Færsluflokkur: Trúmál
28.8.2022 | 16:10
El Nino og La Nina
Stórflóð í Pakistan. Þurkar í Vestur Afríku og víðar. Þrumur og eldingar, hvirfilbylir, hiti hér, kuldi þar. Stjórnvöld segja þetta vera vegna loftslagasbreytinga.
Vond veður koma og góð líka. Ógnarveður eru ekkert algengari nú en þau voru í byrjun aldarinnar eða á síðustu öld.
Umdæmisstjórar loftslagstrúboðsins setja stöðugt upp nýja mæla í stórborgum, jafnvel fyrir enda flugbrauta og mæla þar methita þó hiti og hitabylgjur séu svipaðar og á árum áður.
Áður en trúarbrögð hamfarahlýnunar af mannavöldum tók völdin af skynseminni,veltu lofts- og veðurfræðingar fyrir sér ýmsum áhrifavöldum. Talað var um el Nino og la Nina t.d.
El Nino og la Nina er nú óttalegt frat og gamaldags og það fást engir styrkir til annars en að rannsaka eitthvað sem styður loftslagstrúboðið. Samt eru el Nino og la Nina öflug veðurfyrirbrigði og hafa áhrif á veður um allan heim. El Nino, sem er mjög öflugur kemur í haust. Sjálfsagt verður ekkert fjallað um áhrifa þess. Það fellur ekki að trúboðinu.
Sólin,el Nino, la Nina eru mikilvæg varðandi veðurfar m.a. úrkomu, hita og kulda. Í samanburðinum við sólina, el Nino eða la Nina eru mennirnir lítil sandkorn á auðn hins óþekkta.
En samt skal skal skattleggja lýðinn og setja fleiri boðu og bönn, til að feta leið frelsisskeðinga einstaklinga og verri lífskjara, í þágu loftslagtrúarinnar.
Er ekki mál að lini nú þegar Okið er upprisið þrátt fyrir jarðaförina og enn hangir snjórinn fyrir augum allra Reykvíkinga sem aldrei fyrr bæði í Gunnlaugsskarði og Kerhólakambi. Ekki beinlínis merki um hamfarahlýnun.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2022 | 13:51
Djöfullinn er á leið til helvítis
Dagblöð í Íran lýsa fögnuði með tilræðið við Salman Rushdie og segja að djöfullinn sé á leið til helvítis. Blaðið Kayhan sem er nánast opinbert málgang Íransstjórnar, enda ritstjórinn valinn af Ali Khameni erkiklerki, segir að það eigi að kyssa á hendur mannsins sem hafi skorðið óvin Allah á háls
Á sama tíma og það vefst ekki fyrir fjölmiðlum í Íran og víðar í múslimskum löndum hvað um var að ræða, þá er athyglisvert að hlusta á fréttir fjölmiðla á Vesturlöndum en þar er sagt að ekki sé ljóst hvað tilræðismanninum gekk til.
Þvílíkur naívísmi og bull. Verið er að framfylgja "fatwa",sem enn er í lögum í Íran, að drepa Salman Rushdie.
Tilræðismaðurinn er Íslamisti með fölsuð skilríki. Hann átti ekki leið inn í ráðstefnusalinn af tilviljun, heldur til að myrða "djöfulinn" eins og Írönsku blöðin nefna Salman. Hvernig getur þessi staðreynd þvælst fyrir fölmiðlum Vesturlanda?
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.7.2022 | 22:39
Auðvitað ljúga þeir
Fésbókarfærsla vararíkisssaksóknara um hælisleitendur sem gera sér upp kynhneigð er af mörgum talin óviðurkvæmileg. Samtökin 78 eru meðal þeirra og ætla að kæra hann. Fróðlegt væri að vita hvað hann hefur gert á hluta samtaka og hvernig kæran hljóðar.
Ummælin voru: Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?
Vararíkissaksóknari hefur bent á rannsóknir lögreglu sem sýna að sumir,sem hafa fengið alþjóðlega vernd sem samkynhneigðir hafi síðan verið kærðir fyrir kynferðisbrot gagnvart konum.
Hvað svo sem líður kynferðisbrotum gegn konum af hálfu þessara "samkynhneigðu karla" sem fengu alþjóðlega vernd vegna kynhneigðar, þá sýnir þetta að ummæli vararíkissaksóknara um að menn ljúgi sér til bjargar eiga rétt á sér.
En svo kemur hortitturinn í færslunni. " er einhver skortur á hommum á Íslandi" Þetta hefur verið gert að aðalatriði.
Segjum sem svo, að vararíkissaksóknari hefði verið að fjalla um þá sem koma frá íslömsku ríkjunum og þykjast vera kristnir og fá alþjóðlega vernd á þeim grundvelli en reynast síðan vera römmustu íslamistar. Það sama á við þá þ.e. að þeir eru að ljúga til að komast inn í landið eins og sumir þeirra sem segjast vera samkynhneigðir.
Hefði svo vararíkisaksóknari bætt við " er einhver skortur á kristnu fólki á Íslandi." Samskonar ummæli sem eiga við í báðum tivikum, annarsvegar er verið að gera sér upp kynhneigð en hinsvegar trúarskoðanir ranglega. Hefði þá verið einhver grundvöllur fyrir þjóðkirkjuna að kæra vararíkissaksóknara? Að sjálfsögðu ekki og engum þar á bæ hefði dottið það í hug.
Svo illa vildi til að vararíkissaksóknari var á jarðsprengjusvæði þegar hann var að tala um að ekki væri skortur á hommum. En hefði ekki verið það hefði hann sagt það er nú heldur betur ekki skortur á kristnu fólki.
Hvort sem það er vararíkissaksóknari eða aðrir í þessu teprulega samfélagi, þá þarf fólk jafnan að gæta orða sinna,en sérstaklega þegar vikið er að samkynhneigðum, enn betur þegar vikið er að múslimum og forðast eins og heitan eldinn að minnast nokkurn tímann á transara það virðist vera eitraðasta vilpan í vestrænni umræðu um þessar mundir. Svo eitruð að meira að segja mest lesni núlifandi bókarhöfundur heims er víða á bannlista fyrir að segja
"Það eru konur sem fara á túr".
En samtökin 78 innibyrða allt "öðruvísi" meira að segja BDSM og hefði því mátt ætla að þar á bæ léti fólk sér ekki bregða við ómerkilegan hortitt í umælum vararíkissaksóknara.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2022 | 15:02
Kvenréttindabarátta
Fyrir nokkru var 20 ára kona í Súdan dæmd til að vera grýtt til bana fyrir hjúskaparbrot. Þessi dómur sýnir e.t.v. að réttindi og staða kvenna er víða verri í dag en hann var.
Þursaríkin, Saudi Arabíu, Brunei, Íran og Afganistan, hafa öll lög um að konur skuli grýttar ef svo ber undir. Þungun er iðulega talin sanna afbrot konu og konur sem tilkynna nauðgun í þursaríkjunum lenda stundum í því að vera ákærðar í stað þess að þær njóti stöðu brotaþola eða fórnarlambs.
Talibanar í Afganistan hafa lögfest að nýju margt sem þrengir að réttindum kvenna m.a. möguleikua til náms og starfa. Á Indónesíu eru konur víða þvingaðar til að vera með blæju jafnvel þær sem eru ekki múslimar.
Kvenréttindasamtök hér á landi þurfa að taka upp baráttu fyrir réttindum kynsystra sinna í þursaríkjunum og þar sem konur njóta ekki grundvallarmannréttinda.
Allir sem berjast fyrir mannréttindum og jöfnum rétti borgaranna hlítur að renna það til rifja að horfa upp á þessa gegndarlausu kvennakúgun og brot á grundvallarmannréttindum. Við eigum ekki að láta það viðgangast.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2022 | 09:25
Gleðilega upprisuhátíð
Kristin trú byggir m.a. á fyrirgefningu og umburðarlyndi. Jesú talaði um Guðs ríki. Kristið fólk var í árdaga kristninnar upptekið við að ræða um með hvaða hætti og hvernig Guðs ríki væri og hvernig það mundi koma. Þó sú umræða láti ekki mikið fyrir sér fara í kristinni orðræðu í dag, þá er hún hluti af bæn okkar "Faðir vor" þar sem við segjum "til komi þitt ríki."
Vikan í Jerúsalem þegar Jesú kom og var fagnað á Pálmasunnudag þegar hann reið á asna inn í borgina var sigurstund. Sigurstundin hélt áfram þegar Jesú flutti boðun sína í musterinu. Boðun friðar, kærleika, fyrirgefningar og umburðarlyndis.
Þrátt fyrir þessa boðun hafði hann ógnað valdhöfunum bæði æðstu prestunum og Rómverjum, sem stjórnuðu Júdeu á þessum tíma. Sigurstundin á Pálmasunnudag breyttist í hræðilegan ósigur. Jesú var handtekinn, píndur og tekinn af lífi með krossfestingu.
En jafnvel þessi stund ósigursins þar sem meira að segja lærisveinar hans yfirgáfu hann og þorðu ekki að koma nálægt þegar hann var píndur og krossfestur, þá breyttist það aftur í sigurstund þegar fréttist af upprisu hans.
Sundurleitur hópur örvæntingarfullra manna, sem voru lærisveinar Jesú breyttist í baráttuhóp, sem var tilbúinn að færa fagnaðarerindið um Jesú til fólksins og hikaði ekki við að standa með trú sinni um Jesú krossfestan og upprisinn jafnvel þó að þeirra biði ekkert annað en dauðinn fyrir að gera það.
Páskadagur er og verður helsti sigurdagur kristins fólks. Sigurdagur sem beinir augum okkar að því kraftaverki sem varð þegar fólk sem næst stóð Jesú sá kraftaverkið með eigin augum og var síðan tilbúið til að færa hvaða fórnir sem var meira segja fórna lífi sínu fyrir trúna og trúarsannfæringu sína um boðun Guðs ríkis, friðar, fyrirgefningar og umburðarlyndis.
Til hamingju sigurhátíð upprisu Jesú og sigurs hins vanmáttuga gegn óréttlæti og valdboði.
Gleðilega upprisuhátíð.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2022 | 09:13
Sitthvað hafast menn að.
Á árum áður á Fróni mátti nánast ekkert gera á föstudaginn langa utan þess að hlusta á einu útvarpsstöðina Ríkisútvarpið, sem flutti jafnan drepleiðinlegustu dagskrá ársins þennan dag. Einnig er minnisstætt, að maður var tekinn til bæna af lögreglu fyrir það afbrot að selja páskaliljur á páskadag.
Verandi á Spáni í fyrsta sinn í hinni helgu viku (semana santa) sem svo er nefnd,þ.e. páskavikan, sér maður aðra nálgun og virðingu fyrir píningu, krossdauða og upprisu Jesú en.
Haldnar eru skrúðgöngur í öllum borgum og bæjum Spánar, ekki einu sinni heldur oftar í dymbilvikunni, þar sem helgitákn eru borin og fólk klæðir sig í margvíslega búninga. Þetta er liður í helgihaldi,sem tekur stóran hluta vikunnar. Þetta er mikilvægur þáttur í helgihaldi og virðingarverð trúariðkun kristins fólks á Spáni.
Þó margt hafi breyst á umliðnum árum á Íslandi, hefur fólk virt helgi föstudagsins langa og páskadags og gætt þess almennt, að vera ekki með samkomur eða aðrar uppákomur á þeim dögum.
Nú er þetta líka breytt. Í gær á föstudaginn langa hélt sértrúarhópur Gunnars Smára Egilssonar mótmælafund á Austurvelli. Svo mikið lá á, að ekki var hægt að virða helgi þess dags sem Jesús dó á krossinum, heldur þurfti að nýta hann til að koma áfram pólitískum áróðri og moldviðri.
Það er e.t.v. dæmi um aftrúarvæðingu þjóðkirkjunnar að helsti prédikari á fundi sértrúarhóps Gunnars Smára skyldi hafa verið prelátinn Davíð Þór Jónsson í Laugarnesi. Því má ekki gleyma að preláti þessi var lengi vel þekktur skemmtikraftur sem flutti landsmönnum skemmitlegt bull og vitleysu með reglubundnu millibili.
Ólíkt hafast menn að í mismunandi löndum og á mismunandi tímum.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2022 | 09:37
Nokkrar staðreyndir um svonefnda fjölmenningu
Kristin ríki í Evrópu hafa verið opin fyrir nýjum hugmyndum og verklagi um aldir. Evrópa er og hefur verið álfa, þar sem þjóðleg menning ræður ríkjum og margt af því besta frá öðrum hefur verið tekið upp.
Þegar "góða fólkið" fór að prédika fjölmenningu var það fyrst og fremst til að styðja við ólöglega flóttamannaiðnaðinn og breyta lögum í Evrópu til að auðvelda Íslömskum hlaupastrákum, að koma til Evrópu þó þeir hefðu ekkert hingað að gera og kæmu nánast allir á fölskum forsendum.
Afleiðingarnar hafa m.a. verið þessar einkum hvað varðar Íslamska minnihluta "fjölmenningaraðalsins".
Sérstök hverfi eru í mörgum stórborgum Evrópu, þar sem eingöngu búa múslimar og þeir hafa sínar eigin reglur og blandast ekki samfélaginu. Lögregla fer venjulega ekki inn í þessi hverfi nema þungvopnuð. Þetta eru aðskilin þjóðfélög, þar sem engin fjölmenning kemst að.
Fjöldi þessara innflytjenda vinna ekki neitt en lifa á bótum.
8.12.2021 á hátíðisdegi kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi var ráðist á a.m.k. 30 trúaða kaþólika á götum úti og þeim hótað dauða. Þeir sem réðust á þá hrópuðu "kuffars" (villutrúarmenn) og "þið eigið ekki heima hérna". Dagblaðið Le Figaro segir að í Nanterre í Frakklandi hafi árásarmennirnir hótað presti að skera hann á háls.
Í Brussel höfuðborg Evrópu svokallaðri eru mörg svæði þar sem er hættulegt fyrir konur og samkynhneigða að ganga.
Konur af erlendum uppruna aðallega múslimar eru aðeins 18% kvenna í Belgíu en þær eiga um helming allra barna sem fæðast í landinu.
Á Norðurlöndum eru núna hundruð liðsmanna Ísis, íslamska ríkisins. Fjöldi þeirra er kominn til baka eftir að hafa barist með hryðjuverkasamtökunum, sem hafa staðið fyrir morðárásum og fjölmörgum hryðjuverkum í Evrópu. Þessir ÍSIS liðar eru frjálsir ferða sinna á Evrópska efnahagssvæðinu.
Íslömsku hlaupastrákarnir og þeir sem mynda bræðralagið sem dregur sig út úr og myndar sín eigin hverfi með eigin reglur og siði í borgum Evrópu vilja enga fjölmenningu. Þeir vilja hafa sína einmenningu og gera kröfur til að við tökum hana upp.
Fjölmenningarsinnarnir átta sig ekki á að forsenda fjölmenningar er að vera laus við fornaldarhugmyndafræði Íslam úr Evrópu.
Með þeirri fjölmenningarbaráttu sem "góða fólkið" stundar er ekki verið að berjast fyrir fjölmenningu heldur einmenningu fornaldartrúarbragða Íslam.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2022 | 11:10
Af hverju má ekki segja frá þessu?
Þungvopnaðir hermenn gætti þess, að messuhald um jólahátíðina gæti fari fram með eðlilegum hætti í Frakklandi. Af hveru þurftu hermenn að vera á verði við messur í þessu kristna landi Frakklandi í hjarta Evrópu? Vegna þess, að ítrekað hefur kristnu fólki verið ógnað og það er ekki svo ýkja langt síðan að prestur var myrtur fyrir altarinu í dómkirkjunni í Reims þegar nokkrir Íslamístar skáru hann á háls og dönsuðu í kringum hann meðan hann var að deyja, en hann sagði "Vík burt frá mér Satan."
Því miður gættu frönsk yfirvöld þess ekki þá frekar, en síðar að gera þær ráðstafanir sem þarf til að kristið fólk geti iðkað trú sína óáreitt og vegna ótta um að hryðjuverk yrði framin í kirkjum eða fólk skorið á háls af Íslamistum um jólahátíðina töldu yfirvöld nauðsynlegt að kalla á herinn til að hann gætti öryggis kristins fólks við bæna- og messugjörðir.
Hvernig skyldi standa á því að fréttamiðlar eins og Fréttastofa Ríkisútvarpsins o.fl. skuli ekki segja frá þessu? Finnst fólki þetta ekki fréttnæmt.
Í aðdraganda jólanna hafði verið ráðist gegn skrúðgöngu kristinna til heiðurs Maríu guðsmóður auk ýmissa annarra hluta, sem gerðu það að verkum að yfirvöld töldu nauðsynlegt að gæta öryggis kristins fólks um jólahátíðina með því að senda herinn á vettvang.
Það er ljóst að "góða fólkið" vill ekki horfast í augu við þann raunveruleika sem blasir við og heldur áfram hælisleitendastefnu sinni og kvótaflóttamannastefnu sinni. Vítin eru þessu fólki ekki til varnaðar. En það er nauðsynlegt að aðrir láti í sér heyra og knýi á um að öryggis borgaranna verði gætt með því að koma í veg fyrir að það ástand skapist, sem nú er í Frakklandi og fleiri Evrópuríkjum.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2021 | 10:58
Máttur myrkursins og afl ljóssins.
Biskupinn yfir Íslandi hefur tilkynnt,að helgihald falli niður um áramótin, kirkjurnar loka. Af því tilefni datt mér í hug myndband, sem var á samfélagsmiðlum af enskum presti og Douglas Murray gerði að umtalsefni í grein í DT þ.23 desember s.l.
Enski presturinn talaði til safnaðar síns fyrir framan jólatré og sagði m.a. "Við erum ekki kvikmyndahús eða fótboltavöllur, við erum fjölskylda bræður og systur sem komum saman á helgidögum til að sýna trú okkar og lotningu á hinum lifandi Jesú. Ég mun ekki loka á mína þjónustu nema mér verði meinað það skv. lögum, en þá mun ég berjast gegn lokun af öllum mætti og þeim krafti sem ég hef.
Kristin trú gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu, en yfirvöld kirkjunnar ná ekki að fóta sig í núinu og koma fram í auknum mæli sem baráttusamtök fyrir vinstri sinnaðri félagshyggju, baráttu gegn meintri loftslagsvá og fyrir því að skattgreiðendur taki við fleiri ólöglegum flóttamönnum og furðuveröld transhugmyndafræðinnar.
Þegar stofnun missir sýn á meginmarkmiði sínu, þá þarf engan að undra, að fólk hverfi frá enda skilið eftir vegalaust og án þess sem skiptir máli varðandi kristilega boðun. Í nýrri skoðanakönnun kom fram,að 73% fólks 15-21 árs telur sig ekki trúað og 76% þeirra sem eru 25-40 ára. Þetta eru uggvænlegar tölur.
Þegar kirkjunnar yfirvöld horfa stöðugt á skuggahliðar og meinta ógn í stað þess að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist og ljósið sem þeirri boðun fylgir í ópólitískri skírskotun án vísindahyggju heldur þeirri einlægu trú og von að hjálpræðið hlotnist fyrir trúna eins og Jesú boðaði. Þá er illt í efni. En slíka boðun geta þeir einir fært, sem eru brennandi í andanum og tilbúnir til að berjast fyrir að kirkjur séu opnar og kristið fólk veiti hvort öðru þann styrk og hjálp sem trúin ein getur fært fólki á erfileikatímum.
Fréttir berast af gríðarlega aukinni sjálfsmorðstíðni og auknum erfiðleikum fjölda einstaklinga vegna lokana og hamfaraboðskapar heilbrigðisyfirvalda sem og fleiri. Þá er mikilvægt að kristið fólk átti sig á því að það er meiri þörf fyrir það en á öðrum tímum og einstaklingarnir verða að geta fundið griðarstað fyrir trúna.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2021 | 10:58
Máttur myrkursins og afl ljóssins.
Biskupinn yfir Íslandi hefur tilkynnt,að helgihald falli niður um áramótin, kirkjurnar loka. Af því tilefni datt mér í hug myndband, sem var á samfélagsmiðlum af enskum presti og Douglas Murray gerði að umtalsefni í grein í DT þ.23 desember s.l.
Enski presturinn talaði til safnaðar síns fyrir framan jólatré og sagði m.a. "Við erum ekki kvikmyndahús eða fótboltavöllur, við erum fjölskylda bræður og systur sem komum saman á helgidögum til að sýna trú okkar og lotningu á hinum lifandi Jesú. Ég mun ekki loka á mína þjónustu nema mér verði meinað það skv. lögum, en þá mun ég berjast gegn lokun af öllum mætti og þeim krafti sem ég hef.
Kristin trú gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu, en yfirvöld kirkjunnar ná ekki að fóta sig í núinu og koma fram í auknum mæli sem baráttusamtök fyrir vinstri sinnaðri félagshyggju, baráttu gegn meintri loftslagsvá og fyrir því að skattgreiðendur taki við fleiri ólöglegum flóttamönnum og furðuveröld transhugmyndafræðinnar.
Þegar stofnun missir sýn á meginmarkmiði sínu, þá þarf engan að undra, að fólk hverfi frá enda skilið eftir vegalaust og án þess sem skiptir máli varðandi kristilega boðun. Í nýrri skoðanakönnun kom fram,að 73% fólks 15-21 árs telur sig ekki trúað og 76% þeirra sem eru 25-40 ára. Þetta eru uggvænlegar tölur.
Þegar kirkjunnar yfirvöld horfa stöðugt á skuggahliðar og meinta ógn í stað þess að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist og ljósið sem þeirri boðun fylgir í ópólitískri skírskotun án vísindahyggju heldur þeirri einlægu trú og von að hjálpræðið hlotnist fyrir trúna eins og Jesú boðaði. Þá er illt í efni. En slíka boðun geta þeir einir fært, sem eru brennandi í andanum og tilbúnir til að berjast fyrir að kirkjur séu opnar og kristið fólk veiti hvort öðru þann styrk og hjálp sem trúin ein getur fært fólki á erfileikatímum.
Fréttir berast af gríðarlega aukinni sjálfsmorðstíðni og auknum erfiðleikum fjölda einstaklinga vegna lokana og hamfaraboðskapar heilbrigðisyfirvalda sem og fleiri. Þá er mikilvægt að kristið fólk átti sig á því að það er meiri þörf fyrir það en á öðrum tímum og einstaklingarnir verða að geta fundið griðarstað fyrir trúna.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 323
- Sl. sólarhring: 644
- Sl. viku: 4144
- Frá upphafi: 2427944
Annað
- Innlit í dag: 298
- Innlit sl. viku: 3834
- Gestir í dag: 285
- IP-tölur í dag: 268
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson