Færsluflokkur: Evrópumál
25.5.2022 | 09:28
Að dæma lifendur og dauða
Skv. kristinni trú er Jesú falið allt vald af Guði til að dæma lifendur og dauða. Prestlingurinn Davíð Þór Jónsson telur sig þó líka hafa þetta vald og hefur dæmt Vinstri græna til ævarandi helvítisvistar. Hvaðan skyldi Davíð Þór hafa þegið sitt vald?
Lögregla mundi rannsaka orð Davíðs Þórs sem hatursorðræðu, hefði hann beint orðum sínum t.d. að transfólki eða múslimum. Sennilega gildir ekki það sama um Vinstri græna þó að þeir séu í meiri útrýmingarhættu en hinir hóparnir.
Öfgafull orðræða prestlingsins í Laugarnessókn er vegna þess, að ríkisstjórnin hyggst framfylgja lögum og senda þá sem hafa dvalið hér ranglega á kostnað skattgreiðenda aftur til þess lands þar sem þeir eiga rétt á að vera skv. þeim lögum sem að t.d. Samfylkingin og Píratar komu að því að semja.
Af hverju er prestlingnum svona uppsigað við Vinstri græna? Hvaða stað eiga þá Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn að mati klerksins, fyrst Vinstri grænir fara lóðbeint til helvítis.
Dante vísaði til þess í bók sinni "Hinn guðdómlegi gleðileikur" (La Divina Comedia)að ákveðnir liðnir einstaklingar væru í helvíti en dæmdi engan þá lifandi, en það hefur páfinn gert á stundum og e.t.v telur Davíð Þór að hann hafi sama vald og páfinn og Jesús.
Allt er þetta með miklum ólíkindum. Samfylkingin hamast við að berjast gegn því að framfylgt sé Evrópureglum varðandi hælisleitendum á sama tíma og flokkurinn berst fyrir því að þjóðin afsali sér fullveldi sínu og gangi í Evrópusambandið.
En það er ekki bara Davíð Þór Jónsson sem missir sig í þessari umræðu. Í gær var dapurlegt að horfa á ofurfréttakonuna Sigríði Dögg Auðunsdóttur stjórna umræðuþætti þar sem Jón Gunnarsson ráðherra og Helga Vala Helgadóttir áttu að ræðast við. Það fór þó ekki svo. Sigríður Dögg Auðunsdóttir þáttastjórnandi fór mikinn og í hvert skipti sem hún hafði borið fram spurningu til ráðherra þá gat hún ekki unnt honum að svara, heldur greip stöðugt fram í og hélt orðinu og kom í veg fyrir að vitrænar umræður gætu átt sér stað.
Dapur dagur fyrir annars ágæta fréttakonu, sem hefur margt gert vel. Dómsmálaráðherra lét þetta ekki valda sér hugaræsingi, en fór fram af stakri prúðmennsku eins og honum er lagið.
Ef til vill finnst prestlingnum Davíð Þór rétt að dæma ráðherrann til helvítisvistar fyrir prúðmennsku og málefnalega orðræðu. Fróðlegt væri líka að fá upplýsingar um það hjá biskupi hinnar furðulegu þjóðkirkju hvort hún hafi fært Davíð Þór vald til að dæma lifendur og dauða og hvort hún telji sig yfirhöfuð hafa eitthvað með slíka dóma að gera eða framsal slíks valds.
Er ekki kominn tími til að Biskupinn, RÚV, Samfylkingin, Rauði Krossinn og Davíð Þór ræddu þessi mál af skynsemi og án upphrópana eða helvítisprédikunar. Það færi þeim öllum betur.
23.5.2022 | 08:37
Eigi skal farið að lögum
Ríkisútvarpið, Rauði krossinn og Píratar hafa hafið samræmda herferð fyrir því að ekki skuli farið að lögum varðandi útlendinga og öllum sem koma á fölskum forsendum andstætt útlendingalögum til landsins skuli umsvifalaust veitt svonefnd "alþjóðleg vernd" þó þeir eigi engan rétt til þess.
Raunar þá barátta fyrir opnum landamærum.
Gríðarlegur fjöldi svonefndra hælisleitenda hafa komið til Evrópu undanfarin ár. Meginhluti þeirra eru ungir karlmenn, sem hafa borgað smyglurum mikla peninga til að þeir geti farið á höfrungahlaupi til þess lands í Evrópu sem þeir vilja koma til. Raunar komast þeir þannig fram fyrir aðra sem eru í meiri þörf. Þeir eyðileggja vegabréf sín og önnur skilríki að ráði smyglarana og reyna síðan að fá hæli með því að segja skröksögur.
Eftir Kóvíd er staðan sú á Íslandi að tæplega 300 hlaupastrákar sem áttu aldrei rétt á að fá alþjóðlega vernd eru í landinu og bíða brottflutnings á kostnað skattgreiðenda. Skattgreiðendur hafa greitt fyrir hvern þeirra um hálfa milljón á mánuði þann tíma sem þeir hafa verið í landinu ólöglega og það líka eftir að lokaniðurstaða réttarkerfisins lá fyrir að þeir ættu engan rétt á að vera hér.
Verri meðferð á opinberu fé er vandfundin.
Stríðið í Úkraínu hefur leitt til mikils flóttamannastraums frá Úkraínu til annarra landa Evrópu. Yfir 90% flóttamanna frá þessu raunverulega stríðshrjáða landi eru konur, börn og gamalmenni. Þegar hlaupastrákarnir eiga í hlut, þá er samsetningin heldur betur önnur, yfir 90% ungir karlmenn og örfáar konur og börn. Sýnir betur en nokkuð annað hverskonar bull og rugl er í gangi.
Þrátt fyrir að ljóst sé, að Evrópa verði að einbeita sér að því að taka við raunverulegu flóttafólki frá Úkraínu og eigi lítið eða ekkert aflögu fyrir aðra, þá lætur talsmaður Sameinuðu þjóðanna sér sæma að gagnrýna Evrópuríki og saka þau um rasisma fyrir að mismuna rauverulegu flóttafólki og hlaupastrákunum.
Það er annars merkilegt með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að hann hamast alltaf á Evrópuríkjum að taka við fleiri meintum flóttamönnum, en víkur aldrei orðum að Kína, Japan, Saudi Arabíu eða Flóaríkjunum. Hvað skyldu þessi ríki annars taka á móti mörgum flóttamönnum meintum eða raunverulegum. Svarið er einfalt Engum. Það er Evrópa sem á að vera gististaður,hótel og griðastaður fyrir allan heiminn.
Skyldi einhverjum detta í hug, að biðja Saudi Arabíu, Japan eða Kína að taka við flóttamönnum frá Úkraínu. Engum. Það er bara Evrópa sem er opin fyrir þá. Kveðjur framkvæmdastjóra SÞ. eru því ósæmilegar. Hann ætti að snúa sér að ríku löndunum í hinum Íslamska heimshluta, sem vilja ekki taka við einum einasta af sínum trúbræðrum og ypta öxlum og segja,"ekki við það mundi valda of mikilli röskun".
Nú þurfum við að einbeita okkur að því að sýna mannúð þeim sem á þurfa að halda en víkja þeim burt, sem eru hér á fölskum forsendum.
19.5.2022 | 09:59
Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.
Sú var tíðin að VG og forverinn Alþýðubandalagið voru með margháttaðar uppákomur til að lýsa andstöðu við veru Íslands í NATO og varnarstöðinni í Keflavík sem þeir kölluðu Miðnesheiði um leið og þér settu upp eymdarsvip eins og þeim væri illt í maganum eða lyktin væri óbærileg.
Stefna VG í öryggis- og varnarmálum er enn að Ísland segi sig úr NATO.
Á sama tíma mætir formaður VG Katrín Jakobsdóttir á fundi æðsta ráðs NATO og geislar af ánægju og umvefur aðra leiðtoga ríkja heimskapítalismans í miklum fögnuði. Hún lýsir auk þess yfir stuðningi við inngöngu Svía og Finna í þetta voðabandalag, NATO. Sama gerir þingmaður hennar Bjarni Jónsson formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Fyrst það er eindreginn vilji VG, að Finnar og Svíar fái aðild að NATO er þá eitthvað samræmi að halda því fram, að það sé björgulegast fyrir varnir Íslands og öryggi að Ísland segi sig úr NATO. Við eina þjóðin í þessum heimshluta mundum þá hafa þá sérstöðu að vera ekki í NATO.
Framganga VG broddanna miðað við stefnu flokksins stenst ekki og er tóm vitleysa.
En það er fleira sem hangir á spýtunni. Með því að taka þátt í starfsemi NATO og hvetja til að helstu vina og grannþjóðir Íslands fái aðild að NATO er VG í raun að lýsa yfir mikilvægi NATO sem varnarbandalags.
En VG þorir ekki að horfast í augu við sjálft sig og viðurkenna, að utanríkisstefna flokksins er vitleysa og byggð á röngum forsendum. Öryggi Íslands fólst frá stofnun NATO 1949 í því að við værum í varnarbandalagi með öðrum helstu lýðræðisríkjum heims og Tyrklandi(því miður)
Sennilega þorir VG ekki að gera upp fortíðina og horfast í augu við og viðurkenna afglöp sín í utanríkismálum og í þeim málum hafi flokkurinn haft rangt fyrir sér í 70 ár.
12.5.2022 | 09:19
Kannski hræddur við að segja sannleikann.
Deildarstjóri ökuprófa hjá Frumherja greinir frá því í frétt í Fréttablaðinu í dag, að prófdómurum á ökuprófum, sem séu aðallega konur, sé ógnað og þær þurfi að vera með öryggishnappa og kalla hafi þurft á lögreglu vegna ógnana í þeirra garð.
Deildarstjórinn segist kannski vera hræddur við að segja það, en ógnanirnar stafi að mestu frá útlendingum, sem gengur illa á ökuprófi og komi frá löndum þar sem konur séu settar skör lægri en hér.
Af hverju er deildarstjórinn hræddur við að segja sannleikann? Vegna þess, að hann veit, að þá á hann á hættu að vera sakaður um rasisma. Þessvegna gætir hann þess líka að segja ekki alveg frá því hverjir beita þessum ógnunum.
Þegar fréttin er skoðuð nánar verður ekki annað séð, en að þeir sem deildarstjórinn er að tala um, séu þeir sem tala arabísku og koma frá þeim svæðum jarðarinnar þar sem kvennakúgun Íslams er ríkjandi. Deildarstjórinn hefði getað sagt allan sannleikann, en kýs að gera það ekki nema að litlum hluta. Hann veit að það er hættulegt að segja sannleika sem snýr að raunveruleikanum varðandi Íslam.
Allsstaðar í Evrópu forðast yfirvöld að segja sannleikann um þá ógn sem Evrópu stafar af þeirri fornaldarmenningu sem hlaupastrákar frá Íslamska hluta heimsins hafa fært yfir Evrópu.
Í Bretlandi komst upp um svívirðilega glæpi manna sem játa Íslam gagnvart ungum stúlkum í mörgum borgum. Lögreglan lét eins og hún sæi þetta ekki árum saman af ótta við að vera sökuð um rasisma, þó um væri að ræða að ungar stúlkur væru í raun hnepptar í ánauð sem kynlífsþrælar. Þegar hún neyddist loks til að taka á málinu var talað um að glæpamennirnir væru af asísku bergi brotni. Asískubúar? Lögreglan vissi að þetta voru ekki menn af japönsku bergi eða kínversku heldur múslimskir karlmenn, sem koma frá þeim menningarheimi sem deildarstjórinn talar um.
Sama var þegar fjöldanauðganirnar áttu sér stað í Köln í Þýskalandi á nýársnótt fyrir nokkrum árum. Borgarstjórinn neitaði að þetta hefði átt sér stað, lögreglan neitaði og sjálfur kanslarinn snéri sér undan. En alþýðufjölmiðlarnir höfðu betur þannig að yfirvöld urðu að taka á málinu, en þá var reynt að fela það hverjir þarna voru að verki þ.e. karlmenn frá sama menningarheimi og þeir sem brutu af sér í Bretlandi og ógna nú prófdómendum á ökuprófum á Íslandi.
Fólk óttast að segja sannleikann, þegar viðurkenndir fjölmiðlar ganga á undan og reyna að fela sannleikann um syni Allah, með öllum ráðum sem og sá furðulegi Mannréttindadómstóll Evrópu, sem taldi rétt að kona sem var kennari í Austurríki fengi refsingu fyrir að segja skólabörnum sannleikann um spámanninn Múhameð.
Þar birtist sennilega hámark meðvirkninar og afskræmingar mannréttinda sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið sér sæmandi að taka undir. Erdogan Tyrkjasoldán fagnaði síðan og sæmdi forseta réttarins orðu fyrir tilþrif dómstólsins.
Aumingjadómi Evrópu verður allt að vopni hvað þetta varðar því miður, en við því verður að bregðast.
1.5.2022 | 09:05
Svefngenglar
Fyrir nokkrum árum las ég frábæra bók sem heitir "Sleepwalkers" eða svefngenglar og fjallar um sofandahátt stjórnmálamanna Evrópu, sem leiddi til fyrri heimstyrjaldar. Síðari heimstyrjöld snérist í raun ekki um neitt, en sumar þjóðir sáu sér leik á borði til landvinninga. Í aðdraganda stríðsins reyndu Frakkar að fiska í gruggugu vatni og gera vonda hluti enn verri og Bretar léku ekki bara tveim skjöldum heldur miklu fleiri og bera að mínu mati mesta ábyrgð á því hvernig fór.
Sagan af fyrirhyggjuleysi og heimsku stjórnmálamanna í Evrópu í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar, sem leiddi til þess að milljónum ungra manna var fórnað í skotgröfum eða við að murka lífið hvor úr öðrum í algjöru tilgansleysi. Þessi saga ætti að vera stjórnmálamönnum allra tíma lærdómur þannig að þeir gættu þess að ná fram friði í stað þess að magna ófrið.
Stríð hefur geisað milli Úkraínumanna og Rússa í rúman mánuð. Taka má undir fordæmingu á innrás Rússa í Úkraínu, en sú er staðan og Vesturlönd verða að kappkosta að koma á friði í stað þess að gera þessa styrjöld að okkar styrjöld, en það mundi leiða til enn meiri hörmunga en þurfa að vera.
Hingað til hafa vestrænir stjórnmálamenn sent gríðarlegt magn vopna og fjármuna til Úkraínu og þar eru ekki eingöngu varnarvopn. Þá hafa þeir reynt að niðurlægja Rússa og útiloka þá með öllum hætti. Það er fjarri því að vera skynsamlegt hafi menn vilja til að koma á friði. Því miður virðast ýmsir vestrænir stjórnmálamenn m.a.Bandaríkjaforseti ekki hafa áhuga á því heldur frekar að niðurlægja og lítillækka Rússa á allan hátt og valda þeim sem mestu tjóni. Biden er dæmigerður "Sleepwalker". Sama virðist vera með utanríkisráðherra Breta.
Utanríkisráðherra Breta, Lis Truss hefur gengið skrefinu lengra en Biden og lýst því yfir í vikunni í ræðu að stríðið í Úkraínu sé okkar stríð en hún sagði:
The war in Ukraine is our war it is everyones war... because Ukraines victory is a strategic imperative for all of us. -- "We will keep going further and faster to push Russia out of the whole of Ukraine."
(Stríðið í Úkraínu er okkar stríð- það er stríð allra af því að sigur Úkraínu er hernaðarlega bráðnauðsynlegt. Við munum ganga harðar fram til að ýta Rússlandi út úr allri Úkraínu)
Er utanríkisráðherra Breta að lýsa stefnu Vesturlanda með þessum orðum? Hvað skyldi NATO-mála ráðherra Íslands Katrín Jakobsdóttir segja um þessi orð breska utanríkisráðherrans. Er Úkraínustríðið okkar stríð? Viljum við standa að því að ýta Rússum út úr allri Úkraínu.
Hafa verður í huga að Vesturlönd hafa aldrei viðurkennt yfirtöku Rússa á Krímskaganum. Yfirlýsing utanríkisráðherra Breta felur þá í sér að það sé markmiðið með aðgerðum Vesturlanda að Úkraínumenn fái aftur full yfirráð yfir Krím.
Þessi ummæli utanríkisráðherra Breta sem talar fyrir ríkisstjórn Breta eru í raun ekkert annað, en yfirlýsing um að Bretland og þá sennilega Vesturlönd séu í raun komin óbeint í stríð við Rússland. Viljum við það. Er það okkar hagur. Til hvers getur það leitt? Þú sigrar ekki kjarnorkuveldi nema með gríðarlegum fórnum þessvegna dauða hundraða milljóna manna. Það er stutt í að óbeint stríð hernarðarvelda verði beint stríð eins og sannaðist bæði í fyrri og síðari heimstyrjöld.
Það er því forgangsatriði að koma þeim svefngenglum frá sem nú ráða ferðinni á Vesturlöndum og mæla fyrir stigmögnun á ófriðinum. Vesturlönd verða að einhenda sér í að koma á vopnahléi strax og friðarsamning í kjölfarið.
Annað er algjört óráð og glópska.
27.4.2022 | 20:49
Evrópusambandið og fjölmiðlaelítan óttast tjáningarfrelsið.
Elon Musk, sem ku vera ríkasti maður í heimi, hefur keypt Twitter og segist ætla að tryggja tjáningarfrelsi. Hann gagnrýnir að Twitter hafi m.a. lokað á dagblaðið New York Post, sem var Joe Biden Bandaríkjaforseta mótdrægt í aðdraganda forsetakosningana í Bandaríkjunum. Blaðið hafði m.a. komist yfir ýmis gögn varðandi son Biden sem voru síður en svo þeim feðgum til framdráttar. Þetta mátti ekki sjást þó ekki væri farið með rangt mál. Enda grétu þeir starfsmenn Twitter sem höfðu staðið fyrir ritskoðunarstefnu og útilokunarstefnu á sumt fólk og skoðanir þegar fréttist að Musk hefði keypt fjölmiðilinn.
Musk sagði í þessu sambandi: "Free speech is the bedrock of functioning democracy." (tjáningarfrelsi er undirstaða þess að lýðræðið sé virkt) Hann spyr hvort þeir sem andæfa gegn kaupum hans á Twitter séu á móti tjáningarfrelsi. Verðug spurning.
Athyglisvert er að skoða hverjir hafa goldið varhug við og jafnvel andæft kaupum Musk á Twitter og því sem hann hefur sagt um frelsi fólks til tjáningar.
Alþjóðasamtök blaðamanna bregðast illa við þegar Musk segir að fjölmiðillinn eigi að tryggja tjáningarfrelsi en ekki hefta það.
Evrópusambandið bregst illa við þegar maður kaupir fjölmiðil og segist ætla að tryggja tjáningarfrelsið.
Lögfræðingur fjölmiðilsins sem Musk keypti fór að gráta þegar hann hafði keypt fjölmiðilinn og tilkynnti að bann sem hún hafði sett á ákveðna fjölmiðla yrði aflétt þar sem nú mundi fjölmiðillinn starfa á grundvelli tjáningarfrelsis.
Sérkennilegt að ofangreindir lyklaverðir hins eina sannleika sem má heyrast m.a.að skipt skuli um þjóðir í Evrópu og Bandaríkjunum, kynferðislegu sjálfræði og banni við því að orðinu megi halla gagnvart múslimum eða transfólki, nauðsyn skyldubólusetninga ggn Cóvíd o.fl. o.fl., skuli bregðast svona illa við því, að nú skuli eiga að leiða tjáningarfrelsið á ný til öndvegis hjá fjölmiðlinum Twitter.
Þolir vinstri sinnaða fjölmiðlaelítan og kassafólkið og möppudýrin hjá Evrópusambandinu ekki frjáls skoðanaskipti og tjáningarfrelsi allra. Mega bara þau þóknanlegu sem hafa "réttar skoðanir" að mati kassafólksins og möppudýrana fá að tjá sig og breikka enn meira gjána sem er á milli vinstri fjölmiðla- og stjórnmálaelítunar og almennings í Vestur Evrópu og Bandaríkjunum.
24.4.2022 | 10:25
Forsetakosningar í Frakklandi
Í dag er kosið til forseta í Frakklandi á milli sitjandi forseta Emmanuel Macron og mótframbjóðanda hans Marine le Pen. Allar líkur eru á, að Macron verði endurkosinn, en því er spáð að Le Pen fái mun meira fylgi nú en síðast.
Macron hefur ekki staðið undir væntingum franskra kjósenda og stefnumál hans varðandi Evrópusambandið og aðgerðir vegna meintrar hlýnunar loftslags af mannavöldum hafa ekki náð fram að ganga. Það fyrra vegna þess að Evrópuríkin utan Þýskalands hafa ekki viljað ganga jafn langt og Macron og það síðara vegna þess að Gulvestungar svokallaðir gripu til mikilla mótmæla strax og Macron ætlaði að skattleggja franska alþýðu til að borga fyrir draugasöguna um hnattræna hlýnun.
Le Pen boðar mikla stefnubreytingu í fyrsta lagi varðandi Evrópusambandið. Í öðru lagi varðandi aukinn félagslegan stuðning við þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og í þriðja lagi baráttu gegn auknum innflytjendastraumi og sérréttindum múslima í Frakklandi.
Hún er kölluð hægri öfgamanneskja og barátta Macron gengur út á það. En þá er spurning hvar eru öfgarnar.
Ekki er Boris Johnson kallaður hægri öfgamaður þó hann hafi verið einn helsti baráttumaðurinn fyrir Brexit.
Aukin áhersla Le Pen á samneyslu og félagslega aðstoð er ekki hægt að kalla hægri hvað þá hægri öfgar. En andstaða Le Pen við innflytjendastefnu Frakklands og sérréttindi múslima í Frakklandi leiðir til þess að vinstri sinnaða fjölmiðlaelítan stimplar hana sem hægri öfgamanneskju, en það er al rangt.
Getum við kallað þann sem starfar innan lýðræðisþjóðfélags og stendur fyrir lýðræðisleg gildi öfgamann þó hann hafi ákveðnar skoðanir? Tæpast fólk getur verið yst til vinstri eða hægri, en það gerir fólk ekki að öfgafólki nema það hafni þeim sjónarmiðum sem lýðræðisþjóðfélag felur í sér þ.e. sami réttur allra til skoðana sinna, réttindi minnihluta o.s.frv. Marine Le Pen virðir leikreglur lýðræðisþjóðfélagsins, hún boðar ekki ofbeldi eða byltingu hvað er það þá sem gerir hana að öfgamanneskju skv. vinstri sinnuðu fjölmiðlaelítunni. Ekkert annað en það að hún vill virða frönsk gildi og franska menningu og hafnar innflytjendastefnunni sem þó allir viðurkenna að gengur ekki.
Þó að Le Pen komi til með að tapa fyrir Macron þá er eitt ljóst. Meirihluti þeirra sem eru af frönsku bergi brotnir munu greiða henni atkvæði, en Macron getur reitt sig á að nær allir Múslimar í landinu muni greiða honum atkvæði og vinni hann sigur þá á hann Múslimunum það að þakka.
Svo er nú komið fyrir frönsku þjóðfélagi.
14.4.2022 | 11:16
50 dagar
Í dag eru 50 dagar frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Á þessum 50 dögum hafa mörg þúsund manns verið drepnir almennir borgarar og hermenn. Eyðilegging í Úkraínu er gríðarleg og stór hluti fólks í Úkraínu á flótta innanlands eða til annarra landa.
Þegar þetta er skrifað er allt eins líklegt að hafnarborgin Mariupol við Svartahaf hafi verið hertekin af Rússum eftir mikla bardaga um borgina, sem er að miklu leyti rjúkandi rúst.
Á þeim 50 dögum sem stríðið hefur staðið, hafa Vesturlönd sent Úkraínumönnum ógrynni nýtísku vopna og hvatt þá til dáða. Á það hefur skort, að Vesturlönd hafi einhent sér í að vinna að friði og ná fram samningnum milli aðila. Engin samræmd stefna er fyrir hendi á Vesturlöndum önnur en sú að valda Rússum sem mestu efnahagslegu tjóni og sem mestum mannskaða og þá Úkraínu í leiðinni.
Það er dapurlegt. Allt frá byrjun hefði það átt að vera keppikefli vestrænna þjóða að vinna að friði og leita samræmdra lausna í þessum heimshluta m.a. með því að bjóða Úkraínumönnum og Rússum upp á aðlögunarferli til að þeir geti verið þáttakendur í sameinaðri Evrópu efnahagslega og hernaðarlega.
Það eykur á vandann, að hella sífellt olíu á eldinn og hafa engar tillögur um það hvernig hann skuli slökktur. Því miður skortir á að það séu leiðtogar nú í Vestur Evrópu og Bandaríkjunum, sem hafa langtímasýn eins og þeir Winston Churchill forsætisráðherra Bretlans og Roosevelt Bandaríkjaforseti höfðu í miðju síðara heimstríði þegar þeir lögðu á ráðin um framtíðina þegar síðara heimsstríði lyki. Ekki má heldur gleyma de Gaulle hershöfðinga og forseta Frakklands sem talaði um Evrópusamband frá Atlantshafi til Úralfjalla þegar Sovétríkin voru í sem mestum blóma. Það væri annað ef stjórnendur Evrópu hefðu tekið upp stefnu de Gaulle og það er ekki of seint að gera það.
Því miður höfum við ekki slíka leiðtoga sem framámenn í vestrænum stjórnmálum í dag og þessvegna er enn verið að stríða í Úkraínu og engin endir í sjónmáli. Ragmennska og heigulsháttur Vesturlanda ríður ekki við einteyming, en slíkir foringjar lítilla sanda lítilla sæva telja sig fullsæmda af því að láta aðra prófa vopnin sín og stríða fyrir sig og deyja.
13.4.2022 | 09:20
Þegar forsætisráðherra brýtur lög
Í Kóvídinu brugðust ýmsar megingjarðir frjálslynds þjóðfélags og borgararnir urðu stundum að sætta sig við að eðlileg mannleg starfsemi var lýst refsiverð.
Eitt af því sem fellur undir eðlileg mannleg samskipti og hegðun er að fólk haldi partý að vinnudegi loknum og geri sér glaðan dag.
Í Bretlandi bannaði ríkisstjórn Boris Johnson það með lögum og gerði refsivert að fólk nyti slíkra samskipta. Fólk var ekki sjálfrátt, að urðu allir að hlýða að viðlagðri ábyrgð að lögum.
Einn af þeim sem braut þessi lög. Lögin sem hann setti sjálfur var Boris Johnson þegar hann ásamt fleirum mættu í partý að loknum vinnudegi í íbúðargötu forsætisráðherrans. Því er haldið fram að þetta sé í fyrsta skipti sem starfandi forsætisráðherra sé gerð refsing fyrir brot á eigin lögum.
Þessi uppákoma er næsta furðuleg. Forsætisráðherra setur lög, sem banna eðlileg mannleg samskipti og verður síðan fyrstur til að brjóta þau. Ef til vill telur hin fjölfróði Boris Johnson, að það sé í gildi rómverski málshátturinn "Qoud licet Jovi non licet Bovi" (það sem Júpíter(æðsti guð Rómverja) má gera má nautið ekki gera)og hann megi gera það sem hann bannar öðrum.
5.3.2022 | 17:29
Kuwait og Úkraína
Í ágúst 1990 réðist Írak á furstadæmið Kuwait frjálst og fullvalda ríki og innlimaði það í Írak. Kuwait var og er Íslamskt afturhalds- og einræðisríki, sem lét sig mannréttindi borgaranna hvað þá aðkomuverkafólks engu skipta. Kuwait er ekki í NATO eða öðru hernaðar- eða varnarbandalagi. Samt töldu Bandaríkin nauðsynlegt að koma á laggirnar fjölþjóðaherliði til að ráðast á Írak og "frelsa" furstadæmið.
Nú hafa Rússar ráðist inn í Úkraínu og mikill samkvæmisleikur hefur verið í gangi frá því að það gerðist hjá stjórnmálamönnum Vesturlanda. Þeir eru sammála um að fordæma innrásina, draga úr viðskiptum við Rússa og beita þá efnahagsþvingunum, sem allir vita að skipta litlu máli, en að öðru leyti að gera ekki neitt.
Það er engin furða að Úkraínuforseti sé vonsvikin yfir því, að Kuwait skuli vera í svona miklum metum hjá NATO ríkjum en Úkraína er ekki einu sinni eins flugbanns virði.
Á sama tíma hvetja NATO ríkin Úkraínu áfram til að stríða við Rússa og senda þeim vopn. Þar af hefur Þýskaland sent vopn, sem eru bæði úrelt og hættuleg.
En til hvers eru Vesturlönd að hvetja Úkraínumenn til að berjast fyrst þau ætla ekki að gera neitt annað en að horfa á? Eru einhverjar líkur á að Úkraína geti unnið stríðið? Eru einhverjar líkur á að þetta leiði til annars en enn meiri hörmunga í þessum heimshluta. Hvaða úrslit sjá NATO ríkin fyrir sér í þessum hildarleik?
Ömurleiki NATO ríkjanna nú undir forustu Bandaríkjanna enn sem fyrr er samstaðan um að gera ekki neitt og hvetja til þess að Úkraínumenn láti sér blæða út. Það er ekki stórmannleg afstaða heldur skammarleg. Þeim hinum fræga Neville Chamberlain, sem legið er á hálsi í sögunni fyrir að bregðast ekki við ógn nasismans, datt svona aumingjaskapur aldrei í hug.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 223
- Sl. sólarhring: 276
- Sl. viku: 2544
- Frá upphafi: 2506306
Annað
- Innlit í dag: 207
- Innlit sl. viku: 2374
- Gestir í dag: 198
- IP-tölur í dag: 195
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson