Færsluflokkur: Löggæsla
12.10.2016 | 10:44
Dularklæði
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frambjóðandi, hefur ítrekað þá skoðun,að banna eigi konum að klæðist búrkum á almannafæri og telur það andstætt hugmyndum um kvenfrelsi og jafnstöðu kynjanna
Vissulega er það rétt að reglur karlaveldisins í Arabíu sem heltekið hefur hinn Íslamska heim fyrirskipar ákveðinn klæðaburð kvenna, sem sýnir í öllum tilvikum veikari stöðu kvenna en karla, en íslamski heimurinn er ekki með sambærilegt "dess code" eða einkennisbúning fyrir karla.
Frjálslynt fólk vill að ríkið hafi sem minnst afskipti af borgurunum og við Þorgerður Katrín eigum það sameiginlegt að deila þeirri skoðun. Það þarf því mikið til að koma til að réttlæta afskipti opinberra aðila af klæðaburði einstaklinga. Slík réttlæting kemur m.a. til á grundvelli öryggissjónarmiða.
Á grundvelli öryggissjónarmiða á því að banna að fólk gangi um á almannafæri í dularklæðum. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða búrkur, blæjur eða grímur. Það er öryggisatriði í nútíma samfélagi að fólk gangi ekki um í dularklæðum.
Þorgerður Katrín og aðrir sem kunna að verða kosnir þingmenn í lok þessa mánaðar ættu því að bera fram frumvarp til laga um að bannað væri að klæðast dularklæðum á almannafæri með undantekningum eins og t.d. þegar um grímuball eða þess háttar atburði er að ræða. Banninu væri þá ekki beint að neinum sérstökum hópi heldur næði til allra þjóðfélagsborgara jafnt og hinn oft á tíðum furðulegi Mannréttindadómstóll Evrópu gæti þá ekki sett út á slíka lagasetningu.
16.9.2016 | 07:28
Helv. rasistar, nasistar og hægri öfgamenn
Morgunblaðið greinir frá því í dag að hægri öfgamenn í bænum Bautzen í Þýskalandi hafi ráðist að innflytjendum þeir hafi jafnvel haft uppi nasistayrðingar. Í málum sem þessum þarf að skoða vel hvað gerðist í stað þess að hrapa að fullyrðingum sem standast ekki eins og fréttamönnum í dag er allt of gjarnt að gera.
Þegar málið er skoðað grannt, þá virðist eftirfarandi hafa gerst. Hópur ólöglegra innflytjenda í boði Angelu Merkel safnaðist saman á bæjartorginu í Bautzen og sinnti ekki tilmælum lögreglu og hóf að kasta m.a. eldsprengjum að lögreglu og jafnvel vegfarendum einhver meiðsli urðu vegna þessa athæfis.
Í kjölfarið safnaðist saman ungt fólk sem réðist að ólöglegu innflytjendunum og einhverjir hrópuðu að Bautsen væri fyrir Þjóðverja. Það virðist hafa verið sú nasistayrðing sem sumir fréttamiðlar vísa til. Lögregla kom þá ólöglegu innflytjendunum til síns hælis svo sem lögregluyfirvöld höfðu krafist að þeir færu áður en þeir byrjuðu aðsókn að lögreglunni.
Íbúar í Bautzen eru um 40 þúsund og pólitíska landslagið þar hefur verið þannig að Kristilegir Demókratar Merkel Kanslara og Sósíaldemókratar hafa yfirburðafylgi í bænum en hingað til hefur stuðningur við flokka hægra megin við Kristilega verið mjög takmarkaður. Íbúar Bautzen eru hins vegar afar ósáttir við stefnu Angelu Merkel og gerð voru hróp að forseta landsins vegna innflytjendamálanna, þegar hann heimsótti bæinn fyrir skömmu.
Eftir að hafa kynnt mér umsagnir fjölmargra fréttamiðla um atburðinn þá velti ég því fyrir mér, hvort unga fólkið sem safnaðist saman í Bautzen var ekki bara venjulegt ungt fólk sem ofbýður yfirgangur og skrílslæti ólöglegu innflytjendanna?
En það er alltaf handhægt til að koma í veg fyrir vitræna umræðu að hrópa: "þú talar eins og Hitler."
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.8.2016 | 23:27
Lögreglunám í boði pólitískra hrossakaupa?
Það kom á óvart að menntamálaráðherra skyldi ákveða að pólitískum geðþótta að nám lögreglumanna skyldi vera við Háskólann á Akureyri, þrátt fyrir að Háskóli Íslands hefði verið talinn bestur skv. könnun ráðherrans.
Vegir skringilegra pólitískra ákvarðana eru oft álíka órannsakanlegir og almættisins. Stundum er þó varpað skímu á hvað veldur og það hefur rektor Háskólans á Bifröst gert með athyglisverðum hætti í viðtali í blaðinu Skessuhorn og á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Vilhjálmur rekur þau undirmál,sem urðu þess valdandi að menntamálaráðhera tók þessa ákvörðun.
Saga Vilhjálms er ekki falleg um pólitísk undirmál, hrossakaup og tilraunir hins nýja flokkseigendafélags í Sjálfstæðisflokknum til að varða stöður. Aðstoðarmaður Innanríkisráðherra og aðstoðarmaður Fjármálaráðherra hafa brugðist hart við ummælum Vilhjálms, en bæði eru í prófkjörsframboði í NV kjördæmi og þykir að sér vegið.
Hver er þá sannleikurinn? Er það rétt eða rangt sem Vilhjálmur heldur fram?
Vilhjálmur Egilsson hefur hvatt sér hljóðs í þjóðmálaumræðunni, sem framkvæmdastjóri Verslunarráðs, alþingismaður, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins og nú háskólarektor á Bifröst. Vilhjálmur nýtur þess álits að vera talinn sannorður og fara ekki með fleipur.
Svo mætti minnast þess fornkveðna að sjaldan er reykur þá engin er eldurinn.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2016 | 12:46
Útlendingalögin-Þjóðfylkingin og Tjániningarfrelsið
Þjóðfylkingin mótmælti útlendingalögunum á Austurvelli. Mótmælin voru friðsamleg. Að mómælendum var sótt af þeim sem líkaði ekki skoðanir þeirra. þ.á.m. þingmaður Pírata sem stóð á öskrinu og tilnefndi fjarstadda menn mig og Ásmund alþm. sem hann sagði að hefðu rangt fyrir sér, þó þess væri ekki getið í hverju.
Afstaða Þjóðfylkingarinnar getur verið góðra gjalda verð en ég þekki hana ekki gjörla enda ekki í þeim hópi eða þáttakandi í mótmælunum. Hvað svo sem því líður þá er full ástæðu til að taka Útlendingalögin til endurskoðunar og breytinga með tilliti til þess raunveruleika sem nú er í Evrópu.
Engin fréttamaður ræddi við fyrirsvarsmann mótmælenda.
Af gefnu tilefni hefur fjölmiðlunum RÚV, Mbl.is og visir.is þótt ástæða til að fjalla um málið, en þá talað við flutningsmann frumvarpsins og starfsmann ráðuneytis sem hafði með frumvarpið að gera. Ekki var rætt við forsvarsmenn mótmælenda. Þeir fengu ekki að tjá sig. Skyldi þetta vera hlutlæg málefnaleg fréttamiðlun að mati t.d. RÚV sem á skv. lögum að standa fyrir slíkri umræðu.
Svona fréttamennska er tilraun til skoðanakúgunar og aðför að tjáningarfrelsinu, auk þess sem hún er óttalega skítleg.
Daglega berast fréttir af vandamálum vegna innflytjenda, af því að Evrópuþjóðirnar tóku upp rugllöggjöf eins og lögfest var með Útlendingalögunum í vor. Það er þörf á að breyta þessum lögum til að við náum stjórn á landamærunum og hleypum ekki inn óþjóðalýð, sem líkur standa til að okkur muni stafa ógn af í framtíðinni. Allt annað er fásinna og heimska.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um aldir var um það deilt í kristna heiminum, hvort "Guðs lög" þ.e. klerkaræði eða almenn lög leikra manna skyldu vera æðri. Frægasta dæmið í Íslandssögunni um þetta, eru orð Jóns Loftssonar, Oddaverja sem mestur var höfðingi á landi hér í sinni tíð þegar hann sagði þegar biskup krafðist ættaróðals hans á grundvelli kirkjulaga:
"Heyra má ég erkibiskups boðsskap, en ráðinn er ég í að halda hann að engu og eigi hygg ég, að hann vilji betur eða viti, en mínir foreldrar Sæmundur hinn fróði og synir hans." Biskup hótaði þá að bannfæra Jón, en hann lét sig ekki og biskup þurfti frá að hverfa og var það hin mesta sneypuför.
Í kjölfar umbrota á síðmiðöldum og í kjölfar sigurs heimspeki upplýsingaaldarinnar, var oki kirkju og klerkadóms létt af þjóðum kristna heimsins. Í kjölfarið varð sú þróun,að Evrópa varð forustuálfa um tjáningafrelsi,lýðréttindi, almenn mannréttindi og lýðræði. Af því leiddu framfarir í verklagi og skipulagi sem gerði Evrópu ekki bara að forustuálfu hvað varðar réttindi einstaklingsins heldur einnig á öllum sviðum verklags og viðskipta.
Því miður hefur Íslamski heimurinn ekki gengið í gegn um sama þróunarferli og því hamlar stirnað klerkaræði framþróun í þeim löndum sem klerkaræðið ríkir og á mikið undir sér.
Svo merkilega brá við þ.29.júní s.l., að biskupinn yfir Íslandi lýsti því yfir ásamt nokkrum prelátum sínum, að kirkjulög væru eftir allt saman æðri lögum leikra manna settra á Alþingi. Biskupinn og prelátarnir sögðu að hvað svo sem menn hefðu af sér brotið þá skyldu þeir eiga kirkjugrið án þess að útfæra það frekar. Helst var að skilja að kæmist afbrotamaður í kirkju þá gætu lögleg lýðræðislega kjörin stjórnvöld ekki komið fram lögum. Þessi skoðun biskups er afturhvarf til viðhorfa sem voru við lýði í kirkjurétti fyrir um 800 árum, en eru fyrir löngu aflögð, sem betur fer, lýðræði og borgaralegum réttindum til heilla.
Það er ekkert í íslenskum lögum, sem veitir sökuðum mönnum eða afbrotafólki vernd í kristnum kirkjum. Það væri ósvinna hin mesta að ætla að færa það í lög nú eða af kirkjunni að ætla að taka sér það vald. Þá yrði farið á svig við grunnréttinn um jafnrétti borgaranna hvað þá trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Þeir sem ekki kæmust í kirkju yrðu dæmdir og tuktaðir en þeir sem í kirkjuna kæmust fengju að sinna störfum kórdrengja allt undir náð biskupsins og preláta hennar. Hætt er þó við að þeir yrðu seint hvítskúraðir kórdrengir.
Í Laugarneskirkju var fyrir mannsöfnuður nokkur þ.29 júní og vildi varna því að lögreglan gæti framfylgt lögum. Allt var undirbúið og leikritið æft. Myndavélum var komið fyrir í áróðursskyni fyrir aðstandendur "opinna landamæra" og gott fólk sem vill ekkert illt sjá eða heyra. Prelátarnir og aðrir sem að þessu stóðu og rugluðu um kirkjugrið í fyrirfram tilbúnu leikverki sínu, voru í raun að gerast brotlegir við 106.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og eftir atvikum einnig 107.gr.sömu laga.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa öfgatrúleysingjafélagið Vantrú lýsti yfir stuðningi við þetta framferði Biskupsins yfir Íslandi og preláta hennar í Laugarneskirkju og stór hópur fólks sem þekkt hefur verið fyrir þjónkun við ákveðin kristnifjandsamlega isma máttu vart vatni halda af gleði yfir þessari lagalegu sjálftöku prelátanna í Laugarneskirkju. Fréttastofa RÚV sýndi áróðursmyndbandið svikalaust og Fréttablaðið sagði að fólk væri almennt slegið óhug yfir aðgerðum lögreglunnar. Sá óhugur virðist þó mjög staðbundinn við andstæðinga kirkju og kristni, biskupinn og legáta hennar.
Innanríkisráðherrann hafði það eitt að segja um málið að lögreglan væri sífellt að skoða verkferla sína. Það er heldur betur munur fyrir lögreglu og Útlendingastofnun að hafa yfirmann eins og Innanríkisráðherra sem stendur aldrei með sínu fólki og lögunum í landinu heldur sýnir í besta falli hlutleysi eða gengur þá í lið með upplausnaröflunum.
Nú hlítur það að vera verkefni ríkissaksóknara að kalla eftir rannsókn á málinu með tilliti til þess hvort prelátarnir og eftir atvikum biskupinn hafi brotið gegn 106.gr. sbr. 107.gr. almennra hegningarlaga. Ríkissaksóknara er þó nokkur vorkunn að ætla að framfylgja lögum í landinu og lögboðnum starfsskyldum sínum að þessu leyti þar sem að hennar æðsti yfirmaður mundi þá e.t.v. gera kröfu um endurskoðun á öllum verkferlum og fordæma það að saksóknari hagaði störfum sínum með þeim hætti að allir væru jafnir fyrir lögunum.
Vitið þér enn eða hvað?
1.5.2016 | 09:26
Umdeildur stjórnmálaflokkur
Fréttastofa RÚV sagði í kvöldfréttum í gær að aðgerðarsinnar hefðu beitt ofbeldi til að koma í veg fyrir að fulltrúar á landsfundi "umdeilds stjórnmálaflokks" í Þýskalandi kæmust á Landsfund flokksins.
Staðreyndirnar á bak við frétt eru, að Alternative für Deutschland heldur Landsfund í Stuttgart. Kommúnistar veifandi rauðum fánum og aðrir vinstri öfgamenn reyndu að koma í veg fyrir að fulltrúar gætu komist á fundarstað. Vinstri öfgamennirnir beittu ofbeldi til að koma í veg fyrir lýðræðisleg fundarhöld.
Það vígorð vinstri öfgamannanna sem óneitanlega var umfram allt sem boðlegt er í siðaðri umræðu fólks í lýðræðisríki var lítt dulbúin hótun um morð og/eða líkamsmeiðingar fólgin í vígorðinu "við munum ná ykkur öllum"
Framganga vinstri öfgafólksins var slík að lögregla varð að handtaka um helming mótmælenda af því að þeir beittu ofbeldi.
Þetta er fréttin. Af hverju er hún ekki sögð svona af RÚV?
Hvað er "umdeildur stjórnmálaflokkur"? Eru ekki allir stjórnmálaflokkar umdeildir?
Er ástandið að hefðbundnu stjórnmálaflokkar aðgerðarleysisins eru ekki lengur umdeildir af því að þeir eru eins og lindýr og standa ekki fyrir neitt sérstakt annað en að vilja tryggja business as ususal og þægileg hálaunastörf fyrir forustufólkið.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2016 | 09:28
Sleppum ekki skúrkunum
Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hæstaréttardómari skrifar athyglisverða grein í Mbl. í dag.
Jón spyr hvort íslenskir athafnamenn hafi komið eignum sínum undan aðför skuldheimtumanna sinna vegna atvinnureksturs síns hér á landi og fyrirtæki þeirra síðan orðið gjaldþrota og kröfuhafar ekki fengið greitt vegna þess að athafnamennirnir hafi í raun stolið eignunum með undanskotinu.
Annað og ekki síður alvarlegt sem Jón Steinar bendir á:
"Þess er þá stundum dæmi, að þeir sem hafa verið fengnir til að stýra skiptum skúrkanna, "sjái ekki ástæðu til", að elta uppi þrjótana sem komið hafa eignum undan. Þetta kunna að vera menn sem staðið hafa í viðskiptasambandi við skúrkinn áður en fyrirtækið fór á hausinn og óhætt er að gruna um að gæta ekki hlutleysis gagnvart honum." (feitletrun mín)
Jón Steinar víkur að því að vanhæfir einstaklingar til meðferðar máls hafi verið skipaðir af dómurum til að fara með mál aðila sem þeir voru með einum eða öðrum hætti í tengslum við. Þeir hafi síðan sleppt að rannsaka augljós og/eða hugsanleg brot, þar á meðal undanskot. Brotlegi athafnamaðurinn hafi því sloppið frá glæpnum vegna tengsla við vanhæfan skiptastjóra.
Enn segir Jón Steinar:
"Getur verið að dómarar sem skipi slíka þjóna til þessara verka hafi líka hangið á upp á snaga, þess athafnasama manns sem í hlut á"
Gat hugsanlega verið um samsæri að ræða? Viðkomandi dómari sem skipaði skiptastjóra í bú fyrirtækja athafnamanna eða athafnamanns hafi skipað þann, sem hann vissi að mundi fara mildum höndum um athafnamanninn.
Sumum finnst þægilegt að stinga höfðinu í sandinn til að komast hjá að sjá þá gjörspillingu sem viðgengst víða í samfélaginu. Aðrir draga rangar ályktanir af gefnum staðreyndum. Jón Steinar er maður sem síst verður sakaður um þetta.
Nú þegar upplýsingar hafa komið með Panamaskjölunum, sem sýna ótrúlega auðlegð og umsvif athafnamanna, sem stýrðu fyrirtækjum sínum í risastór milljarða og jafnvel hundraða milljarða gjaldþrot,þá ber brýna nauðsyn til að taka undir með Jóni Steinari, að rannsóknaryfirvöldum beri skylda til að bregðast við og hefja rannsókn með öllum tiltækum löglegum ráðum til að fá úr því skorið hvort auðlegð viðkomandi stafi frá því að þeir stálu eigin peningum til að komast hjá því að borga skuldir sínar og/eða fyrirtækja sinna hér heima.
Þó ekki skuli dregið úr alvarleika þess þegar kjörnir fulltrúar almennings sýsla með fjármuni í skattaskjólum þá eru þessi atriði sem Jón Steinar bendir á í frábærri grein þau alvarlegustu og skipta mestu máli.
Heiðarlegir fjölmiðlar hljóta að taka þessi mál til rækilegrar skoðunar og umfjöllunar. Rannsóknaryfirvöld verða að hafa það sem forgangsverkefni að rannsaka þessi mál til hlítar.
Ber ekki brýna nauðsyn að gæta þess að allir séu jafnir fyrir lögunum og geti ekki keypt dómara, skiptastjóra o.fl.o.fl.til að ná fram ólöglegum hlutum sem aðrir borgarar líða fyrir á sama tíma og ójöfnuður verður til í samfélaginu.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2016 | 11:17
Adolf Hitler og Recep Tayyip Erdogan
Þann 31.október 1934 kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í máli valdsstjórnarinnar gegn Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi og dæmdi hann í 200 króna sekt fyrir þá landráðasök, að hafa móðgað kanslara Þýskalands, Adolf Hitler með því að kalla hann blóðhund. Þáverandi dómsmálaráðherra höfðaði málið að kröfu þýskra stjórnvalda.
Þann 15. apríl 2016 ákvað Angela Merkel Þýskalandskanslari, að höfða mál á hendur grínistanum Jan Böhmerman að kröfu Tyrkneskra stjórnvalda fyrir að móðga forseta Tyrklands með því að segja að hann kúgaði minnihlutahópa, Kristið fólk og Kúrda.
Þann 26. September 2015 var ráðstefna í danska þinghúsinu í Kaupmannahöfn. Fjallað var um Múhameðsteikningarnar í Jótlandspóstinum og tjáningarfrelsið. Liðin voru 10 ár frá birtingu þeirra. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Henryk Broder flutti þar erindið Say good bye to Europe Aðspurður eftir erindi Broder, hvernig mér hefði fundist það, svaraði ég, að þetta hefði nú verið meira svartagallsrausið. Í erindi sínu vék Broder að takmörkun tjáningarfrelsis í Evrópu sérstaklega þegar vikið væri að Íslam. Hann sagði m.a.
að Evrópa hefði framið sjálfsmorð á grundvelli hugmynda um frið, umburðarlyndi og fjölmenningu. Heigulsháttur og hugmyndafræðileg uppgjöf Evrópu væri í dularklæðum umburðarlyndis.
Þann 25.október 2015 sá ég að Broder hafði rétt fyrir sér. Þá virti Sjálfstæðisflokkurinn ekki tjáningarfrelsið og kom í veg fyrir málefnalega umræðu um málefni flóttamanna og hælisleitenda. Þegar flokkur sem kennir sig við einstaklingsfrelsis og einstaklingshyggju virðir ekki tjáningarfrelsið, þá stendur hann ekki lengur fyrir þær hugsjónir sem hann var stofnaður til að standa vörð um. Heigulsháttur og hugmyndafræðileg uppgjöf birtist þar í dularklæðum umburðarlyndis.
Angela Merkel hefur ákveðið, að ríkisstjórn Þýskalands skuli ráðast gegn tjáningarfrelsinu og ákæra listamann fyrir grín um Tacip Erdogan Tyrklandsforseta að ósk hans. Erdogan hefur fangelsað alla blaða- og fréttamenn Tyrklands, sem hafa vogað sér að gagnrýna hann og benda á staðreyndir um stjórnarfarið í Tyrklandi. Ákvörðun Merkel um að ríkið ákæri listamann að kröfu Erdogan er tekin, þrátt fyrir að Erdogan hafi sjálfur höfðað mál gegn listamanninum fyrir saksóknara í Mainz. Frægasti sonur Mainz erJohannes Gutenberg sem fann upp prentvélina, sem varð upphaf nútímalegrar tjáningar. Óneitanlega sérstæð tilviljun.
Það er dapurlegt, að svo skuli komið fyrir Kristilegum demókrötum í Þýskalandi, flokki Konrad Adenauer, sem nasistar sviptu embætti og komu í útlegð, skuli standa fyrir aðför að tjáningarfrelsinu. Á sama tíma fordæma Græningjar í Þýskalandi Merkel og segja að hún hefði átt að gera Erdogan það ljóst, að það sé tjáningarfrelsi í Þýskalandi og segja honum að virða tjáningarfrelsið heima hjá sér. Formaður Sósíaldemókrata í Þýskalandi fordæmir ákvörðunina, hún samrýmist ekki nútímalýðræði.
Flokkar hægra fólks í Evrópu stóðu vörð um tjáningarfrelsið þegar sótt var að frelsi og mannréttindum á grundvelli heildarhyggju kommúnismans. Nú er sótt að frelsi og mannréttindum á grundvelli heildarhyggju Íslam. Þá bregðast helstu flokkar hægra fólks í Þýskalandi og Íslandi. Málefnalegar umræðu um Íslam og málefni innflytjenda eru ekki heimilaðar og Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi stendur fyrir pólitískri ákæru á hendur listamanni að kröfu blóðhundsins Tacip Erdogan Tyrklandsforseta. Hugmyndafræðileg uppgjöf stjórnenda þessara flokka er alger.
Fyrir tíu árum vísaði Anders Fogh Rassmusen þá forsætisráðherra Dana sendimönnum Íslam út, þegar þeir kröfðust þess að hann bannaði Múhameðsteikningarnar í Jótlandspóstinum og þeim yrði refsað sem bæru ábyrgð á gerð þeirra og útgáfu. Anders Fogh benti þessum kauðum á að í Danmörku væri tjáningarfrelsi og ríkisstjórnir legðu ekki hömlur á það.
Tjáningarfrelsið er mikilvægustu mannréttindi á hugmyndafræðilegu markaðstorgi lýðræðisþjóðfélaga. Reynt er að vega að því með margvíslegum hætti. Íslamistar og taglhnýtingar þeirra ákæra, fólk eins og Oriönu Fallaci, sem nú er látin, Mark Steyn, Geert Wilders o.fl. o.fl., sem staðið hafa fyrir málefnalegri umfjöllun um Íslam.
Ruglaðasti hópur stjórnmála- og háskólaelítunnar úthýsir málefnalegri umræðu m.a. með því að rugla hugtakið hatursumræða og banna eða útvísa umræðu um mikilvæg þjóðfélagsmál . Innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins skipar sérstakan lögreglufulltrúa, til að koma í veg fyrir málefnalega umræðu fari hún yfir þau geðþótta mörk sem þöggunarsinnar telja heimila.
Skoðanalögregla Reykjavíkurborgar lúsles skrif borgarstarfsmanna að næturþeli og veitir þeim tiltal að geðþótta.
Lýðræðissinnar hvar í flokki sem þeir standa verða að rísa upp gegn þeirri ógn sem sóknin gegn tjáningarfrelsinu er. Sókn sem vegur að mikilvægustu mannréttindum og lýðfrelsi. Það verður að gera á sama grundvelli og lýðræðissinnar brugðust við heimsyfirráðastefnu kommúnismans. Nú snýst málið um heimsyfirráðastefna öfga Íslam.
Grein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu 23.apríl 2016
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2016 | 13:49
Glæpur gegn rökhyggju
Það er sjaldgæft í opinberri umræðu að verða vitni að því þegar hlutum er snúið gjörsamlega á haus rökfræðilega. Þorleifi Erni Arnarssyni tókst það betur en öðrum í gær og er þó samkeppnin hörð á þessu sviði. Þessi glæpur listamannsins gegn rökhyggju varð tilefni fyrir RÚV og 365 miðla að hampa manninum vegna skorts á rökhyggju.
Þegar Íslamskir vígamenn drápu ritstjórn Charlie Hedbo fannst Þorleifi ástæða til að ögra Múslimum og setja upp sýningu á verkinu "Söngvar Satans",til að sýna Múslimum varðstöðu um tjáningarfrelsið.
Þungvopnuð lögregla þurfti að hans sögn að standa vörð um listafólkið til að koma í veg fyrir að það yrði drepið af Íslömskum vígamönnum. Listamaðurinn taldi að Múslimar mundu mótmæla og reyna að koma í veg fyrir sýninguna og þungvopnaða lögreglan þyrfti að vera til að hægt væri að sýna verkið og koma í veg fyrir hermdarverk gagnvart listafólkinu. Það fannst honum líka í lagi vegna tjáningarfrelsisins.
Þorleifur gaf sér að hægri öfgamenn myndu hugsanlega styðja baráttu hans fyrir tjáningarfrelsinu. Það var of mikið fyrir Þorleif, sem telur sig hafa sérréttindi umfram aðra. Hann hætti að vera Je suis Charlie og yfirgaf félaga sína.
Ergo: Íslamskir öfgamenn sem drepa fólk fyrir að halda fram skoðunum sínum eru skárri en hægri öfgamenn sem berjast fyrir því að það sama fólk hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar.
Eðlilega brosti fyrrum tilvonandi forseti lýðveldisins Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss sínu blíðasta sjálfsagt sætur söngur í hennar eyrum.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2016 | 10:25
Dómstóll RÚV
Dómstóll RÚV hefur verið að störfum í Kastljósi tvö kvöld í röð. Dómstóll RÚV fjallar þar aðallega um meint hatursummæli í garð framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar Semu Erlu Serdar. Kastljósþættirnir voru fyrst og fremst klæðskerasniðnir fyrir Semu til að koma höggi á þá sem svara henni. Þess er vandlega gætt að gera í engu grein fyrir þeim skrifum og skoðunum sem Sema Erla stendur fyrir og hvað leiddi til andsvaranna.
Sema Erla hefur kallað fólk fasista, rasista, þjóðernisofstækisfólk og öðrum nöfnum að tilefnislausu. Þá stendur hún fyrir samskonar hatursherferð gegn Gyðingum og nasistar byrjuðu í Evrópu um miðja síðustu öld, með því að hvetja til að fólk sniðgangi vörur sem framleiddar eru í Ísrael. Sema Erla er formaður félagsskaparins sem er með þessa kynþáttafordóma gagnvart Gyðingum. Væri þá sanngjarnt að kalla hana nasista af því tilefni? Hún gefur öðrum álíka nafngiftir af minna tilefni.
Svo rakin séu nokkur nýleg ummæli Semu Erlu þá segir hún í pistli á Eyjunni 28.2.s.l. "Marine Le Pen, Geert Wilders og aðrir Evrópskir fasistar hafa eignast systurflokk á Íslandi (Þjóðfylkingin)þau hljóta að vera ánægð."
Er óeðlilegt að það fólk sem þarna er kallað fasistar sendi Semu Erlu svipuð skilaboð og hún þeim?
"Um langan tíma hefur Morgunblaðið gerst sekt um að ýta undir fordóma í samfélaginu." Eyjan 14.112.2015
Í pistli sínum á Eyjunni þ.14.12.2015 nafngreinir hún síðan einstakling sem hún kynnir sem fulltrúa fordóma á Íslandi.
Hér eru eingöngu tilfærð nýjustu ummæli Semu án þess að fara á fésbókarsíðu hennar. Er furða þó að þeir sem verði fyrir barðinu á hatursummælum Semu bregðist við?
Athyglisvert er að sjá þegar skrif Semu eru skoðuð að þriðjungur þeirra fjallar um, hvað hún eigi bágt að sitja undir árásum og hatursummælum fólks. Þrátt fyrir að hún hafi ekki setið undir meiri árásum, en ýmsir aðrir þ.á.m. sá sem þetta ritar.
RÚV dómstóllinn ákvað hins vegar að taka málið fyrir, rétta yfir fólki einhliða og mannorðsmyrða það fyrir ummæli sem ekki voru sett í samhengi við það sem Sema hafði skrifað. Andmælaréttur sakborninga var í engu virtur. Dómur RÚV var einhliða og öllu alvarlegri misbrestur á málefnalegum réttarhöldum en í Sovét forðum eða í Tyrklandi nútímans.
Hingað til hafa þeir sem verða fyrir árásum á mannorð sitt og æru eða sitja undir röngum dylgjum og öðru þess háttar, þurft að reka mál sín fyrir dómstólum. Dómstólar viðhafa vandaða málsmeðferð og kveðið upp dóma á grundvelli laga eftir að hafa hlustað á sjónarmið beggja aðila og kynnt sér öll gögn málsins. Dómstóll Kastljóss RÚV sér ekki ástæðu til að viðhafa slík vinnubrögð. Erdogan stíllinn er þeim meir að skapi þó sá stíll hafi leitti til þess að í Tyrklandi eru nú fleiri blaða- og fréttamenn í fangelsum en í nokkru öðru landi í veröldinni.
Enn einu sinni gerist Fréttastofa/Kastljós RÚV sig seka um að þjónusta ákveðna pólitíska og skoðanalega hagsmuni og beitir þá aðferðum sem Erdogan Tyrkjasoldán mundi telja eðlilega, en standast ekki í réttarríkjum. Er einhver afsökun fyrir því í lýðrfrjálsu landi að almenningur skuli neyddur til að borga þessum pólitísku áróðursglömrurum RÚV launin sín.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 929
- Sl. sólarhring: 1100
- Sl. viku: 4418
- Frá upphafi: 2579040
Annað
- Innlit í dag: 872
- Innlit sl. viku: 4104
- Gestir í dag: 819
- IP-tölur í dag: 797
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson