Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
23.6.2012 | 23:56
Íslenska útrásin
Fáir hafa farið jafn fallegum orðum um íslensku útrásina og útrásarvíkinga og Ólafur Ragnar Grímsson, sem var þess vegna kallaður klappstýra útrásarinnar. Tveim árum fyrir hrun sagði hann eftirfarandi á fundi hjá Sagnfræðingafélaginu:
"Útrásin er staðfesting á einstæðum árangri Íslendinga, fyrirheit um kröftugra sóknarskeið en þjóðin hefur áður kynnst, ekki aðeins í viðskiptum og fjármálalífi heldur einnig í vísindum, listum, greinum þar sem hugsun og menning, arfleifð og nýsköpun eru forsenda framfara.
Útrásin er byggð á hæfni og getu, þjálfun og þroska sem einstaklingar hafa hlotið og samtakamætti sem löngum hefur verið styrkur Íslendinga."
Ekki verður segt að forseti vor sé spámannlega vaxinn. En þetta með öðru skýrir af hverju hann ber viðurnefnið "Klappstýra útrásarinnar" og það með réttu.
18.6.2012 | 16:00
Umboðsmaður Alþingis bregst.
Halldór Jónsson, verkfræðingur, hefur ritað athyglisverða pistla um SpKef máilð á bloggsíðu sinni. Í einum þeirra rekur hann kvörtun sína til Umboðsmanns alþingis vegna SpKef og Byr, en síðarnefnda fyrirtækið er einnig dæmi um ábyrgðarlausan fjáraustur Steingríms J. Sigfússonar úr sjóðum skattgreiðenda.
Umboðsmaður Alþingis mun hafa komið sér undan því að fjalla um málið - taldi að Halldór ætti ekki aðild. Umboðsmaður alþingis taldi ekki ástæðu til að taka málið upp af eigin frumkvæði, eins og hann hefur fulla heimild til skv. 5. gr. laga um Umboðsmann alþingis.
Í málefnum Byrs og Spkef, einkum Spkef, liggur fyrir að fjármálafyrirtæki voru rekin á undanþágu í heilt ár og síðan stofnuð ný án þess að nokkur forsenda væri fyrir slíku. Ekkert liggur fyrir um það að stjórnvöld hafi byggt á traustum gögnum við veitingu undanþágu ítrekað eða stofnun nýrra fyrirtækja. Samtals tapaði SpKef um 30 milljörðum á árunum 2009 og 2010 - eigið fé fór úr því að vera jákvætt um 5,4 milljarða í upphafi árs 2009 (að teknu tilliti til bankahrunsins í október 2008) í 25 milljarða byrði á skattborgara þessa lands.
Það er furðulegt að embætti sem á að hafa eftirlit með stjórnvöldum sinni ekki slíku eftirliti og það kallar á spurningar um samkennd Umboðsmanns með núverandi stjórnvöldum.
Þessi sami umboðsmaður Alþingis brást við með öðrum hætti þegar hann hóf að eigin frumkvæði rannsókn á því þegar Geir Haarde, forsætisráðherra, réð tímabundið hagfræðing í skrifstofustjórastöðu á nýrri efnahags-og alþjóðamálaskrifstofu í forsætisráðuneytinu í miðju bankahruni. Þá brást umboðsmaður alþingis skjótt við, að eigin frumkvæði, og lokaði málinu á methraða, 2 mánuðum, með ávítum á Geir þann 29. desember 2008.
Á þessum tíma stóðu öll spjót á Geir og auðvelt að kaupa sér vinsældir með því að hnýta í hann.
Það skiptir greinilega máli hver á í hlut en þetta dæmi miðað við þann hroða sem stjórnsýslan er í Spkef málinu og Byr málinu sýnir að umboðsmanni Alþingis virðist mislagðar hendur í mati sínu á mikilvægi mála og ásættanlegri stjórnsýslu.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.6.2012 | 00:26
Tass hefði ekki gert það betur.
Fréttastofa Ríkisútvarpsins á sennilega heimsmet opinberra fréttastofa í lýðræðisríki í þjónkun sinni við ríkisstjórnina í anda pólitískrar rétthugsunar Samfylkingarinnar.
Athyglivert hefur verið að sjá með hvaða hætti þessi arftaki Tass fréttastofu Sovétríkjanna matreiðir fréttir eftir því sem hentar valdhöfum.
Í kvöld fjallaði fréttastofan um málefni Sparisjóðs Keflavíkur og Sp/Kef. Þar var það merkilegasta að mati ríkisfréttastofunnar að fjalla um risnureikning sparisjóðsstjórans og meinta misnotkun hans upp á nokkrar milljónir. Ekki var fjallað um það hver ber ábyrgðina á 25 milljarða reikningnum sem skattgreiðendur verða að greiða vegna rangra ákvarðana Steingríms J. Sigfússonar eða hvernig á því stóð að Fjármálaeftirlitið veitti Sparisjóðnum undanþágu til starfa í eitt ár þó að staðreyndir lægju fyrir. Af hverju er ekki fjallað um merg málsins. Nei risnureikningar upp á nokkrar milljónir skal það vera.
Mörg dæmi má rekja um galna fréttamennsku RÚV í sambandi við þetta Sp/Kef mál þar sem hlífiskildi er haldið yfir vondri stjórnsýslu, stjórnmálalegri spillingu og röngum ákvörðunum Steingríms J. Sigfússonar.
Hvað skyldi valda því að fréttamat fréttastjóra RÚV er jafn galið og vilhalt ríkisstjórninni og raun ber vitni? 1. Vanþekking 2. Pólitísk spilling 3. Leti 4. Eitthvað annað þá hvað?
Loks ein rússína sem kemur Sp/Kef málinu ekki við en sýnir á hvaða róli fréttastofa RÚV er, einnig í öðrum gæluverkefnum Samfylkingarinnar.
Fyrir nokkru komu hingað ólöglegir innflytjendur sem sögðust vera börn. Bragi Guðbrandsson fyrrum aðstoðarmaður Jóhönnu Sig og Baldur Kristjánsson erkiklerkur í Þorlákshöfn fóru mikin yfir því að þessi börn skyldu dæmd til fangelsisvistar fyrir að ljúga að réttvísinni. Fréttastofa RÚV birti ummæli þeirra skilmerkilega og fjallaði mikið um hvað við værum vond við þessi börn. Þegar í ljós kom að þetta voru ekki börn heldur fullorðnir menn að ljúga. Hvað sagði fréttastofan þá: Jú aðalatriðið var gagnrýni á stjórnvöld fyrir það hvað aldursgreiningin tæki langan tíma eins og þeir sem voru að ljúga hefðu ekki vitað það allann tímann.
það er ekki furða að fréttastofa RÚV skuli þurfa marga tugi fréttamanna til að matreiða pólitísku rétthugsunina. Þannig var það líka hjá Tass í Sovétríkjunum sálugu og þannig er það hjá kommúnistastjórninni á Kúbu.
Gylfi mótmælandi Magnússon, sá sem einu sinni var viðskiptaráðherra og stjórnaði árás á íslenska bankakerfið með góðum árangri í október 2008 sagði að við yrðum Kúba norðursins ef við samþykktum ekki Icesave. Það var að vísu rangt hjá honum. En fréttastofa RÚV hefur hins vegar tekið upp svipaða starfshætti í matreiðslu frétta þannig að þær séu þóknanlegar stjórnvöldum.
13.6.2012 | 11:10
Staðreyndir málsins
Steingrími J. Sigfússyni flestramálaráðherra tekst ekki að bulla sig út úr ábyrgð á hruni Sp/Kef. Staðreyndir málsins eru einfaldar og sýna að það er óumflýjanlegt að Steingrímur J. Sigfússon axli ábyrgð og segi af sér sem ráðherra. Staðreyndir Sp/Kef málsins eru þessar:
1. Ársreikningur Sparisjóðs Keflavíkur fyrir árið 2008 var birtur 3.apríli 2009 þar var eigið fé jákvætt um 5.4 milljarða. Ársreikningurinn var gerður eftir að tekið hafði verið fullt tillit ábendinga um niðurfærslu eigna eftir útlánaskoðun FME hjá sparisjóðnum í mars 2009.
2. Ársreikningurinn fyrir árið 2008 tók tillit til bankahrunsins í október 2008 og álit endurskoðenda var að reikningurinn gæfi "glögga mynd af afkomu Sparisjóðsins á árinu 2008, efnahags 31. desember 2008" í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla
3. Eiginfjárhlutfall var jákvætt um 7.06% en undir 8% lágmarkshlutfalli skv. 84 gr. laga um fjármálafyrirtæki þess vegna þurfti að taka sparisjóðinn í slitameðferð eða reka hann á undanþágu og ákveðið var af Steingrími J.
Þann tíma sem sparisjóðurinn var í gjörgæslu FME og fjármálaráðuneytisins var hagnaði snúið í tap og skattgreiðendur og stofnfjáreigendur töpuðu verulegum fjármunum.
Skattur á venjulega skattfjölskyldu í landinu er um 400 þúsund vegna þessara mistaka Steingríms.
Þar sem Steingrímur J. virðist rugla saman staðreyndum og hugarórum í þessu máli þá mun ég rekja betur síðar staðreyndir þessa máls meðan Sparisjóður Keflavíkur var rekinn á undanþágu og nýr sjóður stofnaður Steingrími J til upprifjunar á staðreyndum.
Með aðgerðum sínum í þessu máli, ruglaði Steingrímur fjármálamarkaðnum og dró peninga frá öðrum fjármálastofnunum til Sparisjóðs Keflavíkur allt á ábyrgð og kostnað skattgreiðenda.
Þetta er athyglivert og til umhugsunar að Steingrímur J. tók þá ákvörðun með vini sínum Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra að fella SPRON og Straum fjárfestingabanka á meðan Sparisjóðurinn í Keflavík fékk þessa sérstöku fyrirgreiðslu af hálfu Steingríms J.
Þessi kostnaðarsömu mistök Steingríms J. verða að hluta til rakin til rangrar stefnu hans í málefnum sparisjóða en að öðru leyti til rangrar ákvarðanatöku og vanhæfni ráðherrans.
11.6.2012 | 12:09
Meistari orðhengilsháttarins.
Steingrímur J. Sigfússon reynir að verja aðgerðir sínar í Sp/Kef málinu með orðhengilshætti. Það hentar honum einkar vel enda hefur hann verið Íslandsmeistari í faginu undanfarin 30 ár.
Í vörn sinni segir Steingrímur að það sé fáránlegt af Sjálfstæðisflokknum að kenna ríkisstjórninni um Sp/Kef málið. Það er hinsvegar ekki verið að kenna ríkisstjórninni heldur honum sjálfum um alvarleg kostnaðarsöm mistök í málinu.
Þá heldur Steingrímur því fram að ríkisstjórnin hafi fengið þennan vanda í fangið sem skapaðist vegna þess hvernig sparisjóðnum var stýrt. Staðreyndin er hins vegar sú að sparisjóðurinn starfaði í rúmt ár á undanþágu og var síðan klofinn upp allt að ráði Steingríms J. Sigfússonar. Þegar þetta ferli hófst var eiginfjárstaðan jákvæð.
Í þriðja lagi tengir Steingrímur mistök sín í málinu við bankahrunið en það er rangt. Fall sparisjóðsins varð rúmum 2 árum eftir bankahrun og hrun sparisjóðsins varð ekki vegna þess miðað við afstöðu Steingríms sjálfs og Fjármálaeftirlitsins á árinu 2009 og 2010.
Staðreyndir málsins eru einfaldar:
1. Þegar Steingrímur kemur að málinu á sparisjóðurinn 5 milljarða.
2. Steingrímur tekur málið til sín og það er ekki hjá Bankasýslu ríkisins svo sem það hefði átt að vera.
3. Sparisjóðnum er heimilað að starfa á undanþágu fyrst 6 mánuði og síðan aðra 6
4. Að loknu undanþágutímabili stendur Steingrímur fyrir þeirri ákvörðun að kljúfa sparisjóðinn í tvö fyrirtæki og reka áfram þangað til yfir lauk með þeim afleiðingum að skattgreiðendur þurfa að borga yfir 20 milljarða.
Fram hjá þessum staðreyndum sem Steingrímur J. Sigfússon ber ráðherraábyrgð á kemst hann ekki.
Væri einhver döngun í stjórnarandstöðunni þá legði hún fram vantrausttillögu á Steingrím J. Sigfússon strax í dag, þar sem hann hefur ekki sjálfur manndóm í að viðurkenna mistök sín og segja af sér.
9.6.2012 | 23:50
Ber Alþingi að ákæra Steingríms J. Sigfússon ráðherra?
Steingrímur J. Sigfússon ber umfram aðra ábyrgð á tugamilljarðatjóni skattgreiðenda vegna Sp/Kef. Hann hefur engar málsbætur og ætti að vera búinn að segja af sér.
Rifjum upp nokkrar staðreyndir:
Samkvæmt ársreikningi Sparisjóðs Keflavíkur fyrir árið 2008, sem undirritaður er 31. mars 2009, var eigið fé hans jákvætt um 5,4 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall var 7.06% og því rétt undir 8% lögbundnu lágmarkshlutfalli. Þá hafði að sögn endurskoðanda verið tekið tillit til Hrunsins.
Í maí 2009 veitti Fjármálaeftirlitið sparisjóðnum heimild til að koma eiginfjárhlutfallinu yfir lögbundið lágmark, skv. 86. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Slíka heimild má veita til 6 mánaða og hana má framlengja um aðra sex mánuði séu til þess "ríkar ástæður.
Sparisjóður Keflavíkur fékk þannig að starfa í 12 mánuði með eiginfjárhlutfall undir lögbundnu lágmarki, sem gat eingöngu byggt á því mati að fjármálastofnuin væri lífvænleg og með velþóknun og fyrirgreiðslu þáverandi fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra.
Þann 22. apríl 2010 greip Fjármálaeftirlitið inn í starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík og skipti honum upp í gamlan og nýjan. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum ákveðið var að stofna nýjan sparisjóð eða hvaða hagkvæmnismat lá að baki.
Stofnun nýja SpKef var gerð af svo mikilli vanhæfni að nýi sjóðurinn komst í þrot tæpu ári síðar eða í mars 2011. Þeirri spurningu er að hluta til ósvarað hvað miklir fjármunir töpuðust við stofnun nýja sjóðsins hver var rekstrarkostnaður og rekstrartekjur hans frá apríl 2010 og mars 2011, já og hvert var tapið?
Ákveðið var að SpKef myndi sameinast Landsbankanum. Gerð var áætlun sem fjármálaráðherra blessaði (Steingrímur J) þar sem talað var um að framlag ríkisins vegna Sp/Kef þyrfti að vera 11 milljarðar.
Í fréttum í gær sagði núverandi fjármálaráðherra að kostnaður ríkisins vegna Sp/Kef væri 20 milljarðar og það væri nálægt því sem við hefði verið búist allan tímann. Spurning er þá hvort Steingrímur J. sagði þingi og þjóð ósatt. Alla vega ganga fullyrðingar Steingríms um tjón ríkisins við yfirtöku Landsbankans og sá raunveruleiki sem fjármálaráðherra kynnti í gær ekki heim og saman.
Eftir stendur að sjóður sem átti rúmlega 5 milljarða eigið fé í árslok 2008 þegar tekið hafði verið tillit til hrunsins er orðinn að engu. Ríkið hefur margsinnis vanmetið stöðu sjóðsins og það eftir að sjóðurinn starfaði á undanþágu með leyfi Fjármálaeftirlits og velþóknun Steingríms J. Eignir sjóðsins hafa rýrnað verulega á meðan á þessum farsa hefur staðið. Verðmæti þeirra hefði verið betur tryggt ef sjóðurinn hefði strax verið settur í slitameðferð. Kröfuhafar hafa tapið verulegum fjármunum á þessum handabakavinnubrögðum ríkisins auk ríkisins sjálfs.
Eftir stendur að sá sem ber pólitíska ábyrgð á þessu tjóni ríkisins upp á tugi milljarða er Steingrímur J. Sigfússon sem gerði þessi mál að sínum. Ef til vill gæti Gylfi Magnússon fyrrum viðskiptaráðherra og mótmælandi einnig borið ábyrgð á þessu tugmilljarða tjóni skattgreiðenda.
Ástæða er til að Alþingi gangi þegar í stað úr skugga um hvort ekki er full ástæða til að vísa máli Steingríms J. Sigfússonar ráðherra og Gylfa Magnússonar ráðherra til meðferðar fyrir Landsdómi þar sem margt bendir til að þeir hafi brotið af sér í starfi sínu sem ráðherrar og valdið þjóðinni miklu raunverulegu tjóni í Sp/Kef málinu.
Ef til vill væri ráð að endurvekja nefnd Atla Gíslasonar alþingismanns í þessu skyni.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
15.5.2012 | 23:55
Atvinnusköpun norrænu velferðarstjórnarinnar
Vinur minn sagði, að það væri ekki rétt að vinstri stjórnin hefði ekkert gert til að skapa ný störf. Sérstakur saksóknari hefði ráðið marga unga lögfræðinga og sama væri að segja um Umboðsmann skuldara.
Nú væri helst von ungra viðskiptafræðinga að fá vinnu við gjaldeyriseftirlit Seðlabankans.
Sýnir e.t.v. best forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og áherslur.
14.5.2012 | 16:53
Er kvótinn þjóðareign?
13.5.2012 | 23:09
7000 ár að borga skuldirnar
Álftanes er ekki eina sveitarfélagið í heiminum þar sem meiri hluti sveitarstjórnar skuldsetti sig umfram heilbrigða skynsemi.
Í spænska þorpinu Pioz skammt frá Madrid þar sem búa 3.800 skuldsetti sveitarstjórnin sig svo mjög, að miðað við tekjur sveitarfélagsins þá tekur 7.000 ár að borga skuldirnar til baka.
Sveitarstjórnin í Pioz tók lán til að byggja og kauaa íbúðir, vatnshreinsunarstöð og sundlaug með flottum vatnsrennibrautum fyrir hálfan milljarð. Nú er búið að loka sundlauginni af því að það er of dýrt að reka hana. Hætt er að lagfæra vegi og byggingar. Rafmagn er í 12 klukkustundir á sólarhring. Það virðist erfiðara á Spáni að velta óráðssíu við stjórn sveitarfélaga yfir á aðra, en hér á landi.
En hvernig bregðast ofurskuldug sveitarfélög við hér? Er beitt einhverjum aðhaldsaðgerðum - ef svo er þá hverjum?
11.5.2012 | 09:47
Nýtt verkefni fyrir rannsóknarnefnd Alþingis?
Í fyrradag var sagt frá því að spænska ríkið mundi yfirtaka Bankia bankann í því skyni að endurreisa trú á fjármálastjórn landsins og bankakerfinu. Sá er munur á aðkomu stjórnvalda hér á sínum tíma vegna Glitnismálsins í september 2008 og þessa spænska máls að þar höfðu endurskoðendur bankans neitað að undirrita reikninga samfara ásökunum um útblásna eignastöðu-greinilega meðvitaðri um stöðu mála en endurskoðendur Glitnis banka á sínum tíma.
Gæfa Spánverjaa er að eiga engan Gylfa Magnússon mótmælanda og fyrrum ráðherra, sem í kjölfar yfirtöku ríkisins á Glitni mælti fyrir áhlaupi á íslenska bankakerfið með fullum árangri. Hagfræðideildir Spænskra háskóla er líka meðvitaðri um mikilvægi þess að svona aðgerð takist og gangverk viðskiptalífsins en hagfræðideildir íslensku háskólanna voru fyrir bankahrunið hér.
Það er einnig athyglivert að enginn kennir Davíð um þessa yfirtöku eða fjandskap stjórnvalda við banka eða skammast út í forsætisráðherra, spænskt stjórnkerfi eða ríkisstjórn. Forusta stjórnarandstöðuflokksins lætur sér ekki til hugar koma að kalla ríkisstjórnarflokkinn hrunflokk eða kenna markaðshagkerfinu um slæma stöðu spænskra banka og nauðsyn þjóðnýtingar Bankia.
Fyrst spænskir stjórnmálamenn og háskólamenn eru svona illa meðvitaðir þegar vandamál steðja að varðandi banka landsins, þá virðist full þörf á að virkja hið snarasta rannsóknarnefnd Alþingis að nýju til að rannsaka vanda spænsks stjórnkerfis og stjórnmála sem og skoða hvort ekki sé nauðsynlegt að landinu verði sett ný stjórnarskrá.
Ekki fer sögum af því að forsætisráðherrann spænski hafi boðað ríkisstjórnina til tíðra funda áður en gripið var til þjóðnýtingar Bankia en í einni frétt er sagt að ákvörðunin hafi meira að segja komið réðherrum á óvart. Sennilega er því einnig verkefni fyrir Landsdóm Markúsar Sigurbjörnssonar að skoða hugsanlegt afbrot spænska forsætisráðherrans í aðdraganda bankakrísunar þar í landi.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 6
- Sl. sólarhring: 792
- Sl. viku: 3036
- Frá upphafi: 2605627
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2850
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson