Leita í fréttum mbl.is

Francois Holland býður upp í dans

Sigur Francois Holland í frönsku forsetakosningunum kom ekki á óvart. Framfylgi hann því sem hann boðaði fyrir kosningar þá verður Evrunni ekki bjargað.

Holland mun án efa koma aftur á 35 stunda vinnuviku í Frakklandi og jafnvel lækka eftirlaunaaldurinn, en Sarkozy tókst að hækka hann eftir mikla baráttu. Þá ætlar Holland að ráða 60 þúsund nýja kennara og auka ríkisútgjöld og skattheimtu.

Kjósendur eru alltaf viðkvæmir fyrir að kjósa ókeypis hádegisverð og kvöldverð en komast síðan að því að það er ekkert slíkt til.  Sarkozy reyndi að lækka hallann á franska ríkissjóðnum, en gekk illa, en nú kemur maður sem lætur sér fátt um finnast, þrátt fyrir að ríkisskuldir séu miklar og vaxandi.

Franska ríkið er hlutfallslega stærst í Evrópu með um 56% af þjóðarframleiðslu Frakka. Bankarnir þurfa meira fjármagn til að geta starfað eðlilega eftir því sem The Economist segir og læknisráðið hjá Holland er aukin eyðsla og aukin skattheimta.  Þar með er samkomulag Evru ríkjanna rokið út í veður og vind nema Holland svíki á upphafspunktinum kosningaloforðin sín.

Franskir sósíalistar fagna að sjálfsögðu sigri síns manns og tala um að þessi nýi Francois fari í fótspor síðasta sósíalistans franska sem var forseti Francois Mitterand. Þeir mættu þá rifja upp, að þegar Mitterand kom til valda var hann síðasti raunverulegi ríkissósíalistinn sem komst til valda í Evrópu með hugmyndir um þjóðnýtingu, skattahækkanir o.fl. Innan 180 daga í embætti varð Mitterand að beygja sig fyrir staðreyndum, sem neyddu hann til að breyta um stefnu og leita til lausna markaðshyggjunnar.

Óneitanlega læðist að manni sá grunur, að það muni ekki taka jafn langan tíma fyrir Holand að svíkja öll sín helstu kosningaloforð. Annars verður Frakkland og sameinuð Evrópa strax í miklum vanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 310
  • Sl. sólarhring: 825
  • Sl. viku: 4100
  • Frá upphafi: 2295835

Annað

  • Innlit í dag: 296
  • Innlit sl. viku: 3762
  • Gestir í dag: 290
  • IP-tölur í dag: 284

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband