðra opinbera valdsmenn eins og t.d. saksóknara, lögeglu og ráðherra. Já og hvað með starfsfólk heilbrigðiskerfisins með sömu rökum má halda því fram, að þessir aðilar allir eigi aldrei að bera neina ábyrgð á mistökum sínum eða jafnvel aðför að rétti borgaranna.
Fyrir nokkrum árum fór gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands offari í aðför að einstaklingum og fyrirtækjum. Í einu tilviki voru fimm einstaklingar, sem ráku fyrirtæki erlendis sviptir lífsviðurværi sínu, æru og möguleikum til tekjuöflunar. Það var vegna þess m.a. að forstöðumaður gjaleyriseftirlits Seðlabankans gerði meiri háttar mistök og sakfelldi viðkomandi einstaklinga fyrirfram vegna brots á lögum, sem voru ekki til. Þessir einstaklingar, sem þannig voru sóttir til saka og sviptir aflahæfi sínu og æru um margra ára skeið voru á endanum sýknaðir og þeim dæmdar óverulegar bætur vegna þessara gríðarlegu og óafsakanlegu mistaka starfsfólks gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands.
Hvað varð svo um valdsmanninn í Seðlabankanum, sem var vegna vanhæfni og vankunnáttu valdur að því að fjöldi fólks missti fótanna í lífinu? Seðlabankastjórinn fyrrverandi sá til þess að viðkomandi væri komið fyrir í merkri stofnun erlendis og leyst út með 30 miljón króna gjöf frá bankanum.
Það er með ólíkindum að þeim miðaldakenningum skuli í dag, haldið á lofti af málsmetandi mönnum og einum æðsta embættismanni þjóðarinnar, að hið opinbera vald skuli hafa heimild til að fara fram gegn fólki og fyrirtækjum að vild, án þess nokkru sinni að bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Jafnvel þó að valdsmennirnir í Seðlabankanum telji nú vera lag að opinbera myrka miðaldahyggju óskeikulleika hins opinbera valds og nauðsyn þess að einstaklingar í þjónustu hins opinbera valds beri aldrei ábyrgð á gjörðum sínum, þá er það ekki svo í lýðfrjálsu ríki og má aldrei verða.
24.4.2021 | 17:04
Þjóðarmorð Tyrkja á Armenum
Á árunum 1915 til 1917 meðan fyrri heimstyrjöld stóð yfir frömdu Tyrkir svívirðilegan glæp með þjóðarmorði á Armenum eftir því sem þeir gátu við komið. Ekki er vitað með vissu hvað margir Armenar voru drepnir í þessari útrýmingarherferð, en alla vega voru það ekki færri en ein og hálf milljón manna. Sumir nefna tölur, sem eru allt að helmingi hærri. Hefðu Tyrkir haft mannafla og tæki til þess, þá hefðu drápin orðið enn stórtækari.
Ólíkt Þjóðverjum, sem hafa viðurkennt svívirðilegan glæp sinn í síðari heimstyrjöld þegar nasistatjórnin fór í útrýmingaherferð gegn Gyðingum, og beðist ítrekað afsökunar, þá neita Tyrkir því eindregið að hafa gert það sem þeir gerðu gagnvart Armenum.
Það er vonum seinna, að Bandaríkjamenn viðurkenni nú þetta þjóðarmorð Tyrkja á Armenum rúmum 100 árum eftir að þau áttu sér stað. En þökk sé Biden forseta fyrir að stíga loks fram og viðurkenna þennan voðaverknað Tyrkja.
Ísland hefur ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum og frumvarp sem var borið fram á Alþingi fyrir nokkrum árum náði ekki fram að ganga. Það er okkur til skammar að hafa ekki viðurkennt og fordæmt þjóðarmorð Tyrkja á Armennum og vonum seinna að við gerum bragabót og gerum það nú þegar.
Það er líka full ástæða til að gera það núna, þar sem að fyrir nokkrum mánuðum síðan réðist Azerbadjan með stuðningi Tyrkja á Armena í Nagorno Karabak héraði og framdi þar fjölda hryðjuverka auk manndrápa og sölsaði undir sig land sem er eingöngu byggt af Armenum.
Kristnar þjóðir horfðu á þetta án þess að hreyfa legg eða lið og létu Tyrki komast upp með þessa árás á kristið ríki, sem hefur mátt þola árásir þeirra og manndráp í aldanna rás og þjóðarmorð á árunu m2015-2017. Er nú ekki mál til komið að láta í sér heyra og fordæma Tyrki fyrir þjóðarmorðin.
Svo geta menn velt því fyrir sér hvort það er eðlilegt að setja refsiagðgerðir gegn vinaþjóð okkar Rússum í stað þess að beina því gegn ofbeldisríkinu Tyrklandi.
Fordæmum strax þjóðarmorð Tyrkja á Armenum.
Viðurkenndi þjóðarmorð Tyrkja á Armenum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2021 | 11:14
Ruslahaugur veraldarinnar
Í nauðum sínum hefur heilbrigðisráðherra orðið þjóðinni út um þúsundir skammta af Astra Seneca bóluefni, sem norsk heilbrigðisyfirvöld telja of hættulegt að sprauta í landa sinna. Er það virkilega vilji heilbrigðisyfirvalda, að taka þessa áhættu?
Núna deyja mun fleiri í kjölfar bólusetninga hér á landi en vegna Kóvíd. Er ástæða til að taka aukna áhættu og nýta það sem aðrir telja of hættulegt?
Á sama tíma berast fréttir af því að fyrirtækið Carpfix ætli að vera með móttöku- og niðurdælingarstöð í Straumsvík til að dæla niður í hraunið á Reykjanesi 3 milljón tonnum af koldíóxíði árlega sem flutt yrði inn frá útlandinu til þess hugsanlega að valda óbætanlegu tjóni á lífríki landsins í framtíðinni.
Ekki skorti á það þegar gleðifrétt sú, að Íslendingar ætluðu að taka að sér úrgangsefni frá heimsbyggðinni var kynnt, en kallaður væri til leiks Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti, sem lét hafa sig í það að dásama þessa ruslahaugavæðingu íslenskrar náttúru með sama hætti og lautinant Valgerður vitnaði á sínum tíma "um veginn af Drottins náð" og Steinn Steinar gerði ódauðlegt í kvæði sínu um Ólaf Kristófer kadett.
Þessi förgun á koldíoxíði er til að fína ríka fólkinu geti liðið betur og talið sér og öðrum trú um að það sé að gera flotta hluti í baráttunni við meinta loftslagsvá.
Sá gjörhuguli vísindamaður Ágúst H. Bjarnason hefur hinsvegar reiknað það út, að þetta skipti ákkúrat engu máli í þeirri baráttu en reiknað á skala sanntrúaðra loftslagsvásérfræðinga þá mundi þessi ruslahaugavæðing í Straumsvík nema lækkun hitastigs í veröldinni um einn milljónasta úr gráðu. Sú var nú heldur betur óveran eins og kerlingin sagði þegar hún týndi hundasúrur upp úr nestispakkanum.
Er ekki ástæða til að staldra við og setja sér ákveðnari of framsæknari markmið fyrir land og þjóð, en að taka við einhverju sem aðrar þjóðir vilja ekki nota vegna þess að það er hættulegt eða úrgangi sem þær þurfa að koma frá sér.
19.4.2021 | 14:42
Veslings litli einmanna dómarinn
Sá dómari héraðsdóms, sem úrskurðaði í samræmi við stjórnarskrá fyrir nokkru, að reglugerð um sóttkvíarhús stæðist ekki lög gerði ekki annað af sér, en að gæta að starfsskyldum sínum og dæma eftir lögunum. Þeir lögmenn sem ráku málið fyrir aðila, sem höfðu verið frelsissviptir ranglega sem og lögmenn sóttvarnarlæknis gerðu eki annað af sér en að gegna starfsskyldum sínum og reka málin skv. bestu þekkingu.
Það er því dapurlegt að heyra brigslyrði af vörum landsstjórans Kára Stefánssonar um veslings litla einmana dómarann þegar verið er að fjalla um slæm hópsmit sem komið er upp og ekki sér fyrir nú hvernig reiðir af. Þau hópsmit hafa ekkert með úrskurð héraðsdóms að gera. Þau eru til komin vegna aðila sem kom til landsins áður en reglugerðin tók gildi. Forsætisráðherra staðfestir þetta sbr. meðfylgjandi frétt. Sama hefur sóttvarnarlæknir gert. Svo notuð séu brigslyrði í umræðunni þá liggur fyrir að hvorki einmanna dómaranum né hinum ofurgráðugu lögmönnum verður um kennt.
Það er alltaf mikilvægt að gæta að orsökum og afleiðngu sem og því sem mestu máli skiptir í vitrænni umræðu viti borins fólks að átta sig á orsakasamhengi hlutanna.
Mál varðandi fullnægjandi varnir á landamærunum hefur ekkert með úrskurð vesalings einmanna dómarans að gera. Málið snýst um það, að heilbrigðisráðherra gætti ekki að því að setja lögmætar reglur. Sökin liggur alfarið hjá henni. Vilji einhver vera með köpuryrði í garð einhvers, þá væri réttast að beina þeim að þeim aðila sem ábyrgðina ber, en ekki þeim sem eru að framfylgja lögum í landinu.
Ef tryggja á góðar varnir á landamærunum þá dugar ekki að glæpamannavæða alla sem hingað koma heldur beita viðurlögum sem koma í veg fyrir að fólk þori að brjóta sóttkví. Það er aðalatriðið og þar skortir á, að stjórnvöld hafi gætt skyldu sinnar.
Svo geta strandkapteinar eins og formaður Samfylkingarinnar eins og aðrir ofurpópúlistar á Alþingi reynt að fiska í gruggugu vatni, en það leysir ekki neinn vanda.
Frumvarp sem skyldar fólk í sóttvarnahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2021 | 10:58
Ríkisstjórnin sýnir lífsmark
Loksins kom að því, að ríkisstjórnin sýndi smá lífsmark og tæki ekki öllu sem sóttvarnarlæknir segir eins og Guð hefði sagt það.
Næta skrefið verður væntanlega að ríkisstjórnin móti stefnu í sóttvarnarmálum varðandi Covid 19. Það gengur ekki að það sé lokað eða opnað vegna geðþóttaákvarðana eins manns jafnvel þó fær sé og gangi Guði næstur að vitsmunum að margra mati.
Lokunin og takmörkunin sem sett var fyrir 3 vikum var ónauðsynleg. En sýnir að þegar mannréttindi hafa verið skert, þá er erfiðara að koma þeim á aftur.
Annað atriði sem ríkisstjórnin þarf að huga að er öryggi bólusetninga. Alls hafa 29 manns sagðir hafa dáið úr Covid hér á landi. En 15 skömmu eftir að þeir fengu bóluefni. Hvort orsakasamhengi sé í öllum tilvikum milli bólusetningar og dauðsfalla skal ekkert fullyrt, en spurning hlítur að vera hvort ástæða er til að troða bóluefninu í aðra en þá, sem eru í áhættuhópum.
Ríkisstjórnin fór gegn tillögum Þórólfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2021 | 18:00
Fjör í umferðinni
Vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg grípur til hvaða ráða,sem hugmyndaflug þeirra nær til.Nú á að lækka hámarkshraða í henni Reykjavík í 40 km. eða hægar eftir atvikum.
Vinstra meirihluta fólkið, sem virðist flest búa í 101 Reykjavík eða nágrenni þess póstnúmers, telur greinilega að það sé komið út á land, þegar það fer yfir Elliðaárnar og leyfir því þar meiri hámarkshraða.
Allt er þetta gert til að draga úr svifryki, sem sagt er stafa af notkun nagladekkja. Að sjálfsögðu kemur ekki til greina að aðskilja sauðina frá höfrunum og láta þá sem spæna upp svifrykinu á nagladekkjunum sínum lúta öðrum lögmálum en þá, sem hafa ekkert til saka unnið. Jafnt skal yfir alla ganga jafnt seka sem saklausa.
Ef til vill væri eðlilegra að leggja naglagjald á þá sem vilja aka um á negldum dekkjum þannig að helstu orsakavaldar svifryksins mundu borga fyrir sig, en aðrir ekki.
Svifryk er sagt draga fleiri til dauða á ári hverju en Covíd sjúkdómurinn og því mikið til að vinna að koma í veg fyrir það. Vinstra meirihlutanum virðist ekki detta í hug í því sambandi, að gangast fyrir reglulegri hreinsun gatna í Reykjavík og stuðla að almennu hreinlæti og snyrtimennsku. Svifrykið er ekki síst vegna lélegrar gatnahreinsunar í borginni,en það virðist fara framhjá latte lepjandi elítunni í vinstri meirihlutanum í Reykjavík.
Svifryk er ekki eini orsakavaldur öndunarerfiðleika fólks. Gera má ráð fyrir að meiri loftmengun verði í henni Reykjavíkinni þegar langar og endalausar biðraðir bíla myndast við þær aðstæður að ekki má aka á eðlilegum hraða í borginni. Hætt er því við að markmiðinu verði ekki frekar náð, en þegar yfirvöld í Moskvuborg setti þær reglur, að engin mætti fá fleiri en tvo áfenga drykki í veitingastað til að draga úr umferðarslysum. Þessi regla varð til þess, að dauðaslysum í borginni fjölgaði til mikilla muna vegna þess fjölda fólks sem þurfti að fara á milli veitingastaða til að ná sér í fleiri drykki. Hætt er við að þessi ráðstöfun vinstri meirihlutans í Reykjavík beri dauðann í för með sér eins og ráðstafanir vinstri meirihluta kommúnista í Moskvu forðum og valdi fleiri ótímabærum dauðsföllum.
Hraðalækkun samþykkt og fyrstu 40-göturnar í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2021 | 10:08
Landsins forni fjandi
Ertu kominn landsins forni fjandi, orti þjóðskáldið sr. Matthías Johcumson um páskana 1888 þegar hann sá, að hafís var kominn inn Eyjafjörð.
Meiri hafís er norður af landinu en undanfarin ár skv. meðfylgjandi frétt. Hann er svo stutt frá landi, að hann gæti orðið landfastur. Hagstæðar vindáttir munu vonandi koma í veg fyrir það.
Um aldir hafa helstu náttúrulegu óvinir þjóðarinnar verið Jarðeldar,kuldar og hafís. Jarðeldar hafa opnast á Reykjanesi, óvenju kalt er í veðri og hafísþök eru nær landi og stærri en undanfarin ár.
Fólk fagnar því í fyrsta sinn, að jarðeldar skuli hafa opnast, en sem komið er boða þeir ekki ógn heldur mikilfenglegt sjónarspil. Vonandi verður svo áfram.
Annað er um kuldana. Þeir gætu boðað kólnandi veður og hafísa á komandi árum. Á sama tíma hendur ríkisstjórnin milljöðrum á milljarða ofan og sendir þær fúlgur eitthvað út í heim til einhverra í þeirri von, að það kólni í heiminum. Merkileg hagstjórn það, að ríkissjóður taki lán til að auka framlög sín á altari fáánleikans.
"Vituð ér enn eða hvat" sagði völvan í Völuspá þegar henni fannst tilheyrendur sínir furðu tregir og skilningslausir. Svo virðist, sem það sama eigi við enn í dag.
Mikill hafís er norður af landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2021 | 08:56
Pravda
Pravda fjölmiðill Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Nafnið þýðir sannleikur og þar birtist sá eini sannleikur sem var í boði undir einræði Kommúnista. Þar var fylgt formúlunni, sem er eignuð áróðursmeistara nasista, að lygi verður sannleikur ef hún ein er endurtekin nógu oft.
Ríkisútvarpið hefur nú ítrekað tileinkað sér fjölmiðlunarfræði Pravda. Þannig fær iðulega sá eini "sannleikur" að komast að, sem á að troða ofan í landslýð sem þóknanlegur.
Sannleikurinn í Efstaleiti gætti þess vandlega á fjögurra ára forsetatíð Donald Trump að birta daglega neikvæðar fréttir um hann. Síðasta ár Trump í Hvíta húsinu byrjaði RÚV daginn á því að segja hvað margir hefðu sýkst af Kórónaveiru og hve margir hefðu dáið í USA daginn áður. Sama dag og Biden tók við hurfu þessar fréttir algjörlega.
Á tímum kórónaveirunnar fær bara einn sannleikur að koma fram hjá RÚV. Sannleikur sóttvarnarlæknis og þríeykisins ásamt Kára Stefánssyni.Þannig hefur RÚV fundið fjóreykið sem ætlað er að taka við stjórn á landinu eins og Mao Tse Tung forðum stóð fyrir menningarbyltingu og beitti fjóreyki fyrir sig til að Kínverska þjóðin mætti höndla þann eina byltingaranda og þann eina sannleika sem mundi gera þjóðina frjálsa. Því var hrundið og þegar fjóreykinu var steypt af stóli Af Sjú en Læ, þá hófst áður óþekkt framfara- og velmegunarskeið í Kína.
Íslenska fjóreykið hamrar þau "sannindi" inn í íslenska þjóð, að kórónuveirusmitum fari fjölgandi þó þeim fækki. Ef þau mælast ekki segir fjóreykið að þau séu samt til staðar dreifð um þjóðfélagið. Þegar þau finnast ekki heldur þar er talað um "svikalogn" og loks er brugðið á það ráð til að viðhalda ótta almennings að tala um að við séum á viðkvæmum stað og það geti brugðið til beggja vona. Loksins fann svo fjóreykið sameiginlegan óvin þjóðarinnar ekki Gyðinga að þessu sinni heldur ferðamenn og hefur komið því inn hjá hluta þjóðarinnar, að gjalda verði varhug við ferðamönnum og leggja á þá hömlur og kvaðir sem og að þeir sem leggist í ferðalög séu þjóðníðingar. Sbr. meintan þjóðníðing Brynjar Níelsson þingmann stjórnmálaflokks sem oftast hefur látið sér annt um einstaklingsfrelsið og sumir þingmenn flokksins aðhyllast það enn.
Nú er líka búinn til sá "sannleikur", að þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir hafi dregið að koma málum aðila, sem vildu ekki sætta sig við mannréttindabrot í boði heilbrigðisráðherra fyrir dóm, að þá sé það lögmönnum þeirra að kenna að ekki fékkst fullnaðardómur í Landsrétti. Allt er þetta fjarri sannleikanum, en sóttvarnarlæknir og Kári Stefánsson halda þessari lygi samt statt og stöðugt fram og það er sá eini sannleikur sem kemst að í hinni nútíma Pravdaískri fréttastofu RÚV. Þrátt fyrir að heimildir séu fyrir hendi sem sýna hið gagnstæða. En þær fréttir fá ekki að komast að hjá gæslumönnum hins eina leyfilega "sannleika".
Þegar býður þjóðarsómi og Pravda telur að bæta þurfi í áróðurinn, þá duga ekki nánast daglegir sjónvarpsfundir þríeykisins, heldur er Kastljós þáttur Pravda undirlagður undir félaga í fjóreykinu þannig að óharnaðar alþýðustúlkur og strákar fari ekki að efast um þann eina sannleika, sem er leyfður í þursaríkinu, að herða verði á aðgerðum og loka sem flestu og viðurkenna þann eina sannleika, sem samræmist "sannleika" fjóreykisins.
Að sjálfsögðu verður að útrýma þeirri hugsun, að mennskan eigi að ráða umfram sóttvarnir.
8.4.2021 | 10:06
Minnisblað, lagabreytingar og málþóf
Engin ágreiningur er um að haga sóttvörnum með sem bestum hætti.
Reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti og leiddi til frelsissviptingar á þriðja hundrað manns var ólögmæt. Þá verður að athuga hvort þörf er á að grípa til annarra aðgerða til að tryggja það markmið sem að er stefnt. Eðlilegast væri að það yrði á höndum annars ráðherra en þess, sem klúðraði málinu.
Eðlilegt væri þegar svona mál kemur upp, að sú nefnd Alþingis sem málið heyrir undir boðaði þá lögmenn á fund sinn, sem fóru með málin bæði fyrir sóttvarnarlækni og varnaraðila, til að fá á hreint hvernig var staðið að málum og hvort einhver mistök hafi verið gerð.
Það er síðan umhugsunarefni, að formaður Velferðarnefndar Alþingis Helga Vala Helgadóttir,sem annars hefur staðið sig vel í þessari umræðu, hoppaði strax á vagn vinsældaöflunar og nánast bauð upp á nýjan gjafapakka til stjórnvalda varðandi sóttvarnir með breyttum lögum. Ef til vil væri þá einfaldast að Alþingi mundi bæta við ákvæði í sóttvarnalögin svohljóðandi, þannig að borgaraleg réttindi væru ekki að þvælast fyrir.
"Sóttvarnarlæknir getur gripið til hverra þeirra ráðstafana,sem hann telur nauðsynlegar hverju sinni."
Það hefur verið blásið upp að lögmenn þeirra sem kærðu málin, væru að taka gríðarlegar fjárhæðir fyrir vinnu sína í rúma 4 daga allt frídagar. Af gefnu tilefni skal ég upplýsa það að mín laun vegna þessa eru kr. 392.000 auk virðisaukaskatts.
Ný reglugerð taki gildi sem fyrst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2021 | 16:05
Helv. útlendingarnir
Því miður skortir iðulega á að fréttir séu fullnægjandi. Sagt frá því í hádegisfréttum, að 6 kórónuveirusmit hefðu greinst utan sóttkvíar og væru rakin til manns, sem hefði nýlega komið til landsins.
Þetta varð tilefni þess, að ýmsir töldu, að nú hefði sannast, að sóttvarnarlæknir hefði haft rétt fyrir sér varðandi það að frelsissvipta fólk við komuna til landsins.
Þegar málið var skoðað nánar, kom í ljós, að þessi smit verða eingöngu rakin til reglna, sem sóttvarnarlæknir sjálfur hefur sett varðandi eftirlit á landamærunum.
Sá sem kom til landsins hafði fengið Cóvid og þurfti því ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins, það eru reglurnar sem sóttvarnarlæknir hefur sett. Í sjálfu sér er ekkert hægt að vandræðast út í sóttvarnarlækni fyrir þetta af því að hann var í góðri trú um að ekki þurfi að setja viðkomandi í sóttkví.
Þetta sýnir að aðgát skal höfð áður en hrapað er að niðurstöðum eða illt lagt til manna. Þetta smit kemur ekki útlendingum eða reglum um komu fólks til landsins á nokkurn hátt við.
Hópsmitið á vinnustað í Mýrdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 15
- Sl. sólarhring: 427
- Sl. viku: 4231
- Frá upphafi: 2449929
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 3942
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson