Færsluflokkur: Fjölmiðlar
8.3.2016 | 22:49
Ber Reykjavíkurborg enga ábyrgð á ónýtum götum í borginni?
Leiðari Fréttablaðsins er oft athyglisverður einkum þar sem fyrrum borgarstjóri Jón Gnarr er í fleti fyrir aftan ritstjórana í stjórnunarstöðu á 365 miðlum.
Í leiðara blaðsins í dag er fjallað um hryllilegt ástand gatna í borginni, ástand sem aldrei hefur verið verra og kemst leiðarahöfundur að þeirri niðurstöðu að um sé að kenna eftirfarandi atriðum fyrst og fremst: 1.Nagladekk 2.Veðrið 3. Ferðamenn 4.Ríkið.
Nagladekk hafa verið við lýði í áratugi í Reykjavík og veðrið hefur iðulega verið ámóta erfitt fyrir göturnar. Þá verður ekki séð að ferðamennirnir spæni upp götur eða hvernig á að skýra bágt ástand gatna þar sem engin tengdur ferðamönnum fer um. Þá telur leiðarahöfundur að ríkið forgangsraði með röngum hætti og Vegagerðin standi sig ekki sem veghaldari.
Til að kóróna þessa makalausu ritsmíð leiðarahöfundar er tíundað að borgin hafi lagt aukið fé til viðgerðar gatna í borginni.
Niðurstaða leiðarahöfundar er því sú að þeir fjórir þættir sem fyrr eru nefndir séu orsakavaldur en stjórnendur Reykjavíkur hafi hins vegar staðið sig einstaklega vel.
Eitt sinn var borgartjóri í Reykjavík, sem hét Geir Hallgrímsson síðar formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann setti fram þá stefnu að malbika skyldi allar götur í Reykjavík. Vinstri menn hæddust að þessu og töluðu um ómerkilegt áróðursbragð því þetta væri ekki hægt. Vissulega hefðu þeir ekki getað gert það, en í borgarstjóratíð Geirs Hallgrímssonar laust eftir miðja síðustu öld urðu vegir í Reykjavík malbikaðir og greiðfærir.
Um sama leitið og vegir í Reykjavík urðu greiðfærir og malbikaðir var Gambíu veitt sjálfstæði frá Bretum. Til voru nokkrir vegir í Gambíu sem Bretar höfðu malbikað. Síðan leið hálf öld og þeir sem koma til Gambíu gætu allt eins haldið að þeir væru að aka Hverfisgötuna í Reykjavík vegna þess að á malbikuðu vegunum í Gambíu eru álíka mörg göt í malbikinu og á Hverfisgötunni í miðbæ Reykjavíkur. Götin á götunum í Gambíu eru vegna þess að viðhald skortir. Það sama gildir í Reykjavík og gerði alla borgarstjóratíð Jóns Gnarr og nú Dags B.Eggertssonar og af sömu ástæðu eru göt á götum í Reykjavík og í Gambíu.
Í stað þess metnaðar og framsýni sem Geir Hallgrímsson sýndi og síðar Davíð Oddsson hafa setið við stjórnvölinn borgarstjórar sem hafa áhuga á að gera allt annað við göturnar í Reykjavík, en gera þær greiðfærar. Aldrei hefur það verið verra en síðustu tvö kjörtímabil.
En það er náttúrulega ferðamönnunum, veðrinu, nagladekkjunum og ríkinu að kenna en ekki borgarstjóranum núverandi eða fyrrverandi eftir því sem leiðari Fréttablaðsins segir.
Sjálfur Göbbels áróðursmálaráðherra Hitlers hefði ekki getað gert betur en leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag við að afvegaleiða umræðuna og afsaka þá sem ábyrgð bera á Holuhrauninu í Reykjavík.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.2.2016 | 15:20
Dauðadómur og vanvirða
Nokkru eftir að Bandaríkjastjórn samdi við Íran um að látið skyldi af refsiaðgerðum gagnvart landinu, tilkynnti æðsti Immaminn að dauðadómur yfir skáldinu Salman Rushdie væri enn í gildi og hver sá sem dræpi hann fengi 80 milljónir í sinn hlut frá Írönskum skattgreiðendum.
Á sínum tíma þegar Khomeini Erki-Immam dæmdi Rushdie til dauða og lagði fé til höfuðs honum taldi fólk á Vesturlöndum að Khomeini hlyti að vera orðinn elliær. Brugðist var hart við þessu og fjölmiðlar um allan heim fordæmdu þessa aðför að tjáningarfrelsinu. Nú þegar ekki er um villst að þarna er um glórulaust ofstæki að ræða og aðför að tjáningarfrelsinu hjá ráðamönnum milljónaþjóðar þá hefur engin neitt við þetta að athuga af forustufólki hins Vestræna heims.
Fjölmiðlar og fjölmiðlafólk rís ekki upp til varnar og forustufólk í lýðræðisríkjum lætur sem þeim komi þetta ekki við. Páfinn er upptekinn við að fordæma Trump og faðma Castro og má ekki vera að því að vandræðast með aðför að tjáningarfrelsinu.
Óvinir tjáningarfrelsins finnast víða í fleti fyrir. Vestrænir fjölmiðlar hafa tekið að sér sjálfritskoðun og þöggun eins og stjórnmálastéttin og háskólaelítan.
Fyrir nokkru rak Akureyrarbær Snorra Óskarsson frá störfum sem kennara vegna skoðana hans. Grímulausu atvinnubanni(berufsverbot) var beitt gagnvart honum. Hæstiréttur dæmdi uppsögnina ólögmæta, en bæjarstjórinn sættir sig illa við að Hæstiréttur skuli hafa tekið afstöðu með tjáningarfrelsinu.
Bæjarstjórinn telur að Snorri hafi kallað yfir sig vanvirðu og álitshnekki vegna skrifa sinna og trúarskoðana og þess vegna geti bæjarstjórinn sest í dómarasæti yfir honum og fordæmt skoðanir hans og ekki nóg með það svipt hann störfum.
Hefði Snorri ekki verið kristinn heldur játað Múhameðstrú og verið Imam þar á bæ þá hefði gegnt öðru máli. Þá hefði verið sagt að skrif hans væru réttlætanleg út frá hugmyndum um fjölmenningu. Virða yrði ólíkar trúarskoðanir. Ógæfa Snorra er að vera kristinn og njóta ekki þeirrar undanþágu sem þöggunarlið Vesturlanda heimilar flestum þeim sem ekki játa kristna trú.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2016 | 09:06
RÚV virkið
Sérstakt að fylgjast með einhliða og neikvæðri umfjöllun í fréttum og Kastljósi, Ríkissjónvarpsins síðustu tvö kvöld um fyrirtæki sem starfrækt er á Grundartanga í Hvalfirði. Af umfjölluninni að dæma mátti ætla að það væru meiriháttar embættisafglöp starfsfólks eftirlitsaðila að hafa ekki lokað fyrirtækinu fyrir löngu.
Litlar varnir voru færðar fram og forustumenn fyrirtækisins gátu ekki borið hönd fyrir höfuð sér í þessari einhliða umfjöllun RÚV um málið til að byrja með.
Skýringin á þessum fréttaflutningi kom síðar í ljós. Stjórnarformaður fyrirtækisins er Eyþór Arnalds, sem ekki alls fyrir löngu hafði forgöngu um skýrslugerð skv. beiðni menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri ekki allt eins og best væri á kosið og nauðsynlegt væri að taka rækilega til hjá RÚV.
Það er greinilega meira en RÚV arar geta sætt sig við og þeir eru staðráðnir í að verja sitt RÚV og breyta engu hvað sem tautar og raular og ata þá auri sem gera athugasemdir við starfsemi RÚV með réttu eða röngu.
Fyrir löngu varð ljóst að RÚV arar vöruðust að taka viðtöl við eða fá álit þeirra sem hafa efasemdir um ríkisrekinn fjölmiðil.
Nú er baráttan tekin á annað plan og þeir atyrtir og ataðir auri, sem leyfa sér að gagnrýna stofnunina.
14.1.2016 | 12:42
Stungnir grísir
Í leiðara Fréttablaðsins segir að tvær ungar konur ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, kveinki sér eins og stungnir grísir vegna þess að þær hafi orðið fyrir óvæginni umræðu. Vel má vera að það sé rétt. En leiðarahöfundur hefði átt að kynna sér aðkomu þeirra og framgöngu á opinberum vettvangi áður en hún býr til fórnarlömb.
Í leiðaranum er látið sem þessar konur séu fórnarlömb óvæginnar umræðu og helst að skilja að "nettröllin" svonefndu fari að þeim með dólgshætti og svívirðingum. Til þess þekki ég ekki svo gjörla, en til hins þekki ég að báðar þessar ungu konur hafa farið fram í umræðu og aðgerðum með svigurmælum og dólgshætti, sem lítt sæmir forustufólki í pólitík.
Það stoðar lítt fyrir Semu Erlu Serdar og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem hafa ítrekað kastað grjóti og drullu úr glerhúsum sínum að kveinka sér undan því að í þær sé kastað á móti.
Miðað við málflutning þeirra Áslaugar og Semu og stöðu þeirra í flokkum sýnumm þá má frekar velta þvi fyrir sér hvort flokkar sem velja slíkt fólk til forustu eigi mikið erindi við þjóðina.
Það sem skiptir mestu máli er að fólk virði tjáningarfrelsið og virði skoðanir hvers annars. Það hafa hvorug þeirra Sema Erla og Áslaug Arna gert og uppskera e.t.v. í samræmi við það.
Fjölmiðill eins og Fréttablaðið sem og aðrir fjölmiðlar ættu að stuðla að agaðri og vandaðri umræðu með því að halda uppi hófstilltri vitrænni málefnalegri umræðu í stað upphrópanna. En þá er með öllu óvíst að þær Sema og Áslaug ættu aðkomu að umræðunni.
10.1.2016 | 09:35
Allt fór vel fram- eða þannig
Hulunni var svipt af þögguninni og ritskoðuninni þegar allt of margir vissu að innflytjendur í boði Angelu Merkel höfðu veist að og í mörgum tilvikum nauðgað fjölda þýskra stúlkna í Köln á nýársnótt.
Þöggunin var svo alvarleg að í frétt lögreglu Kölnarborgar á nýársdag sagði:
"Nýársfagnaðurinn í borginni fór að mestu leyti vel fram"
Lögregluyfirvöld vissu samt að þetta var lýgi.
Fjölmiðlar sögðu ekki hvað hefði gerst og lögregluyfirvöld ekki heldur - Ekki fyrr en almenn vitneskja var um málið. Jafnvel þá reyndu Angela Merkel og fréttastofa RÚV að halda því fram að ekki væri vitað hverjir hefðu staðið fyrir nauðgununum.
Þegar það lá loks fyrir að það voru útlendingar, sem þarna voru að verki, þá var áhersla lögð á það í fjölmiðlum að þetta væru menn af Norður Afrískum uppruna. Síðan hefur komið í ljós að það er líka fölsun á staðreyndum. Gerendurnir eru í yfirgnæfandi meirihluta innflytjendur í boði Angelu Merkel.
Anré Blattman hershöfðingi yfirmaður svissneska hersins segir Evrópu á barmi borgarastyrjaldar og hvetur svissneska borgara til að vopnast. André Blattman veit örugglega meira en við af því að hann fær upplýsingar óbrenglaðar fá öðrum og áreiðanlegri heimildum en fjölmiðlum. Gefum okkur að André Blattman hershöfðingi hafi rétt fyrir sér, er þá ekki þörf á því að herða innflytjendalöggjöfina og taka upp virkt landamæraeftirlit?
Er lengur hægt að saka þá sem vara við ástandinu og vilja loka landinu fyrir innflytjendum frá Arabíu og Norður-Afríku um hræðsluáróður eða ómannúðlegar kenndir?
Spurningin er ekki lengur um mannúðarstarfsemi heldur raunsætt mat á því, sem er frumskylda stjórnvalda, að gæta öryggis íslenskra ríkisborgara.
Góða fólkið svokallaða sem vill opna landamærin er í raun vont fólk sem er að leiða ógæfu og hörmungar yfir þjóðina. Getum við ekki látið vítin í nágrannalöndum okkar vera okkur til varnaðar.
18.12.2015 | 10:11
Meiri pening
Herferð svonefndra hollvina RÚV stendur nú yfir. Hún miðar að því að þyngri byrðar verði lagðar á skattgreiðendur til að óráðssíðan og stjórnleysið geti haldið áfram í óbreyttri mynd á Ríkisútvarpinu.
Í raun snýst barátta þeirra sem telja sig hollvini RÚV um það að ná peningum frá þeim sem hafa engan áhuga á að styðja RÚV. Í stað þess að borga sjálfir eins og raunverulegir hollvinir gera krefjast þeir að aðrir verði með lögum skyldaðir til að borga fyrir þá.
Í gær birtist könnun í Bretlandi þar sem gerð var grein fyrir því að meiri hluti fólks sækir sér fjölmiðlun eftir öðrum leiðum en í gegn um dagblöð og hefðbundið útvarp og sjónvarp. Þeir sem stjórna því í hvað peningar skattgreiðenda fara, ættu að gaumgæfa það að gríðarleg breyting hefur orðið og er að verða á fjölmiðlun og RÚV stendur eftir að mörgu leyti eins og nátttröll, sem hefur ekki tileinkað sér nýungar og hagræðingu á fjölmiðlamarkaði.
Minni og minni huti þjóðarinnar nýtir sér þjónustu RÚV og þess vegna er réttara að gera meiri kröfur til RÚV um hagræðingu og nýungar en að seilast alltaf dýpra og dýpra í vasa skattgreiðenda til að viðhalda náttrölli.
Sé það einlægur vilji þeirra sem telja sig vera hollvini RÚV á grundvelli þess að standa vörð um íslenska menningu og tungu, þá væri eðlilegra að ríkisvaldið styrkti verkefni á því sviði í staðinn fyrir að halda úti rándýrri stofnun sem aðallega miðlar afþreyingarefni.
Nú reynir á hvort fjárveitingarvaldið gætir hagsmuna fólksins í landinu eða heykist enn einu sinni í þeirri varðstöðu og lætur undan fámennum kröfugerðarhópi.
24.11.2015 | 11:33
Hin réttláta reiði.
Ein er sú vörn undansláttarfólks í friðþægingarherferðinni fyrir hryðjuverk Íslamistana, að múslimar séu fullir réttlátrar reiði vegna krossferðana. Þá er verið að tala um atburði sem gerðust fyrir 1000 árum og stóðu í eina öld þegar kristni heimurinn reyndi að endurheimta svæði í Mið-Austurlöndum sem áður hafði verið kristinn.
Mikið óskaplega hljóta þá Vestmannaeyjingar að vera reiðir Íslamska heiminum fyrir að hafa farið með ránum og morðum um Vestmannaeyjar og hneppt fólk í þrældóm fyrir 400 árum.
Mikið óskaplega hljóta Ítalir,Frakkar, Spánverjar, Möltubúar, Grikkir, Serbar,Svartfellingar, Búlgarar,Rúmenar, Króatar, Slóvenar og Austurríkismenn að vera reiðir Íslamska heiminum fyrir ítrekaðar árásir um aldir á þessi lönd, rán, nauðganir og mannsal.
Þeir sem þekkja söguna vita að útþensla og yfirráðastefna Íslams hófst fyrir 1400 árum. Þeirréðu stórum hluta Spánar í 800 ár og stóðu við borgarmúra Vínarborgar. Það er sé draumur sem kalífaveldið sem kallar sig ISIS ásamt fleiri samtökum Íslamista leitast nú við að verði aftur að veruleika í Evrópu.
Fyrst Íslamistarnir eiga engan rétt til að vera reiðir umfram okkur. Þá má alltaf grípa til Múhameðsteikningana í Jótlandspóstinum fyrir 10 árum og "ögrandi" myndum af spámanninum í Charlie Hedbo, sem undansláttarliðið á Fréttablaðinu og Stöð 2, telur að Íslamistar eigi helgan rétt á að vera reiðir yfir svo áratugum skiptir.
Eða eins og góður maður sagði forðum "Ef það eru ekki krossferðirnar þá eru það skopmyndir sem reita þá til reiði."
22.11.2015 | 23:08
ISIS hatar okkur fyrir það sem við erum og allt sem við stöndum fyrir.
Liam Fox fyrrum utanríkisráðherra Breta skrifar grein undir ofangreindu heiti í Daily Telegraph í dag. Þar segir hann:
"Það hræðilega við hryðjuverkin í París í dag er að þau verða sennilega endurtekin. Þau eru hluti af hugsun og hegðun sem skilgreinir Íslamismann. Það að skilja eitrað hugarfar þeirra er mikilvægt ef við ætlum að skilja hvað við stöndum frammi fyrir.
Heilagt stríð Íslamistanna er að hluta til trúarleg nauðhyggja og að hluta til ofbeldisfull andvestræn pólitísk hugmyndafræði. Uppskriftin er sú að setja fram öfgafulla skilgreiningu trúarinnar. Næst er að gera andstæðingana ómennska og muna að óvinurinn er ekki bara þeir sem eru ekki múslimar. Óvinirnir eru líka múslimar sem eru okkur ósammála af því að þeir eru trúvillingar og það þarf að losna við þá. Síðan þarf að muna að þetta er verk Guðs þetta er hans guðlegi vilji að sjá óvini sína drepna. Þið hafið verið kosnir til að vinna þessa vinnu og þið munuð fá ykkar verðlaun. Takið ekki tillit til neinna landamæra og takið ekki mark á neinum alþjóðalögum eða samningum eða hverju sem er. Notið öll meðul til að ná fram takmarki ykkar m.a. að slátra saklausum.
Til að skilja hvernig þetta fólk hugsar þá þurfum við líka að muna að þetta fólk hatar okkur ekki vegna þess hvað við gerum heldur vegna þess hverjir við erum og hvað við stöndum fyrir, sögu okkar og menningu. Þeir munu reyna að skaða okkur þegar þeir geta til að láta reyna á það hvað við erum einbeitt og láta reyna á öryggisráðstafanir til að finna veikleika.
-----------
Það er rétt hjá forsætisráðherranum (David Cameron) að við verðum að ráðast á ÍSIS á mörgum vígstöðvum. Ef við höfum rétt fyrir okkur um þá ógn sem okkur stafar af Íslamistunum þá verðum við að velta hverjum steini í þeirri viðleitni að sigra og eyða þeim.
-----
Það eru erfiðar pólitískar og hernaðarlegar ákvarðanir sem við verðum að taka, en við stuðlum ekki að þjóðaröryggi með því að forðast þær."
Hér talar maður með mikla reynslu í utanríkismálum sem skrifaði fyrir nokkrum árum bókina "Rising Tides" þar sem hann fer yfir helstu vandamálin sem við stöndum frammi fyrir. Seint verður Liam Fox sakaður um að vera öfgafullur hægri maður, rasisti eða andvígur múslimum. Ekki frekar en forseti íslands, sá sem þetta ritar og svo margir fleiri sem hafa hvatt sér hljóðs til að vara við í því merkilega Undralandsþjóðfélagi sem íslenskir fjölmiðlar og stjórnmálamenn eru staddir í.
Það merkilega er að Ólafur Ragnar Grímsson forseti er eini stjórnmálamaðurinn sem er að tala á svipuðum nótum og stjórnmálamenn í Bretlandi, Frakklandi, Danmörku, Belgíu, Noregi og jafnvel Svíþjóð. Það hefði verið gaman hefði innanríkisráðherrann fundið hjá sér hvöt til að mæla örfá orð af skynsemi um þessi mál hvað þá formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.11.2015 | 22:52
Viljum við hafa Ríkisútvarp?
Í leikriti sínu "The importance of being Earnest" notaði söguhetjan tilbúinn vin sem hét Bunburry sem var alltaf veikur eða eitthvað að. Tilvonandi tengdamamma sagði að það væri kominn tími til að þessi Bunburry tæki ákvörðun um hvort hann ætlaði að lifa eða deyja. Það sama á við um eigendur Ríkisútvarpsins þeir verða að taka ákvörðun um það hvort RÚV á að lifa eða deyja.
Vilji ráðandi öfl að ríkið reki fjölmiðil þá er ekkert annað að gera en að létta af RÚV gömlu eftirlaunaskuldbindingunum með yfirtöku ríkisins. Síðan verður að fara í þá vinnu að endurskipuleggja fyrirtækið.
Þjóðin hefur vafalaust fullan skilning á því að RÚV sinni innlendri þáttagerð og gæti vel að þjóðlegri menningu og íslensku máli. Hins vegar telja margir að fréttastofa RÚV sé varla boðleg, kosti of mikið, sé hlutdræg og færi takmarkaðar og oft illa unnar fréttir.
Þótt litið sé framhjá því hversu hlutdrægar fréttir RÚV og sérstaklega fréttaskýringaþættir eru, þá sjá samt allir sem fylgjast með erlendum fréttamiðlum að fréttastofa RÚV er léleg. Þá er ekki gætt að því að hafa lifandi umræðu um þjóðmál á hlutlægum grundvelli eða öfluga þætti og upplýsingar um listir og íslenskt handverk svo dæmi sé nefnt. Þar sér maður stóran mun á RÚV og hinum norrænu ríkisfjölmiðlunum.
Því er haldið fram að Sjálfstæðisfólk vilji RÚV feigt, en það er rangt. Allt of margt sjálfstæðisfólk lítur á RÚV sem upphaf og endi fjölmiðlunar í landinu að Mogganum einum undanskildum.
Síðan er það fólk eins og sá sem þetta ritar sem vill eiga þess kost að greiða áskriftargjald að RÚV eða hafna því. Sættir sig ekki við þá lögþvingun sem nú fylgir RÚV eins og nefskatturinn þar sem m.a. lögaðilar greiða nefskatt líka þar á meðal hlutafélög og einkahlutafélög þó þau fylgist aldrei með fjölmiðlum.
Óstjórnin á RÚV og slappleiki í fréttamennsku, nýungum og nútímalegri fjölmiðlaþjónustu er ekki einkamál örlítils hóps. Hún skiptir alla þjóðina máli. Þjóðin á rétt á að fá það fyrir peningana sína sem hún leggur til RÚV. Til að svo megi verða þarf að hætta við tilgangslaus gæluverkefni og segja gæludýrum sem engin hefur áhuga á upp störfum.
30.10.2015 | 17:18
RÚV okkar allra
Ný skýrsla um RÚV sýnir það sem margir sáu skýrslulausir að RÚV er illa stjórnað, rekstur þess er allt of dýr og of margir eru að gera það sem færri gætu gert. Samkór menningarvita hefur þá upp sinn árlega kórsöng um aðför að RÚV. En hver er að gera aðför að RÚV? Er það aðför að fyrirtæki ef því er stýrt lóðbeint til andskotans?
Svo byrjar síbyljan um vonda íhaldsmenn sem vilja RÚV feigt. Þannig er það ekki. Það eru hinir eiginlegu íhaldsmenn sem mynda hollvinasamtök RÚV. Frjálslynt fólk vill að borgararnir fái sjálfir að ráða því hvort það borgar til RÚV eða ekki. Staða RÚV er að mörgu leiti lík stöðu einræðisríkis þar sem þegnarnir geta bara kosið með fótunum þ.e. flýja.
Stóra spurningin er, af hverju má - þess vegna meiri hluti þóðarinnar, kúga okkur hin til að borga fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem við höfum engan áhuga á? Hvað með frelsi borgaranna?
Síðast þegar RÚV hafði verið siglt í strand og frjálsir borgarar töldu að nú yrði stjórnendur RÚV að axla ábyrgð og gera nauðsynlegar breytingar í rekstrinum þá var það ekki þannig. Þá kom nefnilega íhaldsráðherrann Illugi Gunnarsson færandi hendi meða fullan poka af peningum og sagði gjafir eru ykkur gefnar til viðbótar við þvingunarrgreiðslurnar. Hvað skyldi Illugi færa RÚV nú til að gleðileikur óstjórnarinnar geti haldið áfram.
Það er auðvelt Illugi Gunnarsson að vera gjafmildur þegar maður tekur gæði sín út á öðrum.
Þannig er það ekki RÚV okkar allra heldur RÚV á kostnað okkar allra. Áfram fáum við vondar og hlutdrægar fréttir og þætti sem nutu vinsælda fólks sem löngu er fallið frá. Áfram verða allt of margir það sem færri gætu gert og RÚV mun ekki bregðast við og taka upp nýungar. Það hafa samkeppnisaðilarnir nefnilega nánast alltaf gert.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 399
- Sl. sólarhring: 623
- Sl. viku: 3866
- Frá upphafi: 2603573
Annað
- Innlit í dag: 371
- Innlit sl. viku: 3612
- Gestir í dag: 363
- IP-tölur í dag: 351
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson