Færsluflokkur: Mannréttindi
13.3.2021 | 11:30
Blæjan og frelsið
Hvað eiga Evrópuríkin Austurríki, Belgía, Búlgaría Danmörk, Frakkland,Ítalía, Lettland, Holland, Svíþjóð og Þýskaland sameiginlegt. Þau hafa öll bannað múslímska andlitsblæju kvenna. Innan skamms mun Sviss fylla þennan hóp, en um daginn var það samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
En hvað með frelsið og umburðarlyndið. Hvernig stendur á því að hið frjálslynda Holland og Danmörk eru að hafa afskipti af klæðaburði fólks? Snýst búrkubannið og blæjubannið um það?
Stuðningsfólk blæjubannsins í Sviss bentu á, að blæjan væri aldagamall siður til að undirstrika að konur væru körlum undirgefnar. Blæjur voru nánast ekki til í Evrópu ekki heldur hjá múslimum sbr. t.d. Sarajevo, fyrr en hið pólitíska íslam gerði blæjuna að áróðurstákni, gegn vestrænum siðum og menningu, og konur í álfunni og víða annarsstaðar voru neyddar til að bera þetta tákn ófrelsis og kynjamisréttis.
Saida Keller Messahli stofnandi og formaður samtaka um framfarasinnað Íslam, segir að með því að banna blæjuna sé verið að hafna hugmyndafræði alræðis, sem sé andstæða lýðræðis. Saída Keller er múhameðstrúar, fædd í Túnis og baráttukona fyrir mannréttindum. Hún hefur horft upp á það hvernig hið herskáa pólitíska Íslam hefur þrengt sér inn í moskur í Evrópu og samtök múslima og valdið stöðugt meiri sundrungu og fornaldarhyggju.
Boðskapur þessarar stjórnmálastefnu, en það er hún mun frekar en trúarbrögð, er alræðishyggja í ætt við fasisma og kommúnisma. Blæjan sem einkennismerki þessarar hugmyndafræði gerir konur að andlitslausum annars flokks verum, og er hvað augljósasta táknið um kvennfyrirlitningu. Bann við andlitsblæjunni er því ekki spurning um að vegið sé að frelsi fólks til að ákveða hvernig það klæðist ekki frekar en að bannað er að bera nasísk tákn í Þýskalandi.
Svissneskir kjósendur kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að banna skyldi þetta einkennismerki herskárrar pólitískrar stefnu Íslamsks alræðis, kvennakúgunar og haturs á vestrænum gildum. Fyrir áratug síðan greiddu þeir líka atkvæði með því að banna mínarettur eða kallturna við moskur, sem að Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst sem vígvopni gegn vestrænum gildum.
Við Íslendingar ættum fyrr en síðar að taka umræðu um þessi mál einkum og sér í lagi vegna þess slappleika sem stjórnvöld sýna í útlendingamálum og taka okkur stöðu með öðrum lýðfrjálsum ríkjum í Evróp og banna tákn kvennakúgunar og alræðishyggju, áður en það verður vandamál í íslensku samfélagi.
23.2.2021 | 10:42
Mannréttindafrömuðurinn Erdogan Tyrklandsforseti.
Skömmu eftir að Erdogan nánast einræðisherra í Tyrklandi kvaddi Róbert Spanó forseta Mannréttindadómstóls Evrópu með miklum gagnkvæmum kærleika af beggja hálfu, skipaði hann félaga sinn og flokksbróður rektor í helsta háskóla í Tyrklandi BOUN sem stendur fyrir Bosporus University í Konstantínópel nú Istanbul.
Fjölmargir stúdentar við skólann voru ósáttir við að flokkslíkamabarn úr flokki Erdogan yrði rektor við skólann og mótmæltu því kröftuglega, en þó friðsamlega. Erdogan hefur látið handtaka meir en 250 stúdenta vegna þessara mótmæla og ekki nóg með það. Húsleit hefur verið framkvæmd hjá mörgum þeirra og fjölskyldur þeirra teknar til spurninga og yfirheyrslu hjá lögreglu. Þannig er nú farið að í mannréttindaríkinu Tyrklandi.
En að sjálfsögðu hefur Erdogan vaðið fyrir neðan sig og segir að stúentarnir sem leyfðu sér að mótmæla, séu ekki mótmælendur heldur hryðjuverkamenn. Sé svo, þá eru þetta fyrstu mótmæli hryðjuverkafólks, sem fara friðsamlega fram dögum saman.
En skyld Mannréttindasómstóllin kaupa skýringu Erdogan eða hafa eitthvað um þetta mál að segja yfir höfuð?
16.2.2021 | 08:40
Frelsið og manndáðin best.
Í gær var sagt frá því í fréttum, að síðast hefði greinst Covid smit utan sóttkvíar þann 20.janúar s.l.
Eðlilegt er að spurt sé hversvegna þarf að beita sóttvarnaraðgerðum innanlands þegar engin er sóttin? Er afsakanlegt að svipta fólk frelsi vegna sóttar sem geisar ekki í landinu?
Af hverju þarf að telja inn í verslanir og af hverju er grímuskylda. Já og af hverju er tveggja metra fjarlægðarregla og fólki bannað að horfa á íþróttakappleiki nema í sjónvarpi. Hversvegna er fólki bannað að heimsækja vini og ættingja á elli- og sjúkraheimili og bannað að mæta í jarðafarir án þess að það sé talið inn.
Íslenska þjóðin hefur tekið ótrúlega vel í þau tilmæli sem til hennar hefur verið beint varðandi sóttvarnir í Covidinu og góðan árangur í baráttunni má fyrst og fremst þakka ábyrgðarkennd alls þorra landsmanna, sem hefur gætt þess í hvívetna að hamla sem mest smitum vegna Covid.
Nú eru liðnir 37 dagar án þess að smit hafi greinst í landinu utan sóttkvíar. Yfirvöld hafa því engan rétt af sóttvarnarástæðum eða öðrum til að takmarka frelsi fólksins til að lifa lífi sínu með venulegum og eðlilegum hætti.
Við þessar aðstæður er það ekkert annað en ábyrgðarleysi af ríkisstjórninni að létta ekki af hömlum á frelsi fólksins til leika og starfa eins og var fyrir Covid með þeirri undantekningu þó, að gæta verður þess að smit berist ekki inn í landið.
Það kostar þjóðfélagið mikið að skerða frelsi fólksins og það er atlaga að framtíð og velmegun í landinu beiti ríkisvaldið áfram ónauðsynlegum frelsisskerðingum með þeim afleiðingum, að yfirdráttur ríkisins vegna innistæðulausra útgjalda eykst um eina milljón króna á hverri mínútu líka meðan fjármálaráðherra sefur.
Það er greinilega auðveldara að svipta fólk frelsi en að koma því á aftur, jafnvel þó að ástæðu frelsissviptingarinnar sé löngu liðin hjá. Hvar skyldi nú vera "frelsið og manndáðin best", sem þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson kvað um?
Ef til vill fallin í gleymsku og dá
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2021 | 14:28
Ofbeldi og ógn má ekki líða
Frá því var skýrt í gær, að skotið hefði verið á mannlausan bíl borgarstjóra við heimili hans. Skotið hefur verið að skrifstofum Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og fleiri stjórnmálaflokka að undanförnu.
Þessar skotárásir eru óhugnanlegar. Ógnin verður alvarlegust, þegar veist er að heimilum stjórnmálafólks og eigum þeirra.
Atburðir sem þessir gefa tilefni til að stjórnmálamenn og aðrir talandi og skrifandi einstaklingar gæti að því að vera ekki með hatursáróður í garð annarra og/eða fordæmingar, heitingar og ógnanir sem beint er að öðrum í rituðu eða mæltu máli óháð því hver í hlut á.
Við búum í þjóðfélagi þar sem við njótum þess frelsis, að geta verið nokkuð örugg á flestum stöðum jafnvel einstaklingar, sem gegna æðstu trúnaðarstöðum í samfélaginu ganga meðal fólks eins og hver annar og/eða stunda útvist án þess að einhver þurfi að fylgjast með öryggi þeirra.
Mér fannst jafnan gaman að því þegar ég mætti þáverandi forseta Ólafi Ragnari Grímssyni í Esjuhlíðum einsömlum eða með konunni og hundinum og það minnti mig á hvað við eru gæfusöm þjóð, að geta búið við frelsi sem er nánast hvergi til í heiminum nema hér. Við skulum ekki eyðileggja það. Við skulum vanda okkur og vísa öllu ofbeldi og ógn á bug.
Vöndum okkur því í opinberri framsetningu og fjöllum málefnalega um mál og vísum með þeim hætti að einstaklingum, en gerum ekkert sem gæti orðið til þess að einhver eða einhverjir telji sig eiga skotleyfi í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu á annað fólk. Við höfum öll sama rétt til lífsins og skulum standa öflugan vörð um þann rétt.
28.1.2021 | 09:57
Sofnað á verðinum
Fyrir nokkru greindi umboðsmaður Alþingis Tryggvi Gunnarsson frá því, að honum hefði ekki tekist að ljúka rannsókn á lögmæti gjaldtöku af almenningi og fyrirtækjum, sem stofnað var til fyrir 24 árum, en meginhluta þess tíma hefur Tryggvi Gunnarsson gegnt embætti umboðsmanns Alþingis.
Hlutverk umboðsmanns skv. lögum nr. 85/1997 er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Rannsókn á gjaldtöku hins opinbera af Alþingi er því atriði, sem fellur undir starfssvið hans skv. lögum um umboðsmann Alþingis.
Spurning um hvort gjaldtaka af almenningi og fyrirtækjum vegna þjónustu er mikilvæg spurning fyrir neytendur og eðlilegt hefði verið að umboðsmaður hefði sett það mál í forgang þannig að rannsókninni hefði þá lokið fyrir eða um síðustu aldamót fyrir 20 árum síðan, þá hefði rannsóknin tekið 4 ár sem hefði átt að vera kappnógur tími til að ljúka slíkri rannsókn.
Nú 24 árum síðar kemur umboðsmaður og segir að ekkert verði gert frekar varðandi rannsóknina. Hún fellur niður vegna þess sleifarlags sem hefur verið á embættisfærslu umboðsmannsins s.l. 24 ár hvað þetta varðar. Þær afsakanir sem færðar eru fram af umboðsmanni varðandi þessa óboðlegu embættisfærslu eru satt að segja ótrúverðugar og standast ekki skoðun sé rýnt í það hvað og hvernig embættið hefur starfað þann tíma.
Þetta mál varðar allan almenning og hagsmuni hans og hefði átt að vera forgangsmál, en hefur stöðugt verði sett neðst í bunkann, þar sem að umboðsmaður hefur iðulega opnað frumkvæðismál og unnið þau á methraða einkum ef þau gátu verið til vinsælda fallið.
Mér finnst sem talsmanni neytenda um árabil óviðunandi að rannsókn sem varðar allan almenning skuli ekki fást unnin vegna þess, að umboðsmaður telur að spurningin um réttmæti gjaldtöku af almenningi sé ekki svo mikilvæg að unnið sé að henni og rannsókninni lokið innan viðunandi tímamarka.
Þegar embætti umboðsmanns Alþingis tekst ekki á 24 árum að ljúka efnislegri rannsókn á mikilvægu máli sem varðar allan almenning og hugsanlega ólögmæta gjaldtöku af fólkinu í landinu þá er greinilega eitthvað að. Það sýnist því einboðið, að stofnunin sem kýs umboðsmanninn, Alþingi, láti þetta mál til sín taka og í því sambandi er eðlilegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis láti framkvæma stjórnsýsluendurskoðun á embætti umboðsmanns Alþingis. Minna getur það ekki verið.
27.1.2021 | 11:58
Fagnaðarboðskapur fáráða.
Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur ætlar að gangast fyrir fyrirlestrum um Íslam í Vídalínskirkju á næstunni. Það er gert til þess að styðja við fjölmenningu, sem sagt er vera hlutverk hinnar íslensku þjóðkirkju að gera. Þá veit fólk hvað er efst á verkefnalista þjóðkirkjunnar.
Svo virðist, sem það hafi farið framhjá forustufólki hinnar íslensku þjóðkirkju, að fjölmenningin svokallaða hefur mistekist hrapalega hvar sem hún hefur verið reynd. Nægir að benda á, að forsætisráðherrar m.a. Bretlands og Þýskalands hafa tekið af skarið hvað það varðar og sagt að fjölmenningarstefnan svokölluð væri alger mistök. Í sama streng tók forsætisráðherra Danmerkur fyrir nokkrum dögum og vill ekki taka við fleiri svonefndu flóttafólki.
Fjölmenningarstefna Vesturlanda hefur falist í því að við gefum eftir af okkar gildum og samþykkjum eða látum viðgangast hluti sem eru andstæðir siðum og reglum okkar þjóðfélaga. Þannig hefur þjóðkirkjan aldrei fjallað um kvennakúgun í Íslam, aftökur kvenna fyrir að vanvirða fjölskylduna t.d. með því að giftast kristnum mönnum eða klæða sig eins og ungar stúlkur á Vesturlöndum gera. Ekki hefur verið fjallað um ofsóknir á hendur kristnu fólki í löndum Íslam og aldrei rætt um hvort kirkjan geti rétt kristnum söfnuðum sem eru ofsóttir í löndum Íslam hjálparhönd. Það fellur ekki undir hinn "Guðdómlega gleðileik" þeirrar fjölmenningarstefnu sem íslenska þjóðkirkja ætlar nú að boða.
Þá vill kirkjan ekki viðurkenna eða horfast í augu við að Íslam er einmenningarstefna og þar gefa menn ekkert eftir og fjölmenningin svokallaða er alltaf einhliða. Vesturlandabúar gefa eftir af gildum sínum til að þóknast fornaldarhyggju flestra trúfélaga nútíma Íslamstrúar.
Nauðsynlegt er að reyna að vekja athygli þeirra strúta innan íslensku þjóðkirkjunnar og annarsstaðar í samfélagin, sem hafa stungið höfðum sínum hvað dýpst í sandinn varðandi ógnina sem kristnu fólki stafar í íslömskum löndum á því sem er að gerast einmitt núna. Sama sagan hefur raunar verið að gerast ógnarlengi:
14.janúar 2021: Íslamskir stríðsmenn píndu 58 ára gamla Armenska konu í þorpinu Karintak Arstsakh, með því að skera af henni eyrun og síðan fæturna áður en þeir tóku hana af lífi. sbr. tilvísun í Kóraninn súra 5.33 og ("þeir sem heyja stríð gegn Allah og sendiboða hans og kynda undir óöld í landinu, skulu af lífi teknir, krossfestir eða handhöggnir og fóthöggnir báðum megin" Þessir vígamenn voru komnir þangað fyrir tilstilli Erdogan Tyrklandsforseta til að stríða gegn kristnu villutrúarmönnunum.
3.12.2020 Íslamskir vígamenn réðust á þorp í Kongó einum manni tókst að flýja og gat falið sig og horfði á vígamennina taka konuna hans og þrjú börn af lífi.
29.12.2020 Íslamskir vígamenn í Níberíu drápu 5 kristna, sem þeir höfðu handtekið. Færðu þá í appelsínugula búninga og lýstu því yfir, að þeir yrðu teknir af lífi vegna þess að þeir væru kristnir og Þetta væri viðvörun til kristins fólks hvar sem væri í heiminum. Að þessu loknu voru þessir kristnu menn skotnir í höfuðið hver á fætur öðrum.
Þetta eru bara 3 dæmi af fjölmörgum á rúmum síðasta mánuði. Á hverri viku drepa íslamistar fjölda kristins fólks, en það ratar sjaldnast eða aldrei í fréttir og íslenska þjóðkirkjan gerir ekkert til að aðstoða trúarsystkini okkar. Ekki neitt. Þessir feitu prelátar þjóðkirkjunnar ómaka sig ekki eða óhreinka á því og láta sem þeir sjái þetta ekki. Það gæti komið kuski á fagnaðarboðskapinn um fjölmenninguna.
Þjóðkirkjan íslenska hefur öðrum verkefnum að sinna. Boða fagnaðarerindi Fjölmenningar og hvað Íslam séu frábær trúarbrögð og lautinant Magnús Bernharðsson svonefndur sérfræðingur í málum Mið-Austurlanda mun síðan blessa samkomuna með erindi og mun þá væntanlega gera þeim kirkjugestum sem koma til að höndla fagnaðarboðskapinn um Íslam hvernig á því stóð, að hann, "fræðimaðurinn" hafið rangt fyrir sér í öllum atriðum sem varðaði svonefnt "Arabískt vor." og þróunina í Íslamska heiminum, fyrir tíu árum síðan.
Á kristið fólk samleið með þjóðkirkjunni lengur?
23.1.2021 | 12:08
Fárið og fjölmiðlarnir
Í mörgum breskum fjölmiðlum er því slegið upp í dag, að nýa afbrigðið af Kóvíd sem greinst hefur í Bretlandi kæmi til með að valda 30% fleiri dauðsföllum en það hefðbundna sem glímt hefur verið við frá því í janúar 2020 og væri auk þess 70% smitnæmara.
Boris Johnson forsætisráðherra Breta sagði í gær, að nýja afbrigðið af veirunni "gæti valdið fleiri dauðsföllum (may be deadlier). Hann segir að ákveðnar upplýsingar bendi til, að þetta afbrigði kunni að vera hættulegra.
En er þetta einhlítt og er þetta rétt frétt?
Hingað til hafa breskir vísindamenn sagt að það væri ekkert sem sýndi fram á að nýja afbrigðiði væri hættulegra þó það væri smitnæmara.
Í öllum fréttamiðlum er því slegið upp að nýja afbrigið valdi 30% fleiri dauðsföllum. Raunar er sú prósentuala líka röng þegar niðurstaða könnunarinnar er skoðuð, en það er annað mál. Síðan gleymist það hjá mörgum fjölmiðlum, að gera grein fyrir áliti helstu vísindamanna Breta um málið og þeir sem gera það birta það neðanmáls og ekki í fyrirsagnastíl eins og helfréttin um auka ógn vegna Kóvíd, sem skal niður í lýðinn með góðu eða illu.
Helsti vísindaráðgjafi bresku stjórnarinnar Sir Patrick Vallance og Chris Whitty helsti ráðgjafi bresku stjórnarinnar á lækningasviðinu segja, að það sé mögulegt að nýja afbrigðið geti valdið fleiri dauðsföllum, en það liggi engar marktækar staðreyndir fyrir í þeim efnum og kannanir þriggja háskóla sem þessi niðurstaða byggir á séu ekki hafnar yfir vafa og hingað til hafi ekki fundist vísbendingar um a nýja afbriðið sé hættulegra þó það sé mun smitnæmara.
Svona er hægt að búa til staðreyndir úr fyrirsögnum, sem eru engar staðreyndir og valda fjöldahræðslu að ástæðulausu.
16.1.2021 | 14:15
Fagnaðarboðskapur?
Um áramótin var því fagnað, að bóluefni vegna Kóvid væri að koma á markað. Fólk horfði fram á grímulausa framtíð, þar sem hægt yrði að faðmast, kyssast og knúsast ferðast og annað sem var í gamla daga. Gleðin var eðlilega mikil. Loksins hyllti undir það, að við værum að vera frjáls á nýjan leik.
Eftir því sem dagarnir hafa liðið, hefur komið í ljós, að þessi lyf eru ekki endilega ljósið við enda ganganna eða fagnaðarboðskapurinn um Kóvíd lausan heim.
Samkvæmt grein sem ég las í Daily Telegraph í morgun, þá er talað um að ónæmi verði 3 vikum eftir að fólk hefur fengið síðari sprautu miðað við lyf Moderna, Astra-Zeneca eða Pfizer. Samt sem áður er mögulegt að fólk geti smitast og ekkert bóluefni býður upp á 100% vörn.
Það sem kom mér meira á óvart var að það er ekki vitað, hvort að fólk sem fær sprauturnar geti smitað eftir sem áður eða ekki og því er ráðlagt að halda sig við grímur, fjarlægðarmörk, handþvotta o.s.frv.
Þá er ekki vitað hvað ónæmi eftir sprautn varir lengi talað er um allavega 5 mánuði. En hvað svo? Þarf e.t.v. að bólusetja alla aftur að liðnu hálfu ári?
Loks er ekki vitað hvað gerist nákvæmlega eftir að þú hefur fengið Kóvíd sprauturnar og hvaða langtímaáhrif bóluefnið hefur.
Loksins er ekki hættulaust fyrir fólk að fá bóluefnið og í Noregi eru 23 dánir skömmu eftir að hafa fengið sprautuna og 7 hér á landi. Haldið er fram, að tengsl milli dauðsfallanna og Kóvíd sprautu séu ósönnuð. Samt eru þau staðreynd og heilbrigðisyfirvöld í Noregi tala um að það geti verið of mikil áhætta fyrir eldri borgara með undirliggjandi sjúkdóma að láta sprauta sig. En það er einmitt sá hópur sem er í mestri hættu vegna Cóvíd.
Svo virðist, sem heilbrigðisyfirvöld hér á landi upplýsi fólk ekki með viðeigandi hætti um áhættuna á því að fá sprautuna eða viðurkenni að ekkert sé vitað um mögleg skaðleg langtímaáhrif af bólusetningunni. Það er því spurning hvort verið er að fara að með réttum og löglegum hætti.
Þegar þessar staðreyndir og/eða skortur á staðreyndum eru vegnar og metnar, er þá ekki full ástæða til að flýta sér hægt þar sem að það liggur hvort sem er ekki fyrir hvort Kóvíd sprautuarnar leysa mikil vandamál miðað við það sem nú liggur fyrir.
13.1.2021 | 12:35
Frelsið er fallvalt
Lögreglan í Derbýhéraði á Bretlandi handtók þær Jessicu Allen og Elizu Moore fyrir nokkru. Þær ætluðu í göngutúr á auðu svæði og fóru frá heimilum sínum og óku 8 km. frá heimilum sínum hvor á sínum bíl þangað sem þær höfðu mælt sér mót. Þær höfðu með sér brúsa með piparmyntute til að svala þorstanum á göngunni.
Lögreglan gat ekki unnt þeim þessa og handók þær og sektaði hvora um sig um 200 pund eða jafnvirði kr. 35.000.- Glæpurinn var að ætla út að ganga of langt frá heimilum sínum. Sektin var raunar síðan felld niður en það er annað mál.
Þegar borgarar fá ekki að fara á auð svæði til að fara í göngutúr, til að halda við heilsu sinni og styrkja sig auk þess að fá lífsnauðsynlegt D vítamín til að berjast gegn Kórónuveirunni þá er langt gengið í sóttvarnarráðstöfunum og sýnir betur en margt annað hvað það er hættulegt að afhenda stjórnvöldum möguleika á að loka inni íbúa á ákveðnum svæðum hvað þá heilar þjóðir og svipta þá grundvallarfrelsi sínu til að ráða yfir verustað sínum.
Jafnvel hjólreiðamenn hafa verið handteknir og sektaðir á Bretlandi jafnvel þó ekki sé vitað til að Kórónuveiran ferðist um á reiðhjóli.
Við höfum orðið vitni að því að undanförnu hvað auðvelt er að svipta einstaklinga frelsi sínu á grundvelli raunverulegra eða ímyndaðra heilsufarsráðstafana.
Miðað við þá reynslu sem liggur fyrir eftir ítrekaðar frelsisskerðingar borgaranna þar sem farið er algjörlega umfram allt meðalhóf, þá verður ekki annað séð, en það sé glapræði af Alþingi að ætla að samþykkja að opinberir starfsmenn geti svipt fólk frelsi sínu nánast að geðþótta og fyrirskipað útgöngubann
Útgöngubann bæja, borga og jafnvel íbúa heils lands er svo hriklaleg frelsisskerðing að það er vægast sagt fráleitt, að ætla að samþykkja lög, sem heimila slíka frelsisskerðingu án aðkomu löggjafans.
Fyrir nokkru samþykkti Alþingi lög sem stöðvuðu verkfall ákveðinna starfsmanan Landhelgisgæslunnar vegna öryggismála. Meðferð málsins á Alþingi tók dagpart. Ljóst má vera, að komi upp aðstæður sem kalli á útgöngubann, þá eru engin vandkvæði á því að Alþingi geti afgreitt slíka tillögu verði í raun nauðsyn á aða beita slíkum aðgerðum.
Alþingi ber því að hafna tillögum í nýjum sóttvarnarlögum um heimild fyrir heilbrigðisyfirvöld til a beita hatrammari sóttvarnarráðstöfnum en nú er þ.á.m. útgöngubanni. Frelsið er vandmeðfarið og viðkvæmt og dæmin á síðasta ári og þessu sýna, að mikillar varúðar er þörf og frekari framsal valds til heilbrigðisyfirvalda býður hættunni heim.
8.1.2021 | 09:15
Það getur brugðið til beggja vona.
Covid smit eru fá hér á landi og hafa verið það frá því fyrir miðjan desember. Tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum hafa þó verið fáar og óverulegar. Það sýnir hvað það er miklu auðveldara að taka frelsi frá fólki heldur en að veita það aftur.
Þrátt fyrir fá smit og góðan árangur, þá eru sömu þulurnar tuldraðar án afláts til réttlætis. "Það getur brugðið til beggja vona" "Það er hætta á að allt fari úr böndunum" "Við getum hæglega misst þetta í veldisvöxt"
en síðast en ekki síst "næstu dagar ráða úrslitum"
Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju við komumst aldrei út úr þessum "næstu dögum" og viðurkennt sé, að það séu ekki efni til að viðhalda þeim lokunum og takmörkunum sem sóttvarnaryfirvöld streitast við að halda í án nokkurrar framtíðarstefnumörkunar og þylji í síbylju möntruna: "Næstu dagar skera úr um það til hvaða ráðstafana verður gripið"
Þjóðfélag getur ekki endalaust búið við geðþóttaákvarðanir og það þarf að vera einhver vitræn skýring á því af hverju fólk á Hólmavík, Húsavík og Hornafirði megi ekki taka upp eðlilegt líf þegar smit mælast ekki frá Botnsá í Hvalfirði og hringinn vestur,norður, austur og suður að Selfossi.
Ríkisstjórnin getur ekki staðið aðgerðarlaus hjá og ausið milljarði á dag úr galtómum ríkiskassanum, sem framtíðin á að borga. Því miður allt of þægileg tilvera fyrir marga í núinu enda viðbrögðin samkvæmt því.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 67
- Sl. sólarhring: 363
- Sl. viku: 3355
- Frá upphafi: 2514253
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 3124
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson