Færsluflokkur: Fjölmiðlar
17.10.2015 | 15:51
Tjáningarfrelsi og hinn eini rétti sannleikur
Sama dag og Frakklandsforseti flaug til Íslands til að tala um hnattræna hlýnun í Hörpunni, var helsti veðurfræðingur franska sjónvarpsins látinn hætta. Afbrot hans var að gagnrýna vísindamenn og stjórnmálamenn vegna fullyrðinga þeirra um hnattræna hlýnun.
Veðurfræðingurinn Philippe Verdier sagði þegar hann kynnti bók sína "Climat Investigation" að við værum í viðjum hnattræns hneykslis vegna loftslagsbreytinga þar sem markmiðið væri að vekja ótta meðal fólks. Verdier segir líka að loftslagsfræðingum sé stjórnað vegna þess að þeir reiði sig á ríkisstyrki og hann vísar til þess að alþjóðlegar stofnanir eins og IPCC hafi ítrekað þurkað út staðreyndir sem fari gegn staðhæfingum þeirra um hnattræna hlýnun.
Verdier segir að hlýnun undanfarið sé eðlileg náttúruleg breyting og hann hafi ákveðið að skrifa bókina 2014 eftir að forsætisráðherra Frakklands hafi fyrirskipað fréttamönnum að tala um loftslagshryllingin "climate chaos" í veðurfréttum, eftir að hafa verið á forsíðu tímarits þar sem hann hélt því fram að það væru bara 500 dagar eftir til að bjarga jörðinni.
Verdier segir að ofsi heimsendaspámanna hnattrænnar hlýnunar sé slílkur að engar gagnrýnisraddir megi þola. Nú hefur hann heldur betur fengið að finna fyrir þessu þar sem hann fær ekki lengur að segja veðurfréttir í fanska sjónvarpinu.
Á sama tíma talar Frakklandsforseti um hnattrænu hlýnunina sem hann hafi orðið áþreifanlega var við á Íslandi- Jafnvel þó nýjustu fréttir segji að Hofsjökull sé að stækka og við Esjugöngumenn sjáum að snjórinn í Suðurhlíðum Esjunnar hverfur ekki lengur og snjóalög voru meiri s.l. vetur en allan áratuginn á undan. En það er e.t.v. ekkert að marka - Alla vega ekki þar sem tjáningarfrelsið er skert og eingöngu má segja fréttir sem styðja "hinn eina rétta sannleika" um "climate chaos".
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.7.2015 | 10:03
Skoðanakönnun fáránleikans
Ríkisútvarpið birti frétt í gær af skoðanakönnun sem RÚV hafði látið gera vegna komandi forsetakosninga. Svo var að heyra að hér væri merkisfrétt, sem sýndi vel afstöðu landsmanna til þess hver eigi að verma forsetastólinn á Bessastöðum næsta kjörtímabil.
Frambjóðendur sem Fréttablaðið hefur sérstaklega kynnt til sögunnar sem frambjóðendur, voru oftast nefndir í könnuninni sem gaf fréttastofu RÚV tækifæri til að tala um sérstakar vinsældir Jóns Kristinssonar Gnarr og Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna.
Við skoðun kom í ljós að skoðnakönnun RÚV er lítið annað en fáránleiki. RÚV lét framkvæma netkönnun þar sem 1400 einstaklingar voru spurður en af þeim svöruðu eingöngu rúmur helmingur. Af þeim rúma helmingi tók minni hlutinn eða 38% afstöðu. Það svarar til þess að 1 af hverjum 5 aðspurðra hafi séð ástæðu til að taka þátt í könnuninni.
Frambjóðendur Fréttablaðsins þau Jón og Katrín njóta því ekki þeirra fjöldavinsælda sem frétt RÚV gaf til kynna. Rúm 4% aðspurðra telur Jón K. Gnarr vænlegan kost í forsetastól og rúm 3% aðspurðra Katrínu Jakobsdóttur. Miðað við þá staðreynd að fram að þessu hafa engir aðrir verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir forsetaframbjóðendur verður að telja að gengi þeirra Jóns K.Gnarr og Katrínar sé afar lélegt þvert á það sem kom fram í frétt RÚV.
Vinsældir Katrínar eru langt fyrir neðan kjörfylgi Vinstri Grænna og vinsældir Jóns K. Gnarr langt frá því kjörfylgi sem hann fékk til borgarstjórnar, þrátt fyrir áróður Fréttalbaðsins. Áhugi kjósenda á þeim sem viðtakandi foreta er vægast sagt afar lítill og það er e.t.v. það eina fréttnæma við þessa skoðanakönnun RÚV.
En það mátti ekki segja einhverra hluta vegna.
24.7.2015 | 11:06
Pópúlískir hægriflokkar
Fréttablaðið fjallar í dag um fylgisaukningu stjórnmálaflokka á Norðurlöndunum sem blaðið kallar pópúlíska. Hugtakið pópúlískur flokkur ratar ekki inn í orðabók Háskóla Íslands, en orðfærið er tamt vinstri sinnuðum menntahrokamönnum sem nota það í fyrirlitningarskyni,en þó oftar pópúlískur öfga hægri flokkur.
Samkvæmt orðskýringu þá er pópúlískur stjórnmálaflokkur eða stjórnmálamaður sé sem telur sig fulltrúa venjulegs fólks (ordinary people) og vilja auka réttindi þess og völd. Frægustu pópúlistar fortíðarinnar eru Júlíus Sesar og Ágústus Rómarkeisarar.
Vinstri sinnað fjölmiðlafólk og menntaelíta notar hugtakið "pópúlískur" sem skammaryrði og reynir að koma því inn hjá fólki að samnefnari sé á milli "pópúlisma" og þess að vilja að lönd hafi stjórn á landamærum sínum. Ef stjórnmálaflokkur vill takmarka straum innflytjenda þá er sá í munni "vinstri sinnaða gáfumannafélagsins" hægri pópúlisti jafnvel þó hann eða hún sé ekkert hægri eða vinstri heldur vilji koma í veg fyrir stórslys í innflytjendamálum.
Fréttablaðið vandræðast yfir að hægri pópúlistaflokkar væru að auka fylgi sitt og nefnir Danska þjóðarflokkinn, Svíþjóðardemókrata og Sanna Finna. Þessir flokkar vilja allir eðlilega stjórnsýslu varðandi ólöglega innflytjendur. Blaðamaðurinn gleymir Fremskritspartiet í Noregi af einhverjum ástæðum. Allir þessir flokkar mælast nú með næstmesta fylgi allra stjórnmálalfokka í löndum sínum.
Hvað þá með flokka á Íslandi? Hvaða flokkar eru það sem halda því helst fram þeir séu flokkar venjulegs fólks sem samkvæmt skilgreiningu eru þá pópúlískir flokkar. Verður þá ekki fyrst til að nefna Pírata og Vinstri græna. En þessir flokkar vilja hins vegar opin landamæri og þá falla þeir ekki undir hægrið eða pópúlisma hjá sjálftökumönnum á vinstri vængnum í pólitískum orðskýringum.
2.7.2015 | 18:08
Að samsama sig með soranum
Charlie Hedbo var lítt útbreitt franskt ádeiluteikningarit,sem fór iðulega langt yfir öll velsæmismörk í lítilsvirðingu sinni gagnvart skoðunum annarra samborgara þar með talið trúarskoðunum. Blaðið birti ítrekað lágkúrulegar og hallærislegar sóðamyndir af Guði, Jesú, Múhameð og mörgum fleirum.
Charlie Hedbo mátti birta þessar myndir og ádeilu vegna þess að við búum við rit- og skoðanafrelsi eða eins og merkur maður sagði eitt sinn. Klámið og ritfrelsið ganga hönd í hönd. Til að njóta þess góða þurfa menn að umbera hið slæma þó þeir þurfi ekki að samsama sig soranum.
Eitt er að virða rétt einstaklinga til að tjá sig þess vegna meiðandi og særandi fyrir marga. Hitt er að samsama sig þeim sora. Fáir málsmetandi evrópskir stjórnmálamenn hefðu tekið undir með Charlie Hedbo áður en starfsmenn blaðsins voru drepnir í hryðjuverkaárás. Þá var eðlilegt að fólk fylltist samúð og tækju sér í munn "Je suis Charlie" til að lýsa andúð sinni á tilraunum til ritskoðunar og þöggunar.
Í dag var samþykkt að fella ákvæði um guðlast úr lögum. Í sjálfu sér skiptir það ekki miklu máli þar sem að almennt haturs ákvæði eru í almennu hegningarlögunum.
Þegar Alþingi var að samþykkja það að fella niður refisákvæði vegna guðlasts þótti þingmönnum Pírata sæma að koma upp í ræðustól Alþingis og lýsa því yfir um leið og þau greiddu atkvæði með afnámi gulasts út hegningarlögum og segja "Je suis Charlie" Hvað þýddi það? Að Píratar vilji að nú verði sótt að trúarskoðunum kristins fólks, múslima o.fl. og hæða og smá Jesús og Múhameð eins og Charlie Hedbo er þekkt fyrir þar sem ákvæði um guðlast er nú fallið úr lögum?
24.6.2015 | 10:57
Kvennréttindi og tildur
Þessa daganna fer fram í Kanada heimsmeistarakeppni í knattspyrnu kvenna. Nokkuð annað er upp á teningnum hjá ríkisfjölmiðlinum vegna þeirrar keppni en heimsmeistarakeppni karla í fótbolta eða handbolta þar sem leikir voru nær undantekningarlaust sýndir í beinni útsendingu og fréttatímar færðir til sem og önnur dagskrá til að láta áhugafólk um þessar líkamshreyfingar ekki missa af neinu.
Heimsmeistarakeppni kevnna í fótbolta fer nánast alveg framhjá Ríkisútvarpinu. Engin leikur er sýndur í beinni útsendingu sem komið er. Samt segja fjölmiðlafræðingar erlendis að aldrei fyrr hafi verið jafnmikill áhugi almennings á þessari keppni og nú. Þó mikilvægt sé að fjölmiðlar virði jafnstöðu kynjanna þá verða þeir að taka mið af vilja og óskum neytenda, en slíkar óskir og vilja er erfitt að vita um meðan neytendum er ekki boðið upp á efnið. Vonandi sér RÚV að sér og sýni kvennaknattspyrnunni eðlilega virðingu með því að sýna úrslitaleikina.
Á sama tíma samþykkti Alþingi nánast samhljóða þ.19.júní að taka hálfan milljarð frá skattgreiðendum til að búa til sjóð varðandi konur og kvennabaráttu en gætti þess að það fjármagn rynni ekki til hluta sem skiptu máli til að auka réttindi kvenna þar sem þess gerist mest þörf. Þar sem tildursjóðurinn hafði jafn óljósa og ómarkvissa þýðingu þá er ekki hægt annað en taka ofan fyrir Sigríði Andersen fyrir að standa fast á sínu og greiða ekki atkvæði með sjóði með jafn ómarkvissa skipulagsskrá.
Er það í þágu kvennabaráttunnar að taka hálfan milljarð frá skattgreiðendum til að gera eitthvað sem með einhverjum hætti e.t.v. gæti tengst konum og kvennabaráttu. Jafnvel þó að meiri líkur en minni séu á því að það skipti þessa baráttu engu máli en gæti útvegað nokkrum háskólakonum tekna við að skrifa lærðar úttektir og rit um kvennabaráttu liðinnar aldar.
23.6.2015 | 14:28
Hræðileg örlög
Forsíðufrétt Fréttablaðsins er um þau hræðilegu örlög sem bíða Garðabæjar. Samkvæmæt könnun sem blaðið vísar til þá eru íbúar Garðabæjar að eldast. Í fréttinni er fjallað um þau hræðilegu örlög sem bæjarfélagsins bíður vegna þessa óbreytanlega náttúrulögmáls.
Hvað skyldi nú valda þessari vá sem Garðbæingar standa frammi fyrir. Ekki er vafi á því að þar er um auðskýranlegar náttúrulegar orsakir að ræða. Þá er spurningin er eitthvað öðruvísi í Garðabæ en í öðrum samfélögum á höfuðborgarsvæðinu? Eftir því sem best verður séð þá er svo ekki. Meðalaldur í hverfum og bæjarhlutum verður hærri og svo kemur endurnýjun. Garðabær sker sig ekkert úr hvað þetta varðar og sömu lögmál gilda hér og í okkar nágrannalöndum.
Þessi forsíðufrétt Fréttablaðsins er dæmigerð ekki frétt. Talnaleg könnun og úrvinnsla er dæmi um leiki menntamanna sem hafa ekkert betra við tímann að gera á kostnað skattgreiðenda.
Þó þessi frétt um náttúrulega öldrun Garðbæinga sé dæmigerð ekki frétt þá er hún þó hátíð miðað við afkáralega síbyljufréttamennsku RÚV um "hörmulegt ástand" á sjúkrahúsum landsmanna.
4.6.2015 | 09:29
Yfirráðasvæðið
Í frétt RÚV í morgun var sagt frá því að ísraelskar þotur hefðu gert loftárásir á Gasaborg o.fl staði m.a. þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtaka. Fram kom að loftárásirnar hefðu verið gerðar vegna þess að eldflaugum hefði verið skotið frá Gasa á yfirráðasvæði Ísraela. Í síðari útgáfu var það nefnt innan landamæra Ísrael.
Yfirráðasvæði er eitt, en land er annað. Innan landamæra hefur líka sérstaka skírskotun. Eldflaugunum var skotið á Ísrael. Frjálst og fullvalda ríki. Ekki yfirráðasvæði eða innan landamæra heldur á Ísrael. Miðað við orðalag fréttar RÚV virðist fréttastofan ekki viðurkenna landamæri Ísrael eins og þau voru þó ákveðin fyrir tæpum 70 árum af Sameinuðu þjóðunum.
Hefði fréttinni ekki verið ætlað að vekja ákveðin neikvæð hughrif gagnvart Ísrael hefði hún verið svona:
"Í morgun svöruðu Ísraelar síendurteknum flugskeytaárásum með því að gera loftárásir á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtaka á Gasasvæðinu, en flugskeytunum er skotið á Ísrael frá Gasasvæðinu."
Fréttin er eingöngu sú að Ísraelsmenn svöruðu endurteknum árásum með gagnárás.
Af hverju fjallar RÚV aldrei um stöðugar eldflaugaárásir frá Gasa á Ísrael en segir eingöngu frá því þegar Ísraelar bregðast við árásunum og þá með þessum endemum. Hvað skyldi valda þessu?
17.5.2015 | 12:19
Vér einir vitum
Vér einir vitum sögðu einvaldskonungar sem töldu sig hafa þegið vald sitt frá Guði. Almúginn hafði því ekki rétt til að hafa aðra skoðun. Í lýðræðisþjóðfélagi eru gagnstæð viðhorf. Morgunblaðið hefur um áratugaskeið verið opið mismunandi skoðunum og sjónarmiðum. Þess vegna er blaðið og blogg blaðsins lifandi vettvangur skoðanaskipta.
Tjáningarfrelsið fer fyrir brjóstið á blaðamanninum Árna Matthíassyni, sem talar úr sömu háhæðum og einvaldskonungar til forna. Í pistli á miðvikudaginn bregður hann þeim um greindarskort sem finnst eitthvað athugavert við framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum þar em Svisslendingur gerir mosku í kirkju.
Í greininni sem Árni skrifar á kostnað okkar áskrifenda Morgunblaðsins, sýnir hann helstu einkenni þess sem vinstri menn mundu kalla tilraun til fasískrar þöggunar. Að mati blaðamannsins eru þeir sem hafa skrifað eitthvað misjafnt um moskubygginguna í kirkju í Feneyjum á kostnað íslenskra skattgreiðenda samkynja hópur vanvita sem eru auk þess miðaldra hvítir kristnir karlmenn, andstæðingar múslima, á móti hommum, á móti femínistum og á móti listamönnum.
Það er huggun harmi gegn að mati blaðamannsins, að hópurinn er kominn af léttasta skeiði og hann opinberar þá von sína að maðurinn með ljáinn muni fljótlega höggva stór skörð í raðir þeirra sem eru á öðru máli en hann.
Ég hef gert athugasemdir við að mörgum tugum milljóna sé varið til að byggja mosku í kirkju í Feneyjum og umstangið í kringum það. Í fyrsta lagi finnst mér það sóun á almannafé. Í öðru lagi sé ég ekki að það sé í samræmi við þann tilgang að kynna íslenska myndlist. Í þriðja lagi er verkið sett upp til ögrunar. Við Íslendingar fengum á okkur bjánastimpil á árinu 2008 og ítrekun á því er óþarfur. Blaðamaðurinn ætti að skoða hvað kollegar hans á víðlesnum blöðum eins og t.d. Daily Telegraph og Le Figaro hafa um málið að segja.
Umræðan og sjónarmiðin í þessu máli eru aðallega varðandi noktun almannafjár. Það skuli gengið framhjá íslenskum listamönnum við kynningu á íslenskri list í Feneyjum. Að ekki skuli kynnt íslensk list. Þessi atriði eiga erindi í þjóðfélagsumræðu í lýðræðislandi. Það hefur ekkert með afstöðu til homma, listamanna, kristni eða femínisma að gera. Blaðamanninum Árna Matthíassyni til upplýsingar þá vill nú þannig til að sá sem þetta skrifar er jákvæður í garð þessara hópa þannig að staðalímynd hans er líka röng.
Eftir að ég lét í ljós afstöðu mína á því að listaelítan skyldi ganga jafn freklega og raun ber vitni gegn íslenskum myndlistarmönnum og íslenskri myndlist hafa margir myndlistamenn haft samband við mig og gert mér grein fyrir hvernig ástandið er í spilltu umhverfi listaelítunar. þar sem sumir eru í náðinni en öðrum útskúfað eins og í svoét forðum. Því verður að breyta.
Þegar tugum milljóna króna er varið í moskubyggingu sem hefur engin tengsl við Ísland á kynningu íslenskrar myndlistar í Feneyjum, þá er eðlilegt að spurt sé. Erum við að verja peningum skattgreiðenda á réttan hátt. Getum við ekki gert betur?
Sú þöggun sem er varðandi þetta mál í íslenskum fjölmiðlum er ógnvekjandi en eftirtektarverð, lærisveinar Göbbels kunnu það fag út í æsar. Angi af sama meiði er umrædd grein blaðamannsins Árna Matthíassonar.
Grein sem birtist í Morgunblaðinu 16.5.2015. NB:
Ein leiðrétting; í næstsíðustu mgr. "á kynningu íslenskrar myndlistar" í stað kynningarhátíð myndlistar.
29.4.2015 | 18:18
Undarlegra en skáldsaga
Bók Eggerts Skúlasonar "Andersen skjölin", er á köflum eins og æsispennandi reyfari. Lykilmenn hittast á bílastæði Árbæjarkirkju í skjóli nætur og stjórnarformaður FME biður leigubifreiðastjóra að vera vitni þegar hann afhendir mikilvægt bréf um miðja nótt.
Rakið er hvernig veist var að einstaklingum með algerri valdníðslu og einstaklingar sviptir lífsviðurværi og virðingu samfélagsins að ástæðulausu.
Þáttur fjölmiðlana er líka eftirtektarverð einkum fjölmiðilsins sem höfundur er nú ritstjóri hjá. Fjölmiðlamenn og álitsgjafar bregðast og samsama sig ógnarherferð og hatri, fólk eins og t.d. Egill Helgason og Ingi Freyr Vilhjálmsson.
Háskólamenn bregðast og taka þátt í þessum sama hatursleik og samkvæmt bókinn þá skora þeir hæst í því efni prófessor Þorvaldur Gylfason og Vilhjálmur Bjarnason nú alþingismaður.
Á sama tíma er athyglsvert að lesa umfjöllun um fjölmiðlamann sem stendur upp úr í þessum hremmingum en það er Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastljóss. Í bókinni er aðkoma hans að því að leiða ákveðinn sannleika í ljós rakin og á Sigmar og fréttastofa RÚV heiður skilið fyrir að hafa hvergi hvikað í að bera sannleikanum vitni hvað þetta varðar.
Þó mörgum bregði vafalaust við margar þær opinberanir sem fram koma í bókinni þá þarf fólk að lesa bók eins og þessa til að átta sig vel á því hve eisntaklingurinn má sín lítils og hvað það eru í raun fáir sem eru tilbúnir til að leggja einhverja lykkju á leið sína í andrúmslofti glæpavæðingar til að gæta mannréttinda samborgara sinna. En á sama tíma margir sem vilja leiða saklaust fólk á höggstokkinn.
1.3.2015 | 23:29
Björk bullar
Þegar Björk Guðmundsdóttir söngkona setur fram hugleiðingar um alþjóðamál þá vekur það athygli af því að hún er góður söngvari, en ekki vegna þess að greining hennar sé brillíant hvað þá heldur gáfuleg. Fjölmiðlamenn hlaupa á eftir frægu fólki sem iðulega setur fram mis gáfuleg ummæli oft til að halda sér í umræðunni í auglýsingaskyni.
Ekkert skal fullyrt um að ofangreindar hvatir ráði því að Björk Guðmundsdóttir söngkona skuli bulla um hryðjuverkaárásirnar í Kaupmannahöfn og París. Björk tengir hryðjuverkaárásir Íslamista í þessum löndum við hernað þeirra erlendis eins og hún kallar það. En er það svo? Liggur ekki fyrir hvað var orsök hryðjuverkaárásanna í París og Kaupmannahöfn?
Í París var ráðist á höfuðstöðvar teiknimyndablaðs sem birti dónalegar myndir og að mínu mati ósæmilegar af Múhameð spámanni, Jesú og fleirum. Orsök árásarinnar var myndbirtingin. Ráðist var gegn tjáningarfrelsinu. Í sömu atrennu var ráðist á Gyðinga vegna trúarskoðana þeirra. Hryðjuverkaárásin í París hafði því ekkert með hernað Frakka að gera. Hún var annars vegar atlaga að tjáningarfrelsinu og hins vegar vegna haturs á Gyðingum.
Í Kaupmannahöfn var það sama upp á teningnum. Ráðist var á bænahús Gyðinga vegna haturs á Gyðingum og saklaus borgari drepinn þegar markmiðið var að drepa sænskan teiknara vegna teikninga af Múhameð. Aftur atlaga að tjáningarfrelsinu og Gyðingahatur.
Það er með miklum ólíkindum að á samfélagsmiðlunum skuli sumt vinstra fólk bera blak af þessu rugli í söngkonunni, sem er með yfirlýsingum sínum í fyrsta lagi að rugla saman orsök og afleiðingu og í öðru lagi að bera blak af hryðjuverkamönnum á fölskum forsendum.
Baráttan gegn hryðjuverkum Íslamista er óhjákvæmileg og það er slæmt þegar fólk í vestrænum löndum telur sig vera friðflytjendur þegar það í raun samsamar sig með glæpamönnum.
Við gerum venjulegu fólki í Evrópu sem játar Íslam ekki verri óleik en að taka ekki hart á móti glæpum Íslamistanna.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 484
- Sl. sólarhring: 687
- Sl. viku: 3951
- Frá upphafi: 2603658
Annað
- Innlit í dag: 455
- Innlit sl. viku: 3696
- Gestir í dag: 440
- IP-tölur í dag: 424
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson