Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
9.12.2010 | 10:54
Afvegaleidd umræða
Smám saman kemur betur í ljós hvað það var sem brást í aðdraganda hrunsins. Sú mynd á eftir að skýrast enn betur þegar Sérstakur Saksóknari fer að láta hendur standa fram úr ermum.
Í fréttum í gær var sagt frá rannsóknarskýrslu erlendra sérfræðinga um meint bókhaldsbrot endurskoðanda og forustumanna Glitnis banka og boðað er að sagt verði frá svipuðum hlutum varðandi sömu aðila í Landsbankanum þegar líður á daginn.
Þó svo að taka verði fréttum með fyrirvara og engin sé sekur þar til sekt hans er sönnuð, þá lá það nokkuð í augum uppi skömmu eftir hrunið að vafningarnir, viðskiptavildin og bullið sem fært var sem eigið fé banka og vogunarsjóða og flestra fyrirtækja í Kauphöllinni, hefði ekki getað verið fært með þeim hætti í bókhald þessara aðila án aðkomu endurskoðenda og æðstu stjórnenda þessara aðila.
Miðað við fréttir í gær þá gat það vart dulist stjórnendum Glitnis banka að hann var hruninn í ársbyrjun 2008. Samt sem áður höfðu helstu leikendur hrunsins sem höfðu markvisst sogið peninga út úr Glitni upp stór orð þegar Glitnir var yfirtekinn í september 2008 og kenndu því um að Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri hefði horn í síðu eigenda bankans.
Síðan þá hefur umræðan verið markvisst afvegaleidd af hrunverjum með aðstoð nytsamra sakleysingja og pólitískra rugludalla. Ráðist var að stjórnmálamönnum og embættismönnum og þeir hraktir úr embættum. Fjölmiðlar spillingaraflanna, ríkisfjölmiðillinn og hluti Háskólasamfélagsins tók þátt í þessari herferð afvegaleiðingarinnar. Þessir aðilar bera mikla ábyrgð á þeirri bullkenndu umræðu sem hefur verið í landinu. Afvegaleiðing háskólasamfélagsins náði hámarki þegar sigurvegari í kosningum til stjórnlagaþings sagði að hrunið væri stjórnarskránni að kenna.
Í allri þeirri auðn pólitískra fúkyrða, öfugsnúninga sem einkennt hefur íslenska pólitík ekki síst fyrir tilverknað þeirra Jóhönnu og Stengríms með hjálp vinstri sinnaða Háskólasamfélagsins, var ánægjulegt að sjá til tilbreytingar vitræna og athyglisverða blaðagrein frá stjórnmálamanni. Þá grein skrifaði formaður Framsóknarflokksins í Morgunblaðið fyirr nokkru. Sú grein var góð tilbreyting frá innihaldsalusum kjaftavaðli og bulli sem einkennir almennt umræðuna. Fleiri forustumenn í íslenskum stjórnmálum ættu að taka formann Framsóknarflokksins sér til fyrirmyndar í þessu efni.
Það er löngu kominn tími til að fólk snúi sér að aðalatriðunum í umræðunni á rökrænan og vitrænan hátt.
6.12.2010 | 23:00
Ein versta fjármálastofnun landsins
Byggðastofnun hefur ítrekað tapað öllu eigin fé sínu og þurft að fá stuðning frá skattgreiðendum aftur og aftur. Stuðning í milljarðavís.
Byggðastofnun er lánastofnun sem ávallt hefur verið í eigu og umsjá ríkisins og nýtur þess vafasama heiðurs að vera sú lánastofnun íslensk sem oftast hefur þurft að bjarga frá gjaldþroti. Í starfi Byggðastofnunar hafa farið saman pólitísk spilling ásamt andvana hugmyndum byggðastefnu síðustu aldar.
Lánastofnanir í eigu ríkisins eru of margar og of miklu af peningum skattgreiðenda hefur verið sóað í gæluverkefni fjármálaráðherra. Tugir milljaða frá skattgreiðendum til VBS, Saga Capital, Sparisjóðanna, Sjóvár-Almennra trygginga og núna skal Byggðastofnun réttur örlítill milljarður svo enn eitt hrun fjármálastofnunar verði ekki að veruleika á vakt þessarar ríkisstjórnar.
Þeir sem tala um gildi opinberra lánastofnana og heimta slíkar ættu að kynna sér starfsemi Byggðastofnunar. Sporin hræða ekki síður en með eftirlitslausar stórar fjármálastofnanir í einkaeigu að stórum hluta á ábyrgð skattgreiðenda. Það er best að vera laus við hvoru tveggja.
6.12.2010 | 08:57
Ekkert
Ríkisstjórnin hélt blaðamannafund á föstudaginn og skrifaði þar ásamt forustumönnum lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja undir samning um ekki neitt nema þá helst að skattgreiðendur auki niðurgreiðslur vaxta fyrir fjármálafyrirtæki.
Niðurstaðan: Innheimtanlegar skuldir skulu innheimtar af fullri hörku. Ekki skal taka tillit til þess að hundruðir milljarða verðbætur hafa fallið á höfuðstóla verðtryggðra lána frá bankahruninu þó samdráttur hafi verið í þjóðarframleiðslu og eignvarverð hafi lækkað verulega. Þar af hafa lífeyrissjóðirnir fengið í sinn hlut 126 milljarða vegna verðtryggingar frá hruni.
Ríkisstjórnin viðheldur gjaldeyrishöftum til að verja krónuna og fjármálafyrirtækin. Ríkisvaldið ábyrgist allar innistæður fjármálastofnana á kostnað skattgreiðenda. Samt sem áður er viðhaldið gervigjaldmiðli verðtryggingar sem hækkar höfuðstóla lána þrátt fyrir hrun á verði eigna, minnkandi þjóðarframleiðslu og lækkunar launa. Er það virkilega svo að stjórnvöld, stjórnendur lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja átti sig ekki á að það er engin sanngirni í þessu heldur argasta óréttlæti.
Er það virkilega svo að meðan fjármálastofnanirnar eru varðar með gjaldeyrishöftum og ríkisábyrgð að þá sé ekki svigrúm til að fá fulltrúa þeirra til að fallast á afnám verðtryggingar og bakfærslu ránsfengsins. Ef það var ekki hægt þá átti að taka ránsfenginn af þeim. Það hefði verið sanngirni.
Norrænu velferðarstjórninni er sama um sanngirnina og hún hefur enga stefnu í skuldamálum heimilanna.
Staðreyndin er sú að hefði ríkisstjórnin ekkert gert þá væri flækjustigið minna í dag og heimilin betur stödd.
Með síðustu aðgerðum sínum hefur ríkisstjórnin endanlega tekið vonina frá fólki. Hún hefur enn einu sinni sýnt að hún er stefnu- og úrræðalaus og gerir þjóðinni mest gagn með því að segja af sér.
23.11.2010 | 13:35
Hvernig hefðu þau brugðist við?
Fyrir um hálfum mánuði skilaði reikningsnefnd forsætirsráðherra útreikningum sínum vegna skuldavanda einstaklinga.
Tæpir tveir mánuðir eru síðan forsætisráðherra skynjaði réttláta reiði fólks vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar. Þá átti hún að skilja að það er ekki hægt að láta fólk sem hefu þola launalækkun og skattahækkun bera síhækkandi skuldabyrðar. Leiðrétta varð verðtryggðu og gengisbundnu lánin og afnema okurvexti af húsnæðislánum.
Vandinn vegna verðtryggðu og gengisbundnu lánanna hefur verið ljós frá því að ríkisstjórnin tók við völdum. Jóhönnu Sigurðardóttur varð vandinn ljós a.m.k. fyrir tveim mánuðum. Reikningsnefndin skilaði af sér fyrir hálfum mánuði. Ekkert gerist enn þrátt fyrir þetta.
Hvernig hefðu Steingrímur og Jóhanna brugðist við bankahruninu sem kom óvæn,t þegar þau geta ekki tekið ákvörðun um lausn vanda sem hefur verið ljós og aðsteðjandi í meir en tvö ár.
22.11.2010 | 10:06
Hefðu Írar valið það sama og Ísland væru þeir ekki í vanda
Írar sækja um billjón Evra neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna þess að þeir tóku ábyrgð á írskum bönkum í lok september 2008.
Margir íslenskir hagfræðingar og háskólaprófessorar vildu haustið 2008 að við færum sömu leið og Írar og láta skattgreiðendur ábyrgjast bankanna. Hefði verið farið að þeirra ráðum væru skuldir íslenska ríkisins um 8.000 milljörðum meiri en hún er í dag. Ísland væri gjaldþrota.
Ísland valdi skynsamlegustu leiðina þegar bankarnir riðuðu til falls. Við settum neyðarlög og höfnuðum þeirri leið að láta skattagreiðendur bera ábyrgð á bönkunum.
Í hinni makalausu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er þess ekki getið að þeir sem héldu um stjórnvölin á þessum tíma á Íslandi forsætisráðherra, seðlabankastjórar og stjórn og framkvæmdastjóri FME skuli hafa beitt vitrænustu viðbrögðum við bankakreppunni haustið 2008. Þess í stað er hamrað á aukaatriðum. Þeir sem gegndu fyrrnefndum embættum eru ómaklega bornir sökum á forsendum baunatalningar. Sé málið skoðað í heild þá er meginniðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis um viðbrögð stjórnvalda við bankakreppunni röng. Það sýnir sig nú.
Staðreyndin er sú að forustumenn í íslenskum efnahagsmálum haustið 2008 stýrðu þjóðarskútunni betur en aðrir forustumenn í heiminum þar sem eins háttaði til varðandi bankakreppur.
Það er til marks um lánleysi íslensku þjóðarinnar að hún skuli hafa flæmt alla þá úr embætti sem stýrðu þjóðinni giftusamlega frá þeim mistökum sem opinberuð hafa verið í Írlandi. Þau mistök eiga eftir að koma betur í ljós og bitna hart á skattgreiðendum í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Þá er það einstakt meðal siðaðra þjóða að forsætisráðherra sem stýrði þjóðinni þegar réttar ákvarðanir voru teknar á erfiðustu tímum hennar, skuli nú sitja á sakamannabekk fyrir tilstuðlan meiri hluta Alþingis.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
14.11.2010 | 23:05
Tími útreikninga og kannana er liðinn. Tími aðgerða er kominn.
Undanfarið hafa um 10 Íslendingar flutt af landi brott á dag eftir því sem haft var eftir Pétri Blöndal á Bylgjunni á föstudagsmorgun. 10 manns flýja skuldafárið og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar.
Ég hef barist fyrir eðlilegri skipan lánamála um árabil þannig að verðtrygging væri afnumin en lánakjör væru svipuð og á hinum Norðurlöndunum. Vegna þess fæ ég fjölda af tölvupóstum frá fólki sem flýr og segir mér sögu sína í nýja landinu, Danmörku, Noregi eða Svíþjóð. Sögurnar eru allar keimlíkar og fólk trúir því varla að því bjóðist óverðtryggð lán með 4% ársvöxtum. Lán þar sem höfuðstóllinn lækkar við hverja afborgun. Þá segist fólkið líka hafa mun betri launakjör.
Almenn skuldaniðurfærsla, afnám verðtryggingar og gjaldmiðill sem virkar er því meðal þeirra forsendna sem verða að koma til svo að þjóðfélagið geti unnið sig út úr vandanum. Þjóðfélagssátt getur ekki tekist um neitt annað eða minna. Það er engin gjöf heldur réttmæt krafa að höfuðstólar lánanna verði leiðréttir.
Ríkisstjórnin getur ekki beðið lengur. Stund ákvarðananna er runnin upp.
Viðskipti og fjármál | Breytt 15.11.2010 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2010 | 13:33
Gjaldþrota fjármálastofnun
Sú fjármálastofnun á Íslandi sem oftast hefur verið siglt í strand óreiðunnar og peningaþrots er Byggðastofnun.
Þeir sem hæst tala um ábyrgðarleysi fjármálastofnana í eigu einstaklinga ættu að líta til þess að a.m.k. tveir ríkisbankar hefðu orðið gjaldþrota á árunum fyrir einkavæðingu þeirra ef ekki hefði komið til myndarlegur ríkisstuðningur. Það jafnast þó ekkert á við Byggðastofnun sem aftur og aftur verður að fá viðbótarfjárframlög frá ríkinu til að komast hjá greiðsluþroti.
Þessi ríkisrekna lánastofnun hefur um árabil verið stjórnað af geðþóttaákvörðunum stjórnmálamanna. Aftur og aftur hafa vildarvinir og gæluverkefni fengið lán frá Byggðastofnun þó að fyrir hafi legið við einfalda skoðun að lánveitingin var glórulaus.
Það er óneitanlega kaldhæðni örlaganna að þegar kallað er eftir grænum lausnum til að vinna sig út úr kreppunni og nýafstaðið þing Norðurlandaráðs hafi starfað undir því vígorði, að þá skuli Byggðasjóður þurfa að afskrifa lán til Grænna lausna ehf. Því hálfopinbera fyrirtæki var ýtt úr vör vegna þeirrar ímyndunar þáverandi viðskiptaráðherra að með því mætti skapa störf í kjördæmi hennar.
Getur verið að hægt sé að draga einhverja lærdóma af þessu. Ef til vill þá að dæla meiri peningum í Byggðasjóð eða þá að leggja sjóðinn niður og sameina hann Ríkisbankanum.
Ef til vill er Byggðasjóður sá hluti gamla Íslands sem stjórnmálastéttin ætlar að standa vörð um.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2010 | 11:36
Sérleiðirnar enda í ófærum
Íslendingar hafa of lengi reynt að fara sínar sérleiðir í efnahags- og lánamálum sem hafa allar og alltaf endað með skelfingu. Nú freistar ríkisstjórnin þess að fara í nýjar sérleiðir með lánapakka, vaxtabætur og bix til að komast hjá því að horfast í augu við raunveruleikann.
Stjórnvöldum sem vilja halda áfram sérleiðunum eins og ríkisstjórnin, hluti stjórnarandstöðunnar, lífeyrissjóðirnir og fjármálafyrirtækin ferst eins og manninum sem vaknar upp eftir mikið langvarandi fyllerí horfir á sjálfan sig í spegli og segir. Ég á alla vega ekki við áfengisvandamál að glíma.
Af hverju dettur Jóhönnu, Bjarna Ben, Steingrími, lífeyrissjóðunum, ASÍ og fjármálafyrirtækjunum ekki í hug að það kunni að vera best fyrir okkur að hafa sama hátt á lánamálum og er í nágrannalöndum okkar og hætta að fara sérleiðirnar.
10.11.2010 | 21:51
Á forsendum okursins
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar minna um margt á björgunarsveit sem kemur á slysstað þar sem hópur fólks er að drukkna og fær hóp sérfræðinga til að eyða drjúgum tíma í að reikna út hvaða bjarghringur gæti gagnast best. Meðan á því stendur drukkna nokkrir en bjögunarsveitarforinginn er ekki að velta því fyrir sér. Hún hefur fyrirfram enga skoðun eða stefnu í málinu.
Reikninefnd ríkisstjórnarinnar hefur skilað útreikningum um skuldavanda fólks og möguleg úrræði. Öll úrræðin eru reiknuð á forsendum okurþjóðfélagsins óháð því hvort um raunhæfa innheimtu er að ræða eða ekki.
Niðurstaða reiknimeistaranna er sú að það kosti um 180 milljarða að bakfæra höfuðstóla okurlána verðtryggingarinnar um 15% en það er um það bil það sem ranglega hefur verið lagt ofan á lánin á síðustu misserum. Út frá þeirri forsendu er tapið ekki annað en að skila þarf óréttmætri og siðlausri auðgun lífeyrissjóða og fjármálastofnana til baka.
Bakfærsla er alltaf erfið og þess vegna hef ég bent á þá leið að stofnaður verði neyðarsjóður og þangað renni 3% af gjöldum sem annars færu í lífeyrissjóði a.m.k. næstu 4 árin og þeir fjármunir sem þar mynduðust um 200 milljarðar yrðu notaðir til að bakfæra höfuðstóla og lánakjör til þess, sem fólk á hinum Norðurlöndunum býr við. Þá mundi neyðarsjóðurinn koma að fjármögnun Íbúðalánasjóðs á eðlilegum lánakjörum. Þá væri hægt væri að endurlána fólki vegna íbúðarkaupa á breytilegum vöxtum, óverðtryggt með sömu vöxtum og á hinum Norðurlöndunum.
Stjórnmálamenn þessa lands jafnt í stjórn sem stjórnarandstöðu ættu að gaumgæfa það að fólki verður ekki haldið endalaust í okursamfélaginu. Við eigum rétt á að njóta sambærlegra lífskjara og lánakjara og frændur okkar á hinum Norðurlöndunum og til þess höfum við allar forsendur ef sérhagsmunirnir eru ekki endalaust látnir ráða ferðinni.
6.11.2010 | 11:27
Arkitektar og fiskvinnsla
Sama dag og fyrirtæki í kjördæmi sjávarútvegsráðherra sagði upp starfsfólki tilkynnti ráðherrann að hann ætlaði að auka fiskveiðikvótann til hagsbóta fyrir fyrirtækið svo að draga megi uppsagnirnar til baka.
Það var löngu tímabært að auka fiksveiðkvótann og gefa t.d. handfæraveiðar frjálsar. Sértækar aðgerðir eins og þær sem sjávarútvegsráðherra boðar nú orka hins vegar tvímælis og hætta er á að ekki sé gætt jafnræðis borgaranna eða ýmissa annarra reglna í atvinnu- og samkeppnismálum þegar gripið er til slíkra aðgerða. Sjávarútvegsráðherra ætti því að huga að langtímalausnum í stað þess að blekkja fólk með staðbundnum tímabundnum aðgerðum.
Óneitanlega vekur það athygli að sjávarútvegsráðherra skuli bregðast strax við þegar tilkynnt er um uppsagnir hjá Eyrarodda á Flateyri og er þar ólíku saman að jafna og viðbrögð dómsmálaráðuneytisins varðandi atvinnumöguleika arkitekta.
Talsmaður arkitekta sagði frá því sama dag og Eyraroddi tilkynnti um uppsagnir sínar að um helmingur arkitekta á landinu væri án atvinnu en á sama tíma ráðstafaði dómsmálaráðuneytið stóru verkefni, hönnun fangelsis, til danskrar arkitektastofu. Þessi framganga dómsmálaráðuneytisins er fordæmanleg. Fróðlegt verður að sjá hvort dómsmálaráðherra grípi til aðgerða í framhaldi af þessum upplýsingum. Þó ekki væri til annars en að tryggja íslenskum arkitektum sama aðgang að stórum verkefnum og dönskum.
Óneitanlega sýna þessi tvö dæmi að ekki er fylgt heilstæðri atvinnustefnu hjá ríkisstjórninni og eitt rekur sig á annars horn. Var fólk ekki að kalla á skilvirka stjórnsýslu?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 12
- Sl. sólarhring: 655
- Sl. viku: 3391
- Frá upphafi: 2606281
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 3195
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson