Færsluflokkur: Fjölmiðlar
26.5.2021 | 09:01
Sigríður brást ekki.
Ríkisvaldið lætur engan fá peninga nema með því að taka þá frá öðrum. Það er sú ófrávíkjanlega staðreynd, sem ætti öllum að vera ljóst.
Með því að auka millifærslur deilir ríkið út meiri peningum til sumra, sem það tekur frá öðrum. Um leið er verið að taka frelsi af fólki til að hafa sjálft ákvörðunarvald um, hvernig það vill eyða peningunum sínum.
Meðan Kóvíd hefur lamað þjóðfélagið virðist, sem ráðamenn hafi gjörsamlega misst tengslin við fjárhagslegan raunveruleika og talið að þar sem hvort sem er væri verið að eyða um efni fram, þá munaði ekkert um milljarð í viðbót í þetta eða hitt,sem ekki verður með nokkru móti tengt Kóvíd.
Þó talað sé um að þetta verði auðvelt að leysa þegar Kóvíd fer og ferðamenn flykkjast á nýjan leik til landsins, þá gleymist, að árið fyrir Kóvíd,var ríkissjóður ekki sjálfbær.
Nú hefur menntamálaráðherra Framsóknarflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, knúið fram í algjöru ábyrgðarleysi sérstakan stuðning við einkafyrirtæki, sem reka fjölmiðla. Helstu fyrirtækin sem gera það eru í eigu auðmanna. Það skiptir e.t.v. ekki máli, en er það ekki og á það ekki að vera aðalsmerki einkareksturs, að hann sé rekinn á áhættu þeirra sem reksturinn eiga og þeir njóti síðan ágóðans. Eða á það að vera þannig, að skattgreiðendur greiði og síðan njóti eigendurnir ágóðans. Þá er forsenda samkeppnisrekstrar orðin ansi veik.
Nú hefði maður ætlað,að þingmenn stjórnmálaflokka,sem berjast fyrir einstaklingsfrelsi og takmörkuðum ríkisumsvifum hefðu greitt atkvæði gegn því að taka peninga frá skattgreiðendum til að borga til fjölmiðla,sem almenningur hefur jafnvel engan áhuga á. En nei. Aðeins einn þingmaður stóð sig þegar kom að atkvæðagreiðslunni Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra.
Sigríður Andersen á heiður skilið fyrir það að vera enn í hugmyndafræðilegum tengslum við það sem Sjálfstæðisflokkurinn á að standa fyrir. En það er synd, að hún skyldi vera sú eina.
24.5.2021 | 10:02
Gleymda stríðið
Fjölmiðlar í okkar heimshluta sem og stjórnmálamenn hafa vart mátt vatni halda yfir viðbrögðum Ísraelsmanna við árásum Hamas liða á Ísraelska borgara. Á sama tíma er stríð í gangi, mun alvarlegra og kostar margfalt fleiri mannslíf. En því hafa íslenskir fjölmiðlar algerlega gleymt.
Sex mánuðir eru liðnir frá innrás Eþíópíuhers inn á land Tigray fólksins í Eþíópíu með stuðningi hers Eritreu. Forsætisráðherra Eþíópíu Abiy Ahmed friðarverðlaunahafi Nóbels,vílar ekki fyrir sér, að ráðast gegn þjóðarbroti Tigray í landinu.
Sagt er að tugir þúsunda hafi fallið og mun fleiri flúið til nágrannaríkisins Kenýa.
Auk þess að drepa tugi þúsunda eru heilu þorpin brennd, konum nauðgað kerfisbundið og grunur leikur á að óleyfileg efnavopn séu notuð gegn þjóðarbroti Tigray í Eþíópíu.
Hvað veldur því að þetta hroðalega stríð fer framhjá fjölmiðlum að mestu og hvernig stendur á því að alþjóðasamfélagið lætur þetta viðgangast. Af hverju er ekki kallað eftir fundum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og afhverju er Bandaríkjaforseti ekki krafinn um aðgerðir og afstöðu eins og þegar Hamas liðar eiga í hlut. Eða þá Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Því miður sýnir þetta þá dapurlegu staðreynd hvar nútíma fjölmiðlun er stödd og hversu sér pólitísk hún er. Auk þess sýnir hún þá dapurlegu staðreynd, að alþjóðasamfélagið bregst ekki við og kemur ekki til varnar fólki í brýnni neyð eins og Tigray fólkinu í þessu tilviki, þegar engin telur sig eiga hagsmuni að gæta.
En ástandið er eftir sem áður dapurlegt og óafsakanlegt og heimurinn getur ekki horft á þetta þjóðarmorð á Tigray þjóðinni lengur án þess að stöðva þjóðarmorðið, beitingu efnavopna og aðra stríðsglæpi, sem framin eru í tilraun friðaraverðlaunahafans til að eyða Tigray þjóðinni í Eþíópíu.
Ég vænti þess af utanríkisráðherra og ríkisstjórninni að þetta mál verði tekið upp strax. Það hefur ekki þolað bið í hartnær hálft ár.
11.5.2021 | 08:24
Vér einir vitum
Arfakóngar á fyrri öldum voru sannfærðir um að þeir hefðu þegið völd sín frá Guði og vissu einir hvað væri sannleikur. Orð þeirra voru lög. Nú trúa þessu fáir,sem betur fer, en enska konungsfjölskyldan er þó enn þessarar skoðunar.
Karl Bretaprins telur sig hafaspásagnaranda í loftslagsmálum, sem hann vafalaust telur sig hafa þegið frá Guði. Í júlí 2009 sagði Karl, að hlýnun jarðar af mannavöldum væri svo mikil og hröð að við ættum aðeins 96 mánuði eftir þangað til að allt yrði komið í óefni. Júlí 2018 kom og 96 mánuðirnir liðnir, en ekkert gerðist. Ári síðar, endurnýjaði Karl spá sína og sagði nú, að við ættum 18 mánuði eftir þangað til að úti yrði um mannkynið. Janúar 2021 kom 18 mánuðirnir voru liðnir, en þá gerðist heldur ekki neitt.
Sonur Karls Harry bætti um betur og í júnímánuði 2019 sagði hann að við værum eins og froskar, sem værum í sjóðandi vatni vegna hlýnunar af mannavöldum. Í tilefni þess fór hann í fjórar utanlandsferðir á einkaþotum, en er enn ekki steiktur í eiginlegri merkingu.
Fésbók, twitter og google dettur ekki í hug að loka á svona falsfréttir og spádóma. Það er bara gert gagnvart þeim, sem mótmæla pólitísku veðurfræðinni og hamfaraspámönnunum og segja eins og barnið á keisarann í nýju fötunum forðum:
" En það hefur nánast ekkert breyst."
8.5.2021 | 10:23
Skuggaveldi samhljómsins
Meðan tæknin var með þeim hætti, að einungis stórir fréttamiðlar gátu miðlað upplýsingum var aldrei talað um falsfréttir sem vandamál. Nú þegar fólk almennt á þess kost að koma skoðunum sínum, sjónarmiðum og þessvegna myndböndum á framfæri hamast stjórnmála- og fréttaelítan gegn svonefndum falsfréttum.
Falsfréttir geta verið af ýmsu tagi. Þær geta falist í því að greina rangt frá staðreynum. Þær geta falist í því að þegja um staðreyndir. Þær geta falist í því að neita staðreyndum og þær geta falist í því að kæfa umræður með því að neita öðrum en þeim sem hafa hina "einu réttu skoðun" að mati fjölmiðilsins um að tjá þær.
Í gær var sýnt úr franskri skólastofu í fréttum, þar sem áhersla var lögð á, að þeir sem vildu fara aðrar leiðir í baráttu gegn Cóvíd en þeirri sem stjórnvöld boðuðu sem og þeir sem afneituðu opinberri loftslagsstefnu væru að flytja falsfréttir. Dapurlegt var að hlusta á skólabörn sem höfðu verið mötuð á hinni einu "réttu skoðun" tjá sig um málið.
Stóra spurningin í núinu eru ekki meintar falsfréttir heldur: Hvers vegna er komin sú lenska meðal fjölmiðlaelítunnar um allan heim að takmarka fréttaflutning og leyfa ekki ólíkum skoðunum að leikast á. Af hverju leyfa fjölmiðlarisar veraldar eins og t.d. facebook og Google,sér að úthýsa ákveðnum notendum og skoðunum?
Slíkt er skiljanlegt ef verið er að hvetja til hryðjuverka eða annarrar glæpastarfsemi. En er ekki vafasamt í meira lagi að útiloka almenn skoðanaskipti.
Skuggahlið stóra sannleikans hefur birst í fréttaflutningi fjölmiðla af Cóvíd fárinu um allan heim. Fréttir eru sagðar einhliða og til þess fallnar að valda ótta. Virtir aðilar t.d. læknar eru útilokaðir frá umræðunni alveg eða eins og hægt er, hafi þeir aðrar skoðanir á fárinu en þær viðteknu. Þannig eru þeir sem benda á lækningamátt ákveðinna lyfja í hópi óhreinu barnana, sem ekki mega komast að, en áhersla lögð á bólusetningar á fólki allt niður í ungabörn. Já og það með lyfjum, sem framleiðendurnir þora ekki einu sinni að taka sjálfir ábyrgð á enda hafa þau ekki fengið fullnægjandi prófanir. Raddir þeirra sem andæfa þessu offorsi stjórnvalda og lyfjarisana, að troða þessum lyfjum í alla eru kæfðar. Af hverju? Má ekki ræða þetta á markaðstorgi frelsisins?
Raddir þeirra jafnvel virtra vísindamanna, sem halda því fram með rökum, að loftslagsbreytingar séu náttúrulegar og maðurinn hafi ekkert með þær að gera eru kæfðar ekki má ræða þær á markaðstorgi skoðanaskipta. Skapa verður mesta mengunarvaldi heimsins, Kína, algeran markaðsforgang eins og Merkel, Macron og nú Biden hamast við að gera.
Sama á við um þá sem er á móti fjöldainnflutningi fólks til Evrópu. Þær raddir fá ekki að heyrast en eru stimplaðar sem öfgar og mannfyrirlitning þó hvorutveggja sé út í hött. Þessvegna þegja fjölmiðlarisarnir um þjóðerni glæpamanna og skipulagðra glæpasamtaka og fela það eins vandlega og hægt er, ef hælisleitandi á hlut að máli. Í því sambandi er athyglisvert að rifja upp hvernig breskir fjölmiðlar þögðu um hryllinginn sem átti sér stað í nokkrum stórborgum í norðurhluta Bretlands, þar sem ungar stúlkur voru teknar í kynlífsþrælkun af glæpagengjum innan íslamska samfélagsins og jafnvel þó að stjórnvöld hafi þurft að bregðast við og ákæra suma þeirra, þá gera fjölmiðlar litla sem enga grein fyrir málinu og þar er reynt að þagga það niður eins og verða má.
Ef til vill ættu þeir sem bollokast um og hroka sér upp sem sjálfskipaðir talsmenn hins eina sannleika sem sé að finna á ríkisfréttamiðlum og hjá fjölmiðlarisunum, að huga að því, að umfjöllun almennings á fréttamiðlum eins og fésbók varð til þess m.a. að ekki var hægt að þegja yfir fjöldanauðgunum innflytjenda á þýskum stúlkum á nýársnótt í Köln fyrir nokkrum árum. Þar þögðu fjölmiðlar og lögregla já og borgarstjórinn í Köln neitaði því ásamt Angelu Merkel í lengstu lög að nokkuð slíkt hefðu gert. Það voru falsfréttirnar voðalegu, sem reyndust síðan vera sannleikurinn. Sama var með einstaklingsfréttamilun fólks í borgunum í Bretlandi sem gerði það að verkum að lögregla, barnaverndaryfirvöld og dómstólar gátu ekki haldið áfram að horfa framhjá víðtækri misnotkun og kynlífsþrælkun, glæpagenga manna úr íslamska heiminum á barnungum stúlkum í Bretlandi.
Með því að vanda fréttaflutning sinn og flytja fréttir með hlutlægum hætti og leyfa mismunandi skoðunum að leikast á verður best brugðist við falsfréttum. Það er ekki hlutverk fjölmiðla að sía út það sem þeir telja rétt og hvað rangt. Það er til skammar fyrir stjórnmálaelítuna að tala einum rómi með sama hætti um að ekki megi aðrar skoðanir fá að heyrast í mikilvægum málum en þær sem þeim er að skapi.
Þessi afstaða fjölmiðlarisana sem og stjórnmálaelítunnar er virkilegt áhyggjuefni. Horfið hefur verið frá hugmyndafræði upplýsingastefnunnar um víðtækt tjáningarfrelsi allra og tekið til við að móta þjóðfélag í anda stjórnræðisins, sem George Orwell lýsti svo vel í bók sinni "Animal Farm.
10.4.2021 | 10:08
Landsins forni fjandi
Ertu kominn landsins forni fjandi, orti þjóðskáldið sr. Matthías Johcumson um páskana 1888 þegar hann sá, að hafís var kominn inn Eyjafjörð.
Meiri hafís er norður af landinu en undanfarin ár skv. meðfylgjandi frétt. Hann er svo stutt frá landi, að hann gæti orðið landfastur. Hagstæðar vindáttir munu vonandi koma í veg fyrir það.
Um aldir hafa helstu náttúrulegu óvinir þjóðarinnar verið Jarðeldar,kuldar og hafís. Jarðeldar hafa opnast á Reykjanesi, óvenju kalt er í veðri og hafísþök eru nær landi og stærri en undanfarin ár.
Fólk fagnar því í fyrsta sinn, að jarðeldar skuli hafa opnast, en sem komið er boða þeir ekki ógn heldur mikilfenglegt sjónarspil. Vonandi verður svo áfram.
Annað er um kuldana. Þeir gætu boðað kólnandi veður og hafísa á komandi árum. Á sama tíma hendur ríkisstjórnin milljöðrum á milljarða ofan og sendir þær fúlgur eitthvað út í heim til einhverra í þeirri von, að það kólni í heiminum. Merkileg hagstjórn það, að ríkissjóður taki lán til að auka framlög sín á altari fáánleikans.
"Vituð ér enn eða hvat" sagði völvan í Völuspá þegar henni fannst tilheyrendur sínir furðu tregir og skilningslausir. Svo virðist, sem það sama eigi við enn í dag.
![]() |
Mikill hafís er norður af landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2021 | 08:56
Pravda
Pravda fjölmiðill Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Nafnið þýðir sannleikur og þar birtist sá eini sannleikur sem var í boði undir einræði Kommúnista. Þar var fylgt formúlunni, sem er eignuð áróðursmeistara nasista, að lygi verður sannleikur ef hún ein er endurtekin nógu oft.
Ríkisútvarpið hefur nú ítrekað tileinkað sér fjölmiðlunarfræði Pravda. Þannig fær iðulega sá eini "sannleikur" að komast að, sem á að troða ofan í landslýð sem þóknanlegur.
Sannleikurinn í Efstaleiti gætti þess vandlega á fjögurra ára forsetatíð Donald Trump að birta daglega neikvæðar fréttir um hann. Síðasta ár Trump í Hvíta húsinu byrjaði RÚV daginn á því að segja hvað margir hefðu sýkst af Kórónaveiru og hve margir hefðu dáið í USA daginn áður. Sama dag og Biden tók við hurfu þessar fréttir algjörlega.
Á tímum kórónaveirunnar fær bara einn sannleikur að koma fram hjá RÚV. Sannleikur sóttvarnarlæknis og þríeykisins ásamt Kára Stefánssyni.Þannig hefur RÚV fundið fjóreykið sem ætlað er að taka við stjórn á landinu eins og Mao Tse Tung forðum stóð fyrir menningarbyltingu og beitti fjóreyki fyrir sig til að Kínverska þjóðin mætti höndla þann eina byltingaranda og þann eina sannleika sem mundi gera þjóðina frjálsa. Því var hrundið og þegar fjóreykinu var steypt af stóli Af Sjú en Læ, þá hófst áður óþekkt framfara- og velmegunarskeið í Kína.
Íslenska fjóreykið hamrar þau "sannindi" inn í íslenska þjóð, að kórónuveirusmitum fari fjölgandi þó þeim fækki. Ef þau mælast ekki segir fjóreykið að þau séu samt til staðar dreifð um þjóðfélagið. Þegar þau finnast ekki heldur þar er talað um "svikalogn" og loks er brugðið á það ráð til að viðhalda ótta almennings að tala um að við séum á viðkvæmum stað og það geti brugðið til beggja vona. Loksins fann svo fjóreykið sameiginlegan óvin þjóðarinnar ekki Gyðinga að þessu sinni heldur ferðamenn og hefur komið því inn hjá hluta þjóðarinnar, að gjalda verði varhug við ferðamönnum og leggja á þá hömlur og kvaðir sem og að þeir sem leggist í ferðalög séu þjóðníðingar. Sbr. meintan þjóðníðing Brynjar Níelsson þingmann stjórnmálaflokks sem oftast hefur látið sér annt um einstaklingsfrelsið og sumir þingmenn flokksins aðhyllast það enn.
Nú er líka búinn til sá "sannleikur", að þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir hafi dregið að koma málum aðila, sem vildu ekki sætta sig við mannréttindabrot í boði heilbrigðisráðherra fyrir dóm, að þá sé það lögmönnum þeirra að kenna að ekki fékkst fullnaðardómur í Landsrétti. Allt er þetta fjarri sannleikanum, en sóttvarnarlæknir og Kári Stefánsson halda þessari lygi samt statt og stöðugt fram og það er sá eini sannleikur sem kemst að í hinni nútíma Pravdaískri fréttastofu RÚV. Þrátt fyrir að heimildir séu fyrir hendi sem sýna hið gagnstæða. En þær fréttir fá ekki að komast að hjá gæslumönnum hins eina leyfilega "sannleika".
Þegar býður þjóðarsómi og Pravda telur að bæta þurfi í áróðurinn, þá duga ekki nánast daglegir sjónvarpsfundir þríeykisins, heldur er Kastljós þáttur Pravda undirlagður undir félaga í fjóreykinu þannig að óharnaðar alþýðustúlkur og strákar fari ekki að efast um þann eina sannleika, sem er leyfður í þursaríkinu, að herða verði á aðgerðum og loka sem flestu og viðurkenna þann eina sannleika, sem samræmist "sannleika" fjóreykisins.
Að sjálfsögðu verður að útrýma þeirri hugsun, að mennskan eigi að ráða umfram sóttvarnir.
8.4.2021 | 10:06
Minnisblað, lagabreytingar og málþóf
Engin ágreiningur er um að haga sóttvörnum með sem bestum hætti.
Reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti og leiddi til frelsissviptingar á þriðja hundrað manns var ólögmæt. Þá verður að athuga hvort þörf er á að grípa til annarra aðgerða til að tryggja það markmið sem að er stefnt. Eðlilegast væri að það yrði á höndum annars ráðherra en þess, sem klúðraði málinu.
Eðlilegt væri þegar svona mál kemur upp, að sú nefnd Alþingis sem málið heyrir undir boðaði þá lögmenn á fund sinn, sem fóru með málin bæði fyrir sóttvarnarlækni og varnaraðila, til að fá á hreint hvernig var staðið að málum og hvort einhver mistök hafi verið gerð.
Það er síðan umhugsunarefni, að formaður Velferðarnefndar Alþingis Helga Vala Helgadóttir,sem annars hefur staðið sig vel í þessari umræðu, hoppaði strax á vagn vinsældaöflunar og nánast bauð upp á nýjan gjafapakka til stjórnvalda varðandi sóttvarnir með breyttum lögum. Ef til vil væri þá einfaldast að Alþingi mundi bæta við ákvæði í sóttvarnalögin svohljóðandi, þannig að borgaraleg réttindi væru ekki að þvælast fyrir.
"Sóttvarnarlæknir getur gripið til hverra þeirra ráðstafana,sem hann telur nauðsynlegar hverju sinni."
Það hefur verið blásið upp að lögmenn þeirra sem kærðu málin, væru að taka gríðarlegar fjárhæðir fyrir vinnu sína í rúma 4 daga allt frídagar. Af gefnu tilefni skal ég upplýsa það að mín laun vegna þessa eru kr. 392.000 auk virðisaukaskatts.
![]() |
Ný reglugerð taki gildi sem fyrst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2021 | 12:08
Fárið og fjölmiðlarnir
Í mörgum breskum fjölmiðlum er því slegið upp í dag, að nýa afbrigðið af Kóvíd sem greinst hefur í Bretlandi kæmi til með að valda 30% fleiri dauðsföllum en það hefðbundna sem glímt hefur verið við frá því í janúar 2020 og væri auk þess 70% smitnæmara.
Boris Johnson forsætisráðherra Breta sagði í gær, að nýja afbrigðið af veirunni "gæti valdið fleiri dauðsföllum (may be deadlier). Hann segir að ákveðnar upplýsingar bendi til, að þetta afbrigði kunni að vera hættulegra.
En er þetta einhlítt og er þetta rétt frétt?
Hingað til hafa breskir vísindamenn sagt að það væri ekkert sem sýndi fram á að nýja afbrigðiði væri hættulegra þó það væri smitnæmara.
Í öllum fréttamiðlum er því slegið upp að nýja afbrigið valdi 30% fleiri dauðsföllum. Raunar er sú prósentuala líka röng þegar niðurstaða könnunarinnar er skoðuð, en það er annað mál. Síðan gleymist það hjá mörgum fjölmiðlum, að gera grein fyrir áliti helstu vísindamanna Breta um málið og þeir sem gera það birta það neðanmáls og ekki í fyrirsagnastíl eins og helfréttin um auka ógn vegna Kóvíd, sem skal niður í lýðinn með góðu eða illu.
Helsti vísindaráðgjafi bresku stjórnarinnar Sir Patrick Vallance og Chris Whitty helsti ráðgjafi bresku stjórnarinnar á lækningasviðinu segja, að það sé mögulegt að nýja afbrigðið geti valdið fleiri dauðsföllum, en það liggi engar marktækar staðreyndir fyrir í þeim efnum og kannanir þriggja háskóla sem þessi niðurstaða byggir á séu ekki hafnar yfir vafa og hingað til hafi ekki fundist vísbendingar um a nýja afbriðið sé hættulegra þó það sé mun smitnæmara.
Svona er hægt að búa til staðreyndir úr fyrirsögnum, sem eru engar staðreyndir og valda fjöldahræðslu að ástæðulausu.
20.1.2021 | 09:20
Trump kveður - í bili?
Nú þegar Donald Trump lætur af embætti er hann niðurlægður af fjölmiðlum ákærður af þinginu og fær ekki að tjá skoðanir sínar á ýmsum samfélagsmiðlum. Var stjórn hans virkilega svo ill, að þetta sé verðskuldað. Svarið er afdráttarlaust nei. Þó ýmsir hlutir hafi farið úrskeiðis, þá getur Trump vel við unað þegar horft er yfir farinn veg.
Áður en Kínaveiran færði allt úr lagi hafði tekist í stjórnartíð Trump, að koma atvinnuleysi í Bandaríkjunum niður í það lægsta sem það hefur verið í rúm 50 ár eða niður í 3.5%. Atvinnlíf í Bandaríkjunum tók við sér og tekjur fólksins sem Demókratar höfðu gleymt og fínu ríku Repúblíkanarnir höfðu aldrei munað eftir fengu verulegar raunverulegar kjarabætur og það fólk mun ekki gleyma Trump. Hann er hetjan þeirra og á það skilið.
Trump lagði út í baráttu við Kína í andstöðu við flesta leiðtoga bandalagsþjóða sinna, en honum tókst að sýna heiminum fram á það með hvaða hætti Kína rekur sína pólitík með ofsa og yfirgangi, en nýtur í mörgum tilvikum stöðu þróunarríkis. Nýir samningar við Kína eru blóm í hnappagatið hjá Trump.
Bullinu í loftslagsmálum var vikið til hliðar enda ljóst, að Parísarsáttmálinn er kyrkingartak á efnahagsstarfsemi Vesturlanda. Í utanríkismálum getur hann státað af ýmsu fleiru og síðast en ekki síst að hann er eini forsetinn á þessari öld, sem ekki hefur ekki hafið stríð.
Trump var að mörgu leyti andstæðingur rótgrónu gjörspilltu stjórnmálastéttarinnar. Hann var skotspónn helstu fjölmiðla heims allan tímann meðan hann var forseti og verður það vafalaust áfram. Það er vissulega missir af því að fá ekki Trumpfréttina sína daglega frá RÚV hversu vitlausar svo sem þær gátu verið þau fjögur ár sem hann gegndi embætti.
Raunar er með ólíkindum, að þessi sjálfhverfi maður og að mörgu leyti ógeðfelldi skyldi ná því að fá svo mikið fylgi í forsetakosningunum núna sem raun ber vitni. Hann fékk fleiri atkvæði en nokkur annar frambjóðandi Repúblíkana til forsetaembættis hefur fengið. Það fékk hann þrátt fyrir að allir helstu fjölmiðlar væri á móti honum og níddu hann niður. Það fékk hann þrátt fyrir að hefðbundnar skoðanakannanir segðu að hann fengi lítið fylgi. Það fékk hann þrátt fyrir að auðmennirnir á Wall Street og víðar gæfu milljarða á milljarða ofan í kosningasjóð Demókrata. Bankamennirnir þar á bæ vita hver er vinur þeirra og hverjum þeir geta stjórnað og það er ekki Donald Trump. Miðað við þessar aðstæður verður að segja að Trump hafi staðið sig frábærlega og umfram allar vonir.
Trump gerði mistök í sambandi við viðbrögð gagnvart Kórónuveirunni, en verri mistök gerði hann þegar hann viðurkenndi ekki fyrr að stríðið væri tapað, hann fengi engu breytt varðandi niðurstöðu kosninganna og hætti að þybbast við með þeim afleiðingum að lokum, að ráðist var á þinghúsið.
Mesti veikleiki Trump er sennilega sjálfselskan, en það breytir í sjálfu sér engu varðandi ýmis baráttumál sem hann tók upp og beitti sér fyrir. Sumir hafa fullyrt, að hann hafi í raun kveikt bál, sem muni magnast enn meir og ná meiri stuðningi án hans en með honum.
Joe Biden gamalreyndur stjórnmálamaður tekur nú við. Hann hefur flotið áfram, sem þægilegur handverksmaður á vettvangi stjórnmálanna í hálfa öld. Hann boðar afturhvarf ti fortíðar. Fróðlegt verður að sjá hvernig honum gengur og vissulega er ástæða til að óska honum og stjórn hans velfarnaðar. Góð stjórn og árangursrík í Bandaríkjunum hefur áhrif á efnalega velferð alls heimsins. Óneitanlega óttast maður samt, að vinstri slagsíðan á Demókrataflokknum muni valda miklum vandræðum fyrr heldur en síðar einkum í efnahagsmálum.
Joe Biden var kosinn fyrst og fremst vegna andstöðu kjósenda við Trump en ekki vegna þess að nokkrum fyndist hann hrífandi stjórnmálamaður eða líklegur til að gera Bandaríkin yfirburðaríki á nýjan leik. Næstu ár skera úr um það, hvort hann átti yfirhöfuð eitthvað erindi í pólitíkina á nýjan leik.
2.1.2021 | 10:12
Ber vonin skynsemina ofurliði
Gleðilegt ár 2021.
Árið 2021 verður gleðilegt ef við vinnum rétt úr þeim forsendum og möguleikum sem eru í boði og yfirvöld hamli ekki eðlilegu lífi borgaranna og taki réttar ákvarðanir. Erfiðir tímar vara aldrei að eilífu.
Með tilkomu bóluefnis í lok síðasta árs fylltist heimsbyggðin nýrri von um að takast muni að ráða niðurlögum Covid faraldursins. Vonandi gengur það eftir. Í fagnaðarvímu vegna þess, má þó óskhyggjan ekki bera skynsemina ofurliði.
Þegar ráðherrar, þríeykið og annað þotulið opinberra Covid aðgerða þustu í vöruhús til að taka á móti tveim pappakössum með hinni mestu viðhöfn og tilheyrandi hátíðarræðum virtist samt sem að nú hefði óskhyggjan borið skynsemina ofurliði auk annars. Af hátíðarræðunum að dæma varð ekki annað skilið en nú væri komin hin afgerandi lausn sem mundi leysa þjóðina og þjóðir heims úr Covid viðjunum endanlega.
En er það svo? Vonandi. En við þurfum samt að spyrja: Erum við að hrapa að niðurstöðu án réttra forsendna?
Í grein eftir Robert Dingwall prófessor í Daily Telegraph í dag segir hann m.a.:
að áhættan af því að deyja eða veikjast alvarlega af Covid minnki mikið með tilkomu bóluefnanna, en hann bendir jafnframt á, að ekki hafi verið sýnt fram á, að þeir sem bólusettir eru geti ekki smitað eftir að hafa verið bólusettir. Þess vegna sé allt tal um sérstaka passa fyrir þá sem eru bólusettir algjör vitleysa. Þessi staðhæfing kemur á óvart, að fólk geti hugsanlega smitað þrátt fyrir að vera bólusett.
Þá segir Dingwall að litlar líkur séu á því að þeir sem eru bólusettir fái alvarlegri sjúkdómseinkenni eða deyi, en heilbrigt fólk á milli 16 og 60 fái núna. Sem bendir til þess, að það sé óþarfi fyrir heilbrigt fólk á þeim aldri að láta bólusetja sig auk þess sem það tekur þá hugsanlega meiri áhættu en það ella mundi gera.
Af grein Dingwall verður síðan ekki annað skilið, en að þrátt fyrir bólusetningar þá verði þjóðfélagið samt að taka ákvörðun um við hvaða hættustig það vill búa, sem bendir til, að hann hafi ekki mikla trú á að bóluefnin sem komin eru á markað leysi í sjálfu sér þann vanda sem við er að eiga endanlega, því miður.
Séu þessar upplýsingar Dingwall réttar, sem ekki er í sjálfu sér ástæða til að efast um, þar sem hann hefur hingað til verið talin maður orða sinna og gegnir ráðgjafarstörfum fyrir bresku ríkisstjórnina, þá er spurning hversvegna sú forgangsröðun er ekki viðhöfð, að setja fólk eldra en sextugt, sem vill taka áhættuna á að láta bólusetja sig í algjöran forgangshóp.
Spurningin er þá líka hvort það sé ástæða til að hvetja heilbrigt fólk sem er undir sextugu til að láta bólusetja sig að teknu tilliti til þeirrar áhættu sem því óhjákvæmilega fylgir.
En þá er þeirri spurningu ósvarað og ekki um það fjallað í ofangreindri blaðagrei:
Hvort líkur eru á því að þau bóluefni sem í boði er virki til lengri tíma? Einnig: Hvaða hugsanlegar afleiðingar bólusetning sem er innrás í genamengi fólks kunni að hafa?
Það er eðlilegt að fólk hafi fyllst hrifningu yfir því að bóluefni gegn þessari veiur skyldi verða til. En meðan það hefur ekki hlotið viðunandi prófun og er haldið þeim annmörkum sem á hefur verið bent, þá er spurning hvort ekki eigi við orðtakið:
Svo skal böl bæta að bíði ei annað verra.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 223
- Sl. sólarhring: 274
- Sl. viku: 2544
- Frá upphafi: 2506306
Annað
- Innlit í dag: 207
- Innlit sl. viku: 2374
- Gestir í dag: 198
- IP-tölur í dag: 195
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson