Færsluflokkur: Mannréttindi
8.5.2021 | 10:23
Skuggaveldi samhljómsins
Meðan tæknin var með þeim hætti, að einungis stórir fréttamiðlar gátu miðlað upplýsingum var aldrei talað um falsfréttir sem vandamál. Nú þegar fólk almennt á þess kost að koma skoðunum sínum, sjónarmiðum og þessvegna myndböndum á framfæri hamast stjórnmála- og fréttaelítan gegn svonefndum falsfréttum.
Falsfréttir geta verið af ýmsu tagi. Þær geta falist í því að greina rangt frá staðreynum. Þær geta falist í því að þegja um staðreyndir. Þær geta falist í því að neita staðreyndum og þær geta falist í því að kæfa umræður með því að neita öðrum en þeim sem hafa hina "einu réttu skoðun" að mati fjölmiðilsins um að tjá þær.
Í gær var sýnt úr franskri skólastofu í fréttum, þar sem áhersla var lögð á, að þeir sem vildu fara aðrar leiðir í baráttu gegn Cóvíd en þeirri sem stjórnvöld boðuðu sem og þeir sem afneituðu opinberri loftslagsstefnu væru að flytja falsfréttir. Dapurlegt var að hlusta á skólabörn sem höfðu verið mötuð á hinni einu "réttu skoðun" tjá sig um málið.
Stóra spurningin í núinu eru ekki meintar falsfréttir heldur: Hvers vegna er komin sú lenska meðal fjölmiðlaelítunnar um allan heim að takmarka fréttaflutning og leyfa ekki ólíkum skoðunum að leikast á. Af hverju leyfa fjölmiðlarisar veraldar eins og t.d. facebook og Google,sér að úthýsa ákveðnum notendum og skoðunum?
Slíkt er skiljanlegt ef verið er að hvetja til hryðjuverka eða annarrar glæpastarfsemi. En er ekki vafasamt í meira lagi að útiloka almenn skoðanaskipti.
Skuggahlið stóra sannleikans hefur birst í fréttaflutningi fjölmiðla af Cóvíd fárinu um allan heim. Fréttir eru sagðar einhliða og til þess fallnar að valda ótta. Virtir aðilar t.d. læknar eru útilokaðir frá umræðunni alveg eða eins og hægt er, hafi þeir aðrar skoðanir á fárinu en þær viðteknu. Þannig eru þeir sem benda á lækningamátt ákveðinna lyfja í hópi óhreinu barnana, sem ekki mega komast að, en áhersla lögð á bólusetningar á fólki allt niður í ungabörn. Já og það með lyfjum, sem framleiðendurnir þora ekki einu sinni að taka sjálfir ábyrgð á enda hafa þau ekki fengið fullnægjandi prófanir. Raddir þeirra sem andæfa þessu offorsi stjórnvalda og lyfjarisana, að troða þessum lyfjum í alla eru kæfðar. Af hverju? Má ekki ræða þetta á markaðstorgi frelsisins?
Raddir þeirra jafnvel virtra vísindamanna, sem halda því fram með rökum, að loftslagsbreytingar séu náttúrulegar og maðurinn hafi ekkert með þær að gera eru kæfðar ekki má ræða þær á markaðstorgi skoðanaskipta. Skapa verður mesta mengunarvaldi heimsins, Kína, algeran markaðsforgang eins og Merkel, Macron og nú Biden hamast við að gera.
Sama á við um þá sem er á móti fjöldainnflutningi fólks til Evrópu. Þær raddir fá ekki að heyrast en eru stimplaðar sem öfgar og mannfyrirlitning þó hvorutveggja sé út í hött. Þessvegna þegja fjölmiðlarisarnir um þjóðerni glæpamanna og skipulagðra glæpasamtaka og fela það eins vandlega og hægt er, ef hælisleitandi á hlut að máli. Í því sambandi er athyglisvert að rifja upp hvernig breskir fjölmiðlar þögðu um hryllinginn sem átti sér stað í nokkrum stórborgum í norðurhluta Bretlands, þar sem ungar stúlkur voru teknar í kynlífsþrælkun af glæpagengjum innan íslamska samfélagsins og jafnvel þó að stjórnvöld hafi þurft að bregðast við og ákæra suma þeirra, þá gera fjölmiðlar litla sem enga grein fyrir málinu og þar er reynt að þagga það niður eins og verða má.
Ef til vill ættu þeir sem bollokast um og hroka sér upp sem sjálfskipaðir talsmenn hins eina sannleika sem sé að finna á ríkisfréttamiðlum og hjá fjölmiðlarisunum, að huga að því, að umfjöllun almennings á fréttamiðlum eins og fésbók varð til þess m.a. að ekki var hægt að þegja yfir fjöldanauðgunum innflytjenda á þýskum stúlkum á nýársnótt í Köln fyrir nokkrum árum. Þar þögðu fjölmiðlar og lögregla já og borgarstjórinn í Köln neitaði því ásamt Angelu Merkel í lengstu lög að nokkuð slíkt hefðu gert. Það voru falsfréttirnar voðalegu, sem reyndust síðan vera sannleikurinn. Sama var með einstaklingsfréttamilun fólks í borgunum í Bretlandi sem gerði það að verkum að lögregla, barnaverndaryfirvöld og dómstólar gátu ekki haldið áfram að horfa framhjá víðtækri misnotkun og kynlífsþrælkun, glæpagenga manna úr íslamska heiminum á barnungum stúlkum í Bretlandi.
Með því að vanda fréttaflutning sinn og flytja fréttir með hlutlægum hætti og leyfa mismunandi skoðunum að leikast á verður best brugðist við falsfréttum. Það er ekki hlutverk fjölmiðla að sía út það sem þeir telja rétt og hvað rangt. Það er til skammar fyrir stjórnmálaelítuna að tala einum rómi með sama hætti um að ekki megi aðrar skoðanir fá að heyrast í mikilvægum málum en þær sem þeim er að skapi.
Þessi afstaða fjölmiðlarisana sem og stjórnmálaelítunnar er virkilegt áhyggjuefni. Horfið hefur verið frá hugmyndafræði upplýsingastefnunnar um víðtækt tjáningarfrelsi allra og tekið til við að móta þjóðfélag í anda stjórnræðisins, sem George Orwell lýsti svo vel í bók sinni "Animal Farm.
29.4.2021 | 08:59
Vald án ábyrgðar
Á sama tíma og forráðamenn ýmissa ríkisstofnana krefjast þess a fá aukin völd í samskiptum sínum við borgarana, er þess krafist, að þeir skuli vera ábyrgðarlausir í stöfum sínum.
Seðlabankastjóri og Gylfi Magnússon fyrrum ráðherra og formaður bankaráðs Seðlabankans telja, að þrátt fyrir að starfsmenn Seðlabankans brjóti lög í störfum sínum og níðist á borgurunum, þá skuli þeir samt vera ábyrgðarlausir.
Hvað þýðir það?
Það þýðir að þeir sem verða fyrir óréttmætum afskiptum starfsfólks hins opinbera skuli liggja óbættir hjá garði og bera harm sinn í hljóði því að réttur þeirra var tekinn út fyrir sviga af því að hinum opinbera valdsmanni sé allt heimilt í samskiptum sínum við einstaklinginn jafnvel að gera gróf mistök og jafnvel fara gegn viðkomandi sökum óvildar í hans garð.
Það er með miklum ólíkindum að endurómur hugmyndafræði einvaldskonunga átjándu aldar skuli settur fram með þeim hætti sem nú er gert af stjórnendum Seðlabanka Íslands. Mér er nær að halda að Seðlabankastjóri,sem er gjörhugull maður hafi ekki hugsað þessa hugsun til enda.
Hvar er þá vernd laganna fyrir einstaklinginn, sem má þola aðför og jafnvel ofsóknir af hálfu valdsherranna? Samkvæmt hugmyndafræði valdsherranna í Seðlabankanum skal almenningur bera harm sinn í hjóði og láta svipuhögg valdsins yfir sig ganga.
Þá er spurningin gildir eitthvað annað fyrir starfsfólk Seðlabankans en aðra opinbera valdsmenn eins og t.d. saksóknara, lögeglu og ráðherra. Já og hvað með starfsfólk heilbrigðiskerfisins með sömu rökum má halda því fram, að þessir aðilar allir eigi aldrei að bera neina ábyrgð á mistökum sínum eða jafnvel aðför að rétti borgaranna.
Fyrir nokkrum árum fór gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands offari í aðför að einstaklingum og fyrirtækjum. Í einu tilviki voru fimm einstaklingar, sem ráku fyrirtæki erlendis sviptir lífsviðurværi sínu, æru og möguleikum til tekjuöflunar. Það var vegna þess m.a. að forstöðumaður gjaleyriseftirlits Seðlabankans gerði meiri háttar mistök og sakfelldi viðkomandi einstaklinga fyrirfram vegna brots á lögum, sem voru ekki til. Þessir einstaklingar, sem þannig voru sóttir til saka og sviptir aflahæfi sínu og æru um margra ára skeið voru á endanum sýknaðir og þeim dæmdar óverulegar bætur vegna þessara gríðarlegu og óafsakanlegu mistaka starfsfólks gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands.
Hvað varð svo um valdsmanninn í Seðlabankanum, sem var vegna vanhæfni og vankunnáttu valdur að því að fjöldi fólks missti fótanna í lífinu? Seðlabankastjórinn fyrrverandi sá til þess að viðkomandi væri komið fyrir í merkri stofnun erlendis og leyst út með 30 miljón króna gjöf frá bankanum.
Það er með ólíkindum að þeim miðaldakenningum skuli í dag, haldið á lofti af málsmetandi mönnum og einum æðsta embættismanni þjóðarinnar, að hið opinbera vald skuli hafa heimild til að fara fram gegn fólki og fyrirtækjum að vild, án þess nokkru sinni að bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Jafnvel þó að valdsmennirnir í Seðlabankanum telji nú vera lag að opinbera myrka miðaldahyggju óskeikulleika hins opinbera valds og nauðsyn þess að einstaklingar í þjónustu hins opinbera valds beri aldrei ábyrgð á gjörðum sínum, þá er það ekki svo í lýðfrjálsu ríki og má aldrei verða.
24.4.2021 | 17:04
Þjóðarmorð Tyrkja á Armenum
Á árunum 1915 til 1917 meðan fyrri heimstyrjöld stóð yfir frömdu Tyrkir svívirðilegan glæp með þjóðarmorði á Armenum eftir því sem þeir gátu við komið. Ekki er vitað með vissu hvað margir Armenar voru drepnir í þessari útrýmingarherferð, en alla vega voru það ekki færri en ein og hálf milljón manna. Sumir nefna tölur, sem eru allt að helmingi hærri. Hefðu Tyrkir haft mannafla og tæki til þess, þá hefðu drápin orðið enn stórtækari.
Ólíkt Þjóðverjum, sem hafa viðurkennt svívirðilegan glæp sinn í síðari heimstyrjöld þegar nasistatjórnin fór í útrýmingaherferð gegn Gyðingum, og beðist ítrekað afsökunar, þá neita Tyrkir því eindregið að hafa gert það sem þeir gerðu gagnvart Armenum.
Það er vonum seinna, að Bandaríkjamenn viðurkenni nú þetta þjóðarmorð Tyrkja á Armenum rúmum 100 árum eftir að þau áttu sér stað. En þökk sé Biden forseta fyrir að stíga loks fram og viðurkenna þennan voðaverknað Tyrkja.
Ísland hefur ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum og frumvarp sem var borið fram á Alþingi fyrir nokkrum árum náði ekki fram að ganga. Það er okkur til skammar að hafa ekki viðurkennt og fordæmt þjóðarmorð Tyrkja á Armennum og vonum seinna að við gerum bragabót og gerum það nú þegar.
Það er líka full ástæða til að gera það núna, þar sem að fyrir nokkrum mánuðum síðan réðist Azerbadjan með stuðningi Tyrkja á Armena í Nagorno Karabak héraði og framdi þar fjölda hryðjuverka auk manndrápa og sölsaði undir sig land sem er eingöngu byggt af Armenum.
Kristnar þjóðir horfðu á þetta án þess að hreyfa legg eða lið og létu Tyrki komast upp með þessa árás á kristið ríki, sem hefur mátt þola árásir þeirra og manndráp í aldanna rás og þjóðarmorð á árunu m2015-2017. Er nú ekki mál til komið að láta í sér heyra og fordæma Tyrki fyrir þjóðarmorðin.
Svo geta menn velt því fyrir sér hvort það er eðlilegt að setja refsiagðgerðir gegn vinaþjóð okkar Rússum í stað þess að beina því gegn ofbeldisríkinu Tyrklandi.
Fordæmum strax þjóðarmorð Tyrkja á Armenum.
![]() |
Viðurkenndi þjóðarmorð Tyrkja á Armenum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2021 | 14:42
Veslings litli einmanna dómarinn
Sá dómari héraðsdóms, sem úrskurðaði í samræmi við stjórnarskrá fyrir nokkru, að reglugerð um sóttkvíarhús stæðist ekki lög gerði ekki annað af sér, en að gæta að starfsskyldum sínum og dæma eftir lögunum. Þeir lögmenn sem ráku málið fyrir aðila, sem höfðu verið frelsissviptir ranglega sem og lögmenn sóttvarnarlæknis gerðu eki annað af sér en að gegna starfsskyldum sínum og reka málin skv. bestu þekkingu.
Það er því dapurlegt að heyra brigslyrði af vörum landsstjórans Kára Stefánssonar um veslings litla einmana dómarann þegar verið er að fjalla um slæm hópsmit sem komið er upp og ekki sér fyrir nú hvernig reiðir af. Þau hópsmit hafa ekkert með úrskurð héraðsdóms að gera. Þau eru til komin vegna aðila sem kom til landsins áður en reglugerðin tók gildi. Forsætisráðherra staðfestir þetta sbr. meðfylgjandi frétt. Sama hefur sóttvarnarlæknir gert. Svo notuð séu brigslyrði í umræðunni þá liggur fyrir að hvorki einmanna dómaranum né hinum ofurgráðugu lögmönnum verður um kennt.
Það er alltaf mikilvægt að gæta að orsökum og afleiðngu sem og því sem mestu máli skiptir í vitrænni umræðu viti borins fólks að átta sig á orsakasamhengi hlutanna.
Mál varðandi fullnægjandi varnir á landamærunum hefur ekkert með úrskurð vesalings einmanna dómarans að gera. Málið snýst um það, að heilbrigðisráðherra gætti ekki að því að setja lögmætar reglur. Sökin liggur alfarið hjá henni. Vilji einhver vera með köpuryrði í garð einhvers, þá væri réttast að beina þeim að þeim aðila sem ábyrgðina ber, en ekki þeim sem eru að framfylgja lögum í landinu.
Ef tryggja á góðar varnir á landamærunum þá dugar ekki að glæpamannavæða alla sem hingað koma heldur beita viðurlögum sem koma í veg fyrir að fólk þori að brjóta sóttkví. Það er aðalatriðið og þar skortir á, að stjórnvöld hafi gætt skyldu sinnar.
Svo geta strandkapteinar eins og formaður Samfylkingarinnar eins og aðrir ofurpópúlistar á Alþingi reynt að fiska í gruggugu vatni, en það leysir ekki neinn vanda.
![]() |
Frumvarp sem skyldar fólk í sóttvarnahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2021 | 08:56
Pravda
Pravda fjölmiðill Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Nafnið þýðir sannleikur og þar birtist sá eini sannleikur sem var í boði undir einræði Kommúnista. Þar var fylgt formúlunni, sem er eignuð áróðursmeistara nasista, að lygi verður sannleikur ef hún ein er endurtekin nógu oft.
Ríkisútvarpið hefur nú ítrekað tileinkað sér fjölmiðlunarfræði Pravda. Þannig fær iðulega sá eini "sannleikur" að komast að, sem á að troða ofan í landslýð sem þóknanlegur.
Sannleikurinn í Efstaleiti gætti þess vandlega á fjögurra ára forsetatíð Donald Trump að birta daglega neikvæðar fréttir um hann. Síðasta ár Trump í Hvíta húsinu byrjaði RÚV daginn á því að segja hvað margir hefðu sýkst af Kórónaveiru og hve margir hefðu dáið í USA daginn áður. Sama dag og Biden tók við hurfu þessar fréttir algjörlega.
Á tímum kórónaveirunnar fær bara einn sannleikur að koma fram hjá RÚV. Sannleikur sóttvarnarlæknis og þríeykisins ásamt Kára Stefánssyni.Þannig hefur RÚV fundið fjóreykið sem ætlað er að taka við stjórn á landinu eins og Mao Tse Tung forðum stóð fyrir menningarbyltingu og beitti fjóreyki fyrir sig til að Kínverska þjóðin mætti höndla þann eina byltingaranda og þann eina sannleika sem mundi gera þjóðina frjálsa. Því var hrundið og þegar fjóreykinu var steypt af stóli Af Sjú en Læ, þá hófst áður óþekkt framfara- og velmegunarskeið í Kína.
Íslenska fjóreykið hamrar þau "sannindi" inn í íslenska þjóð, að kórónuveirusmitum fari fjölgandi þó þeim fækki. Ef þau mælast ekki segir fjóreykið að þau séu samt til staðar dreifð um þjóðfélagið. Þegar þau finnast ekki heldur þar er talað um "svikalogn" og loks er brugðið á það ráð til að viðhalda ótta almennings að tala um að við séum á viðkvæmum stað og það geti brugðið til beggja vona. Loksins fann svo fjóreykið sameiginlegan óvin þjóðarinnar ekki Gyðinga að þessu sinni heldur ferðamenn og hefur komið því inn hjá hluta þjóðarinnar, að gjalda verði varhug við ferðamönnum og leggja á þá hömlur og kvaðir sem og að þeir sem leggist í ferðalög séu þjóðníðingar. Sbr. meintan þjóðníðing Brynjar Níelsson þingmann stjórnmálaflokks sem oftast hefur látið sér annt um einstaklingsfrelsið og sumir þingmenn flokksins aðhyllast það enn.
Nú er líka búinn til sá "sannleikur", að þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir hafi dregið að koma málum aðila, sem vildu ekki sætta sig við mannréttindabrot í boði heilbrigðisráðherra fyrir dóm, að þá sé það lögmönnum þeirra að kenna að ekki fékkst fullnaðardómur í Landsrétti. Allt er þetta fjarri sannleikanum, en sóttvarnarlæknir og Kári Stefánsson halda þessari lygi samt statt og stöðugt fram og það er sá eini sannleikur sem kemst að í hinni nútíma Pravdaískri fréttastofu RÚV. Þrátt fyrir að heimildir séu fyrir hendi sem sýna hið gagnstæða. En þær fréttir fá ekki að komast að hjá gæslumönnum hins eina leyfilega "sannleika".
Þegar býður þjóðarsómi og Pravda telur að bæta þurfi í áróðurinn, þá duga ekki nánast daglegir sjónvarpsfundir þríeykisins, heldur er Kastljós þáttur Pravda undirlagður undir félaga í fjóreykinu þannig að óharnaðar alþýðustúlkur og strákar fari ekki að efast um þann eina sannleika, sem er leyfður í þursaríkinu, að herða verði á aðgerðum og loka sem flestu og viðurkenna þann eina sannleika, sem samræmist "sannleika" fjóreykisins.
Að sjálfsögðu verður að útrýma þeirri hugsun, að mennskan eigi að ráða umfram sóttvarnir.
8.4.2021 | 10:06
Minnisblað, lagabreytingar og málþóf
Engin ágreiningur er um að haga sóttvörnum með sem bestum hætti.
Reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti og leiddi til frelsissviptingar á þriðja hundrað manns var ólögmæt. Þá verður að athuga hvort þörf er á að grípa til annarra aðgerða til að tryggja það markmið sem að er stefnt. Eðlilegast væri að það yrði á höndum annars ráðherra en þess, sem klúðraði málinu.
Eðlilegt væri þegar svona mál kemur upp, að sú nefnd Alþingis sem málið heyrir undir boðaði þá lögmenn á fund sinn, sem fóru með málin bæði fyrir sóttvarnarlækni og varnaraðila, til að fá á hreint hvernig var staðið að málum og hvort einhver mistök hafi verið gerð.
Það er síðan umhugsunarefni, að formaður Velferðarnefndar Alþingis Helga Vala Helgadóttir,sem annars hefur staðið sig vel í þessari umræðu, hoppaði strax á vagn vinsældaöflunar og nánast bauð upp á nýjan gjafapakka til stjórnvalda varðandi sóttvarnir með breyttum lögum. Ef til vil væri þá einfaldast að Alþingi mundi bæta við ákvæði í sóttvarnalögin svohljóðandi, þannig að borgaraleg réttindi væru ekki að þvælast fyrir.
"Sóttvarnarlæknir getur gripið til hverra þeirra ráðstafana,sem hann telur nauðsynlegar hverju sinni."
Það hefur verið blásið upp að lögmenn þeirra sem kærðu málin, væru að taka gríðarlegar fjárhæðir fyrir vinnu sína í rúma 4 daga allt frídagar. Af gefnu tilefni skal ég upplýsa það að mín laun vegna þessa eru kr. 392.000 auk virðisaukaskatts.
![]() |
Ný reglugerð taki gildi sem fyrst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2021 | 08:20
Valdníðsla
Það gerist sem betur fer ekki oft, að ráðherra í ríkisstjórn Íslands gerist sekur um valdníðslu, en í gær féll úrskurður í héraðsdómi Reykjavíkur, sem segir að reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti þ.23.mars. s.l. um frelsissviptingu fólks sem kemur til landsins og nauðungarvistun þess væri ólögmæt.
Þetta þýðir að frelsisssvipting fólks við komuna til landsins og nauðungarvistun er ólögmæt, fyrst reglugerðin fer umfram þær heimildir, sem eru í sóttvarnarlögum. Raunar kemur fleira til, em veldur því að um ólögmæta aðgerð og framkvæmd var að ræða frá fyrstu hendi.
Heilbrigðisráðherra ber alla ábyrgð á þessu klúðri, sem hefur leitt til þess að yfir 200 manns hafa verið frelsisviptir án þess að nokkur heimild sé til þess í lögum. Leiga á gríðarstóru hóteli þjónar engum tilgangi lengur. Þannig hefur milljörðum af peningum skattgreiðenda verið kastað á glæ. Þegar um er að ræða jafn alvarlegt brot í stjórnsýslunni, þá getur ráðherra ekki komið sér undan því að axla ábyrgð.
Framkvæmdin var einnig ámælisverð, þannig var fólki m.a. ekki kynnt réttarstaða sín og sóttvarnarlæknir, hafði ekki þann viðbúnað til að tryggja réttarstöðu fólks og réttláta málsmeðferð,sem og að taka stjórnvaldsákvarðanir um nauðungarvistun svo sem tilskilið er í lögunum. Það getur leitt til þess að fjöldi fólks geti sótt bótamál á hendur ríkinu.
Óneitanlega var fróðlegt að fylgjast með umræðum í netheimum í aðdraganda þess að úrskurður féll í héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmenn aðila voru ítrekað útmálaðir með þeim hætti, að þeir stjórnuðust af gróðafíkn og verið væri að rífa niður heilbrigðiskerfið og skapa almannahættu með því að fólk leitaði réttar síns. Þá kom ítrekað fram, að allt þetta væri runnið undan rifjum lögmannastóðsins í Sjálfstæðisflokknum.
Af þeim lögmönnum, sem komu að þessum málum, þá er ég sá eini sem er flokksbundinn Sjálfstæðismaður. Þó umfangsmikill sé, þá fullnægi ég samt ekki þeirri skilgreiningu að vera stóð. Öll þessi umræða sýndi fyrst og fremst mikið skilningsleysi á störfum og skyldum lögmanna. Ég sóttist ekki eftir þessu verkefni, en það var leitað til mín af aðila, sem vildi halda sóttkví heima hjá sér og allt sem því fylgir, en undi því ekki að vera nauðungarvistuð á hóteli. Lögmaður sem hefur tök á að sinna slíkri beiðni gerist að mínu viti brotlegur við þær frumskyldur réttarríkisins sem lögmönnum er ætlað að virða í störfum sínum, með því að koma aðilum sem þess óska og eru frelsissviptir til aðstoðar, svo langt sem hæfi þeirra, geta og þekking nær til.
En svo langt gekk umræðan að m.a. tveir valinkunnir sómamenn orðuðu það með sínum hætti að tjarga og fiðra ætti alla þá sem leyfðu sér að leita réttar síns í þessum málum og lögmenn þeirra ættu að sæta enn verri útreið. Svona umræða dæmir fyrst og fremst þá,sem sækja mál sín með þessum hætti.
Ekki skyldu menn gleyma orðum Þorgeirs Ljósvetningagoða við kristintöku á Íslandi: "Ef vér slítum í sundur lögin slítum vér í sundur friðinn." En þau orð viðhafði hann þegar hann mælti fyrir mestu og bestu málamiðlun sem nokkru sinni hefur gengið eftir í landi þessu þegar kristni var lögtekin á Alþingi árið 1000.
Nú er hrópað á nýja lagasetningu, þar sem kostir borgaranna verði takmarkaðir enn meir en nú og stjórnvöldum heimiluð víðtækari frelsissvipting en skv. sóttvarnarlögunum. Það er mikið óráð. Heimildir stjórnvalda eru nú þegar mjög rúmar. Dæmið um valdníðslu heilbrigðisráðherra sýna að það er ekki gott að hrapa að lagasetningu. Víðtækar breytingar voru gerðar á sóttvarnarlögum eftir vandaða meðferð Alþingis, þar sem m.a. voru sett inn ákvæði sem stuðluðu að því að úrskurðurinn féll með þeim hætti sem hann gerði í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Alþingi hefur mikinn sóma af þeim breytingum, sem urðu á frumvarpinu og setningu laganna í sátt allra þingflokka ef ég man rétt.
Allir eru sammála um það að gæta sóttvarna gegn Cóvíd og beita eðlilegum aðgerðum hins opinbera til að tryggja að smit verði í lágmarki og koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. En það er ekki sama hvernig það er gert og allt þarf að vera í samræmi við lög og reglur. Af hálfu heilbrigðisráðherra var haldið fram að brögð væru að því að fólk væri að brjóta reglur um heimasóttkví. Hvað er þá til ráða í því efni? Er rétt að nauðungarvista alla sem koma til landsins vegna örfárra sem brjóta af sér? Slíkt er varhugavert.
Af hverju ekki að grípa til þess ráðs, sem er einfaldast og sennilega ódýrast? Að efla lögregluna þannig að hún geti sinnt störfum sínum betur Í því sambandi verður að hafa í huga, að lögreglan hefur verið svo fjársvelt um langan tíma að öryggi fólks er hætta búin og erlendir ofstopamenn eru sakaðir um að hafa myrt tvo einstaklinga við heimili sín á Reykjaíkursvæðinu með stuttu millibili.
Er ekki rétt að fólk hugi sérstaklega að þeirri vá, sem er hvað alvarlegust í þjóðfélaginu og bregðist við með eðlilegum hætti og efli lögregluna til a gæta öryggis borgaranna í stað þess að breyta þjóðfélaginu í eitt risastórt fangelsi vegna meintra brota hinna fáu,sem fámennt lögreglulið ræður ekki við að sinna sem skyldi vegna þess, að stjórnmálamenn hafa ekki sinnt þeirri frumskyldu sinni að gæta þess að lögreglan sé jafnan svo búin, að hún geti tryggt öryggi borgaranna og innanlandsfrið á grundvelli laganna.
30.3.2021 | 09:08
Er þetta aprílgabb?
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 koma Árni Árnason forstjóri og Bjarni Bjarnason tæknimaður heim úr 7 daga vinnuferð til Svíþjóðar. Þeir framvísa báðir neikvæðu PCR prófi, sem sýnir að þeir eru ekki smitaðir af Covid. Í framhaldi af því eru þeir skimaðir við heimkomu og að því loknu handteknir vegna gruns um að þeir séu Covid smitaðir og fluttir nauðugir í sóttvarnarhús skv. valdboði ríkisstjórnarinnar.
Álíka og að framvísa hreinu sakavottorði og vera í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Þeir fá ekki að fara heim til sín í sóttkví heima þó báðir búi vel og rýmilega. Báðir halda þeir, að hér sé um vel útfært aprílgabb að ræða. Hvað annað á vitiborið fólk að halda. En þetta er ekki aprílgabb heldur sóttvarnaryfirvöld komin yfir öll eðlileg mörk skynsamlegrar beitingar sóttvarnarreglna.
Enn er tími fyrir ríkisstjórnina að hverfa frá þessari lögleysu, sem er án nokkurs vafa brot á reglum um meðalhóf, auk þess, sem ákvæði sóttvarnarlaga heimila ekki slíka valdbeitingu miðað við þessar aðstæður.
Er ekki rétt að ríkisstjórnin afstýri þessu aprílgabbi áður en það raungerist?
29.3.2021 | 14:22
Ef
Ef sóttvarnarlæknir hefði ekki farið á taugum fyrir 5 dögum og krafist harkalegra aðgerða er þá líklegt að hann mundi gera það í dag, þegar fyrir liggur að engin ástæða var til svo hörkulegra aðgerða. Ríkisstjórnin fylgdi eins og vanalega sem hlýðinn kjölturakki. Gerir hún eitthvað til að stytta tímann eða aflétta þessu fári þegar í ljós er komið að ekki var ástæða til þessara aðgerða?
Miðað við tíðni smita utan sóttkvíar frá því að þessi ákvörðun var tekin, þá liggur fyrir að viðbrögðin voru yfirdrifin. Samt sem áður verður frelsisskerðingin ekki afnumin vegna þess að það er auðveldara að svipta fólk frelsi en veita því það á nýjan leik.
Fyrir um ári var talað um, að við yrðum að læra að lifa með veirunni. Það var þá, en sú afstaða gufaði upp, þrátt fyrir að viðkvæmustu hóparnir hafi að mestu leyti fengið bólusetningu.
Í ráðstjórnarlýðveldum verða hömlurnar sífellt víðtækari. Það þótti vel í lagt þegar fólk var skimað á landamærunum og þurfti síðan í sóttkví í 5 daga og fara síðan aftur í skimun. Nú hefur bæst við að fólk þarf að skila inn PCR prófi sem má ekki vera eldra en 72 stunda frá inngöngu í flugfar og þar við bætist, að innlendir sem erlendir þurfa að sæta því að fara í nauðungarvistun í séstöku sóttvarnarhúsi í viku eftir að viðkomandi kemur frá löndum með töluverða smittíðni.
Sovétið lætur aldrei að sér hæða og það er bara Sigríður Andresen ein stjórnmálafólks, sem þorir að andæfa og enginn annar spyr um lögmæti þessara aðgerða, sem vægast sagt orka mjög tvímælis.
22.3.2021 | 08:17
Skynsemi eða nauðhyggja
Í umræðuþætti á RÚV, Silfrinu í gær fóru fyrstu 80% þáttarins í að tala um getgátur eða allir eru sammála um. Þegar leið að lokum sagði stjórnandinn, að Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hefði hreyft ákveðnum hugmynum varðandi ólöglega innflytjendur(hælisleitendur), en vakti um leið athygli á að lítið væri eftir af þættinum. Ólafur vakti m.a. athygli á stefnu danskra jafnaðarmanna í málinu og taldi að um væri að ræða stefnumótun, sem ástæða væri fyrir okkur að skoða.
Fulltrúar nauðhyggjunar í málinu fundu þessu ýmislegt til foráttu.
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins minnti á Altúngu í Birtingi Voltaire og sagði nánast,að frv. dómsmálaráðherra í málinu væri stefna, sem væri sú besta sem til væri. Raunar eru þær tillögur þegar grannt er skoðað ámóta skilvirkar til að yfirstíga vandamálið eins og að ætla að girða norðanáttina af í Reykjavík með því að setja upp skjólvegg í Örfirisey.
Fulltrúi Pírata vildi hætta öllu veseni á landamærunum, en mæltist að öðru leyti skynsamlega.
En svo kom rúsínan í pylsuendanum, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar, sem fann stefnu bræðraflokks síns í Danmörku allt til foráttu og ekki var annað á henni að skilja en þarna færu danskir sósíaldemókratar villur vegar svo fordæmanlegt væri. Ekki var annað að skilja á þingmanninum, en allar breytingar á stjórnleysinu í þessum málum væri til hins verra og afstaða danskra krata fordæmanleg.
Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins benti m.a á, að með því að fara þá leið sem að danskir jafnaðarmenn vilja, væri hægt að hjálpa fleirum og þau vandamál, sem nú væri við að etja vegna stjórnlauss aðstreymi svokallaðra hælisleitenda, sem eru um 80% ungir karlmenn mundu verða að miklu leyti úr sögunni.
Sérkennilegt að þinmenn og verðandi þingmenn skuli ekki vilja skoða þessar hugmyndir danskra krata, sem loksins sáu og viðurkenndu, að áfram yrði ekki haldið á þeirri óheillabraut, sem meirihluti þingmanna á Íslandi virðist vilja halda.
Það væri hægt að hjálpa 135 manns í nágrenni við heimkynni sín sem eru í bráðri neyð, fyrir hvern einn hlaupastrák sem hefur haft ráð á því að láta smygla sér yfir hafið og þessvegna land úr landi í Evrópu. Hagnaður glæpamannanna sem sjá um þetta smygl hleypur á tugum milljarða íslenskra króna. Er það ekki glórulaus heimska að ætla að halda áfram vonlausu kerfi, sem hjálpar fáum og síst þeim sem mest þurfa á að halda í stað þess að leita skynsamlegra leiða út úr vitleysunni?
Danskir sósíalistar eiga heiður skilið fyrir að sýna þá djörfung til tilbreytingar að bera sannleikanum og skynseminni vitni. Þeir vilja taka stjórn á sínum landamærum hvað þetta varðar. Af hverju gerum við það ekki líka. Fróðlegt verður að sjá hvaða þingmenn og stjórnmálaflokkar vilja að við höfum stjórn á landamærunum og hverjir vilja að við týnumst fyrr en síðar í þjóðahafinu.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 21
- Sl. sólarhring: 475
- Sl. viku: 3309
- Frá upphafi: 2514207
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 3083
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson