Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021
26.6.2021 | 09:41
"Héðan í frá skaltu menn veiða"
Í Lúkasarguðspjalli segir frá því, að Pétur postuli hafi orðið felmtri sleginn þegar hann sá mátt meistara síns, þá er Pétur stundaði fiskveiðar og fallið til fóta Jesú og sagt:
"Far þú frá mér herra, því að ég er syndugur maður. Jesús svaraði og sagði "Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða" Í framhaldi af því lögðu fyrstu lærisveinar Jesú, þeir Pétur Símonarson og bræðurnir Jakob og Jóhannes Sebedeussyni bátunum að landi og yfirgáfu allt og fylgdu honum.(Lúk.5.8-11)
Í rúm tvö þúsund ár hefur kirkjan og kirkjulegir þjónar litið á hlutverk sitt með þeim hætti, að þeir ættu að fara eins að og fyrstu lærisveinar Jesú og menn veiða, til að leiða fólk um rétta vegu sakir nafns Jesú og kenninga til að það mætti næðis og vellíðunar njóta í stað þess að þola eilífa útskúfun og eymd.
Nú bregður svo við að íslenska þjóðkirkjan vill víkja frá fordæmi þeirra Sebedeussona og Péturs postula og fara inn á fyrri slóðir fiskveiða í stað sálnaveiða og taka fram báta sína og veiðiáhöld. Kirkjuráð hefur því mótmælt netaveiðibanni, Fiskistofu, í Faxaflóa, sem er sett til verndar laxa- og bleikjustofninum.
Sjálfsagt er þessi stefnubreyting þjóðkirkjunnar í anda nýju boðunar þjóðkirkjunnar um hinn dansandi trans Jesús.
25.6.2021 | 14:59
Sölutrygging
Sala á hlutabréfum í Íslandsbanka tókst vonum framar og á að skila ríkissjóði 48 milljörðum. Skv. Viðskiptablaðinu mun þó eitthvað hvarnist af þessum söluhagnaði.
Blaðið tilgreinir að sölutryggingarþóknu sé 1.4 milljarðar og áætlað er að kostnaður bankans við sölunaog þóknanir muni nema um 750 milljónum.
Ríkissjóður greiðir þá beint og óbeint 2.150.000 auk hugsanlega einhvers sem er ótalið enn. Tveir milljarðar eru mikið fé og óneitanlega vekur það athygli að jafn einfalt útboð eins og hér var um að ræða skuli kosta útboðsaðila á þriðja milljarð króna.
Ljóst er að hér er vel í lagt og nauðsynlegt að fá upplýst hverjir fengu þá fjármuni sem um ræðir og hvort um eðlilega verðlagningu geti verið að ræða. Eða skiptir það e.t.v. engu máli. Já og af hverju þurfti að sölutryggja og borga fyrir það 1.4 milljarða?
24.6.2021 | 09:23
Ungverjar
Það var að mörgu leyti gaman að fylgjast með leik Ungverja og Þjóðverja á EM í gærkvöldi. Ungverjar leiddu lengst af, en þegar Þjóðverjar skoruðu og jöfnuðu leikinn svöruðu Ungverjar fyrir sig eftir rúma mínútu. Þar við sat þar til tæpar 10 mínútur voru til leiksloka þegar Þjóðverjar jöfnuðu loksins.
Ungverjar voru úr leik, en samt sem áður gengu þeir að stúkunni þar sem stuðningsmenn þeirra sátu og klöppuðu að hætti íslenska landsliðsins í knattspyrnu og stuðningsmanna þeirra. Það var aldeilis að liðið sem sendi okkur út í kuldann skuli hafa tileinkað sér Víkingaklappið okkar. Stuðningsmennirnir þeirra svöruðu að bragði taktfast eins og okkur Íslendingum hefur hingað til einum verið lagið. Þar tóku þeir okkur til fyrirmyndar þó þeir hefðu unnið okkur og farið á EM í staðinn fyrir okkur.
Ungverjar voru í riðli með helstu knattspyrnuþjóðum Evrópu, Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi og fóru í gegnum mótið með miklum sóma og minntu um margt á íslenska landsliðið, að leggja sig allan fram og berjast ef á þurfti að halda fullir af vilja og keppnisgleði.
Eigum við ekki að þakka okkur það að hafa kennt Ungverjum þetta tvennt: Að leggja sig alla fram og keppa ef á þarf að halda á viljanum þegar máttinn skorti og klappið góða.
23.6.2021 | 09:24
Leiðindi og tepruskapur
Rowan Atkinson leikari, þekktur hér á landi fyrir að leika Mr. Bean sagði vegna frv. til fjölmiðlalaga, að það væri fráleitt, að ekki mætti gera grín af hverju sem væri. Trúarbragðahópar, kynþættir, þjóðir og aðrir yrðu að þola græskulaust grínið. Hann sagði að umræðan yrði miklu leiðinlegri og teprulegri ef fólk þyrfti alltaf að passa sig á því að móðga ekki einhvern.
En þannig er það í dag. Það eru allir að passa sig og uppfullir af ótta við að móðga einhvern minnihlutahóp. Afleiðingar eru m.a. að stjórnmálaumræða, sem og önnur almenn umræða er orðin húmorslaus og leiðinleg. Fólk getur átt á hættu að verða ofsótt vegna græskulausra ummæla, ef einhver tekur upp á því að móðgast vegna þeirra og þarf að beygja sig í duftið og biðjast auðmjúklega afsökunar. En ritskoðunin teygir sig stöðugt lengra
Nýlega fundu einhverjir að barna- og unglingabækur Enid Blyton væru fullar af kynþáttahyggju og útlendingahatri. Ævintýrabækurnar og Svaðilfarir hinna fimm fræknu eru því orðnar hættulegar fyrir ungt fólk og ber að fjarlægja.
Vinsælu gamanþættirnir Friends eru líka skotspónn teprugangsins og þar hafa handhafar ásættanlegra skoðana komist að þeirri niðurstöðu að þátturinn sé fordæmanlegur vegna kynjahyggju, andúð á samkynhneigðum og gert sé grín að feitu fólki.
Það er orðið vandlifað í henni veröld. Feisbók, twitter, google og you tube ráðskast með það sem má segja. Þeir sem fara yfir mörkin eru útilokaðir. Ekki mátti segja að Covid veiran hafi verið manngerð í Kína svo einfalt dæmi sé tekið.
Er ekki nauðsynlegt að venjulegt fólk rísi gegn þessu rugli og tali eðlilega og leyfi sér að gera gantast og vera skemmtilegt þó það sé á annarra kostnað svo fremi grínið sé græskulaust.
Er ekki heimurinn miklu skemmtilegri þannig.
22.6.2021 | 11:12
Íhaldið og frjálslyndið
Fréttablaðið segir frá því með nokkrum fögnuði að íhaldssamir frambjóðendur í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins hafi tapað fyrir hinum frjálslyndari. Í huga Fréttablaðsins felst Frjálslyndi í því að vilja sem nánasta samstarf með Evrópusambandinu helst fulla aðild, en íhaldsstefna að vilja það ekki.
Nafngiftir eins og þessar eru oft misvísandi og miðað við þá þingmenn sem blaðið minnist á, þá verður ekki séð, að þar sé um algjöra einsleitni að ræða í pólitískri afstöðu ef undan er skilið að öll hafa þau verið mótfallin þéttara faðmlagi við Evrópusambandið og no border stefnuna sem fylgt er í innflytjendamálum. En það hafa raunar nokkrir aðrir þingmenn flokksins líka verið.
Frétt blaðsins vekur samt sem áður athygli á atriðum, sem er nauðsynlegt að Sjálfstæðisfólk hafi í huga við stefnumörkun á næsta Landsfundi.
Þar þarf Sjálfstæðisflokkurinn að taka afgerandi afstöðu fyrir og með fullveldi þjóðarinnar og krefjast endurskoðunar á EES samningnum þannig að löggjafarvaldið m.a. verði að öllu leyti í höndum Alþingis en ekki kommissara í Brussel. Þá verður að taka skynsamlega og ákveðna stefnu í innflytjendamálum svo við lendum ekki í sama hjólfari og Svíar eru lentir í.
Framhjá þessu verður ekki komist vilji Sjálfstæðisflokkurinn tryggja öryggi borgaranna og rétt íslenskra ríkisborgara til lands, náttúruauðlinda og landgæða.
21.6.2021 | 12:07
Vantraust á Sósíalistastjórnina í Svíþjóð
Ánægjulegt, að sænska þingið skuli hafa samþykkt vantraust á stjórn Sósíaldemókrata og Græningja í Svíþjóð. Það var löngu tímabært að fella ríkisstjórn sem hefur meiri áhuga á velferð annars fólks, en eigin borgara og hefur keppst við að skipta um þjóð í Svíþjóð með skelfilegum afleiðingum.
Fyrirmyndarríkið Svíþjóð er eftir stjórn Sósíaldemókrata land, þar sem skotársir á götum úti eru algengar, erlend glæpagengi ráða víða lögum og lofum. Evrópumet og nánast heimsmet í nauðgunum og fjölmörg hverfi eru í stórborgum í Sviþjóð þar sem eru samhliða þjóðfélög innflytjenda, þar sem lögreglan fer ekki inn í nema vel undirbúin, fjölmenn og jafnvel þungvopnuð.
Þrátt fyrir að ástæðurnar fyrir verra gengi í Svíþjóð hafi legið fyrir lengi hefur ríkisstjórn Löven í Svíþjóð haldið áfram að taka hagsmuni hlaupastráka frá Afríku og Asíu framyfir hagsmuni og réttindi sænskra borgara. Afleiðingarnar voru fyrirsjáanlegar.
Nú er spurningin hvort að þokkalega ábyrgir flokkar eins og Moderata samlingspartiet og Kristilegir demókratar hætta að líta á Svíþjóðardemókratana sem holdsveika og reyna stjórnarmyndun með þeim. Það er löngu tímabært.
Afstaða hægri flokkana til Svíþjóðardemókratana hingað til hefur ekki haft neitt annað í för með sér en að tryggja sósíaldemókrötum völdin og er þeim til skammar. Það er mál að linni til að tryggja sænskum almenningi betri og öruggari framtíð.
Vantrauststillaga á Löfven samþykkt á sænska þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2021 | 10:35
"America is back"
Slagorð Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir NATO ráðstefnuna í síðustu viku var "America is back" Þetta slagorð, sem ráðgjafar hans bjuggu til áður en haldið var á leiðtogafund G7 ríkjanna og NATO átti að sýna a.m.k. vestrænum bandalagsþjóðum Bandaríkjanna, að nú væri annað uppi á teningnum en á tímum Trump.
Að loknum fundunum,liggur því miður fyrir, að Bandaríkjaforseti sýndi af sér afgerandi veikleika, sem fréttamiðlar heimsins gæta vel að greina sem minnst og helst ekkert frá. Öðru vísi fólki áður brá, þá er Trump reið um þessi héruð.
Það var aldrei hægt að saka Trump um að sýna af sér veikleika. Hann herti refsiaðgerðir gegn hryðjuverkastjórninni í Íran og var óragur við að beita hervaldi til að rústa ríki Ísis í Sýrlandi og Írak svo dæmi séu nefnd.
Óneitanlega var dapurlegt að sjá Bandaríkjaforseta ítrekað rugla saman Sýrlandi og Líbanon og hafa engan boðskap að flytja á leiðtogafundi G-7 ríkjanna t.d. varðandi stefnu uppbyggingar og framsækni eftir Covid hörmungarnar. Ekkert hafði hann heldur fram að færa varðandi ögranir og áskoranir Kínverja og sýndi með því afgerandi skort á forustuhæfileikum auk þess, sem það liggur fyrir að utanríkismálastefna Bandaríkjanna er í besta falli óljós en í versta falli afturhvarf til Obama-Hillary Clinton undanlátsstefnunnar.
Kína og Rússland geta verið öruggari með sjálf sig og Kínverjar sér í lagi með útþennslustefnu sína þegar nú því miður liggur fyrir öryggisleysi og vanhæfni Bandaríkjaforseta á vettvangi alþjóðastjórnmála.
En það er slæmt fyrir hinn lýðfrjálsa heim. Hinn svokallaði lýðfrjálsi heimur ætti líka að huga að því með hvaða hætti helstu fréttamiðlar heims eru reknir þ.e. hvernig fréttamiðlar brugðust við hverju ónytjuorði Donald Trump og með hvaða hætti þessir sömu fjölmiðlar skauta nú algerlega framhjá því að tala um veikleika og vanhæfni Joe Biden.
16.6.2021 | 10:46
Færri fiskar úr sjó
Hafrannsóknarstofnun krefst þess að 13% færri þorskar verði dregnir úr sjó á næsta fiskveiðiári. Verði farið að tillögunum dragast tekjur í sjávarútvegi gríðarlega mikið saman og þjóðartekjurnar sem því nemur.
Um árabil voru veidd árlega á Íslandsmiðum tæp 500 þúsund tonn af þorski. Ýmsir fiskifræðingar töldu það algjöra ofveiði. Í skýrslu 1966 hvetur þáv. forstöðumaður Hafrannsóknarstofnunar til víðtækrar friðunar vegna algjörrar ofveiði á þorski. Ekki gekk það eftir og svartari og svartari skýrslur komu í kjölfarið, þó veiðin væri samt sem áður góð. Svo fór þó, að löggjafinn féllst á það árið 1983 að sjávarútvegsráðherra gæti ákveðið skiptingu hámarksafla á árinu 1984. Kvótakerfið varð til.
Kvótakerfið var til og hefur staðið með breytingum frá þeim tíma og valdið gríðarlegri auðsöfnun þeirra, sem nutu úthlutunar ríkisins á þjóðarauðlindinni og misskiptingu auðs.
Kvótaúthlutuninni má að mörgu leyti líkja við það, að ákveðið hefði verið að Íslandsbanki yrði einkavæddur og þeir sem væru inn í bankanum við lokun kl. 17. þ. 15.maí 2021 ættu bankann, án þess að þurfa að leggja nokkuð fram.
Forsenda kvótakerfisins árið 1984 og síðar er sú, að með þeirri vísindalegu nálgun sem til væri hjá Hafrannsóknarstofnun yrði veiðum stillt í hóf svo að nýliðun þorsks yrði meiri og meiri. Við værum með því að takamarka veiðarnar að byggja upp eins konar bankareikning þar sem vaxtatölurnar yrðu ævíntýralega háar með stigvaxandi þorskafla þegar fram í sækti. Allt hefur þetta reynst rangt. Aflinn hefur alla tíð frá því að kvótakerfið var tekið upp verið minni en hann var fyrir daga kerfisins.
Þegar fólk lemur ítrekað höfðinu við steininn og fær alltaf þá sömu útkomu, að því verður illt í höfðinu við þann árekstur mætti ætla að flestir mundu átta sig á, að það væri ekki farsælt að halda áfram að berja höfðinu við steininn. En ráðamenn þjóðarinnar gera það samt.
Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur ítrekað haldið því fram, í ræðu og riti, að beita þurfi öðrum aðferðum og veiða meira og með því mundi stofnstærðin aukast. Þau sjónarmið styður hann líffræðilegum og fiskifræðilegum vísindasjónarmiðum.
Þegar nú blasir enn og aftur við, að hugmyndafræðin á bakvið núverandi hömlur á veiðar og forsendur kvótakerfisins er röng, er þá ekki rétt, að breyta um stefnu.
Spurning er um hvort íslenskir stjórnmálamenn átti sig á mikilvægi þessa máls. Það ætti að verða helsta viðfangsefni stjórnmálanna við næstu þingkosningar þar sem svo gríðarlegir hagsmunir eru í húfi á sama tíma og nauðsynlegt er að þjóðarsátt náist um skipulag fiskveiða og útdeilingu fiskveiðiréttinda í framtíðinni.
15.6.2021 | 09:50
Hjarðhræðslan
Sennilega hefur yfirvöldum aldrei í veraldarsögunni, tekist jafnvel og á síðasta rúma ári, að koma á alræði óttans og blindri hlýðni fólks við yfirvöld. Þetta er ekki staðbundið heldur á heimsvísu. Bandalag fjölmiðla, fyrirfólks í læknisfræði og stjórnmálamanna tryggði þessa algjöru hugrænu undirokun og uppgjöf mannsandsans fyrir ofurvaldi "sérfræðinnar" og valdsins.
Þrígengið sem var í raun fjórgengi hélt daglega ógnar- og hræðslufundi til að tryggja algjöra hlýðni við minnisblöð sóttvarnarlæknis og reglugerðir heilbrigðisráðherra. Alþingi laut valdi "sérfræðinnar" þegjandi og hljóðalaust að einum undanskildum og ungaði út nýjum sóttvarnarlögum og síðar breytingum við sóttvarnarlögin.
Raunar hefði mátta auðvelda Alþingi og ráðuneytisstarfsmönnum vinnuna með því að setja í lög einfalt ákvæði í samræmi við það sem vilji Alþingis stóð til. Það hefði getað hljóðað svona:
"Nú er það mat sóttvarnarlæknis, að grípa þurfi til einhverra þeirra aðgerða, sem heimilaðar eru í lögum þessum og skal þá gripið til þeirra aðgerða án nokkurs fyrirvara."
Eini þingmaðurinn á Alþingi sem andæfði þessari skefjalausu hjarðhegðun Alþingis og valdaframsali, Sigríður Andersen mátti gjalda fyrir stöðutöku með frelsinu og var tekin af lífi pólitískt, í bili, fyrir þá sök, að standa með frelsinu gegn helsinu.
Loksins rann upp stund fagnaðar fyrir hrjáð og hrætt fólk og bóluefni komu fram í stríðum straumum. Þau eru þó með þá vankanta, að þau hafa ekki fengið tilskyldar prófanir, framleiðendur efnanna neita að taka ábyrgð á þeim og þrátt fyrir að aukaverkanir komi fram, er reynt að þegja þær í hel og láta sem ekkert c.
Fyrir skömmu komust opinberir álitsgjafar að því að af fjölmörgum dauðsföllum í kjölfar bólusetninga þá væri ekki hægt að fullyrða óyggjandi að nokkuð þeirra væri tengt bólusetningunni nema e.t.v. eitt. Hefði sömu aðferðarfræði verið beitt gagnvart meintum dauðsföllum af hálfu Cóvíd er líklegt að komist hefði verið að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra væri óyggjandi tengt Cóvíd heldur undirliggjandi sjúkdóma nema e.t.v. eitt eða tvö.
En guðdómlegi gleðileikur bólusetninganna skal leikinn af fullri orku. Sjónvarpsstöðvar sýna aftur og aftur á hverjum degi þegar hópur fólks er sprautaður og fjórgengið hvetur fólk til að láta bólusetja sig og það er talið jafnbrýna svikum við þjóðina að skerast úr leik. Jafnvel þó um bóluefni sé að ræða, sem nágrannaþjóðir okkar hafa tekið úr umferð og telja hættuleg.
En er ekki of langt gengið þegar verið er að bólusetja ungt fólk og unglinga með efni, sem framleiðandinn tekur enga ábyrgð á. Efni, sem hefur ekki verið prófað með eðlilegum hætti. Efni sem gæti haft mjög alvarlegar aukaverkanir í framtíðinni. Látum vera þó að eldri borgarar og þeir sem eru í námunda við það glæpist á þessu, en er það virkilega svo, að ráðamenn telji eðlilegt að troða tilraunaefnum í fólk, sem skv. könnunum og reynslu er ekki í neinni verulegri hættu jafnvel þó það smitist af hinni raunverulegu veiru.
Valdboðinu skal síðan fylgt út í æsar. Venjulegt vegabréf verður ekki nóg í framtíðinni heldur kemur auk þess bólusetningarvegabréf Evrópusambandsins og þeir sem hafa það ekki mega sig hvergi hræra nema innanhúss og e.t.v. innanlands.
14.6.2021 | 15:53
Hann var Íslendingur
Fyrir nokkrum árum tóku fréttamiðlar upp þann ósið, að greina ekki frá því hvaðan glæpamenn kæmu eða segja á þeim nauðsynleg deili. Sagt var að það væri óþarfi og aðalatriðið væri að bregðast við afbrotinu, en þjóðerni viðkomandi skipti engu máli. Þessar röksemdir eru afsökun á því, að gera ekki grein fyrir hlutum eins og þeir eru. Stjórnvöld og fréttaelítan vilja leyna ákveðnum staðreyndum fyrir fólkinu í landinu.
Í gær var sagt frá hnífaárás, þar sem fórnarlambið lá þungt haldið á sjúkrahúsi. Gerð var kyrfilega grein fyrir því í fréttum, að sá sem ódæðið framdi væri Íslendingur.
Vonandi veit þetta á breytingu hjá fréttaelítunni, að í framtíðinni verði gerð grein fyrir þjóðerni brotamanns og jafnvel frekari deili. Allt eru það nauðsynlegar upplýsingar sem eiga erindi við almenning í lýðræðisríki.
Eða verður það þannig, að einungis verði sagt frá því þegar Íslendingur brýtur af sér og við getum þá gengið út frá því, að þegar ekki er gerð grein fyrir þjóðerni brotamanns, að þá sé ekki um Íslending að ræða?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 172
- Sl. sólarhring: 832
- Sl. viku: 3993
- Frá upphafi: 2427793
Annað
- Innlit í dag: 160
- Innlit sl. viku: 3696
- Gestir í dag: 159
- IP-tölur í dag: 157
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson