Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
7.5.2012 | 23:22
Francois Holland býður upp í dans
Sigur Francois Holland í frönsku forsetakosningunum kom ekki á óvart. Framfylgi hann því sem hann boðaði fyrir kosningar þá verður Evrunni ekki bjargað.
Holland mun án efa koma aftur á 35 stunda vinnuviku í Frakklandi og jafnvel lækka eftirlaunaaldurinn, en Sarkozy tókst að hækka hann eftir mikla baráttu. Þá ætlar Holland að ráða 60 þúsund nýja kennara og auka ríkisútgjöld og skattheimtu.
Kjósendur eru alltaf viðkvæmir fyrir að kjósa ókeypis hádegisverð og kvöldverð en komast síðan að því að það er ekkert slíkt til. Sarkozy reyndi að lækka hallann á franska ríkissjóðnum, en gekk illa, en nú kemur maður sem lætur sér fátt um finnast, þrátt fyrir að ríkisskuldir séu miklar og vaxandi.
Franska ríkið er hlutfallslega stærst í Evrópu með um 56% af þjóðarframleiðslu Frakka. Bankarnir þurfa meira fjármagn til að geta starfað eðlilega eftir því sem The Economist segir og læknisráðið hjá Holland er aukin eyðsla og aukin skattheimta. Þar með er samkomulag Evru ríkjanna rokið út í veður og vind nema Holland svíki á upphafspunktinum kosningaloforðin sín.
Franskir sósíalistar fagna að sjálfsögðu sigri síns manns og tala um að þessi nýi Francois fari í fótspor síðasta sósíalistans franska sem var forseti Francois Mitterand. Þeir mættu þá rifja upp, að þegar Mitterand kom til valda var hann síðasti raunverulegi ríkissósíalistinn sem komst til valda í Evrópu með hugmyndir um þjóðnýtingu, skattahækkanir o.fl. Innan 180 daga í embætti varð Mitterand að beygja sig fyrir staðreyndum, sem neyddu hann til að breyta um stefnu og leita til lausna markaðshyggjunnar.
Óneitanlega læðist að manni sá grunur, að það muni ekki taka jafn langan tíma fyrir Holand að svíkja öll sín helstu kosningaloforð. Annars verður Frakkland og sameinuð Evrópa strax í miklum vanda.
3.5.2012 | 08:42
Hefur þú bréf upp á það?
Í valdatíð danskra arfakonunga var það alsiða að undirdánugir þegnar hans máttu ekkert nema þeir hefðu bréf upp á það að mega gera það sem bréfið heimilaði. Valdsmenn þess tíma spurðu því jafnan þeirrar einu spurningar hvort menn hefðu bréf upp á það. Þjóðfélag einvalds- og arfakonunga miðaði við að allt væri bannað nema það væri sérstaklega leyft og þá greindu konungsbréfin milli sektar og sakleysis.
Eftir langa baráttu og harða varð til þjóðfélag lýðfrelsis þar sem viðmiðunin var að allt væri leyfilegt nema það væri bannað.
Nú hefur slegið í bakseglin fyrir þá sem unna frelsinu og vilja sem minnst afskipti ríkisins af borgurunum. Lög og reglur eru sett í miklum móð til að lögbinda sem flest í mannlegri starfsemi. Hetjur eftirlits- og leyfisveldisins leggja til og fá samþykktar nýjar reglur sem takmarka frelsi einstaklinga og atvinnulífs. Einhver þarf að hafa eftirlit með frumskógi regluverksins og þá ríða valdsmenn græna hagkerfisins, gjaldeyrisreglnanna, fjármálareglnanna, samkeppnisreglnanna, lánareglnanna o.s.frv. vígreifir fram á sviðið stöðugt fleiri og fleiri til að hafa afskipti af því sem áður var talið eðlileg mannleg starfsemi og verðmætasköpun.
Dæmið um manninn sem vildi skapa verðmæti með því að vinna skelfisk er lýsandi dæmi fyrir ríkis- og haftahyggju. Hann fékk bréf á bréf ofan þar sem allt var byggt á óraunhæfum valdboðum og þrátt fyrir að viðkomandi ríkisstofnun hafi haft algjörlega rangt fyrir sér skal maðurinn samt borga vitleysuna.
Á sama tíma bjástra alþingismenn við arfavitlaus frumvörp sjávarútvegsráðherra um að skattleggja frjálsa atvinnustarfsemi út yfir öll siðræn mörk og setja tálmanir á þá sem fiskveiðar stunda þannig að kommissarar ríkisvaldsins og stjórnmálamenn hafi með heill og hamingju mikilvægust atvinnugreinar á Íslandi að gera oft á tíðum að geðþótta.
Það þarf að vinda ofan af allri þessari vitleysu í landi frjálsborins fólks og segja Evrópusambandinu að við séum ekki lengur með í því að takmarka frelsi borgaranna þannig að þeim sé ekki lengur leyft að stunda eðlilega mannlega starfsemi án þess að hafa kanselíbréf upp á það.
Til hvers var þá annars baráttan háð fyrir lýðræði og mannréttindum þar með talið atvinnufrelsinu?
23.4.2012 | 10:50
Skuldavandinn hvað er það?
Vinstri Grænir og Samfylking lofuðu kjósendum fyrir síðustu kosningar að leysa skuldavanda heimilanna. Það hét hjá Jóhönnu Sigurðardóttur að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Loforðin reyndust vel til atkvæðaveiða.
Þrem árum síðar hefur ríkisstjórnin ekkert gert sem máli skiptir en Jóhanna segir mesta skuldaniðurfellingin hafi verið hér og ruglar þá með lækkun gengisbundinna lána vegna dómsniðurstöðu.
Ríkisstjórnin hefur sett fram aðgerðarpakka eftir aðgerðarpakka fyrir þá sem geta ekki borgað. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa því ekki gegnt öðrum tilgangi en auka flækjustig í fullnustukerfinu og halda óinnheimtanlegum skuldum við.
Nú er málið komið á það stig að velferðarráðherra viðurkennir að hann viti ekki sitt rjúkandi ráð. Í viðtali sagði velferðarráðherrarnn að ríkisstjórnin hefði ekki tekið endanlega ákvörðun það væri verið að greina vandann betur og skoða hvað er hægt að gera.
Má minna á að það eru rúm 3 ár síðan ríkisstjórnin tók við. Hvað skyldi taka ríkisstjórnina mörg ár að greina vandann? Hvað skyldi það síðan taka ríkisstjórnina mörg ár að átta sig á hvað hún vill gera? Hvað skyldi það síðan taka ríkisstjórnina mörg ár að hrinda því í framkvæmd?
Sem betur fer eru kosningar eftir eitt ár og þá gefst tækifæri til að losna við þetta fólk sem getur þá reynt að greina vandann í stjórnarandstöðu.
26.3.2012 | 08:47
Samfylkingin svíkur.
Eitt helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar var að innkalla allar aflaheimildir með svonefndri fyrningarleið. Innkalla átti 5% árlega. Framboðshetjur Samfylkingarinnar riðu um héruð og fóru mikinn. Jóhanna Sigurðardóttir hallmælti íhaldinu sem engu vildi breyta og flokkssystir hennar úr Þjóðvaka, Ólína Þorvarðardóttir fór mikinn eins og henni einni er lagið.
Nú þrem árum seinna hefur ekki einn einasti fisksporður hvað þá meira verið fyrndur eða innkallaður.
Í sjónvarpsþætti í gær upplýsti fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason sem er einn af fáum hófsemdarmönnum í þeim flokki að alfarið hefði verið horfið frá fyrningarleiðinni.
Nú talar Jóhanna um þjóðarsátt í fiskveiðistjórnarmálum, þó það sé ekki ljós um hvað sú þjóðarsátt á að vera. Alla vega er ljóst að Samfylkingin miðar ekki við að ná þjóðarsátt um fyrningarleiðina.
Eftir því sem næst verður komist þá á þjóðarsáttin að felast í óbreyttu kvótakerfi með aukinni skattlagningu á útgerðina auk sérleiða sem leiða til aukinna ríkisafskipta, geðþóttaákvarðana stjórnmálamanna og óhagkvæmni í útgerð. Þetta er sú stefna sem Samfylkingin og Vinstri grænir leggja nú fram.
Hefði Samfylkingin náð að slíta upp eitt einasta atkvæði í síðustu kosningabaráttu á þessum grundvelli?
Hvað sem því líður þá er nú endanlega staðfest að Samfylkingin er búin að svíkja enn eitt helsta kosningaloforð sitt.
21.3.2012 | 13:22
Grænn vegur til versnandi lífskjara
Við húrrahróp og fögnuð samþykkti Alþingi einróma þingályktunartillögu um eflingu svonefnds græns hagkerfis. Verði þessi græna ályktun að veruleika þá verða meiri höft lögð á borgarana og atvinnustarfsemi verður gert erfiðara fyrir.
Það er athyglivert að á sama tíma og íslenskir stjórnmálamenn sameinast í húrrahrópum og lýðskrumi um gildi græna hagkerfisins, þá eru þær þjóðir sem áður hafa lagt út á þessa braut að uppgötva hvílíka lífskjaraskerðingu það hefur í för með sér fyrir almenning. Einnig gríðarlegan kostnaðarauka fyrir ríki og sveitarfélög. Eðlilegt að þingheimur fagni.
Í Bretlandi er rætt um í tengslum við umræður um fjárlög og útgjöld ríkisins, að lög vegna meintrar hnattrænnar hlýnunar og græna hagkerfisins, valdi gríðarlegum hækkunum á raforku til almennings. Með skírskotun til græna hagkerfisins eru skattar á bensín og aðrar munaðarvörur auknir- skemmtileg tilhugsun fyrir íslenska neytendur eða hvað?
Í grein enska stórblaðsins The Daily Telegraph í dag segir að græna hagkerfið valdi kostnaðarauka upp á 650 pund árlega á venjulega fjölskyldu eða 130.000 íslenskar krónur á ári. Skyldu íslenskir alþingismenn hafa hugsað um þennan viðbótarpinkil á fjölskyldurnar í landinu þegar þeir stigu stríðsdans á Alþingi til að fagna samþykkt þingsályktunartillögunnar um græna hagkerfið?
Fjármálaráðherra Breta hefur áhyggjur af uppsöfnuðum áhrifum "grænnar stefnumörkunar" eins og hún hefur verið rekin í Bretlandi og Evrópusambandinu og segir að endalausar kröfur um þjóðfélagsleg og umhverfisleg markmið þýði gjaldþrota fjölda fyrirtækja, mörg störf muni tapast og landið verði fátækara." Athyglisvert að þetta skuli fjármálaráðherra Breta segja á sama tíma og Alþingismenn á Íslandi dönsuðu stríðsdans af fögnuðu yfir því að koma þessum hömlum á íslenska þjóð.
Skrýtið að þessi græna leið til versnandi lífskjara skuli hafa forgang á Alþingi en verðtryggingu og skuldavanda skuli ýtt til hliðar. Eðlilega nýtur Alþingi trausts þjóðarinnar í samræmi við þessa forgangsröðun.
15.3.2012 | 12:35
Sérleiðirnar duga ekki.
Verðbólga mælist nú tæp 7%, en verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er að verðbólga sé ekki yfir 2.5%. Seðlabankinn telur sig geta ráðið við vandamálin með því að beyta stýrivöxtum. Þess vegna eru stýrivextir Seðlabanka Íslands 4.75%. Þeir hæstu í okkar heimshluta.
Þrátt fyrir þessar aðgerðir Seðlabankans og séríslenskar sérleiðir í efnahags- og lánamálum þá er verðbólga hér sú hæsta í Evrópu. Ákveðinn hluti fjármagnseigenda græða á því að verðbólgan sé sem mest vegna verðtryggingar lána. Mistökin í efnahagsstjórninni sem lýsa sér m.a. í 7% verðbólgu í efnahagslegri kyrrstöðu veldur því að lánþegar og launþegar eru arðrændir í hverjum mánuði.
Í Noregi eru stýrivextir seðlabankans 1.5% og verðbólga er 1%. Þar eru laun mun hærri en hér á landi og skattar lægri.
Verstu lífskjör vinnandi fólks á Norðurlöndunum eru á Íslandi. Okkur liggur á að hætta sérleiðunum í efnahags- og lánamálum og afnema verðtrygginguna og koma á ábyrgri efnahagsstjórn á forsendum og með hagsmuni allra landsmanna að leiðarljósi.
7.3.2012 | 23:21
Draugurinn í Háskólanum
Fréttastofa ríkissjónvarpsins hefur vakið upp gamlan draug úr Háskóla Íslands, Gylfa Magnússon. Gylfi þessi stjórnaði atlögu að íslenska bankakerfinu í septemberlok 2008 og gerðist síðan mótmælandi á vegum Harðar Torfasonar, annars trúbadúrs. Framganga Gylfa sem mótmælanda varð síðan til þess að hann varð viðskiptaráðherra í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Margir töldu að Gylfi þessi væri happafengur í ríkisstjórnina þar sem hann væri fræðimaður, mótmælandi og eini maðurinn sem hefði stjórnað alsherjar aðför að bankakerfi lands síns. Það voru greinilega mannkostirnir sem Jóhanna Sigurðardóttir mat mest þegar hún valdi fólk til ráðherradóms.
Gylfi vann það sér síðan til frægðar sem ráðherra að vera einn verklausasti viðskiptaráðherra sem nokkru sinni hefur setið í landinu. En hitt var þó verra að upp komst um strákinn Gylfa þegar hann hagræddi sannleikanum með þeim hætti að hann sagði Alþingi vísvitandi ósatt. Þá var ljóst að dagar hans í ráðherrastól voru taldir.
Í kvöld birtist þessi draugur fortíðarinnar til að gagnrýna lánveitingu Seðlabankans til Kaupþings banka í byrjun október 2008. Eins og fyrri daginn var Gylfi með það á hreinu hverjum um væri að kenna án þess þó að hafa kynnt sér málið til hlítar.
Það vill svo til að ég sat í Viðskiptanefnd Alþingis þessa örlagaþrungnu daga í október 2008 og spurðist ítarlega fyrir um þetta lán, raunar sá eini sem það gerði. Mér er því ljóst hvað var um að ræða og það er annað en uppvakningur fréttastofu sjónvarpsins heldur fram.
Gaman væri að Gylfi Magnússon færði frekari rök fyrir þeim sjónarmiðum sem hann setti fram í kvöldfréttum sjónvarpsins ef hann hefur þá tíma til þess vegna anna við að verja verðtrygginguna.
17.2.2012 | 08:23
Höggið sem bankarnir urðu fyrir.
Umræðan um dóm Hæstaréttar og höggið á bankana hefur verið athygliverð og innantóm.
Haldið er fram að lánastofnanir verði fyrir höggi vegna niðurstöðu dóms Hæstaréttar um bann við að lánastofnanir geti endurreiknað vexti til hækkunar af þegar greiddum kröfum.
Hvað er þá um að ræða? Lántakandi greiðir greiðsluseðil lánastofnunar og málinu er lokið.
Nei lánastofnunin endurreiknar vexti greiddra ólögmætra gengisbundinna lána eftir vaxtadóm Hæstaréttar. Þær áskilja sér hærri vexti en þær áttu rétt á samkvæmt lánasamningnum og þær innheimtu hjá skuldurum samkvæmt honum.
Hæstaréttur segir að lánastofnanir geti ekki endurreiknað greidda vexti aftur á bak til hækkunar gagnvart neytendum. Með öðrum orðum verður lánastofnunin að sætta sig við þá greiðslu sem hún krafði og fékk greidda á sínum tíma.
Hvert er þá höggið sem lánastofnunin verður fyrir?
Að geta ekki innheimt ólögmæta viðbótarvexti af þegar greiddum kröfum.
Sá sem áskilur sér hærri þóknun eða greiðslu en honum ber, á ekki rétt á þeim. Þegar sá hinn sami fær þær ekki heldur það sem honum bar með réttu en ekkert umfram það. Þá verður sá hinn sami ekki fyrir höggi. Þess vegna verða lánastofnanir ekki fyrir höggi vegna dómsins. Lánastofnanir gerðu vitlausar kröfur sem þær verða að leiðrétta.
Eðlilegt að fjölmiðlar, Alþingi og lánastofnanir skuli vera upptekin við að reikna út það sem kallað er tap lánastofnana vegna dóms Hæstaréttar. Þrátt fyrir það að tapið sé ekkert, tjónið sé ekkert. Ekki frekar en það að menn vilji færa það inn í málnotkun að þjófur sem ætlar að stela epli en getur það ekki verði fyrir tapi vegna þess að honum tókst ekki að stela eplinu.
16.2.2012 | 13:40
Sýniþörf fullnægt.
Í gær féll dómur í Hæstarétti. Niðurstaðan var að lánveitandi gæti ekki krafið lántaka um viðbótargreiðslur vegna þegar greiddra vaxta aftur í tímann af gengisbundnum lánum. Jafnframt voru réttilega gagnrýnd ólög sem eru kennd við Árna Pál Árnason þáverandi viðskiptaráðherra.
Af rökstuðningi meiri hluta Hæstaréttar að dæma má ætla að lántakandi geti krafist viðbótarvaxtagreiðslna af ógreiddum vöxtum aftur í tímann.
Á Alþingi varð írafár strax og fréttist af dóminum. Þingmaður Hreyfingarinnar krafðist fundar í viðkomandi starfsnefnd nokkrum mínútum eftir að dómurinn var kveðinn upp. Sérstakar umræður eru á Alþingi í dag um dóminn.
Hvaða tilgangi þjónaði þetta? Í sjálfu sér ekki neinum öðrum en að opinbera sýniþörf þeirra sem að þessu standa. Hvað gerir Alþingi vegna þessa dóms?
Nú liggur fyrir að búið er að létta skuldum af þeim sem voru áhættusæknastir og tóku gengisbundin lán. Þarf þá ekki að skoða hvað á að gera fyrir þá sem voru varkárari og tóku verðtryggð lán. Gefur það ekki auga leið að það er ekki hægt að láta það fólk sitja uppi með Svarta Pétur?
Eina viðfangsefni Alþingis bæði fyrir og eftir dóm Hæstaréttar er í fyrsta lagi að afnema verðtrygginguna og í öðru lagi að færa niður höfuðstóla þeirra lána alla vega til jafns við niðurfærslu gengisbundnu lánanna.
6.2.2012 | 09:05
1.1.2008
Kristján Þór Júlíusson skrifar góða og athygliverða grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann kröfu til þess að höfuðstóll verð- og gengistryggðra lána verði færður niður miðað við stöðu þeirra þ.1.1.2008.
Kristján rekur í grein sinni á rökfastan og gagnorðan hátt með hvaða hætti beri að framkvæma niðurfærsluna. Hann bendir á hvernig eigi að útfæra lækkunina, hvaða vexti skuli greiða og hvernig fara skuli með umframgreiðslur.
Kristján Þór gerir sér grein fyrir að stefna ríkisstjórnarinnar vegna vanda skuldsettra heimila er óréttlát og ósanngjörn.
Kristján Þór segir m.a. "Almenningi ofbýður þetta óréttlæti. Skuldsett heimili, sem vilja standa í skilum krefjast réttlætis og sanngirni í sinn garð,........ Að mínu mati eru bæði sterk sanngirnis- og réttlætisrök sem mæla með því að tekist verði á við þann hluta forsendubrestsins sem löggjafinn getur tekið beint á."
Kristján Þór stígur nú opinberlega fram og sýnir að hann hefur hafið þá vinnu sem Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fól þingflokknum. Sú vinna er að afnema verðtryggingu á neytendalánum og færa niður höfuðstóla þeirra lána. Kristján Þór á heiður skilinn fyrir þetta framlag sitt.
Verðtrygginguna verður að afnema strax Kristján Þór virðist gera sér glögga grein fyrir því.
Þeim mun fyrr sem þingflokkur Sjálfstæðisflokkurinn leggur allan sinn þunga í svipaða vinnu og þingmennirnir Kristján Þór og Guðlaugur Þór hafa hafið við að afnema verðtryggingu á neytendalánum og bakfæra höfuðstólana þeim mun fyrr nær þetta brýnasta réttlætismál í þjóðfélaginu fram að ganga.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 9
- Sl. sólarhring: 761
- Sl. viku: 3039
- Frá upphafi: 2605630
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 2853
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson